Morgunblaðið - 07.07.1915, Side 2

Morgunblaðið - 07.07.1915, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ gg-i DAGBÓFflN. CT= Afinæli í dag: Amelía Sigurðsson, húsfrú. Asta Hallgrímsson, húsfrú. Emilía Lárusdóttir, jungfrú. Guðrún Erlendsdóttir, húsfrú. Jóhanna Þorsteinsdóttir, húsfrú. Katrín Thoroddsen, stúdent. Snjólaug Sigurjónsdóttir, húsfrú. Sofía Jónsdóttir, húsfrú. Ari B. Antonsson, vitavörður. Lorentz Múller, verzlunarstj. Guðm. Guðmundsson f. pr., ísafirði. Sólarupprás kl. 2.21 f. h. S ó 1 a r 1 a g — 10.41 siðd. Háflóð í dag kl. 1.52 og í nótt — 2.26 Veðrið í gær: Vm. logn, hiti 8.6. Rv. logn, hiti 10.6. Isaf. logn, regn, hiti 9.0. Ak. n. kul, regn, hiti 6.5. Gr. logn, hiti 13.0. Sf. logn, þoka, hiti 8.1. Þórsh. F. logn, móða, hiti 11.1. Rauðmagar voru seldir hór í bæn- um í gær fyrir 15 aura. Rauðmaga- afli er hér talsverður og liggur nú niðri fjöldi neta. Örsökin til þess að hesturinn fæld- ist í fyrradag í Hafnarstræti, er oes sögð sú, að ekið var á hann þar sem hann stóð fyrir vagninum — bundinn þó. Er það furðumikið athugaleysi hjá ökumönnum að aka þannig um götuna, að þeir sjái ekki hvað fyrir verður. Að gefnn tilefni skal þess getið, að það er misskilningur, ef menn skilja orð þau, er höfð eru eftir bæjar- fulltrúa Hannesi Hafliðasyni frá síð- asta fundi, svo sem hann treysti eng- um sinna stóttarbræðra til þess að hafa á hendi hafnarfógeta- e m b æ 11 i ð hér í bænum. Hann sagði einungis — og átti það að skilj- ast á því sem eftir fór — að fyrst í stað, meðan það hvíldi á þeim manni, sem tæki að sór umsjón hafnarinnar, að hafa eftirlit með uppfyllingu allri og mannnvirjum meðfram höfninni, þ á treysti hann betur verkfræðingi en skipstjóra. Þetta lýtur að þv/, að það er talsvert annað starf, sem hvíl- ir á umsjónarmanni hafnarinnar fyrsta árið, heldur en þegar höfnin er full- ger. Nýja fánastöng er verið að setja upp á Stjórnarráðsblettinum. Það er gert til þess að bæði danski og íslenzki fáninn geti blaktað þar í bróðerni. Goðafoss var á Blönduósi í gær. ísinn er nú farinn að greiðast frá land- inu og vona menn að skipið komist leiðar sinnar. Gnllfoss lá í Stykkishólmi í gær og tók þar hesta. Vélbátnrinn »Óskar« fór hóðan í gærkveldi áleiðis til Eyrarbakka og Vestmanneyja. Hafði mikinn flutning meðferðis. Fögnuður kvenna. Það munu flestir hér í bæ hafa heyrt eða séð það í blöðunum, að kvenfólkið hér í Reykjavík hefir í hyggju að minnast atburðar þess, að íslenzkar konur hafa nú öðlast nokk- urnveginn jafnrétti við karlmenn í stjórnmálum, með almennri samkomu í dag. Þátttakendur í henni eru alt kvenfólk bæjarins, yngra og eldra. Það er almennur siður, hvar sem er í heiminum, að menn fagna stór- um viðburðum, með sameiginlegu borðhaldi, samdrykkju og ýmsu öðru og fer það nokkuð eftir árs- tíðum. Á sumrin virðist eiga bezt við að hafa slíkt undir berum himni, eins og hér er ráðgert. En svo að eins getur þetta orðið kven- fólkinu til sóma að það f j ö 1 m e n n i. Það má enga konu vanta í fyiking- una frá 6 ára börnum til áttræðra kvenna. Þetta verður nú samt eng- in herfyiking, svo karlmönnunum er alveg óhætt að láta sjá sig við AuSV urvöll, það mundi meira að segja gleðja okkur að sjá þá hópast þang- að til að samgleðjast okkur. Brynhildur. Ofriðarsmælki. Ballin. Ýms frönsk blöð og ensk höfðu komið með þá staðhæfingu að Herr Ballin, forstjóri Hamburg- Ameríka-gufuskipafélagsins væri orð- inn geðveikur. Þýzkt blað sendi honum þessi ummæli og svaraði Ballin á þessa leið: Eg er yður mjög þakklátur fyrir að senda mér frönsku blöðin. Þér kannist við það að einusinni sá Mark Twain andlátsfregn sína birta i blaði einu, og simaði þá til ritstjórans og sagði að fregnin væri mjög orðum aukin. Hið sama vildi eg segja um þessa fregn. Að minsta kosti verð eg að segja það að fregnin er mjög langt á undan tímanum. Berchtold greifi, sem áður var utanríkisráðherra Austurríkis, hefir gerst óbreyttur sjálfboðaliði í hern- um og hefir verið kent það að stýra bifreið. Hann er í her þeim, er sendur er á móti ítölum. Ungverska stjórnin hefir lagt hald á allar þær birgðir