Morgunblaðið - 28.04.1915, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.04.1915, Blaðsíða 1
Miðvikud. 28. apríl 1915 H0R6DNBLAÐIB 2. árgangr 173. tðlublað Ritstjórnarsími nr. 500 Ritstjóri: Vilhjálmur Finsen. ísafoldarprentsmiðja I Afgreiðslusimi nr. 499 Bio Reykjavlkur |Bio Biograph-Theater Tale. 475. Svörtu 13. Afbragðs leynilögreglusjónleik- ur í 3 þáttum um hin leyndar- dómstullu afrek lögregluspæjar- ans, Brown, og ekkju miljóna- mæringsins, Ellen Sandow', leik- inn af hinum frægu leikurum »Vitaskop«s i Berlín. Jafn spennandi og skemtileg mynd hefir ekki sést lengi. sTia Theodor Johnson Konditori og Kafé stærsta og fullkomnasta kaffihús í höfuðstaðnum. — Bezta dag- og kvöldkaffé. — Hljóðfærasláttur frá 5—7 og 9—Ii1/^ Conditori & Café S k j a I d b r e i ð fegursta kaffihús bæjarins. Samkomustaður allra bœjarvianna. Hljómleikar á virkum dögum kl. 9—11V2, sunnudögum kl. 5—6. A.V. Mikið úrval aj á%œtis kökum. Ludvig Bruun. K. F. U. M, U-D fundur í kvöld kl. 8x/3. Allir piltar 14—17 ára velk. t F. 0.1 Smámeyjadeildiu: Fundur í kvöld kl. 6. Allar smámeyjar velkomnar. Notið eingöngu: t »Nigrm« og »Fuchs« V iOnra ágætu skósvertu og skóáburð í öllum litum, Bauer feitisvertu, Pascha fægiefni, Kosak ofnsvertu, Sápuduftið »Goldperle«, »Schneekönig« »A« »B« og »BS«. I heildsölu fyrir kaupmenn, hjá G. Eiríkss, Reykjavik. Erl. simfregnir frá fréttarit. ísafoldar og Morgunbl. Khöfn, 26. apríl. Þjóðverjar gera æðisgengið áhlaup á stöðvar bandamanna hjá Ypres. Þýzki flotinn kvað vera kominn út í Norðursjó. Grundvallarlögin voru samþykt í fyrradag. Erl. simfregnir. Opinber tilkynning frá brezku utanríkisstjórninni í London. Frá Hellusundi. Bandamenn setja lið á land. London 26. apríl. Hermálaráðaneytið og flotamála- stjórnin tilkynna: í gær var áhlaup hafið á ný á Hellusundsvígin af flota og her. Um nóttina var farið að koma liði á land, undir vernd flotans, á ýmsum stöð- um á Gallipoli-skaga. Þrátt fyrir ramma mótspyrnu af óvinanna hálfu, sem lágu í skotgröfum með gadda- vírsgirðingum fyrir framan, hepnað- ist landgangan ágætlega. Fyrir kvöld hafði mikið lið komið sér fyrir á ströndinni. Enn er verið að setja lið á land og jafnframt er sótt fram. Stórorustur í Frakklandi. London 26. apríl. Svolútandi tilkynning kemur fri Sir John French: Áköf orusta geisar enn norðaust- an við Ypres, en engin markverð breyting héfir á orðið. Vinstri herarmur vor varð að koma línu sinni aftur í fyrra horf til þess að geta staðist breyttar ástæður, sem aðallega orsökuðust af því að Frakk- ar voru neyddir til að láta undan siga. Urðum vér nú að snúa móti norðri og teygja herarminn vestur á bóginn framhjá St. Julier og veikti þetta herlínu vora um skeið. Kanadaliðið veitti óvinunum drengilegt viðnám þótt við mikinn liðsmun væri að etja, en óvinirnir náðu þó St. Julier. Grimmileg áhlaup hafa verið gerð á hersveitir vorar við Ypres, en þær hafa veitt örðugt viðnám i allri or- ustunni. Hafa þær þó staðið þann- ig að vigi, að til þess þurfti hreysti og óbiiandi hugrekki. Þjóðverjar gerðu einnig áhlaup í gær austan Ypres. Notuðn þeir þar eitraðar gastegundir, en þrátt fyrir það var áhlaupum þeirra hrundið og þýzkir foringjar og hermenn teknir höndum. Síðustu þrjá dagana hafa óvinirnir beðið feikna manntjón en vér höfum einnig mist margt manna. Það er ósatt, sem loftskeytafregn- ir Þjóðverja hafa hermt, að þeir hafi náð 4 stórum fallbyssum af Bretum. Einn af flugmönnum vorum kast- aði sprengikúlum