Morgunblaðið - 28.03.1915, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 28.03.1915, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ S nema margt af þeirri frábæru her- kænsku sem hann þá sýndi. Skeytti hann lítt um reglur þær, sem settar eru í fræðibókum. Var nú barist á öllu þessu svæði og mundu þær orustur hafa orðið frægar ef þær hefðu verið háðar í styrjöldum fyr á tímum. Þriðja höfuðdeild Breta náði á sitt vald Mont de Cat hæðunum þótt við of- urefli liðs væri að etja. Sú deild var jafnan höfð til áhlaups og sótti hún fram um 20 mílur á einni viku og þó oftast gegn ofurefli liðs. Önn- ur höfuðdeild sótti fram fyrir norð- an La Bassée samhliða 3. höfuðdeild. Þ. 20 okt. náðu þessar fylkingar Breta beina leið frá La Bassée og norður fyrir Ypres, 25 milur vegar. Lengra varð ekki komist, því nú létu Þjóðverjar ekki þokast lengra. Stoðuðu nú hvorki áhlaup Breta né fallbyssur Frakka. En lið Breta hafði náð föstum tökum á þessu svæði. En enn var bil milli þess og hers Belga. Þar var herdeild Rawlinsons til varnar og var hún mjög að þrot- um komin. Dreif nú þangað æ meira og meira lið Þjóðverja eftir járnbrautunum í Belgíu. »Þeir virt- ust koma hvaðanæfa að og sóttu mest að þar sem við vorum veik- astir fyrir — í vinstra fylking- ararmi*, sagði einn af mönnum Rawlinson. Ensku Regnírakkarnir fallegu eru komnir til Th. Th. Bezta ðlið Heimtið það! — o - Aðalumboð fyrir ísland: Nathan & Olsen. Titj Sfifsi fiomin íií Tf). Tf). Indverjar koma til sög- unnar. French skeytti ekki um hernaðar- reglur, eins og áður er sagt. Hafði hann bæði fylkt 2. og 3. höfuðdeild dreift og sent fram alt varalið, sem hann hafði. Liðsauka þann, sem komið hafði frá Englandi, notaði hann til að fylla upp í skörðin hjá þeim, sem mist höfðu menn. Höfðu Bretar þá mist margt manna. Ind- verjar voru sendir f skyndi frá Mar- seilles á orustuvöllinn. Þegar þeir komu, áttu Bretar fult í fangi með að halda skotgryfjum sinum, og ekkert varalið að baki þeim. Er mælt að enskum hermanni í skotgryfjun- um hafi eitt sinn orðið litið við og hafi hann séð hylla undir riddaralið Sikha á næstu hæð. Kváðu þá við fagnaðaróp um allar skotgryfjurn- ar. — Eu alt af harðnaði bardaginn og alt virtist koma fyrir ekki, bæði ind- verska liðið og landvarnarlið, ridd- aralið og stórskotalið Frakka. Nú var 1. höfuðdeild Breta eftir. Hún var ókomin frá Soissons og hafði ekki verið i bardaganum. En 20. okt. var hún búin til orustu. Haldið stöðvunum! Var nú úr vöndu að ráða fyrir French, og er bágt að vita nema að úrslit bardaganna hafi verið undir því komin hvað hann réði af. Hefir hann sjálfur sagt frá því í skýrslnm sínum. Atti hann að senda 1. höf- uðdeild til liðs við 2. og 3. deild. Fylkingar þeirra voru þunnskipaðar svo að ekki mátti tæpara standa. Dag nokkurn hafði French komið til að kanna fylkingarnar og átti þá tal við einn af hershöfðingjunum. Sá mælti: »Við getum ekki haldist hér við lengur. Það er ómögulegtf. »Hér þarf menn, sem geta gert það sem er ómögulegt«, sagði Frerch, »haldið stöðvunum« 1 Og 2. og 3. höfuðdeild gerði það. Þó hefir enginn her, frá því sögur hófust, þarfnast meir að fá liðsauka. En það þurfti að drepa i skarðið milli vinstra fylkingararms Breta og hægri herarms Belga. Þar voru Bret- ar veikastir fyrir og þar gat herlinan bognað svo að Þjóðverjar gætu brot- ist í gegD. French réð það af að senda 1. höfuðdeild til Ypres, og við þá borg eru allar þessar orustur kendar. Siðan gekk hann til svefns. Árásin mikla. í tíu daga gerðu Þjóðverjar hvert áhlaupið á fætur öðru og leituðu fyrir sér hvar herlínan væri veikust, en fylkingar Breta rofnuðu hvergi, og treystu Bretar skotgryfjur sinar