Morgunblaðið - 02.06.1915, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.06.1915, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ % Verkfall ir menn, sem þegar hafa hætt vinnu — hvort sem þeir nú verða fleiri síðar eða ekki. við hafnargerð Reykjavíkur. Það hefir stöku sinnum brytt á töluverðri óánægju meðal verka- manna, sem að hafnargerðinni vinna. Hafa þeir ýmist verið óánægðir með kaupið eða vinnutímann, en jafnan komið einhverjum af sinum kröfum fram, er þeir hafa farið þess á leit. — Þegar kaupverðið var síðast ákveðið voru gerðir skriflegir samn- ingar milli Kirk yfirverkfræðings og forstjóra verkamannanna. Þeir samn- ingar voru undirskrifaðir á skrifstofu borgarstjóra og það tekið fram í þeim, að ákvæðum samningsins yrði ekki breytt fyr en i. október 1916 — að samningurinn væri bindandi til þess tima. — Nii í gær lögðu ýmsir verka- menn niður vinnuna í hafnargerð- inni og kröfðust hærra kaups. Viðtal við Kirk yfirverkfræðing. Til þess að fá nákvæmar upplýs- ingar um það, sem komið hefir fyr- ir, snerum vér oss til Kirk yfir- verkfræðíngs og báðum hann segja frá. Hann sagði söguna á þessa leið: í gær (mánudag) kl. 2 kom eg inn á skrifstofu mína. Bréf lá á borð- inu — ófrímerkt. — Var, það all- stórt skjal, undirritað af 40 verka- mönnum. Fara þeir fram á 5 aura kauphækkun á klukkustund, þareð þeir eigi geti lifað á því kaupi, sem þeir nii hafi. Þá biðja þeir um fulln- aðarsvar frá mér, um hvort eg gangi að kröfunni eða eigi fyrir priðjudaq. Eg gat vitanlega ekki talað við alla verkamennina þá um kvöldið, en eg átti viðtal við alla flokksstjórana og tjáði þeim, að eg að svostöddu gæti ekki orðið við kröfum verka- mannanna. Eg bjóst til þess að skrifa Monberg ítarlega um málefnið og fá aftur svar frá honum sím- leiðis. Eg vildi ekki sjálfur fyrirvara- laust taka á mig ábyrgðina fyrir dt- gjaldahækkuninni, sem nemur um 50 þiisund kr. Eg bað flokksstjórana að tala við verkamennina og biðja þá að halda áfram vinnu, unz eg hefði fengið símsvar frá Monberg — flestir mannanna hafa og unnið í dag, sem endranær. | Hafnargerðin hefir verið eina fyrir- tækið, sem hefir getað veitt mönn- um atvinnu á vetrum. Vér höfum tapað fé á því að vinna á hverjum degi í vetur. Mér finst það ósann- gjarnt að heimta hærra kaup nú, þó mikið sé um vinnu í bænum, þó eg hinsvegar viti að allar nauðsynjar hafi hækkað mjög í verði. Eg vildi gjarna geta gefið verkamönnunum hærra kaup og að þeim gæti liðið vel. En að svostöddu er mér það eigi unt. Eg réði mönnunum til að vinna einni stundu lengur á kvöldin; þá mundu þeir fá meiri peninga. Kaup þeirra er nú 35 aurar á klukkustund á daginn, 40 aurar í eftirvinnu og 50 aurar fyrir sunnu- dagavinnu. > — Það eru annars ekki nema nokkr- D A 0 B Ö R IN. Afmæli í dag: Sofía Jónatansdóttir húsfrú. T. Frederiksen kaupmaöur. Bergljót Lárusdóttir jungfrú, Sólarupprás kl. 2.28 f. h. Sólarlag — 10.24 síðd. Háflóð í kvöld kl. 8.25 og í fyrramálið — 8.47 Póstar í dag: Eftir áætlun á Pollux að fara héðan austur um land ril Noregs í dag. Skip- ið er tafið vegna íss norðanlands. Veðrið í gær: Vm. logn, hiti 6.7. Rv. s. andvari, hiti 3.3. íf. logn, frost 2.0. Ak. s.s.a. andvari, frost 1.5. Sf. logn, frost 1.1. Þh. F. n. kaldi, hiti 4.5. Köld ec tíðin víða um land núna. Frost víðast hvar í fyrrinótt og hélaði t. d. alla glugga í Hraungerði. Snjóað hefir á fjöll hér sunnanlands, en nyrðra er alhvítt ofan í sjó. Prestastefnan hefst hér 24. þessa mánaðar og verður hún haldin í fyrir- lestrasal heimspekisdeildar háskólans. Eggert Pálsson prestur á Breiða- bólsstað í Fljótshlíð á að prédika við setning alþingis í sumar. í gær voru gefin saman Ólafur Jóns- son stúd. med. og ungfrú Lára J. Lár- usdóttir (prests Jóhannessonar). EgiII Jacobsen hefir opnað vefnað- arvöruverzlun sína aftur á gamla staðn- um, Ingólfshvoli. Nýtrúlofuð eru Hjalti Gunnarsson verzlm. og ungfrú Ásta Ásgeirsdóttir. Gnllfoss fer héðan í dag snemma. Vélbátnr fór héðan í gær til ísa- fjarðar. Er hann nýkominn hingað til lands frá Bergcn og á að stunda fisk- veiðar frá ísafirði. Breytingar miklar er verið að gera í gömlu pósthúsbyggingunni. Við þá rýmkun sem verður í húsinu, er póst- húsið hefir að rniklu leyti flutt í nýju bygginguna, fær landsíminn töluvert meira rúm. Er ráðgert að afhending símskeyta verði niðri í húsinu norðan- megin við dyrnar, og lyftivél