Morgunblaðið - 20.03.1915, Síða 3

Morgunblaðið - 20.03.1915, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ 3 %kið einungis „G. K“ VINDLA. Aðeins ekta frá G. Klingemann & Co., Khöfn. Fást hjá kaupmönnnm. Eitt af þessum átta skipum, er Etinz Eitel Friedrich sökti nú siðast, Var eign Bandaríkjanna. Það hét ^illiam P. Frye og var á leið frá ^eattle til írlands með korn. Nú er að eins eitt þýzkt vopnað kaupfar á höfum úti. Það heitir Kronprinz Wilhelm. Auk þess leik- Ur beitskipið Kailsruhe enn lausum hala. Ofriðarsmælki. Nttrsku seglskipi var nýlega sökt af Þjóðverjum suður í Atlant/.hafi. Eað er enn ófrótt um hvort það var heitiskipið »Karlsruhe«, sem sökti skip- ’Du eða vopnaða kaupfarið »Kronpiinz ^ ilhelm«. Norsk blöð eru mjog gröm yrir þessu, en það er enn með öllu ökunnugt um málavöxtu. Lítið a f jarðeplum kvað nú vera í borgum á Þýzkalandi. Skömmu aður en stjórnin fór að láta rannsaka birgðírnar í landinu, höfðu flestir efna- Urenn birgt sig upp um of, til þess að vera við öllu búnir. Þ/zk blöð, Sem hingað bárust með Botniu, rita 'rm það, að stjórnin ætli að taka að 8er jarðeplasöluna, en verzlunarstéttin þyzka virðist vera þessu mjög andvíg. Bandaríkjamenn hafa lagt kald á tvö norsk gufuskip, sem um Þessar mundir liggja í New-York. i'eikur grunur á því, að skipin hafi verið notuð til þess að flytja þyzkum heitiskipum í Atlantzhafi matvörur og *°L Skipin hafa bæði verið tekin á leigu af Bandaríkjamanni, og þykir þyi líklegast að málsókn verði hafin §egu honum fyrir hlutleysisbrot. Fjölda tundurdufla rekur nú öaglega að ströndum Noregs, bæði að vestanverðu og við Kristjanssand. I hyrjun þessa mánaðar kom norskt Sufusjjjp yj Horten < Kristjaníufirði °§ höfðu þá meðferðis 18 dundurdufl ýmsar leifar af loftförum, sem fund- ^ hafði skamt fyrir utan Arendal. essi merkilegi farmur vaktí mikla eftirtekt í Horten, sem von var. Var yhrvöldunum fenginn futningurinn til vurðveizlu. ^ Vjlhjálmur Þýzkalands- pei®ari hefir nýlega sæmt Enver a®cha, foringja Ung-Tyrkja, járnkross- “‘uth. . ^uínaðarmenn í sænska þing- >hu fella gerðu nýlega tilraun til þess að _ fjárveitingu til herútgjalda, sem . . uin hafði farið fram á. Tilraunin ^,shepnaðist. ú 1 g a r a r hafa sent samhljóða arP til stjórna Rússa, Austurríkis- una og Serba og heimta skaðabætur cfilómsturpoifar af öllum stærðum, eru nýkomnir í Kolasund. fyrir það tjón, sem tundurdufl hafa gert á landi þeirra. En, sem kunnugt er, hafa t. d. Austurríkismenn lagt mikið af tundurduflum í Dónáfljót til þess að granda fljótaskipum Serba. Fisksölumálin. Eins og kunnugt er hefir Gisli kaupmaður Hjálmarsson selt hér mikið af fiski í vetur. Hefir hann fengið að selja hann á fisksölusvæði því er bæjarstjórnin leyfði þeim Jóni Zoéga og Elíasi Stefánssyni til af- nota. Gísli hefir getið sér gott orð fyrir það hvað hann hefir selt fiskinn ó- dýrt. Hefir mörgum fátæklingnum orðið það léttir, eigi alllítill, i harð- indunum. En um daginn hækkaði Gisli verðið á fiskinum og reis af þvi orðaskak nokkurt milli hans og Jóns Zoéga. Þykir nú Gísla viðbúið að sér muni valla friðvænt mikið lengur á fisksölutorginu og hefir því beðið bæjarstjórnina að láta sig hafa dálítinn skika vestan við torgið, þar sem hann gæti selt fisk sinn. Málið var tekið fyrir á bæjar- stjórnarfundi i fyrrakvöld og voru menn mjög á eitt sáttir um það, að Gísli væri góðs verður frá bænum, fyrir það hvað hann hefði selt fisk sinn hér með sanngjörnu verði, og vildu að greitt yrði fyrir honum sem mest. Var borgarsstjóra falið að ráða málinu til úrslita. Það er vel farið, að bæjarstjórnin sýnir Gisla það i verkinu að hún kann að meta það sem hann hefir gert, og eins er vonandi að hann kunni að meta það að bæjarstjórnin veitir honum skjóta og góða úilausn á erindi hans. Vik. Kröfur Japana, Japanar ganga nú hart að Kin- verjum um að gefa svör við kröfum sinum. Þeim kröfum hefir áður ver- ið lýst hér i blaðinu. Kínverjum þykir súit í broti að þurfa að ganga að öllum kröfunum, en það virðast Japanar