af gaddavír, sem til eru i landinu — bæði seldar og óseldar. Virinn á að nota handa hernum. Goeben. Það er mælt að sundur- lyndi hafi orðið meðal þýzka flota- foringjans Souchon og skipstjórans á Goeben út af hrakförum skipsins í Svartahafi. Brezk blöð segja að skipstjórinn hafi verið kallaður til Þýzkalands. Foringi frönsku flotamálastjórnar- innar, Aubert flotaforingi, er nýlát- inn. Sá maður hefir tekið við starfi hans er Fouqué de Jonquiéres heitir. Þingmálafundir. Á fundi, sem haldinn var í Hafn- arfirði á mánudagskveldið, var sam- þykt svolátandi tillaga í stjórnar-" skrármálinu með 30 atkv. gegn 13: »Um leið og fundurinn lýsir fullu trausti á þingmönnum kjördæmisins, felur hann þeim að ráða fram úr því, fyrir kjördæmisins hönd, hvern- ig alþingi skuli taka staðfestingar- skilyrði stjórnarskrárinnar®. Á þingmálafundi, sem haldinn var á Akranesi sama dag, var samþykt svolátandi tillaga: »Fundurinn lýsir ánægju sinni yfir staðfesting stjórnarskrárinnar og fána og þakkar ráðherra og þeim mönnum, er unnið hafa að fenginni lausns þessara. mála. — Jafnframt álítur fundurinn uppljóstunina á til- lögum þrímenninganna ósamboðna þingmönnum þjóðarinnar*. Samþ. með 20 : 4. Fundur hafði þá staðið lengi og voru margir farn- ir. En oss var sagt í síma frá Akranesi í gær, að tillagan mundi hafa hlotið þeim mun fleiri atkvæði hefðu þeir eigi farið áður en hún var borin upp. Nýjar bækur. Skýrsla til stjórnarráðs íslands 0% stjórnar iFiskijélags lslands« frá erindreka jiskijélaqsins erlendis. Frá ársbyrjun til júníloka 191J. Þetta er fróðleg bók. Fyrst og fremst sýnir hún það að nægilegt starf er fyrir íslenzkan erindreka í útlöndum til þess að greiða fyrir viðskiftum íslendinga og i öðiu lagi sýnir hún það að margt hefir hr. Matthías Þórðarson gert á jafnstutt- um tíma. Bókinni skiftir höfundurinn í fimm kafla: r. Bréf og skýrslur erindreka Fiskifélagsins erlendis. 2. Erindi til stjórnarvalda. 3. Um viðkomu á íslandi í ferð- um milli Noregs og Ameríku. 4. Skólaskip, hjálparskip, löggæslu- skip m. fl. 5. Nokkrir bréfkaflar viðvíkjandi síldar og fisksölu. Vér skulum leiða það hjá oss að rekja efni hvers kafla, en geta þess aðeins er oss þykir merkilegast. Er þá það fyrst, að erindrekinn hefir átt bréfaskifti við norsku Ame- ríku-línuna um það að hún léti skip sín koma við hér á íslandi á tveim ferðum yfir Atlanzhaf, sumarmánuð- ina júlí—sept., og fengið góðar und- irtektir. Mætti landinu vera þetta til mikilla hagsmuna. Þá hefir hann og komið því vel á veg að Spán- verjar afnæmu innflutningstoll á ís- lenzkum saltfiski. Toilur þessi er hár og íslendingum þá mikil hags- von væri hann afnuminn. A bréf- um þeim, sem birt eru i bókinni um þetta mál, er svo að sjá sem leyfið muni áreiðanlega fást. Bæjarbúar! Gerið svo vel og sjáið sjálfir að þau steinhús bæjarins sem hafa verið ( máluð með flall’s Disteraper bera eins og gull af eir af hinu®- Til sölu i Yerzl. Björn Kristjánssofl og hjá 4 Slippfélaginu, Bvik* Agætar Rjúpur fást hjá Slátrtl. Snðnr Sími 211. Fjórði kaflinn er eigi sízt fr<^” legur. Erindrekinn hefir leitað npPj lýsinga um, hvernig það skip þy^11 að vera, er nota mætti hér fyrlf skólaskip, gæzluskip í landhelgi °% spítalaskip og björgunarskip fyflí fiskiflota vorn. Hugmyndin er ág1®1 og hefir erindrekinn fengið lýsiogar á tveim skipum, sem reyndur mað01 hyggur að nota megi til alls PesSt i senn. Kostnaðurinn við dtgef þessara skipa er eigi ákaflega núki og mundu botnvörpungasektir °° borgun fyrir bjarganir eflaust meiri á ári hverju til jafnaðar. " skólaskip er oss nauðsynlegt að el» handa nemendum sjómannaskólaoS’ Vonandi er það að erindrekastar, ið verði ekki látið falla niður, það getur orðið landinu til ómetíl11 legs hags. Maðnr slasast. ”** < m°s' Vinnumaður á Blikastöðum > * fellssveit slaSaðist allmikið á .* 1 á sunnudaginn. Var hann 9 á ótemju, sem kastaði honeIÝ 4 sér og féll hann með höf0®1 0g stein. Sár fékk hann allst^rt^(1g. heilahristing að auk. Gut”1 Qg ur læknir Claessen var sóttllf saumaði hann sárið saman-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.