Morgunblaðið - 02.06.1915, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.06.1915, Blaðsíða 1
2. árgangr Miðv.dag 2. júni 1915 MORGUNBLADID 207. , tölublað Ritstjórnarsimi nr. 500 Ritstjóri: Vilhjálmur Finsen. ísafoldarprentsmiðja Afgreiðslusími nr. 499 Reybjavíkur Biograph-Theater Talslmi 475. |BIO Hin fagra mynd Palads-leikhússins Gijðingurinn frá Jirakau, þýzkur sjónleikur í 4 þáttum. Aðalhlutv. leikur hinn heims- frægi leikari Rudolf Schildkraut. Myndin er lengri en venjulega. Aðgm. kosta: 50, 35 og 15 a. Allar þær stúlkur, sem sótt hafa saumafundi (báða tímana) ætla að koma saman föstudag 4. þ. m. kl. 8^/g i K. F. U. M. og drekka taffi. Þær sem ætla að vera með verða að gefa sig fram í K. F. U. Ál. við Sigr. Guðjónsdóttur fyrir fimudagskvöld. K. F. U. M, Valur, knattspyrnuæfing í kvöld kl. S1/^ á Melunnm. Theodor Johnson Konditori og Kafé stærstá og fullkomnasta kaffihús í höfuðstaðnum. '— Bezta dag- og kvöldkaffé. — ^fljóðfærasláttur frá 5—7 og 9—iU/a Conditori & Café Skjaldbreið fegursta kaffihús bæjarins. Samkomustaðiir allra bœjarmanna. Hljómleikar á virkum dögum kl. 11 '/2, sunnudögum kl. 5—6. AV. Mikið úrval af áqœtis kökum. Ludvig Bruun. i k a ritvélar'nar eru þær einu sem hafa verið reyndar hér á landi að nokkrnm mnn. Þær érn framúr- skarandi endingar, góÖar, h á vaðalitlar- léttar að skrifa á og með islenzku 8tafrófi sem er rað- að niðnr sérstak- lega eftir því sem bezt hentar fyrir is- lenzkn. Skriftin er sýnileg, frá fyrsta til "°kknr niT‘°’ v^'n hefir alla kosti, sem vélar 4 ’ ,®nJ nýtizku ritvél hefir. Nokkrar i»- , fyirliggjandi hér á staðnum. nka8»H fyrir ísland, O. Eiríkss, Reykjavik. Kr. 20Q nokkr- ■ tals> °i Elliðaárnar fást leigðar til sungaveiða fyrir 3 stangir í júní, júlí og ágúst þ. á. Borgun greiðist fyrirfram fyrir allan tímann og væntanlegur leigjandi skal skyldur að sleppa veiðirétti, ef englendingur sá, sem gjört hafði samning um hann, krefst þess af bæjarstjórn, en þá endurgreiðist tiltölu- legur hluti hinnar greiddu leigu. Tilboð komi til borgarstjóra fyrir kl. 6 síðdegis, miðvikudaginn 2. júni. — Erl. simfregnir. Opinber tilkynning frá brezkn ntanríkisstjórninni i London. Siglingar tii Bretlands. London 31. maí. Flotamálastjórnin tilkynnir, að vik- una sem endaði 26. maí hafi 1323 skip siglt til brezkra hafna og þaðan. Af þeim sökti kafbátur einu brezku gufuskipi. Frá Hellusundi. London 31. maí. Eftirfarandi opinbert símskeyti um viðureignina hjá Hellusundi var birt í Kairo í dag: 28. maí urðum vér varir við véla- menn óvinanna, sem voru komnir undir stöðvar vorar á einum stað. Vér gerðum gagnsprengingu, sem hepnaðist ágætlega. Sama kvöldið tókst Tyrkjum að komast i nokkrar skotgrafir þar sem engir voru fyrir til varnar. Hersveitir vorar gerðu gagnáhlaup með brugðnum byssu- stingjum, náðu fremstu skotgröfun- um og gáfust Tyrkir þá upp í hin- um skotgröfunum. Meðan þessu fór fram var fjölmenn liðsveit óvin- anna að því komin að ná góðum sigri á einum stað. Vér sáum til ferða þeirra í tungsljósinu og stór- skotalið vort gat því sent þeim svar- kveðjur og hitti ágætlega, því það vissi vegalengdina. Varð það til þess að framsókn Tyrkja var hnekt. Sprengjuvarpar þeirra í efri fylking- unum