Morgunblaðið - 07.06.1915, Qupperneq 1
2. árgangr
Manudag
7.
j*ní 1915
HOR
fi
Ritstjórnarsími nr. 500
Ritstjóri: Vilhjálmnr Finsen.
§IOj B,SSir |BIO
Talslmi 475. -
Fífldjarfi Dick
Kvikmynd i 3 þáttum
og 100 atriðum.
Afar spennandi frá upphafi til
enda. Jafn spennandi bardagi
'^Mjón hefir ekki sést áður.
Theodor Johnson
Konditori og Kafé
stærsta og fullkomnasta kaffihús
í höfuðstaðnum.
Bezta dag- og kvöldkaffé. —
^ljóðfærasláttur frá 5—7 og 9—uVa
Conclitori & Café
Skjaldbreið
fegursta kaffihús bæjarins.
^amkomustaður allra bajarmanna.
Hljómleikar á virkum dögum kl.
^ til/a, sunnudögum kl. 5—6.
A.V. Mikið úrval af ágœtis kökutn.
Ludvig Bruun.
K. F. U. M.
Bibiíulestur í kvöld kl. 8V2
Allir karlmenn velkomnir.
Biðjið um:
Mazawattee
og
Lipton’s
heimsfræga the í pökkum og
dósum. Lipton’s sýróp, kjöt-
extract, pickles og annað súr-
rneti, fjsk. kjötsósur alls-
‘'onar, niðursoðið kjöt og tung-
Uri fæst hjá kaupmönnum um
a't land.
umboðsm. fyrir ísland
ö. Eirikss, Reykjavík.
Keykið
að eins:
‘Cbairman'
°Q ,Dice Cfyair'
^igarettur.
^ast i öl]
betri verzlunum.
Steinbær.
Á fuudi bæjarstjórnar 3. júní var
samþykt svohljóðandi tillaga til sam-
þyktar um viðbót við byggingarsam-
þykt fyrir Reykjavikurkaupstað 7.
sept. 1903:
»Framvegis má ekki byggja
neitt hús í Reykjavíkurbæ úr öðru
efni en steini, steinsteypu eða
öðru efni, ekki ótraustara eða óeld-
tryggara að dómi byggingarnefnd-
ar og bæjarstjórnar nema þar sem
opin bygging er, þ. e. þar sem
hús er ekki sett nær lóðarmörk-
um en 3.13 mtr. og minst 2 mtr.
frá götujaðri. Á slikurn stöðum
skal beimilt að byggja járnvarin
timburhús, sem eru ekki stærri
en 75 m2. að grunnfleti og mega
timburhús aldrei vera hærri en tví-
lyft og íbúð ekki á meira en tveim-
ur gólfum fyrir ofan kjallara. Sam-
þykt þessi nær einnig til höfuð-
breytinga á eldri timburhúsum og
viðbótar við þau.
Þau ákvæði í byggingarsamþykt-
inni 7. sept. 1903, sem koma í
bág við þessa samþykt, eru úr
gildi numin*.
Eins og menn sjá er þetta aðeins
bráðabirgðaráðstöfun. Er það von-
andi að farið verði nú að flýta fyrir
endurskoðun byggingarsamþyktarinn-
ar, sem eru orðin afar úrelt og langt
á eftir tímanura.
En nú er þó svo komið að allur
bærinn á að fara í steininn og er
vel farið.
Bannlögin.
Herra ritstjóri.
Þar eð ókunnugir kunna að ætla
eftir orðalaginu í frásögn blaðs yðar í
dag, að örfáir aðrir menn en templar-
ar hafi skrifað undir brófið um vernd-
un bannlaganna, sem > bæjarstjórnin
hafði til meðferða á síðasta fundi, þá
bið eg yður að geta þess, að af þeim
80, sem skrifuðu undir brófið, voru
34 ekki templarar, og þeir allflestir
úr hóp helstu borgara þessa bæjar,
t. d. biskupinn, 3 prófessorar, 2 banka-
stjórar, 2 læknar, 2 skólastjórar, 4
prestar, 3 kaupmenn o. s. frv.
En vitanlega er öllum ljóst að það
hefði verið hægt að fá margfalt fleiri
nöfn undir þetta bróf, ef hlutaðeigend-
ur hefðu kært sig um. Enda óhætt
að fullyrða alment, að mikill meiri
bluti Reykjavíkurbúa vill láta ganga
ríkt eftir því, að bannlögunum só hlýtt.
5. júní.
S. A. Gislason.
ísafoldarprentsmiðja
Loftskeytastöðvar
á Færeyjum,
í vetur hefir danska stjórnin verið
að undirbúa stofnun tveggja loft-
skeytastöðva í Færeyjum, sem reis-
ast eiga í sumar. —
Stöðvarnar verða fremur litlar,
enda aðallega ætlaðar til þess að
hafa samband innbyrðis milli tveggja
eyjanna, þær sem eigi hefir verið unt að
koma á sæsímasambandi,' en auðvit-
að verða þær og notaðar til sam-
bands við sk'p i hafi. AIls eiga
stöðvarnar að kosta 60 þús. kr. með
byggingum og öllu tilheyrandi.