sem mest þeir máttu. Leið nú fram til 31. okt. Arásir Þjóðverjar höfðu harðnað æ því meir sem á leið. farareyri nægan til heimferðarinnar. Láttu mig fá húfuna þína og káp- una þína. Gamli þjónninn varð skelkaður, tók af sér húfuna og rétti frúnni hana ásamt kápu sinni; hann var því vanur að þegja og hlýða; hann þekti vel skyndilega dutlunga hús- móður sinnar og vissi, að hún þoldi enga mótsögn. Hatin fór burtu með tárin í augunum. Lestin hélt áfram að landamær- unum. Þá sagði greifynja María við sam- ferðamann sinn: — Takið þér við húfunni þeirri arna og yfirhöfninni, herra minn. Nú eruð þér þjónn minn og heitið ívan. Að eins eitt skilyrði áskil eg tuér fyrir það, sem eg geri fyrir ýður, og það er, að þér ávarpið mig aldrei, talið ekki við mig eitt orð, hvorki til að þakka mér fyrir, né í ueinu öðru skyni. Ókunni maðurinn hneigði sig steinþegjandi. Bráðum staðnæmdist lestin á ný; Það var á landamærunum. Stjórnar- Þjónar í einkennisbúningi komu og fannsökuðu lestina. Greifynjan rétti þeim skírteinis-skjöl sín, benti á manninn, sem sat í fjarlægasta horn- inu, og mælti: — Þetta er tvan þjónn minn; hétpa er passinn hans. Lestin hélt nú aftur áfram. Alla nóttina sátu þau tvö ein í vagnklefanum, hvort gagnvart öðru, steinþegjaudi. Um morguninn staðnæmdist lest- in á þýzkri járnbrautarstöð; þá steig ókunni maðurinn út úr vagninum, staðnæmdist i dyrunum og sagði: — Fyrirgefið, frú, að eg brýtlof- orð mitt; en úr því eg hefi svift yð- ur þjóni yðar, þá er eðlilegt að eg gegni hans starfi. Er ekki neitt, sem þér viljið láta gera? Hún svaraði kuldalega: — Sækið þernuná mina. Hann gerði það, og svo hvarf hann. Þegar greifynjan rétt á eftir gekk inn að veitingaborðinu á stöðinni, til að fá sér einhverja hressingu, varð hún þess vör, að hann stóð langt álengdar og gaf henni auga. Svo komu þau til Mentone. II. Læknirinn þagnaði nokkur augna- blik; svo hélt hann sögu sinni áfram. Það var einhvérn dag, er eg sat á skrifstofu minni og tók á móti sjúklingum, að hár maður ungur kom inn til mín. Hann sagði: — Herra læknir, eg kem til að spyrja yður að, hvernig greifynju Maríu Baranow lfður. Eg er vinur mannsins hennar, þó að hún þekki mig ekki. , Eg svaraði: — Henni er engin lífs von. Hún kemur aldrei til Rúslands aftur. Alt í einu setti mikinn grát að manninum, svo stóð hann upp og skjögraði út úr dyrunum eins og drukkinn maður. Sama kvöldið sagði eg greifynj- unni, að ókunnugur maður hefði komið til að spyrja, hvernig henni liði. Svo virtist sem hún kæmist við af þessu og sagði mér alla söguna, eins og eg nú hefi sagt ykkur hana. Svo bætti hún við: — Þessi maður, sem eg þekki alls ekkert til, fylgir mér nú eins og skugginn minn; eg mæti hon- um í hvert sinn sem eg geng eitt- hvað út; hann horfir svo undarlega á mig, en hann hefir aldrei ávarpað mig. Hún stóð eitt augnablik hugsandi og sagði svo: — Eg þori að veðja um að hann stendur nú hér fyrir utan gluggann. Hún stóð upp úr sófanum, dr6 gluggatjöldin til hliðar og benti mér á manninn. Það var sami maðurinn, sem hafði komið til mín til að spyrja um líðun hennar; hann sat á bekk, sem stóð við hliðina á gangvegin- um og horfði beint á hótelið. Þeg- ar hann varð okkar var, stóð hann upp og fór burtu án þess að líta nokkru sinni við. Eg hefi sjaldan séð neitt svo und- arlegt og svo sárgrætilegt eins og þessa þögulu ást þessa manns og þessarar konu, sem voru hvort öðru bráðókunnug. Hún sagði við mig: — Eg hefi að eins einu sinni tal- að við þennan undarlega mann, og samt finst mér eins og eg hafi þekt hann í 20 ár. Og þegar þau mættust, heilsaði hann henni og hún svaraði kveðju

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.