Morgunblaðið - 10.06.1915, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ
Lipton s the
I heildsölu fyrir kaupmenn, hjá
G. Biríkss, Reykjavík.
Hérmeð tilkynnist
að herra trésmíðameistari, Sveinn Jónsson, Kirkjustræti 8, hefir tekið
að sér umsjón með og fitlán á
Good-TemplaraMsinu hér í bænum,
og ber öllum, sem einhver erindi hafa til hússnefndarinnar, að
snúa sér til hans.
í húsnefnd Good-Templarahússins.
Reykjavík 5. júní 1915.
Árni Eiríksson P. Zophoníasson
form. ritari.
2 háseta
vantar á seglskipið »Dagny«, sem fer héðan til Kanada eftir nokkra daga.
Menn snúi scr til
O. Johnson & Kaaber.
„Sanifas'
er eina Gosdrykkjaverksmiðjan á íslandi
sem gerir
gerilsneydda Gosdrykki og aldina-
safa (saft) úr nýjum aldinum.
Slmi 190.
Silfurlands nótt.
Skáldsaga
nm ræningja í ræningjalandij
17 eftir
Övre Richter Frich.
Framh.
í einhverri óþrifalegustu götunni
i austurhluta borgarinnar, er Indí-
ánakrá, sem heitir iRecuerdos del
Provenir». Það er kátlegt nafn —
þvi hver er sá, er man nokkuð um
framtíðina? En þessháttar fjarstæður
svelgja sálir Indíánanna og það eitt
er víst, að óvíða í Mexiko City er
drukkið jafn mikið af »Pulque* eins
og þar.
•Recuerdos del Provenir* er eins
og Indfánakrár flestar — óþrifaleg
og óvistleg, með marglitum pappírs-
ræmum yfir dyrunum og skýra þær
frá þvi, að hér sé hættulegasta eitri
Mexikos útbýtt í barmafullum skál-
um.
Dag nokkurn í miðjum marzmán-
uði, stóð hár og tötralegur Indíáni
við veitingaborðið og þurkaði sér
um munninn eftir drykkinn. Buxur
hans hengu utan á honum í drusl-
um, fótíeggirnir voru mjóir og bogn-
ir og skyrtan, sem hann var i, æfa-
gömul, En yfirhöfnin var skrautleg
og silfri lögð.
Andlitið var hrukkótt, en þó var
maðurinn ekki gamall. Sólarhitinn
hafði gert hann 'kinnfiskasoginn og
skorpinn, en i augunum brann enn
æskueldur. Fernando Lopez var
heldur eigi hið versta úrhrak Guðs-
barna, þótt hann væri einn hinn al-
ræmdasti maður i Mexiko í þann
tíma. Hann var ættaður frá héruð-
unum umhverfis Tchuantepec og
þar er Indíánablóðið óblandaðra en
nokkursstaðar annarsstaðar i Mexiko.
Þegar hinn ágæti Maksimilian
keisari var myrtur, var það Lopez
ofursti, bezti vinur hans, sem sveik
hann í trygðum fyrir nokkrar þús-
und únzur af gulli. En Nemesis
hittir svikarana í Mexiko eins og
annarsstaðar. Forlögin hröktu og
hrjáðu Lopez og fjölskyldu hans á
alla lund. Óg nú sat þarna einn
afkomanda hans og svalg i sig hinn
grugguga drykk, sem vekur allar
illar hvatir í sál rauðu mannanna.
Veitingamaðuriun gaut hornauga
við og við til Indíánans, sem var
allra manna herðibreiðastur þeirra,
er þar voru inni. — — Andlit
Fernandos var sótrautt af bræði.
LrOGMBNN
Bveinn Bjornsson yfird.lögm.
Frlklrkjuveg 19 (Staðastað). Sfmi 202,
Skri/stofutími kl. 10—2 og 4—6.
Sjálfur við kl. 11—12 og 4—6
Eg'gert Olaessen, yfirréttarmála-
flutningsmaður Pósthússtr. 17,
Venjulega heima 10—11 ng 4—5. Slmi 16.
Olaiur Lárusson yfird.lögm.
Pósthússtr. 19. Sími 215.
Venjulega heima 11—12 og 4—3,
Jón Asbjörnsson yfid.lögm.
Austurstr. 5. Sími 435.
Venjulega heima kl. 4—j1/,.
Guðm. Olafsson yfirdómslögm.
Miðstr. 8. Simi 488.
Heima kl. 6—8.
UÆF^NA^ -<|
Brynj. Björnsson tannlæknir,
llverfisgötu 14.
