Morgunblaðið - 07.06.1915, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.06.1915, Blaðsíða 2
4 MORGUNBLAÐIÐ Hvað er Danolif-málning? Það er nýjasta, bezta eu samt ódýrasta máloing:n til allrar útimálningar. Jafngóð á stein, tró og járn. Danolit er búinn til'af Sadolin & Holmblad & Co’s Eftf., Kaupmannahöfn. Aðalumboðsmenn: Nathan & Olsen. Redmond í aforingi. leyai. Skíðabrautin verður þeim því ætíð til háðungar, þótt kartöflugarður- inn verði þeim ef til vill sæmdarauki. Svo er það »Skinfaxi«. Það var einnig rótt setn eg sagði um hann. Fyrst þegar honum var hleypt úr garði 1909 var tveggja manna ritnefnd, sem sá um efni hans. Kvað þá heldurlít- ið aö honum. Nú er hann i uppgangi og mun varla of sagt, að gengi sitt □ú, eigi hann nær eingöngu að þakka ritstjóranam sem nú er, og verið hefir aðalritstjóri hans síðan 1912. Um það ætla eg ekki að þræta, hvert gagn þeir hafi unnið íþróttunum þegar öll kurl eru til grafar komin. Það munu þeir fá sóð, sem um það nenna að hugsa af nokkru viti. Við vitum það báðir, Kári sæll, að þú talar þér þvert um hug, er þú þykist sjá framtíð »vörmanna« okkar í fögrum litum. Okkur dylst hvorug- um, að það er einhver Níðhöggur, sem býr í rótum asksins, sem þið hafið gróðursett. — Það er eitthvað óheilt 1 því öllu saman. Þú spyr mig um bjargráð. Þau eru ekki vandfundin. Þú talar um að þið ætlið ekki að ráðast i neitt stórtæki meðan þið hafið svo mörg járn í eldin- um, sem þið hafið nú. £g skal ráða ykkur heilt: Fækkið járnunum, sem þið hafið í eldinum. Takið þau burtu sem farin eru að kólna, en aukið eld- inn að þeim, sem heitari eru og þið þurfið fyrst að hamra. Ef að vana lætur, þá munu þið ekki fækka járnunum, sem í eldinum eru. Þið hafið alt af stórhuga verið og óforsjálir. Þið þykist standa öllum fótum í jötu og vera vinir drottins og fóstur- landsins. Þið ætlið að klæða landið alt milli fjalls og fjöru. Þið ætlið að vitka og hreysta kynslóðina, sem nú er að vaxa upp. Þið ætlið að hreinsa og hefja til vegs okkar skynsama mál. Þið hafið sett markið hátt. Það færi betur að þið mistuð ekki af þvf. Eg skal verða fyrsti maður til að gleðjast þegar þið verðið íslandi til einhvers gagns, því þá hefir sá frjóangi blómg- ast, sem eg hélt að síxt mundi stinga höfðinu upp úr moldinni. B-n 0. Sturlunga, »Seint koma sælir, en koma þó», flaug mér í hug nýlega, þegar mér var sagt að seinasta heftið af Sturl- ungu væri á leiðinni. Eg var búinn að þrá hana lengi, eins og maður þráir komu góðs gests, sem vissa er fyrir að komi. Mig vantaði hana í bókaskápinn við hliðina á íslendinga- sögunum og Eddunum. Annars er líklega óhætt að segja, að margir þekki Sturlungu síður en skyldi, og miklu síður en íslend- ingasögurnar, og kemur það til af því, að hún hefir verið ófáanleg í langan tíma. Heyrt hefi eg lika menn segja að hún væri ekki jafn- skemtileg sem sögurnar og hefði ekki jafnmikið bókmentalegt gildi. En því fer fjarri. Það sem skilur mest, er það, að í íslendingasögun- um er meira dregin fram bjarta hiið- in á gullaldarlífi okkar íslendinga. Glæsimenskan er þar sett i öndvegi, en dekkri hliðarinnar gætir minna. Fornu rithöfundarnir viidu halda uppi hreysti og glæsimensku ættanna og þjóðarinnar, og þess vegna ber meira á björtu hliðinni. Með þessu er eg ekki að kasta neinni rýrð á sögurnar. Það er siður en svo. Þær hafa verið og verða gimsteinar í bókmentum heimsins, og sá eldur, sem aldrei slokknar meðan islenzkt þjóðerni er til. í Sturlungu koma aftur fram skýr- ar myndir af báðum hliðum á lífi Islendinga á þeim tima, svo það fæst