Morgunblaðið - 20.03.1915, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.03.1915, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ TH. THORSTEINSSON, Austurstræti 14, Vefnaðarvörur Nýjar vörur Fatnaður Vefn.v.deild bannvöru, o g aldrei eyðileggja eða tefja fyrir þeim skipsförmum, sem eiga að fara til þeirra manna i Þýzkalandi, er Bandaríkjastjórn hefir áður skýrt frá að taka eigi í móti vörunni, eða eiga, að hennar boði, að úthlula henni meðal þýzkra borg- ara. Þýzkaland skal telja sig fúst til þess að vörur frá Bandaríkjunum, eða öðrum hlutlausum ríkjum, skuli ganga i gegn um hendur þessara umboðsmanna. Að lokum neitar stjórnin harðlega þeirri skoðun, að hún muni viðurkenna eða telja rang- an nokkurn þann rétt, sem ófriðar- þjóðum eða hlutlausum þjóðum er heimilaður í alþjóðarétti. Svar l»ióðverja. Það er dagsett 28. febrúar. í þvi stendur meðal annars þetta: Þýzka stjórnin hefir kynt sér tillögur Banda- rikjastjórnar og þykir gott að sjá þar nýja sönnun þeirrar vináttu, sem Þjóðverjar hafa ætið kunnað að meta. Það er alveg í samræmi við óskir Þjóðverja, að ófriðurinn á sjónum sé háður eftir vissum reglum, þann- n ig að engri einni þjóð sé gert lægra undir höfði en öðrum og jafnframt sé tekið tillit til hlutlausra þjóða. Samkvæmt þessu var þess getið í svari Þjóðverja þ. 16. febr. að þeir verði að taka til sinna ráða ef óvin- ir sínir ætli að fara eftir Lundúna- samþyktinni. í sambandi við það hefir þýzka stjórnin nákvæmlega yfirvegað tillögur Bandaríkjastjórnar og hefir komist að þeirri niðurstöðu að þær séu vel fallnar til þess að útkljá megi eftir þeim þetta deilu’- mál. Við aðalefni orðsendingarinnar hefir Þýzkaland þessu að svara. 1. Þýzkaland er fúst til þess að kasta ekki út lausum tundurduflum og felst einnig á það að merkja tundurdufl sin. Að öðru leyti finst því það of hart aðgöngu að mega ekki nota föst tundurdufl til sóknar á hafnarborgir. 2. Bandaríkjastjórn hefir það fyr- ir augum að óvinaskip noti ekki hlutlausa fána, þegar hún geri til- lögur um takmörkun á notkun kaf- bátanna. En þá ætti það að vera jafn sjálfsagt að kaupför væru ekki vopnuð, því jafnframt sem það er brot á alþjóðalögum, gerir það kaf- bátunum ómögulegt að koma frám samkvæmt þessum tillögum. 3. Reglur þær, sem Bandarikja- stjórn hefir hugsað sér aó láta gilda um vöruflutning.til Þýzkalands, virð- ast ekki ósanngjarnar. En Þýzka- land vill leggja áherziu á það að ■ innflutningur sé óhindraður á öðr- um efnum en matvælum, ef þau eru að eins notuð í þágu borgaranna. í lok svarsins geta Þjóðverjar þess, að hætta sú, sem hlutlausum skipum er búin, mundi mjög minka ef hægt væri að koma í veg fyrir það að hergögn væru flutt frá hlut- lausum ríkjum til ófriðarríkja. 0:0 ---- Tundurduflahættan í Norðursjó. Hvar er hún mest? Sameinaða gufuskipafélagið hefir snúið sér til ýmsra manna, sem kunnugir eru hafstraumum, og beðið þá að gefa sér upplýsingar um það hvar tundurduflahættan sé mest í Norðursjó. Eftir það hefir félagið gert áætlun um það hvar hættan sé mest á þessu svæði og eins í næstu höfum. Hefir það síðan sent skýrslu um það, ásamt korti, til hervátrygg- ingarinnar, og hefir það haft þann árangur að vátryggingin hefir ráðlagt öllum skipum að sigla eigi um hin hættulegustu svæði^að næturlagi. I skýrslunni er sagt, að það sé sennilegast að tundurdufl þau, sem lögð eru við Englandsstrendur, reki suður á bóginn. Ef vindur stendur af vestri hrekur þau langt frá landi. Tundurdufl frá Ermarsundi rekur norður með Hollandsströndum og framan við Helgolandsflóla alla leið norður að Jótlandsskaga. Ef vind- átt er austlæg, getur þau hrakið langt frá landi. í Skagerak fylgja duflin straumn- um meðfram landi og geta strandað i Noregi. En