Gegnir r jálfur fólki 1 annari lækninga-
r'c'nnni kl. 10—2 og 4—6.
Öll tannlaknisverk jramkvæmd.
lennur bánar til 0% tannqarðar af
öllum qerðum, 0% er verðið ejtir vöndun
d vinnu o% vali á efni.
Guðm. Pétursson
massagelæknir Garðastræti 4.
Heima 6—8 síðdegis.
Gigtarlækning — Sjúkraleikfimi —
Böð (Hydrotheraphi) — Rafmagn.
Beauvais
Leverpostej
er bezt.
Hann hafði alveg nýskeð sparkað
svo í hund veitingamannsins að
hann lá i dauðateygjunum úti í
horni. Og ein kerlingin þar í veit-
ingahúsinu hafði fengið stóra leir-
krús i höfuð sitt af hendingskasti
og bjóst nú til þess að deyja í kyr-
Þey.
Það lék alt af bros um varir veit-
ingamannsins, því hann vissi hvað
það mundi kosta að ýfast gegn
Fernando Lopez. En þegar vingirni
hans virtist eigi hafa nein áhrif á
hinn tigna gest, laut hann fram yfir
borðið og hvislaði:
— Heyrðu Fernendol Hvernig
gengur? -------- —
Mexikaninn leit upp. Augu hans
voru blóðhlaupin af ölæði og blóð-
þorsta. Hann skimaði um salinn
eins og hann ætlaði að leita að ein-
hverjum enn til þess að svala bræði
sinni á.
— Þolinmóður vinur, mælti veit-
ingamaðurinn. — Það mun alt ganga
vel. Hinn heilagi Juan Diazo yfir-
gefur ekki þá, sem honum treysta.
Eða höfum við ekki fórnað fimtlu
kertum til hinnar helgu meyjar frá
Guadeloupe.--------— ?
Lopez reis gætilega á fætur. Hinn
digri búkur hans og mjóu fætnrnir
sáust nú enn gleggra en áður. Eins
VÁT íj YG G-IN(5 Aí?
Vátryggið tafarlaust gegn eldi,
vörur og húsmuni hjá The Brithish
Dominion General Insurance Co.Ltd.
Aðalumboðsm. G. Gíslason.
Vátryggið hjá:
Magdeborgar brunabóc.tfélagi
Den Kjöbenhavnsk^ Söassurance
Forening limit, AÍalumboðsmenn:
O. Johnson & Kaaber.
A. V. Tulinius
Miðstræti 6. Talsími 254.
Brunatrygging — Sæábyrgð.
8tr í ðs vatry ggin g.
Skrifstofutími 9—11 og 12—3.
Det kgl octr. Brandassnrance Co.
Kaupmannahöfn
vátryggir: hus, húsgögn, alls-
konar vöruforða o. s. frv. gegn
eldsvoða fyrir lægsta iðgjald.
Heimakl. 8—12 f. h. og 2—8 e. h.
í Austurstr. 1 (Búð L. Nielsen)
N. B. Nielsen.
Carl Finson Laugaveg 37, (uppi)
Brunatryggíngar.
Heima 6 */4—7 */4. Talsimi 331.
Reykið
að eins:
, Cfyairman ‘
og ,Uice Cf)air,
Cigarettur.
Fást í öllum betri verzlunum.
og örskot þreif hann hárhvassan
rýting úr belti sér og rak hann af
afli niður í borðið.
Það varð dauðaþögn í kránni,
nema hvað dauðahryglan í hundin-
um heyrðist utan úr horni. Veit-
ingamaðurinn brosti ennþá, en húð
hans hans var orðin gallgul og hægri
hendin hélt dauðahaldi um skeftið
á vopninu, sem stungið var undir
belti hans að aftanverðu. Það leið
ein mínúta og það liðu tvær. Allif
voru á nálum.
Þá var kyrðin alt í einu rofio.
Úti fyrir rak bifreið upp tvö hás
baul. Og í sama bili var tjaldið
dregið frá dyrunum og lágur maður
í slitnum vagnstjórafötum kom inn.
— Er Lopez hér ? mælti hanO
með hásri og skrækrí röddu.
Mexikaninn sneri sér að honuDfl
og svipur hans var ægilegur. Það
var eins og blóð drypi úr auguoi
hans.
— Það er eg, mælti hann hásuU1
rómi. Ertu sjónlaus? Jæja, hvað
viltu ?
Vagnstjórinn gekk til hans.
— Eg er með skilaboð til þín f^
dómsmálaráðherranum, mælti haoO*
Það er kominn hingað maður ^
Evrópu og vill fá áreiðanlegan fylg^'
armann.