glögg heildarmynd af íslenzkri menningu og hugsunarhætti á Sturl- ungaöldinni. Er það líka skiljanlegt, þegar sjónarvottar hafa oft sjálfir ritað frásögnina. Og ekki stendur frásögnin að baki frásögu gullaldar- sagnanna. Sama snildin og orða- valið kemur þar fram sem fyr. Þess vegna hefir Sturlunga stórmikla þýð- ingu fyrir bókmentir okkar og ætti að vera til á hverju íslenzku heim- lli, ekki síður en íslendingasögurnar og Eddurnar. Það er aunars gremjulegt að vita til þess hvað íslendingasögurnar eru óvíða til, þrátt fyrir það þótt þær séu til í ódýrri alþýðu-útgáfu. Menn horfa líklega í peningaupphæðina, og þó er hún ekki stór, og þyrfti eng- um að vera tilfinnanlegt að eignast þær allar, með því að kaupa þær smámsaman, eftir því sem efnin leyfa. Fjöldi eyðir fleiri tugum kr. í tóbak og annan óþarfa á hverju ári, en á enga góða bók. Væri ekki þeirn mönnum nær að sleppa einhverju af þeim óþarfa og kaupa heldur eitthvað af góðum bókum, og er þá auðvitað sjálfsagt að byrja á ísiendingasöðunum, Eddunum og Sturlungu, og mundi engan iðra þeirra kaupa. Ef menn alment ættu þessar bækur og læsu þær með eftir- tekt, ekki eingöngu til þess að kom- ast að efninu, heldur, og það ekki síður, að skygnast inn í sálarlíf for- feðra okkar og tileinka sér málsnild- ina, sem kemur fram i þessum bók- um, þá mundu menn verða auð- ugri að orðum í ræðu og riti og hafa miklu meira vald yfir málinu en alment gjörist, og augu þeirra mundu opnast fyrir hreimfegurð og orðgnótt tungunnar, og það mundi verða til þess, að menn hreinsuðu málið og legðu niður fjölda orð- skrípa, sem læðast eins og gráir kettir inn i málið nú á tímnm. Það er því muðsynjegt að allir* sem unna íslenzkri tungu — og þa® vona eg að allir gjöri — kaupi þess' ar bækur og lesi þær. Þær þurfa að vera til á hverju heimili á land- inu og vera lesnar af öllum, kon- um og körlum, með athygli. Ef það væri gjört, mundi málinu okkaf fagra og snjalla eigR-standa neio hætta af útlendum orðskrípum og málleysum. P. t. Reykjavik, 5. júni 1915. Jóhannes Friðlaugsson. 523 D AGBÓRIN. Afmæli f dag: Á8a Þorsteinsdóttir jungfrú. Eygió Gísladóttir jungfrú. Guðrún Kristjansson húsfrú. Kristrún Benediktsson húsfrú. María Guðlaugsdóttir húsfrú. Andrós Andresson klæðskeri. Ingvar Bjarnason stýrim. Matth/as Einarsson læknir. O. J. Havsteen umboðssali. Þorst. Guðmundsson fiskimatsm. Tómas Sæmundsson f. 1807. Alex. Puschkin f. 1799. Sólarupprás ki. 2.17 f. h. Sólarlag — 10.37 síðd Háfióð í dag kl. 2.38 og í nótt — 3.2 Póstar í dag: Ingólfur til Borgarness. Póstvagn til Ægissíðu. Aukapóstur til Víkur. Á m o r g u n . Vestanpóstur kemur. Norðanpóstur kemur. Ingólfur frá Borgarnesi. Veðrið í gær: Vm. v. logn, hiti 7.5. Rv. v. logn, hiti 8.5. ísaf. n.a. kaldi, hiti 5.1. Ak. logn, hiti 3.6. Gr. logn, hiti 8.0. Sf. logn, hiti 6.1. Þórsh. F. kul, hiti 9.0. Leið prentvilla hafði slæðst inn * nokkurn hluta upplagsins i gær, Þaf sem talað var um hæstaróttardóminI)’ sem fóll í hafnarteikningamáli Krabb0 verkfræðings, var sagt að honum hob' um hafi verið dæmdar 3000 kr. 4000 kr. í málskostnað, en átti vitað að vera 400 kr. i málskostnaS- í sambandi við frásögn vora í um nýju umboðsverzlunina í Templarí* sundi, ber að geta þess, að Þorstei1111 Bjarnason e i n n er eigandl henn*r' En Þorstelnn Jónsson er starfsma^11^ hjá frænda sínum. Henny Porten leikur aðalhlutver^ í mynd þeirri, sem Nýja Bíó þessa dagana. Henni heflr tekist ð®* um leikurum fremur að leika i kV> myndum svo að unun er á að horf»'

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.