Morgunblaðið - 23.05.1915, Page 5

Morgunblaðið - 23.05.1915, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ 5 ,over den store Krig, som ■S^ndals store illustrerede Vœrk IG E N“ j^rlöndum. Segir svo nákvæmt *°stlegasta hrikaleik, sem háður ‘da myíida. Ritinu fylgja upp- erðiS afskaplega lágt. — Sendiö r 1 staö. ^ssotiar, Reykjavík. ---' - - . ,n- - - KONC AiBERT B Verdenskrýgen ° redige- tes og skrives af Oberstlejt- riant Jenssen-Tusck, /íap- ffl/n i Flaaden H. Ewald ogDr. phil.Johs. Lindbæk under Medvirkning af Pre- mierlojtnant i Generalsta- ben H. Styrmer. GöJSflAL FRfcNCM Ö6NRAI joFP«e Som Bilag tlt Vœrket vil medfolge talrige store Kort — tildels i Farver — samt en Mængde Bilagsbilledet, fremstillet efter den moder- ne, ypperlige Dybtryksme- tode. De utvivlsomt store For- andringer af Landegtœn- ser, som Krigen vil med- fere, vil efter Fredsslutnin- gen blive fremstillet paa et stoit farvetrykt Verdens- kort, der leveres Subskri- benteme gratis. GylóeadalsKe Boghandel • NordisK Forlag Tennur eru tilbúnar og settar inn, bæði heilir tanngarðar og einstakar tennur á Laugavegi 31, uppi. Tennur dregnar út af lækni dag- lega kl. ii—12 með eða án deyf- ingar. Viðtalstími io—5. Sophy Bjarnason. Beauvais Leverpostej er bezt. Special Sunripe Cigarettur! Menn gleyma öllum sorgum þegar menn reykja Sjö staðir. Sem stendur berjast Bretar í sjö stöðum: Frakklandi. Hellusundi. Egyptalandi. Hjá Persaflóa. Þýzku Suðvestur-Afriku. Þýzku Austur-Afríku. Kameroon. Alls staðar, nema hjá Persaflóa og í Egyptalandi eiga þeir Þjóðverjum að mæta. Kaupmenn! Bezt og Ijúffengast er brjóstsykrið úr innlendu verksmiðjunni í Lækjargötu 6B. Simi 31. Capí, C. Troíie skipamiðlari. Hverfisgötu 29. Talsími 235. Brunavátryggingar—Sjóvátryggingar Stríðsvátryggingar. Vátryggið í >General< fyrir eldsvoða Umboðsm. SIG. THORODDSEN Frikirkjuv. 3. Talsimi 227. Heima 3—5 Georg Eberbach var frá Elsass. Hann hafði barist nndir merkjum keisarans í ófriðnum við Austurríki árið 1809, og þegar þeim ófriði lauk, hafði hann fengið heimfarar- leyfi. Þess vegna fanst honum sér órettur ger, þegar hann var aftur kallaður í herinn, þegar hin mikla herför var farinn á hendur Rússum. Og honum gramdist æ meir, eftir því sem honum þokaði lengra áfram í Rússlandi. Vegirnir voru nær ófær- ir og herinn skorti alt. I tvífylki hans voru margir Þjóðverjar, sern hótuðu Napoleon, og þegar herinn kom til Vilna, strauk Georg með þrem þeirra. Hann var nú hingað kominn eftir ótölulega örðugleika, því launstigu Vafð hann að þræða, til þess að verða eigi handsamaður. Hann hafði skilið við félaga sína í mýraflóum Póllands og var nú hér staddur, Þreýttur og illa til reika, og vissi ®kki nein r^g tjj þess ag komast hei«t til sín. nú hugsaði hann eigi lengur Uln það. Nú var það aðeins eitt, hugur hans var bundinn við: eisarinn var í hættu staddur. — Það var þá satt, sem hann hafði heyrt daginn áður, að Napóleon hefði yfirgefið leyfar hers síns á Beresínasbökkum, og væri