Morgunblaðið - 23.05.1915, Qupperneq 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
Bíðið við
i 2 mínútur
og lesið þetta: Vegna stríðsins og mikillar verðhækkunar á öllum ullarvarningi,
sem af því stafar, vorum vér svo forsjálir að kaupa afarmiklar birgðir frá stærstu
uliarverksmiðjunni á Jótlandi í tæka tið. Vér höfum nö stærstu birgðir af ullar-
vörum og klæðum á öllu landinu. Hinir alþektu karlmannssokkar á 22 aura
parið, eða 5 pör fyrir eina krónu, eru nú komnir aftur. Vér ráðum öllum við-
skiftavinum vorum til þess að birgja sig upp með ullarföt áður en það verður
of seint. Ullarvörur munu eigi aðeins hækka í verði mjög bráðlega, heldur
verður og nær ómögulegt að útvega þær, vegna útflutningsbanns á ull, sem
gerir það að verkum að verksmiðjurnar verða að hætta að stirfa. — Hreinar
uliartuskur og prjónaklútar eru keyptir hæsta verði gegn vörum eða peningum
Út í hönd, eftir þvi sem hver vill.
Vöruhúsið
í Reykjavik.
- Menn þurfa að mála
þegar veðrið er gott,
er ekki minni ástæða til að nota eingöngu litina góðu, frá
Sadolin & Holmblad & Co’s Eftf., Kaupmannahöfn,
því þeir þola alla veðráttu.
Aðalumboðsmenn: Nathan & Olsen.
Verkmannaföf, Vindjakkar
miklar birgðir nýkomnar
í verzlun
Ásg. Gunnlaugsson & Go.
Hófust nú umræður um málið og
stóðu þær í tvær klukkustundir.
Skiftust menn í tvo flokka. Vildu
þeir borgarstjóri og Tryggvi Gunn-
arsson alls eigi að lóðin yrði seld
eða leigð, því þarna, en hvergi ann-
arsstaðar, yrði hægt að setja báta
á land, eftir það að hafnarvirkin
færðust vestur með fjörunni. Á móti
töluðu aðallega þeir Sveinn Björns-
son, Hannes Hafliðason og Jón Þor-
láksson. Sveinn Björnsson kvað það
óþarfa fyrir bæinn að hafa þessa
lóð, sem kostaði 10 krónur fer-
meterinn til bátauppsáturs. Vestur
í krikanum, milli hafnargarðsins
og grandans ætti að fylla upp
4 hektara svæði og yrði sú lóð
ákaflega ódýr, líklega 3—3.50 kr.,
og væri nær að hafa þar bátaupp-
sátur. Ef eigi yrði búið að fylla
þar upp nógu snemma, mætti hafa
bátauppsátur hjá Batteríinu. Yrði
það eigi dýrara að gera þar viðun-
atidi uppsátur, heldur en vestur frá,
þvi þar væru við sjóinn háar klapp-
ir, sem þyrfti að sprengja. Banti
hann bæjarstjórninni á það, að þarna
gæti hún og gert góð kaup; selt
dýra lóð og fengið sér aðra stærri
og miklu ódýrari í staðinn.
Jón Þorláksson sagði að málið
snerti eigi aðeins þenna eina blett,
heldur einnig framtíð bæjarins, að
nokkru leyti. Hér væru tveir
hlutaðeigendur, sem vildu fá lóð á
sama stað. Annar væri skipasmiður
en hinn fiskveiðafélag.
Þetta tvent, skipasmíði og útgerð
yrði að haldast í hendur, ef vel væri
og bærinn yrði að sjá sinn hag i
því að hlynna sem bezt að slíkum
fyrirtækjum. Sérstaklega væri mál til
komið að athuga, hvað hægt mundi
að gera fyrir útgerðarfélögin, og hvar
þau ættu að hafa bækistöð sína
framvegis. Fiskþurkun gætu þau eigi
til lengdar haft við höfnina, en nauð-
synlegt væri fyrir þau að hafa þar
fiskgeymsluhús og sjálfsagt að bær-
inn greiddi sem bezt fyrir því, að
fiutningatæki þaðan og út til fisk-
þurkunarsvæðanna, yrðu sem bezt.
Þyrftu þá fiskþurkunarsvæðin eigi
nauðsynlega að vera mjög ná-
lægt bænum. Sagði hann að mótbár-
an sú, að fiskþvottur nærri höfninni
mundi orsaka óþef í bænum, félli
um sjálfa sig, því það væri vanda-
laust að ganga þannig frá, að óþefs
yrði ekki vart. Þá gat hann þess
og, að komið gæti til greina í fram-
tíðinni hvort fiskgeymsiuhús gætu
eigi staðið á uppfyllingu þeirri, sem
sjálfsagt yrði gerð meðfram öllum
grandagarðinum. Hann kvað sér
skiljast svo, sem svæði það, er nú
væri falað af fiskveiðahlutafélaginu
>Hauk< og Magnúsi Guðmundssyni,
mundi nægja handa þeim báðum, og
tóku aðrir undir að það mundi vera
rétt. Sagði hann þó að það mundi
dýrt bænum að taka þessa lóð til
bátauppsáturs og þurfa þó að kosta
miklu til hennar áður en hún yrði
hæf til þess. Skaut hann því til
hafnarnefndar, hvort hún vildi ekki
athuga hvort eigi mætti gera vör í
uppfyllinguna meðfram Batteríinu,
svo að hægt yrði að kippa bátum
þar á land.
Sveinn Björnsson spurði þá borgar-
stjóra hve mikið væri greitt af hverj-
um báti fyrir uppsátur, og fekk það
svar, að ekkert væri greitt fyrir það.
Ennfremur töluðu í málinu þeir
Benedikt Sveinsson og Sig. Jónsson
og voru mjög sammála um það, að
bærinn ætti að gera sitt ýtrasta til
þess að greiða sem bezt fyrir fisk-
veiðafélögunum og flæma þau eigi
burt úr bænum.
Var að lokum samþykt tillaga frá
Jóni Þorlákssyni um það, að bæjar-
stjórnin vildi gera sitt ýtrasta til þess
Yindlar
Cigarettur
Tóbak
E1 Arte, La Maravilla
Irving, Bridge, Mignou
0. fl. teg.
Rulla, Rjól.
Lanra Nielsen
(Joh. Hansens Enke)
Austurstræti 1.
að greiða fyrir því að h.f. >Haukur«
fái til kaups eða leigu land við höfn-
ina, svo og önnur fiskiveðafélög og
felur hafnarnefnd að taka fyrir á
næsta fundi hvað hægt muni að gera
í þessu efni.
Ennfremur var samþykt tillaga
hafnarnefndar um það, að leigja
skyldi Magnúsi Guðmundssyni 20
metra lóð meðfram sjónum vestan
við Slippinn, fyrir 150 kr.