Morgunblaðið - 19.03.1915, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
pææ MiMiMiííi
PILSNER
er góður drykkur.
Carlsberg-Pilsner og
Krone-Pilsner
og aðrar öltegundir.
Nýtt með hverju skipi í
NYHÖFN.
€^íý fiœnuegg
stór og góð, fást daglega í
Skotfyúsinu.
Avextir
nýir fást í
Liverpool.
leysi þeirra. Að lokum var dómur-
inn uppkveðinn og var hann mildur.
En Kroniká varð að setja ioo sterl.
punda tryggingu fyrir hvern þeirra
N.ogÓ., þangað til skipið færi. En
enginn mátti ganga á land. ^ofaði
Kronika að sjá um það og lagði þar
við drengskap sinn. En ef einhver
okkar breytti á móti því, yrði væg-
asta hegning hans 6 mánaða fang-
elsi.
Hingað (bréfið er ritað á Sterling
í Leith) koma oft njósnarar til þess
að vita hvort við ekki höfum
stolist í land. Hefir fjöldi ókunn-
ugra manna verið skotinn í Leith,
þótt ótrúlegt megi virðast. Aðrir
eru hneptir í varðhald og sleppa
þaðan ekki fyr en að ófriðnum lokn-
um. Og það er áreiðanlegt, að komi
hingað vegabréfslaus maður, sem lík-
ist einhverjum njósnara, verður hann
tafarlaust skotinn.
Þannig farast þá Möller orð. Geta
menn nú séð hve auðvelt það er að
komast héðan til útlanda. Ætti
þetta að verða viðvörun til allra
þeirra, sem kynnu að hafa í hyggju
að ferðast til útlanda, að leggja ekki
af stað vegabréfslaust. Annars gæti
svo farið, að þeir fengju að dúsa í
varðhaldi í nokkur ár, eða yrðu jafn-
vel skotnir, og er hvorugt gott.
3IG
I
Avexti nýja:
Appelsínur, Epli, Banana og
Sítrónur hefir
Nýhöfn
fengið með Botníu.
3IE
H. P. DIIUS.
A-deild
Þareð nýtízku vörurnar, sem koma attu með Botníu
í gær, koma ekki fyr en með aukaskipinu eftir 2 daga,
opnar
hin nýja vefnaðarvöruverzlun í Hafnarstr»1111,1
ekki fyr en
á þriðjudaginn.
Með aukaskipinu koma feiknin öl! af nýtizku vefn-
aðarvörum, sem verða seldar með mjög
sanngjörnu verði.
H. P. DuuSp
A-deild. Simi 502.
Gasstöðin
og
koksverðið.
Viðtal við Zimsen
borgarstjóra.
Það vakti töluverða eftirtekt hér
í bænum þegar það fréttist um dag-
inn, að gasstöðin hefði hækkað koks-
verðið úr 32 kr. upp í 45 kr. hver
smálest. Mönnum veittist all erfitt
að skilja ástæðuna fyrir hækkuninni,
þar sem allir vissu, að gasstöðin
hafði ekki íengið nýjar birgðir af
kolum erlendis frá, síðan hún keypti
farminn, sem Hermod flutti hingað
frá Noregi. Gasstöðin var svo hepp-
in, að hafa birgt sig allvel upp með
kol áður heimsstyrj.öldin hófst og
kol og skipaleiga komst í það geipi-
verð, sem það nú er i. En satt
mun það vera, að Hermods kolin
voru eitthvað dálítið dýrari, en
birgðirnar, sem gasstöðin hafði fyrir-
liggjandi, sem hún vitanlega hafði
fengið hræódýrar, ef borið er saman
við núverandi verð. En menn fengu
ekki skilið til fullnustu, að brýn
nauðsyn bæri til þess að hækka
verið um 13 ki. fyrir hverja smá-
lest, þó að verðið á Hermods-kol-
unum hafi verið dálítið hærra en
vanalega gerist á friðartímum. Hvað
mundi koksverðið hafa orðið ef
gasstöðin hefði orðið að kaupa kol
núna, spurðu margir og það virðist
í fljótu bragði ekki hafa verið að
ástæðulausu, að menn urðu gramir
við gasstöðvarstjórann og húsbænd-
ur hans, bæjarfulltrúana.