verði þar í herberginu, sem skeytin flytji upp á sendisalinn á fyrsta lofti. Ýms- ar aðrar breytingar verða og gerðar m. a. flytur landsímastjórinn skrif- stofu sína í sérstakt herbergi á efri hæð. Trósmiðir eru önnum kafnir við breytingar þessar nú sem stendur. Karjsnihe. New York Times hermir það þann 17. maí, eftir fréttum, sem komið hafa frá Norfolk, að Karlsrnhe sé þar skamt undan landi, þrotið að vistum og kolum og ætli nú að gera alvöru úr því að láta kyrsetja sig. Enn fremur segir það hafa komið fregnir af því að Karlsruhe hefði komið til Azoreyja eigi alls fyrir löngu og ef til vill farið eitthvað norðar. Þetta eru þó sennilega flugufregnir einar, því það má telja það víst að skipið hafi farist í vetur. Jafnframt flytur Times fréttir af því frá Vesturindíum að Karlsruhe hafi strandað þar í vetur og skips- höfnin sprengt það í loft upp. -------mSXrOm----- Samsæri í Miklagarði. Litlu fyrir miðjan maímánuð komst upp öflugt samsæri i Miklagarði. Var það ætlun samsærismanna að myrða tyrknesku ráðherrana og þýzku liðsforingjana, sökkva Goeben, sem nú heitir Yawuz Sultan Selim, og greiða Frökkum og Bretum leið gegnum Hellusund. Margir Grikkir voru í samsæri þessu og pað er álitið að öll ráðin hafi verið lögð á suður í Aþenuborg. Höfðu samsærismenn ærnu fé yfir að ráða og átti að greiða 800 pund sterling að verðlaunum fyrir hvern myrtan ráherra. Þetta komst þannig upp, að einn af samsærismönnum sagði frá því á síðustu stundu. Katwyk. Þjóðverjar viðurkenna að þeir hafi sðkt skipinu og lofa að borga skaðabætur. »Handelsblaad« í Amsterdam skýr- ir frá því að þýzka stjórnin hafi gert hollenzku stjórninni boð um það, að eftir að hafa borið saman frásagnir skipverja á »K--twyk« og frásagnir eins kafbátsforingja síns, hafi hún komist að þeirri niðurstöðu að það hafi verið þýzkur kafbátur, sem sökti skipinu. Kafbáturinn hélt að skipi væri brezkt, því það hafði engin ljós hjá hlutleysismerkjum sinum, þótt dimt værí af nótt. Þýzka stjórnin harmar það að svona slysalega skyldi takast til og lofar að greiða fullar skaðabætur. 300,000 sjálfboðaliðar. Lord Kitchener hélt ræðu i efri málstofunni 19. þ. m. Kvaðst hann hafa lofað þinginu að segja lands- mönnum til þegar stjórnin þyrfti á fleiri sjálfboðaliðum að halda. Nú væri að því komið. Sagðist hann þurfa 300,000 manna til að mynda nýja heri. Þeir sem stunduðu her- gagna- og skotfæra-gerð ættu þó ekki að fara frá vinnu sinni. Áskor- un þessari væri aðallega beint til þeirra manna, sem ekki hefðu gert skyldu sína i þessum ófriði. Hann fór mjög hörðum orðum um Þjóðverja fyrir að hafa notað kæfandi gastegundir og kvað Frakka og Breta mundu neyðast til að taka npp sama sið, því að öðrum kosti ættu herirnir harla ójafnan leik. --------»>«-3»-------- Siglingar um Atlanzhaf. Gufuskipið Transylvania, eign Cunard-félagsins, sem átti Lusitaniu, lagði af stað frá New York daginn eftir að Lusitaniu var sökt. 879 manns tóku sér fari með skipinu en tólf hættu við ferðina. Skipið kom heilu og höldnu til Liverpool á áætlunardegi. Skipverjar urðu varir við kafbát fyrir sunnan írlaud og var þá skyndilega breytt um stefnu; þóttust sumir hafa séð gára eftir tundurskeyti aftan við skipið. Ann- að gerðist ekki sögulegt á leiðinni. Mauritiana átti að leggja }fir hafið skömmu á eítir að Lusitaniu var sökt, en hætti við ferðina sakir þess að of fáir farþegar höfðu gefið sig fram. Fyrirheit Búlgara. Halil Bey, þingforseti Tyrkja, fór til Sofíu, höfuðborgar Búlgaríu eigi alls fyrir löngu, til þess að reyna að fá Búlgaríu til liðs við Tyrki. Hét hann þeim því að þeir skyldu fá Adrianopel og alla Þrakíu, alt að línu sem dregin yrði milli Enos og Midia (milli Ægea-hafs og Svarta- hafs). Búlgarar gáfu þau svör, að banda- menn hefðu heitið sér öllu þessu landi ef þeir sætu hlutlausir hjá í ófriðnum og kváðust þeir heldur mundu velja þann kostinn. Skip strandar. í gærmorgun snemma strandaði seglskipið »Dagny«, frá Svendborg I Danmörku, í Grindavlk. Skipið sigldi á klett skamt frá landi. Veð- ur var bjart, en töluverður stormur. Það var hlaðið cementi til Johnson & Kaaber og kvað mest af þvi vera skemt, þar eð gat kom á skipið svo sjór féll inn. Allir skipverjar' komust af. Björgunarskipið »Geir« var kvatt til hjálpar og fór það suður til- Grindavíkur í gærmorgun kl. 10.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.