nú á leið- inni yfir Þýzkaland með fámennu föruneyti. Hann lá kyr litla hríð, þangað til hljótt varð i stofunni; þá læddist hann fram að hlöðudyrunum. Hann hafði veitt þvi eftirtekt áður, að stigi stóð reistur upp að hleraopinu. Hann kleif gætilega niður stigann og flýtti sér svo sem fætur toguðu til austurs eftir þjóðveginum. Þegar hann var kominn hálfa mílu frá veitingahúsinu, nam hann staðar. Tunglið óð í skýjum og birti stund- um svo, að glögt sýni var út yfir sléttuna. En þar sást ekkert til mannaferða enn. Það leið ein klukkustund. Hann var að stirðna afkulda; ef hann ætti að bíða hálfa stund enn, mundi það riða honum að fullu. En þá sást eitthvað kvikt úti á sléttunni. Hann sá sleða koma á fleygiferð og þrjá hesta fyrir. Hann fór hljótt yfir, þvi engar bjöllur voru á aktýjum hestanna og snjórinn dróg úr hófatakinu. Þarna fóru þeir Frakklandskeisari og Duroc. Þeir voru að flýta sér neim til Frakklands til þess að vera komnir þangað í sama mund og fréttin kæmi um hinn mikla ósigur hins mikla hers á snæmörkum Rúss- lands. Þegar sleðinn kom þangað er Georg var, stökk hann fram og stöðvaði hestana. Þeir prjónuðu en urðu þó stiltir. — Hvað er þetta? heyrði hann einhvern segja höstuglega. — Það á svíkja yðar hátign, hróp- aði Georg. Vopnaðir menn leynast þarna inni í skóginum — og þeim gengur ekki gott til. — Hver er fyrir þeim? — Eg komst á snoðir um nöfn foringjanna. Þeir heita Renaud og Vaudin. — Renaud og Vaudin — ójá, þeir eru óbetranlegir fakobínar. — En hver ert þú, vinur minn, og hvernig hefir þú komist á snoðir um þetta? — enda þótt — jæja, látum það biðal Eg þarf að flýta mér og má ekki bíða eftir föruneyti mínu, sem er orðið langt á eftir. Getur þú fylgt okkur yfir skóginn á öðrum stað ? — Já, yðar hátign — ef farið er eftir veginum hérna til hægri, kemst maður fram hjá fyrirsátinni. — Það er gott. Þú skalt fara af sleðanum, Bernard, mælti keisar- inn við þjón sinn, sem sat hjá öku- manninum, og lofa þessum unga manni að setjast f sæti þitt. Þegar hinir koma, segir þú þeim að snúa út af veginum. * * * * Daginn eftir sat keisarinn í her- bergi sínu í veitingahúsi i smáþorpi nokkru. Þeir höfðu komist þangað slysalaust og enginn þorpsbúa hafði þekt hinn tigna gest. Georg stóð frammi fyrir honum. Hann hafði lokið því að gefa skýrslu sína — bæði um strokuför sína og það sem gerst hafði í veit- ingahúsinu. — Já, þú ert liðhlaupingi, Georg Eberbach, og eg ætti að láta skjóta þig — en nú er engum manni of- aukið í Frakklandi og liði mínu. Þess vegna ætla eg að hegna þér með því að kalla þig aftur í herinn. Og fyrst vér höfum nú talað um hegninguna, þá er bezt við tölum um launin, Georg Eberbach, þú hefir bjargað lifi keisara þíns. Eg vel þig fyrir liðsforingja í lífvarðarsveit minni. Heldurðu að þú verðir mér nú ekki trúr eftir þetta? — Yðar hátign 1 mælti Georg og féll á kné fyrir keisaranum. í nótt vissi eg það fyrst að þér eigið líf mitt. —

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.