Það er margt í þessu koksmáli,
sem almenningur ekki veit. Vér
vorurp meðal þeirra, sem áttum bágt
með að trúa því, að bæjarstjórnin
hafi hækkað koksverðið að ástæðu-
lausu á þessum erfiðu tímum, í því
skyni einu að græða fé. Vér fórum
því í gær á fund borgarstjóra til
þess að fá nákvæma skýringu á
málinu.
— Gas og koksmálið er all flókið,
sagði borgarstjóri. — Öll útgjöld
stöðvarinnar verða að greiðast af
því fé, sem hefst upp úr gas- og
koks-sölu. Til útgjalda tel eg reksturs-
kostnað og vexti og afborgun af
láninu.
Þegar gasstöðin tók til starfa,
keypti hún fyrsta farminn af
kolum fyrir um 19 kr. smálestina.
Það var samt búist við því að kol-
in mundu hækka í verði og var því
21 krónu verð á kolum lagt til
grundvallar, þcgar verðið á gasi og
koksi var ákveðið. En skömmu síð-
ar hækkaði kola^erðið upp í 26 kr.
smálestin og hélst það verð lengi
án þess að koksverðið yrði hækkað
hér að sama skapi. Þau kostuðu þá
32 krónur smálestin og hafa verið
seld fyrir það verð til skams tima —
vitanlega með beinu tjóni fyrir gas-
stöðina.
Útreikningur sá, sem lagður var
til grundvallar, er gasstöðin var
reist, hefir þá verið rangur spurðum
vér.
— Nei, hann var ekki rangur,
þegar kolin kostuðu 26 kr. hver
smálest, en það hefði verið hyggi-
legra, að ákveða verðið á gasinu dá-
lítið hærra, og þá auðvitað koksinu
líka, til þess að vera við öllu búinn,
ef kol skyldu hækka í verði.
— Kolin, sem gasstöðin fékk með
Hermod frá Noregi, kostuðu 30 kr.
smálestin. Við lítum svo á, að það
sé ekki rétt að hækka verðið á gasi
að svo stöddu, þar eð það yfirleitt mun
vera meira notað afefnaminni borg-
urum, heldur en koks. En ef ekki
á að verða mjög tilfinnanlegur tekju-
halli af rekstri gasstöðvarinnar, þá
er nanðsynlegt að hækka koksið upp í
45 kr. nú þegar.
Þetta er í sjálfu sér ekki nægileg
hækkun. A síðasta rekstursári voru
als seldar 426,698 ten. m. gas fyrir
kr. 74,962,74. Til framleiðslunnar
voru notaðar 1679 smálestir af kol-
um, en koksframleiðslan var netto
619 smálestir. Leiga af gasmælum
nam kr. 3922,85. Reksturskostnað-
ur var kr. 59,296,85 og eru þá kol-
in ekki talin með. Séu tölur þess-
ar lagðar til grundvallar og enginn
ágóði reiknaður af resstrinum, þyrfti
að selja koksið á kr. 49.70 smálest-
ina. Við höfum samt ekki viljað
hækka koksið nema upp i 45 kr.,
en ef það kæmi fyrir að gasstöðin
þyrfti að kaupa kol með því verði,
sem þau nú eru i, þá verður nauð-
synlegt að hækka gasverðið um hér
um bil 5—8 % til þess að komast
hjá of miklum tekjuhalla, og vitan-
lega koksið líka. —
Þegar mál þetta fyrst kom til at-
hugunar, skrifaði eg verðlagsnefnd-
inni bréf og fór þess á Ieit, að hún
ákvæði verð á koksi frá gasstöðinni.
Verðlagsnefndin sá enga ástæðu tii
þess að ákveða hámark, en gat þess
jafnframt að hún mundi taka málið
til athugunar ef nokkrar kvartanir
bærust henni yfir of háu koksverði.
Bréfi mínu til nefndarinnar lét eg
fylgja skýrslu yfir tekjur og gjöld
gasstöðvarinnar síðasta rekstursár (1.
ág. 1913—31. júlí 1914), svo nefnd-
armenn gætu sjálfir athugað málið'
grandgæfilega. —
Erl. simfregnir
frá fréttarit. ísafoldar og MorgunbL
K.höfn 18. marz.
Norðurlðnd hafa sent
bandamönnum samhljóða
ávarp um siglingar kaup-
fara.
Enn heflr verið skotið
tundurskeytum á 3 ensk
kaupför.
Frakkneskt beitiskip fár
inn í mjóddina á Hell*1"
sundi. Skot hitti það og
snóri það við. 28 mann^
féllu.