á járnbrautarstöð- ina Courtrait i dag, þar sem tein- arnir mætast. Hann varð sár en flutti þó flugvélina óskemda aftur til stöðva vorra. London 27. apríl. Eftirfarandi skýrsla hefir komið frá yfirhershöfðingjanum yfir liði Breta í Frakklandi: I gær var öllum áhlaupum Þjóð- verja norðaustan við Ypres hrundið. Síðari hluta dagsins hóf lið vort sókn og sótti frarn skamt frá St. Juline og þar fyrir vestan. Lið Frakka barðist við hlið vora í vinstra herarmi og þar fyrir norð- an tóku þeir aftur Het Sas. í or- ustunni í gær neytti stórskotalið vort hvers tækifæris til þess að vinna óvinunum mikið manntjón. Auk þess að krossbrautin hjá Cour- trai var ónýtt, vörpuðu flugmenn vorir i gær sprengikúlum á kross- brautir hjá þessum stöðum: Tur- coing, Roubaix Ingelmunster, Staden, Langemarcto, Shielt og Roulers, og .varð vel ágengt. Enn um brunann mikla. í vestra Edinborgar-húsinu í Hafn- arstræti var vefnaðarvöruverzlun niðri og brann þar alt sem í búðinni var. Á efri hæð bússins hafði Eimskipa- félag íslands, brezki ræðismaðurinn og Kirk verkfræðingur skrifstofur. Hjá Eimskipaféiaginu varð, svo sem getið var um í gær, engu bjargað. Svo mikill hafði eldurinn verið, að alt sem var í peningaskápnum, er átti að vera með öllu eldtraustur, var bruninn til ösku. Á skrifstofu hafnargerðarinnar brann og töluvert af því sem þar var inni. Viðtal við Uórarinn Krist- jánsson, verkfræðing. Hann er ráðinn verkfræðingur hjá Kirk yfirverkfræðing hafnargerðar- innar. Vér hittum hann að máli í gær. Eg var vakinn skömmu eftir að eldsins varð vart. Hljóp* eg þegar N Y J A BI O Spæjarinn. Sjónleikur í 3 þáttum, leikinn af þýzkum leikurum. Aðalhlut- verkið leikur hin stórfræga og fagra leikkona Susanne Grandais. Þetta er ein af allra beztu njósnarmyndum sem sést hafa. t Jarðarför Eyólfs Ófeigssonar trésm. fer fram fimtudaginn 29. þ. m. frá Hverfisgotu 60 a. Huskveðjan byrjar kl. II1/. f. h. Þeir sem kynnu að hafa í hyggju að leggja blómsveiga á kistu hins látna, eru beðnir að gefa heldur sem því svarar til heilsuhælisins. Aðstandendur hins látna. u m. r. n. Fundur í kvöld kl. 9 í Bárunni. Björn Jakobsson flytur erindi, fjórð- ungsþingsu'ndirbúningur, stórmál frá stjórninni, Skinfaxi og margt fleira markvert til meðferðar. Munið að koma á réttum tíma! niður á skrifstofu vora í Hafnar- stræti til þess að reyna að bjarga. Náði eg þar töluverðu af bankaseðl- um og fór með þá heim. Síðan hljóp eg til heimilis Kirks verkfræð- ings og þaðan fórum við báðir til skrifstofunnar aftur. Til allrar ham- ingju náðum við töluverðu af plögg- .um hafnargerðarinnar: Sjóðbókinni, miklu af teikningum og töluverðu af peningum. Eftir því sem við höfum komist næst brann mjög lítið af peningum hjá okkur. En mikið var af bókum á skrifstofunni, sem Kirk átti sjálfur, og engu varð bjarg- að af þeirn. Hann biður þvi til- finnanlegt tjón, en hafnargerðin mun að likindum ekki tefjast mikið við brunann. Þá er brezka ræðismannsskrifstof- an. Þaðan varð engu bjargað. Verð- mæt skjöl voru þar á skrifstofunni, t. d. alt skjalasafn ræðismannsins. Hann átti þar sjálfur töluvert af bók- um, þ. á. m. ágæta útgáfu af Guð- brandarbibliu — frábærilega sjald- gæfa bók. Viðtal við G. Gunnarsson. Vér hittum Gunnar Gunnarsson standandi á rústum verzlunarhúss sins í Hafnarstræti. Það brann alt. Ymsu úr búðinni varð bjargað. Eg hafði ibúð á efri hæðum húss- ins og þaðan var einnig miklu bjarg-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.