inn í Kattegat kom- ast Norðursjávar-tundurdufl tæplega, því útstreymið tekur þar við þeim og fleygir þeim upp að ströndum Noregs. Hættan verður því mest á þess- um stöðum: við austurströnd Eng- lands, Hoofden, Horns-rev, mynni Skageraks og meðfram ströndunum þar, við sunnanverðar Noregsstrend- ur og alla leið austur undir Svíþjóð. Um tundurdufl, sem lögð eru í Eystrasalti er það að segja, að þau geta verið alstaðar á reki. Er það sennilegt að þau verði að flækjast í Sundunum, Stóra belti og Kattegat þegar kemur fram á vorið. En hætt- an af þeirn er talin mjög lítil því það er sennilegast að flest þeirra strandi. Nýtt deiluefni milli Tyrkja og Itala. Corriera della Sera flytur sím- skeyti frá Suez um það, að ítali nokkur, sem er umboðsmaður fyrir Companie Maritimi hafi verið tek- fastur í Dchidi. Hann var á ferð með italska gufuskipinu »Massuah« Silki svört og misl. Dömuklæðin alþektu. Klæði. Lérept, hið landfræga 26 aura og margar aðrar teg. jafnódýrt sem fyr. Fiður og Dúun o. fl. Fatadeild: Enskir Begnfrakkar, sem nota má jafnt í sólskini sem rigningu. Enskar Hufur. Slifsi, svört og mislit. Hanzkar, ágætir, o. m. fl. og gekk þar á land til þess að finna ítalska sendiherrann. En Tyrkjum leizt maðarinn grunsamlegur og handsömuðu hann. Tóku þeir af honum öll skjöl þau og bréf er hann hafði meðferðis, þar á meðal nokkur einkabréf til sendiherrans. Dchide er borg í Arabíu við Rauðahafið, skamt frá Suez-skurði. Hún er merkileg að því leyti að hún er hafnarborg Mekka og ein- hver mesta verzlunarborg þar í landi. Menn munu minnast að hafa heyrt þess getið, að annað deilu- mál reis í vetur milli Itala og Tyrkja, þegar Tyrkir brutust inn í sendiherra höll þeirra i Hodeid til þess að ná í brezka sendiherrann, sem hafði leitað þar húsaskjóls. Sú deila endaði þannig, að Tyrkir urðu að biðja fyrirgefningar og sleppa brezka sendiherranum aftur. Nú er eftir að vita hvort þetta mál verður jafnað jafn auðveldlega. r—i DAGBÓRIN. =3 Afmæli í dag: Guðbjörg Þorsteinsdóttir, húsfrú. Sigríður Þorláksdóttir, húsfrú. Steinunn Sigurðardóttir, húsfrú. Jón Ólafsson, rithöfundur. 22. vika vetrar hefst. Sólarupprás kl. 6.34 f. h. Sólarlag — 6.38 síðd. Háflóð er < dag kl. 7.54 árd. og — 8.13 síðd. Veðrið í gær: Vm. n. kaldi, frost 5.6. Rvk. logn, frost 11.0. íf. n. kaldi, frost 5.9. Ak. s.s.v. andvari, frost 13.0. Grs. logn, frost 15.5. Sf. v. kul, frost 10.4. Þórsh. F., n. kaldi, frost 3.3. ---- • Póstar í dag: Botnía á að fara til útlanda. Hafnarfjarðarpóstur kemur og fer- Dýraverndarinn tekur til þakka góðar, stuttar, greinar um dýr °S dvraverndun, og hvað annað setn ®r vel til þess fallið að vekja hugsun manna á góðri meðferð skepna, fræðir um þá hluti. Þeir, sem kynnu að hafa eitthvað slíkt að bjóða, snúi sór til fræðsl'X' málastjóra Jóns Þórarinssonar Laufásvegi 3 4. Jón Ólafsson rithöfundur er bálf- sjötugur í dag. Grove, norskt kolaskip kom x S£er með 1400 smálestir af kolum, seW þeir Th. Thorsteinsson og kolaverzlu*1 Björns Guðmundssonar eiga. Þrír jarðskjálfta kippir komu ber í bænum < fyrrinótt. Einn þeirra var allsnarpur. Helgi magri kom af fiskveiðum 1 gær og hafði aflað allvei. Messað < Fríkirkjunni < Reykj»v1^ á morgun ki. 12 (síra Ói. Ól.) kb (Har. N<elsson). í dómkirkjunni kl. 12 (sira B. J /’ kl. 5 (síra Jóh. Þorkelsson). 8 skipum sðkt. Prinz Eitel Friedrich. Fitel Vopnaða kaupfarið Prinz ^ j Friedrich kom til Newport S.g Bandaríkjunum 10. þ. mán. 5 * kom með liðlega 300 man°s ^ voru það skipshafnir af átta s r . er það hafði sökt í janúar og e armánuði. »jSt Skipið var kolalaust og Pat u mikilla viðgerða, var ekki yfgi- þegar síðast fréttist hvort þv’ leyft að fara út aftur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.