Morgunblaðið - 02.06.1915, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ
Fyrir kaupmenn:
„Fána“ stnjörlíkið viðurkenda
ávalt fyrirliggjandi, hjá
G. Eiríkss, Reykjavík.
Einkasali fyrir ísland.
Menn gleyma
ollum sorgum
þegar
menn reykja
Special Sunripe Cigarettur!
Bezta ölið
Heimtið það!
— O —
Aðalumboð fyrir ísland:
Nathan & Olsen.
Sunliáht Sápan
hefir alla hina ágœtustu.. eiginlegleika. Betra að þvo &r
henni en nokkurri annari sápu, skemmir ekki fötin þvi hún
er búin til úr hinum hreinustu efnum, og allur tilbúningur
hennar hinn vandaðasti. Flýtir og léttir þvottinn.
þESSA sápu ættu allir að biðja um.
Farlð eftir fyrlrsögninni sem er á ollum Sunlight sápu umbúöum.
4r' Heinr. Marsmann’s
vindiar
E1 Arte
eru langbeztir.
Aðalumboðsmenn á Islandi:
Vörume.-ki. Nathan & Olsen.
Silfurlands nótt.
Skáldsaga
Dm ræningja í ræningjalandi
io eftir
Övre Rlchter Frich.
Framh.
Jaquez Delma og Natascha sátu
við sérstakt borð. Fyrirliðinn heils-
aði þeim knrteislega og hið sama
gerðu menn hans. Menn veifuðu
höttunum með allri þeirri kurteisi,
sem einkennir flærð Mexikóbúa.
Foringinn hafði augsýnilega mikið
sjálfstraust, Hann sneri yfirskeggið
og mælti til þeirra Delma:
— Má eg þafa þann heiður að
varpa á yður kveðju. Það var
heppilegt að við komum hingað,
annars hefði farið iUa fyrir ykknr.
--------Já, herra minn, það er hættu-
legt að ferðast með svona fallegri
stúlku--------en þér skuluð treysta
okkur. -----------
Hann þagnaði skypdilega. Delma
laut fram og horfði beint í augu
hans.
— Eg hefi ekki beðið yður af-
skifta af þessu máli, herra liðsfor-
ingi, mælti Delma háðslega. Það er
enginn vandi að hengja gamlan og
hálfdauðan mann.
Mexikaninn stóð alveg hissa og
saup hveljur. Hann greip til sverðs
sfns, en slepti því aftur. Og hann
sleikti varir sinar viðstöðulaust. —
— Það var eins og einhver með-
fædd tilhneiging héldi í hemilinn á
honum.
— Bölvaði Spánverji, tautaði hann.
— Eg er ekki Spánverji, mælti
Delma gremjulega. Farið þér héðan
og gerið skyldu yðar. Þér eigið að
leita að manni, sem hefir tapast,
eða er ekki svo ? — — Þvi í and-
skotanum ríðið þér ekki í loftinu á
eftir ræningjunum ? Kinverjinn getur
sagt yður hvert þeir fóru.-----------
Flýtið yður, eða að öðrum kosti
skal eg sjá svo um að þér verðið
hengdur fyrir ódugnað.
Liðsforinginn náfölnaði við ræðu
Delma, sneri sér undan og gekk til
manna sinna.
— Þarna hefir þú aflað þér hættu-
legs óvinar, mælti Natascha hrædd
i huga.
— Það getur vel verið. Annars
þekki eg ætt hans. Hann er af
hýgenu kyni. Sástu ekki að hann
glúpnaði þegar eg skammaði hann
Hann er einn af þeim, sem þræls-
lundin býr f. Gömlu Aztekarnir og
Toltecarnir eru dauðir, Cortez drap
þá. En þrælunum leyfði hann að
lifa og hélt við konur þeirra. Hin-
ir glamurgjörnu morðingjar frá
Otumba og skriðdýrin frá Tekscoco
eru sterkustu kynþættir landsins
hérna. Það eru engir góðir borg-
arar til i Mexikó og heldur eigi
vondir glæpamenn. Það eru hnif-
stungumenn og hestaþjófar, en að-
eins af því að eðlið er þeim með-
fætt og kitlar fingurgóma þeirra. —
— Hugsaðu nú til dærnis um vesa-
lings manninn, sem var sofandi lát-
inn í poka í lestinni og dreginn út
þaðan í gær. Það eru ær og kýr
Mexikana að fara svona að ráði sínu
og eg er viss um, að Zapata verður
frægur fyrir bragðið. Allir Mexikó-
búar hlæja að vesalings manninum
og engum einasta kemur það til
hugar að bjarga honum úr klóm
ræningjans. Það getur vel verið að
gert verði eitthvert veður út af hvarfi
hans, þvi maðurinn er sjálfsagt
margra peninga virði, imynda eg
mér. Það verða sjálfsagt hengdir
nokkrir ræflar til þess að vilja stjórn-
arinnar verði fullnægt. En gegn
Zapata, hinum argasta þorpara, sem
til er, hreyfir enginn hönd né fó.
— Já, þetta er einkennilegt land,
mælti Natascha, en mér geðjast það
þó vel. Það er gleðilegt að komast
á þær slóðir, þar sem lagavöndur-
inn vofir ekki yfir höfði manna.
Hér eru það atvikin og dutlungar
náttúrunnar sem ráða. Alt þroskast.
Alveg rétt, mælti Delma í skyndi
— en á þröskuldj dauðans. — —
Viltu lita á kaffið, sem okkur er
fært? Einhver hefir átt við það áður
en það kom hingað. Mexikanskur
liðsforingi hefir ekki eingöngu pat-
rónur í ferðatöskunni sinni. Hann
hefir þar einnig eitthvert leynihólf.
— Til hvers? — — —
Delma svaraði ekki þegar í stað.
Hann tók stóra, brauðsneið og dýfði
henni niður í kaffið. Svo fleygði
hann henni út i horn, þar sem
rottur voru og biðu einhverra mola.
— — Þær urðu lafhræddar og hlupu
inn i holur sínar.
Það leið svo sem hálf minúta.
Alt var dimt inni og allir horfðu út
i hornið þar sem brauðmolarnir lágu.
Liðsforinginn gleymdi jafnvel að
drekka «pulquið* sittt. Sat hann
þarna náfölur og starði sem aðrif
út í hornið.