Hvenær skyldu íslendingar verða
svo frægir að eignast loftskeytastöð ?
Hneikslismál.
Þýzkur þingmaður tekinn fastur
og kærður fyrir drottinssvik.
Það bar til í öndverðum fyrra
mánuði, að hinn mikli fjármálamað-
ur Þjóðverja og þingmaður, E. Poss-
ehl, var tekinn fastur og kærður
fyrir drottinssvik. Var honum gef-
ið það að sök að hann hefði selt
Bretum málma og brennisteinskis
síðan ófriðurinn hófst.
Possehl þessi er vellauðugur mað-
ur og á fjölda margar námur, verzl-
unarhús og iðnaðarstofnanir um öll
Norðurlönd. Er mælt að hann hafi
stofnað útibú í Kaupmannahöfn og
látið það annast verzlunarviðskiftin
við Breta í vetur. Sjálfur á Poss-
ehl heima í Lílbeck og er ríkasti
maður í þeirri borg. Hann er nú
um sextugt. Stórfé hefir hann oft
og tíðum gefið til ýmsra nytsamra
fyiirtækja. T. d. gaf hann 1 milj.
marka til Zeppelinsloftfara, 600 þús.
krónur til »Ltibeck Stadttheaterc og
100 þús. krónur í sjóð til styrktar
ungum sænskum verkfræðingum
o. s. frv.
Possehl á 50 þús. hlutabréf í
»Grángesberg Selskapetc, sem er
hin öflugasta og bezta járnverksmiðja
í Sviþjóð. í henni á sænska stjórn-
in flest hlutabréfin, en Possehl er
næstur. Það er nú búist við þvi, ef
Possehl verður sannur að sök, að
þýzka stjórnin slái eign sinni á all-
ar eigur hann og þá vill svo ein-
kennilega til að hún verður annar
stærsti hluthafinn í öflugustu járn-
verksmiðjunni í Sviþjóð.
Aígreiðslusimi nr. 499
NÝJA BÍ Ó
Stjnduqa
konan
Sjónleikur i 3 þáttum, 65 atr.
Aðalhlutv. leikur
hin fræga þýzka leikkona
Henny Porten.
„Vormenn“.
Grein Kára í MorgunblaSinu á sunnu-
daginn var, kom mór ekki á óvart. Hann
kemur þar fram sem málsvari Ung-
menuafólagsins og reynir að s/na
fram á, að greinin um félagið hafi ekki
verið á neinum rökum bygð. Því til
sönnunar tekur hann /ms orð og setn-
ingar úr greininni, úr róttu samhengi,
sem hann rangfærir og notar eins og
honum hentar bezt til þess að koma
ár sinni fyrií borð. Hvort hann gerir
þetta viljandi eða í ógáti eða af
heimsku, það læt eg mig einu skifta,
því mér er sama hvonyn megin hryggj-
ar hanu liggur með rangfærslur sínar
og köpuryrði.
Það er ekki ætlan mín að eiga í
ritdeilum við ungmennafélaga hór, út af
grein minni, þótt margir þeirra séu
skammfærir til slíks, en eg ætla að
sýna fram á að eg fór með rétt mál. —
það litla sem eg sagði um Ungmenna.
fólagið er satt.
Eg sagði að þeir hafi unnið að skíða-
brautinni i mörg sumur. Það segir
Kári satt vera. En það er eins og
honum þyki það, sem eg sagði, að
loksins hefði henni verið snúið upp í
kartöflugarð. Engum heilvita manni
var hægt að skilja orð mín þann veg,
að eg hyggi það vanvirðu fyrlr þá að
hafa ræktað þarna kartöflugarð. Mér
s/nist þeim vera það miklu fremur til
sæmdar. — En var það ekki ætlanin
í fyrstu að gera þarna skíðabraut?
Átti ekki að nota svæði þetta til ann-
ars en garðræktunar og trjáræktunar?
Því mun engi neita. Félagsmenn höfðu
lengi unnið að skíðabrautinni, þegar
þeir sáu að vonlaust var að gera hana
þar, sem sjaldan kemur snjór.
Þeir hlupu á garðinn þar sem hann
var hæstur, án þess að gjöra sér
grein fyrir, hvort þeir hefðu nokk-
urt gagn af að komast yfir hann.
Hefði það í fyrstu verið hugsun
þeirra, að vinna þarna eingöngu að
jarðbótum, þá var slíkt hinn mesti
glópsháttur. Það hefði eflaust verið
hægt að fá nóg land til ræktunar, sem
ekki var svo vandunnið sem þetta, en
staðið því samt eigi að baki hvað
gróður snertir.
Svæðið, sem einu sinni átti að vera
skíðabraut, ber merki um dugnað en það
ber líka vott um barnalegt fyrirhyggju-