Morgunblaðið - 28.04.1915, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.04.1915, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ að, en munirnir skemdust sumir all- mikið í meðferðinni. Eg hafði vá- trygt fyrir 20 þús. kr. og mun hafa átt um 22 þús. kr. virði í vörum og húsmunum. Eg er nú atvinnulaus tnaður, með um 20 manns í heimili, segir Gunnar. Símtal við frú Zoega. Hún býr nú sem stendur á Héð- inshöfða, húsi Einars Benediktsson- ar, hjá börnum dóttur sinnar. Frú Zoéga var ekki háttuð, er Eggert Briem kom og sagði að kviknað hefði í húsinu. Engu siður en Helgi Zoega og hans fólk, á frú Margrét Zoega Eggert Briem lífið að þakka. Þvi hefði hann ekki komið á því augnabliki, sem raun varð á, hefði verið mjög vafasamt hvort hún og vinnufólk hennar alt, hefði komist út úr húsinu. Svo brátt bar eldinn að — á svo stuttum tíma stóð alt 'húsið í björtu báli. Frú Zoega fór fyrst heim til Helga Zoega, en ók litlu siðar inn að Héðinshöfða, langt í burt frá þessu voðabáii, sem eyddi húsi hennar og innanhúsmunum öll- um. Frú Zoega gat þess, að alt innan húss hafi verið óvátrygt. En sárast væri að vita til þess, að einn af vinnumönnum sínum hefði beðið bana í eldinum. Runólfur heitinn hafði mörg undanfarin ár verið í þjónustu hennar og var hinn dygg- .asti og áreiðanlegasti maður. Hann svaf uppi á efsta lofti í herbergi, sem hann í mörg ár hafði búið í. Hann hefir líkast til kafnað þar. Frú Zoega sagðist hafa mist alt. »Eg á ekki einu sinni sjal utan yfir mig«. Annars líður henni eftir at- vikutn vel. Þó mun hún hafa órðið einna verst úti við brunann. Enn um bifdælurnar. Vér hittum Agúst Flygenring kaupm. i Hafnarfirði í gær. Hann sagði oss að í Hafnarfirði hefði sést eldhaf mikið héðan að innan og á- kafur reykjarmökkur. Fóru menn alment á fætur, en enginn komst hingað til bæjarins fyr en eldurinn var farinn að þverra. Það var Flygenring, sem fyrstur fiutti hingað til lands bifdæluna, er bezt dugði í eldsvoðanum mikla. — Lét hann hana fala bænum fyrir 3 árum og sýndi hana þáver- andi borgarstjóra Páli Einarssyni, en hann hafnaði boðinu og kvað hana óþarflega stórvirka fyrir ekki stærri bæ en Reykjavík er. Með öðrum orðum : bærinn væri of lítill og dæl- an of aflmikil. En nú hefir það sýnt sig, að bifdælan var það eina tæki slökkviliðsins, sem nokkurs mátti sín við eldinum. »Það er eins og menn hafi haldið að Reykjavík gæti ekki brunnið«, segir Fiygenring. »En skyldu þeir vera þeirrar skoðunar ennþá?«. Viðtal við Bagnar Leví. Vér áttcm tal við Ragnar kaup- mann Leví í gær. Hann átti heima í Ingólfshvoli, svo sem kunnugt er. Spurðum vér hann frétta og sagði hann, að mest af eignum sinum hefði bjargast undan eldinum. En geymslu hafði hann upp á lofti og brann alt sem þar var. Spurðum vér hann hvort eigi hefðu orðið miklar skemdir á þeim munum sem bjarg- að var, eins og hjá svo mörgum öðrum. Það sagði hann eigi vera, en það væri eingöngu því að þakka að hann hefði sjálfur verið við. Annars hefðu menn ruðst inn í stof- ur til sín og ætlað að rífa alt og tæta. Sagðist hann hafa vitað að þá mundu verða Hálfdánarheimtur á búslóð sinni og því rekið mennina út með harðri hendi. — Fyrir það eru nú allar eigur hans, þær er björguðust, óskemdar, en eigi geta allir sagt slíkt hið sama. Er hörm- ung til