köstuðu sprengjum á fremstu hersveitirnar og varð það til þess að fullkomna ósigurinn. Tyrkir hafa að minsta kosti mist 2000 manna, en af oss féllu 300. Að kvöldi hins 29. gerðu Tyrkir tvær tilraunir til þess að ná aftur stöðvum, sem vér höfðum tekið kvöldið áður, en unnu ekkert á. Að kvöldi hins 28. maí náði franski herinn þýðingarmiklu vígi yzt í vinstra herarmi Tyrkja og styrktu það um nóttina. Tyrkir hófu ákafa skothríð á þessar mistu stöðvar, en gerðu ekki áhlaup vegna stórskotahríðar vors liðs. Þeir réð- ust á vinstri fylkingafam einnar franskrar herdeildar, en var stökt á flótta. Simfregnir. Isafirði 3 r. maí. Bezta veður hér nú. Var hvast og hráslagalegt í morgun, en nú sólskin og blíðviðri. Enginn ís hér, — hefir ekki sézt lengi. Borðeyri 3/. mai. Hafísinn landfastur við Horn. Grenjandi hríð var hér í gær, en í dag hefir verið sunnanvindur og ís- inn rekið frá landi. Er nú engan ís héðan að sjá og ekki austur með landi, en eitthvert hrafl kvað vera við Steingrímsfjörð. Mótorbátur kom hingað i dag norðán frá Gjögri og sagði hann engan ís meðfram landinu. Er nú svo að sjá sem ísinn sé að reka frá landinu og hefir það ekki verið nema ,mjó spöng, eða er nú. Hákarlaskip frá Eyjafirði urðu að hröklast hingað inn á Húnaflóa und- an ísnum, enda hald„ þau sig fast við hann, en nú koma fregnir af því að þau séu langt út af Skaga. »ísafold« var á Hofsós í dag, ætl- aði þaðan til Sauðárkróks, og kem- ur hingað á morgun eða hinn daginn. Pollux og Flora voru á Eyjafirði í dag — nokkur ís sagður þar, þó eigi nema hrafl, sem hægt er að sigla i gegn um. Aður en sunnanáttin kom var hver fjörður fullur af is hér, Stein- grímsfjörður, Miðfjörður og Bitru- fjörður. Heilsufar gott hér um slóðir. Þó hefir lungnabólga stungið sér allvíða niður i vetur og vor. Sauðburður gengur ágætlega. Hefir ekki komið hér jafngott vor sem nú í mörg ár. Var auð jörð upp undir fjallabrúnir áður en þetta hret kom, en nú hefir snjóað víða. Var alhvít jörð á Sauðárkrók í gær og viðar. Nú er sagt að isinn sé 10 mílur undan Straumnesi. Kvennaskólinn. Ennþá geta nokkrar stúlkur kom- ist að á 6 vikna námsskeiðinu, sem byrjar 1. júlí. Rvik 1. júní 1915. Ingibjörg H. Bjarnason. í Bröttugðtu 3 er daglega seld mjólk og rjómi frá Brautar- holti; óskað er eftir föstum við- skiftum; sérstaklega er óskað eftir föstum viðskiftum að rjóma. Þar fæst einnig egg, brauð, og allskonar öl og gosdrykkir. Gráðaostur íslenzkur. »Skinfaxi« getur þess að það standi til að þeir mágarnir, Hall- dór á Hvanneyri og síra Tryggvi Þórhallsson á Hesti, stundi gráðu- ostagerð kappsamlega í sumar. Á að nota til þess íslenzka gráðasveppi, serL Gísla Guðmundssyni gerlafræð- ing hefir tekist að veiða og fyr hefir verið frá sagt hér í blaðinu. Er það vonandi að tilraun þessi beri góðan árangur, því þetta getur orðið fram- tíðar gróðavegur fyrir þjóðina. —------------------ Símskeyti lengi á leiðinni. Fréttaritari »New York Times« í París ritaði blaði sínu 3. maí og segist þann dag hafa meðtekið sím- skeyti frá því dags. 21. des. Skeytið kom til Parísar 22. des. og tók frétta-eftirlitsmaðurinn þá við því og hélt því hjá sér þangað til 3. mai.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.