Morgunblaðið - 16.08.1915, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.08.1915, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ vígvallarins, þótt því hafi verið lofað fyrir löngu. Auðvitað er mestur hluti þessa hers horfinn í skörðin, sem höggvist hafa í her Breta í Frakklandi. Þjóðverjar banna ntflutning á kvikmyndum. Frá byrjun þessa mánaðar hefir þýzka stjórnin bannað ótflutning á kvikmyndum, og hefir það vakið mikið athygli viða i Norðurálfunni, einkum i 'Skandinaviu, sem einna mest hefir notað þýzkar kvikmyndir. Kvikmyndagerð er meiri i Þýzka- landi en nokkru öðru landi i heimi. Jafnvel Ameríka, þar sem búið er til svo miljónum skiftir af kvik- myndum árlega, hefir ekki náð svo langt sem Þjóðverjar. Þeir hafa haft samband um allan heim, sent þangað kvikmyndir sínar og grætt stórfé. En því undarlegra er það, að þýzka stjórnin skuli nú hafa bannað útflutning, því vitanlega hlýt- ur það að verða til þess, að hinn feiknastóri kvikmyndaiðnaður legst niður að miklu leyti. Blöðin telja þetta mjög misráðið af þýzku stjórn- inni — álíta það sé einna þýðingar- mest fyrir Þjóðverja nú sem stend- ur, að halda uppi eins miklu af iðn- aði í landinu, sem frekast er unt. Kvikmyndagerðin hefir verið i svo stórum stíl í Þýzkalandi, að það er ómögulegt að hún geti svarað kostn- aði, ef ekkert er flutt til útlanda. Menn vita ekki gjörla hvernig á þessu útflutningsbanni stendur, en líklegast þykir, að stjórnin muni geta notað eitthvað af þeim efnum, sem notuð eru til þess að gera kvik- myndir, til hergagnasmíði. Aðrir telja líklegt, að eitthvað af ófriðar- myndunum, sem búnar hafa verið til eingöngu til þess að verða sýndar í Þýzkalandi, hafi komist út úr land- inu, sem vitanlega hefir verið mjög þægilegt fyrir Þjóðverja. Hergagnagerð i Rússlandi. Það er mikið um það rætt í Rússlandi að stofna hergagnaráð- herra-embætti eins og Bretar hafa gert hjá sér. Stjórnin hefir rætt málið ásamt þingmönnunum og margar uppástungur komið um það hvernig þessu skyldi haga. Hafa allir orðið sammála um það að nauðsyn beri til þess að auka hergagnagerð í landinu. Fyrir- komulagið hefir verið þannig að áður hefir hermálaráðuneytið haft alla umsjá og stjórn verksmiðj- anna og vopnabúranna á hendi og eru menn hræddir um, að verði það tekið af því og fengið einhverjum öðrum í hendur, þá muni alt fara í handaBkolum. Rodzianko forseti þingsins vildi því heldur að skipaður yrði að- stoðar-hermálaráðherra, sem ætti sæti í stjórninni og bæri ábyrgð á öllu því er hergögn snertir. Er það talið sennilegt að Rússar hverfi að því ráði. S3 DAGBÓRIN. Afmæli I dag: Ingibjörg Sigurðardóttir ungfrú. Jóhannes Magnússon verzlm. Ingibjörg Kaprasíusdóttir húsfrú. Bergur Bárðarson. Eggert Claessen yfrróttarmálaflm. Magnús Jónsson verkstj. Prófessor Haraldur Níelsson gaf í fyrrakvöld saman í hjónaband þau Jón Hafliðason • verzlunarm. og ungfrú Iugibjörgu Þorláksdóttur. Ráðherra og nokkrlr þingmenn með honum fóru í gær austur yfir fjall í bifreið. Sterling fer snemma í fyrramálið til Breiðafjarðar. Með skipinu fer m. a. Einar Vigfússon bakari í Stykk- ishólmi. Til Þingvalla fór fjöldi fólks í fyrra- kvöld og í gær í blfreiðum, á hest- vögnum, hjólum og ríðandi. Gnllfoss fer til Hafnarfjarðar og Vestfjarða í dag síðdegis. Activ, fiutningaskip Zöllners, kom hingað í gær frá útlöndum. íslenzkn fiöggin. Það