þess að vita hvað mönnum er gjarnt á að vilja ryðja öllu út úr húsanum, en hugsa ekkert um það þó alt brotni og ónýtist í meðferð- inni og ilt starf verði drýgra góðum vilja. í viðtalinu við Helga kaupm. Zoega, sem birt var í blaðinu í gær, var þess getið, að lampi hefði logað í herbergi nr. 28, þar sem menn hyggja að eldurinn hafi komið upp. Síðar hefir þó komið í ljós að það var enginn lampi í því herbergi. ----- D A0BÓF[IN. E=3 Afmæli þeirra, aem eiga afmæli í dag hér í bæ, voru af vangá látnir eiga afmæli í gær. Afmæliskort selur Friðfinnur Guð- jónsson, Laugaveg 43 B. Sólarupprás kl. 4.17 f. h. S ó 1 a r 1 a g — 8.36 síðd. Háflóð er í dag kl. 4.37 f. h. og í nótt — 4.58 Veðrið í gær: Vm. s.v. gola, hiti 6.7. R,v. s.s. v. stinning kaldi, hiti 7.2. ísaf. s.v. stormur, regn, hiti 7.8. Ak. s. snarpur vindur, hiti 9.8. Gr. s.v. stinnings kaldi, hiti 5.3. Sf. s.v. kaldi, hiti 10.5. Þórsh., F. v. kaldi, hiti 0.4. Augnlækning ókeypis kl. 2—3 Lækjargötu 2 uppi. Póstar í dag: Hafnarfjarðarpóstur kemur og fer. Alftanespóstur kemur og fer. Á m or g u n : Keflavíkurpóstur kemur. Pollux á að koma norðan um land frá Noregi. Skipið er fyrir norðan land. St. Helens kolaskip Björns Guð- mundssonar, fór hóðan í fyrrinótt til Englands. Tók póst. Gullfoss lagði af stað í gærkvöldi áleiðis til Ameríku. Með skipinu fóru milli 20 og 30 farþegar. Þar á meðal: Jón Björnsson, Jónatan Þorsteinsson kaupmaður, Sveinn Oddsson. Nathan & Olsen eiga von á vöru. flutningaskipi, sem þeir hafa tekið á leigu, hingað til lands í byrjun næsta mánaðar. Með skipinu kemur Fr. Nathan stórkaupm. sem dvalið hefir erlendis um hríð. Skipið heitir Susanna. Enn rauk og logaði í rústunum á köflum í gærdag. Verkamenn voru þar að grafa og aka burt öskunni. í kiallaranum í húsi Gunnars Gunnars- sonar við Austurstræti, var töluvert af kolum, sem ekki hafði brunnið. Og eitthvað af óbrunnum leikföngum fanst í kjallara verzl. Egils Jacobsens; en alt var dótið meira eða minna eyðilagt af vatni. Gasið í Landsbókasafninu. Jón Jakobsson landsbókavorður hringdi til vór í gær og bað oss geta þess, að gasstífla (stopphani) væri rótt við skúr- dyrnar og mætti á einu andartaki stöðva rás gassins inn í húsið. Þetta er að vísu nokkur bót í máli, en gassprenging gæti þó orðið í hús- inu engu að sfður. Kæmi eldur þar upp er gasið í pípunum innanhúss nægilega mikið til þess að auka eldinn mikið, þótt stíflað yrði það við skúrdyrnar þegar í stað. Og þess gat landsbókavörðurinn ennfremur, að sér væri illa við að hafa gasið í hús- inu. Kvaðst hann oafa gefið dyraverði skipun um að stífla það á hverju kvöldi 'um leið og slökt væri á seinasta lampanum. Hvað þarf nú framarvitnanna við? Landsskjalavörður vill ekki hafa gasið og laudsbókaverði er illa við það. Er þá ekki sjálfsagt að taka það burtu þaðan! enda þótt eins tryggilega só um það búið og unt er? Prófin í brunarnálinu hófust aftur í gærmorgun kl. 9 árd. Þar mættu þeir Helgi kaupm. Zoéga og Eggert Briem óðalsbóndi. Var framburður þeirra hinn sami og áður hefir birst hór í blaðinu í viðræðum við þá báða. Þá mætti Gísli Halldórsson brunavörð- ur. Kvað hann fyrst hafa komið brunakall í brunasíma nr. 10, litlu síðar 1 síma nr. 12 og þá enn nokkru síðar í síma 4. Fyrsti maður sem hafði kallað var Þórður Geirsson