heimta nú. Sagt er að Yuan Shi Kai-stjórnin muni ekki verða lengi við völd ef hún lætur undan Japansmönnum. Bretum er heldur ekkr vel við kröfur Japana og hafa þingmenn gert fyrirspurnir til stjórnarinnar um þær, en hún verið sagnafá. Segja ensk blöð, að sumar þeirra brjóti beint i bága við réttindi, sem brezk- um félögum hafi verið veitt fyrir skömmu. Ráöuneytisskiftin á Grikklandi. í siðustu blöðum, sem hingað hafa borist frá Skotlandi, er sagt að ráðu- neytisskiftin á Grikklandi breyti í engu stefnu grisku stjórnarinnar i utanríkismálum. Zographos utan- ríkisráðherra er i sama flokki og Venezelos og eru þeir báðir vinveitt- ir bandamönnum. Breyting sú sem varð á ráðuneytinu, stafar eingöngu af því að menn voru ekki sammála um hvenær Grikkland ætti að leggja út í styrjöldina. Venezelos taldi að bezt væri að hefja ófrið við Tyrki þegar í stað, en herforingjunum þótti ekki ráðlegt að kalla burtu lið frá landamærum Bulgariu, en þess þyrfti ef senda ætti lið gegn Tyrkj- um. Vilja Grikkir biða þangað til þeir eru vissir um að Búlgarar grípi ekki til vopna gegn sér. Forsætisráðherrann nýji heitir Goundris. Botnvörpungur og kaf- bátur. Brezkur botnvörpungur var að veiðum í Norðursjónum 23. febr. Veður var hið bezta og sýni gott. Skipverjar voru að draga á og gera að afla á þilfarinu, sáu þeir þá skygnisturn á kafbáti, sem stefndi á þá. Er kafbáturinn átti skamt ófar- ið til þeirra hvarf turninn, en litlu síðar strengdi á vörpunni og kom kafbáturinn upp og var þá á" hlið- inni. Sáu skipverjar i kjölinn. Kaf- bátinn rak síðan aftur með skipinu og sökk eftir 20 mínútur og kom olíubrá á sjóinn. Töldu skipverjar að kafbáturinn hefði íarist alveg. Lloyd George og Hellusund. í frönsku blaði er sagt frá þvi, að aðalhvatamaður þess að tekið var að skjóta á Hellusundsvigin hafi ver- ið Lloyd George fjármálaráðherra Breta. Þegar hann var í Paris fyrir skemstu á ráðstefnu með fjármála- ráðherrum Frakka og Rússa, vakti hann máls á því við Delcasse o. fl., hvort eigi mundi hægt að brjótast inn til Miklagarðs, og styrktu þeir þá skoðun hans að það mundi hægt. Lagði hann siðan þessa uppástungu fyrir brezka ráðuneytið og fekk sam- þykt að tilraun skyldi gerð til þess að ná Miklagarði. Danskir og pólskir þingmenn í Prússlandi. Áður en fjárlagafrumvarpið var samþykt á þingi Prússa stóðu upp danskir og pólskir þingmenn og kváðust ekki vilja greiða atkvæði með fjárlögunum fyrir þá sök, að stjórnin beitti þvingunarlögum við danska og pólska þegna. Kváðu þeir að þetta væri gert þvert ofan í loforð keisarans. — Þeim var svarað að stjórnin væri að hugsa um afnema þessi lög, en vildi þó engu lofa um það. Síðan gengu pólsku og dönsku þingmennirnir af fuudi. Alt sem að greftrun lýtur: Líkkistur og Líkklæði bezt hjá Matthiasi Matthíassyni. Þeir, sem kaupa hjá honum kistuna, fá skrautábreiðu lánaða ókeypis. $ tXaupsRapuT Morgunkjólar ern ódýrastir í Doktorshúsinn. Saumalann kr. 2.25. Ágsetir sjóvetlinjrar fást á Smiðjustig 11, nppi. Jónea Kr. Jónsdóttir. Mahogni-spilaborð, gott, óskast. R. v. á. ^ dTunéié Pakkhúslykill fnndinn. Yitja má á skrifst. Morgnnblaðsins. *ffinna ^ S t ú 1 k a óskast i vist frá 14. mai. Uppl. gefnr Arni Ola, hjá Morgunblaðinn. Dngleg og þrifin stúlka óskast i vist frá 14. mai. Margrét Levi Ing- ólfshvoli. Heilsngóð s t ú 1 k a, sem er vön öllum venjulegum úti og inniverkum i kanpstað óskast í ársvist 4 góðu heimili i einum af stærri bæjum þessa lands. Uppl. á Stýri- mannastig 8 kl. 6—8 e. m. S t ú 1 k a óskast i vist 14. maí á gott heimili. R. v. á. D u g 1 e g og þrifin s t ú 1 k a getur fengið vi8t nú þegar eða 14. mai hjá frú Smith Miðstræti 7. JSeiga T i 1 1 e i g u 4—5 herbergi og geymsla. Uppl. Amtmannsstíg 4. Skemtilegog sólrik s 10 f a til leigu 14. maí. R. v. á. Tvö herbergi með húsgögnum eru til leigu frá 14. maí. R. v. á. í Bergstaðastræti 25 B er s 10 f a til leigu 14. mai fyrir einhleypa. , Bahncke’s edik er bezt. Biðjið ætíð um það i

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.