næt- urvörður (sími 10) og þá Eggert Briem. Var þá brunaliðið kallað saman. Þá mættu þeir Hjörleifur Þórðarson, Kristofer Egilsson, Kristinn Pótursson og Kristófer Sigurðsson sem allir eru í brunaliðinu. Sögðu þeir að dælurnar hefðu verið í góðu lagi, en sumir bruna- hanarnir hefðu verið í ólagi, sumir lekið og í einum hefði »Spindill« verið stirð- ur og í ólagi. Oss var tjáð í gær, að ranghermi hafi það verið er stóð í blaðinu í gær, að engu hafi verið bjargað hjá Egill Jacobsen. Eftir að húsið var hrunið, tókst að uá peningaskápnum úr rúst- unum, og í honum voru allar aðal- bækur verzlunarinnar. 14—20 manns hafa unnið í bruna- rústunum þessa dagana. Þeir Hjör- leifur Þórðarson og Valentínus Eyólfs- son hafa umsjá með verkinu. Eigi höfðu enn fundist neinar leifar af líki Runólfs Steingrlmssonar, sem inni brann á Hotel Reykjavík, er vór vissum seinast til í gærkvöldi. Bruni á Arnarstapa. Þann 31. f. mán. brann til kaldra kola ibúðarhús mitt á Arnarstapa. Undanfarna daga hefir hlutaðeigandi sýslumaður haldið réttarpróf hér, út af brunanum, sem gerður hefir ver- ið grunsamlegur af þeim fegðum Kjartani Þorkelssyni og Bjarna syni hans á Stapa (báðir hafa þeir; hvor í sínu lagi, verið í líkum kringum- stæðum), og Magnúsi Jónssyni (til sjóróðra og á heimili Bjarna um þær mundir, ásamt Kjartani). Rann- sókn enn ólokið, og verður haldið áfram í Stykkishólmi, og eg úrskurð- aður í gæzluvarðhald þar. Vona eg að rannsókn verði hæfilega hraðað eftir ástæðum. Get því ekki að svo- stöddu, eða um, að eg vona, stuttan óákveðinn tíma komið til Reykja- vikur, sem eg hafði áður ákveðið og fastráðið til nauðsynlegra við- skiftafyrirgreiðslu og fjárráðstafana.— Eg er saklaus af glæp, og vona, að því sé trúað að órannsökuðu máli. Þetta tilkynnist hér með öllum, sem við roig eiga einhver kynni eða skifti, hverju nafni sem nefnast. Arnarstapa, 16. apríl 1915. Sigýús Sveinbjdrnsson. Brófkafli. SvarfaSardal, 5. apríl 1915. . . . Kvillasamt hefir verið hér i dalnum í vetur, einkum hettusótt. En þó fáir dáið. Veturinn óvenjugóður, mjög frosta- lítill og snjólóttur. Er því yfirleitt vel statt með fóður handa skepnum. Hrognkelsaveiði er hór nú svo mikil, að slík hefir aldrei verið í tíð þeirra manna, er nú lifa. Upsaveiði var um tíma í vetur all- mikil hór inn með firðinum. Tunnan seld á 2 kr. og þótti hið bezta kaup. Dýrtíð má annars heita nú frekar en nokkru sinni áður í verzlunar- og viðskiftalífi, sem aðallega stafar af heimsstyrjöldinni. Og þó finst mór (sem nú er á 60. árinu), að yfirleitt só mun lóttara að komast áfram nú, en var á okkar uppvaxtarárum : fram- farirnar svo miklar síðau og menningar- tæki ýms til að mæta örðugleikunum, sem áður var ekkert viðnám veitt. Akbrautin okkar er stærsta fram- farasporið. Hún er nú komin fram að Brekku. Gerir hún »sjávargötuna« (leiðina til sjávar) ótrúlega miklum mun styttri og alla flutninga stórum auðveldari. Rjómabú og sláturhús eru einriig hin mestu þarfaþing. Öllu fó hór ú* hreppnum slátrað hór á Dalvík f haust, og eru það mikil þægindi og sparnað- ur, í stað þess að reka fóð til Akur- eyrar og slátra því þar. Útbú frá kaupfólagi Eyfirðinga ei ^ ráði að setja upp hér á Dalvík, °S' hugsa menn gott til þess.--------

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.