hefir verið miklum erfiðieikum bundið að útvega flaggdúk í útlöndum, bæðl vegna þess að lítið kvað vera um litunarefni, sem mest er búið til í Þýzkalandi, og vegna þess að flestar þjóðir hafa bannað út- flutning á ullardúkum. Nú hefir A-deildin í Hafnarstræti fengið loforð fyrir flöggum í Danmörku og eru sýnishorn þegar komin hingað. Bráðlega verða þá vonaudi komin íslenzk flögg á hverja einustu flagg- stöng í bænum. Það er lítil meining í að berjast fyrir sórstöku flaggi, en nota það aldrei eftir að það er fengið. Hjartans þakklæti til allra þeirra sem sýndu hluttekningu við jarðar- för minnar elskuðu eiginkonu, Sig- rúnar Sörensdóttur. Reykjavfk, 15. ágúst 1915 Methúsalem Jóhannsson. Frá alþingi Dagskrá í dag: Efri deild, kl. i síðd. 1. Frv. til laga um breyting á sveitarstjórnarlögum io. nóv. 1905 (288, 317); 3. umr. 2. Frv. til hafnarlaga fyrir Akur- eyrarkaupstað (203); 3. umr. 3. Frv. til laga um veitingu prestakalla (161, n. 329); 2. umr. 4. Frv. til laga um breyting á lögum nr. 35, 20. okt. 1913, um ritsíma- og talsímakerfi Islands (116, 320); 3 umr. N e ðri d eild, kl. 11 árd. 1. Frv. til lagajjum heimildir fyr- ir stjórnina til ýmsra ráðstafana út af Norðurálfuófriðnum (330, n. 336 og 343); ein umr. 2. Till. til þingsál. um kaup á kornvöruforða til tryggingar landinu (258); frh. einnar umr. 3. Frv. til laga um dýraverndun (322); 3. umr. 4. Frv. til laga um breyting á lögum um útflutning hrossa 22. nóv. 1907 (146); 3. umr. 5. Frv. til laga um atvinnu við vélgæzlu á gufuskipum (323); 3. umr. 6. Frv. til laga um mælingar á túnum og matjurtagörðum (100, n. 308, 309); 2. umr. 7. Frv. til laga um vatnssölu í kaupstöðum (290); 2. umr. 8. Frv. til laga um viðauka við lög nr. 11, 31. júlí 1907, um breyt- ing á lögum nr. 10, 13. apríl 1894, um útflutningsgjald (291); 2. umr. 9. Frv. til laga um breyting á lögum nr. 22, 11. júlf 1911, um stýrimannaskólann i Reykjavík (174, n. 324); 2. umr. 10. Frv. til laga um viðauka við lög nr. 26, 22. okt. 1912, um vatns- veitu i löggiltum verzlunarslöðum (303); 1. umr. 11. Frv. til laga um viðauka við lög nr. 44, 10. nóv. 1913, um forða- gæzlu (310); 1. umr. 12. Frv. til laga um breyting á lögum nr. 59, 10. nóv. 1913 [ef deildin leyfir] (319); 1. umr. 13. Frv. til fjárlaga fyrir árin 1916 og 1917 (stj.frv,, 333, n. 337, 338); frh. 1. umr. 14. Frv. til laga um heimild fyr- ir ráðherra íslands til að leyfa ís- landsbanka að auka seðlaupphæð þá, er bankinn samkvæmt 4. gr. laga 10. nóv. 1905 getur gefið út (stj- frv., n. 269 og 279, 280, 299); 2. umr. Nokkrir drengir geta fengið a selja bleð i dag á Laugaveg 63 — (búðiö^ Niðursoðið kj^ frá Beauvais þykir bezt á íerðal^' Biðjið ætíð um heimsfrægu Mustad ðngia> irO Búnir til ai 0. Mustad <& S& Kristjaníu. Lesið Morgunblaðið. The North British RopeworK C Kirkcaldy Contraotors to H. M. Governm»>,t búa til rússneskar og ítalskar fiskilínnr og færi alt úr bezta efhi og sérlega vaI1 3 Fæst hjá kanpmönnuni' Biðjið því ætið um Kirkcaldy fiskilínur og f#rí’j hjá kaupm. þeini, er þér verzhð og þá fáið þér það sem bezt Herforingjaskifti' Gouraud yfirhershöfðingi hjá Hellusundi, særðist og Ví fluttur heim til Frakklands- hefir það verið ákveðið að hershöfðingi skuli taka honum. Sarrail er þegar orðinn kuJjI) ua.'Ú úr þessum ófriði. Það var sem stýrði liði Frakka hjá yei^ í fyrrahaust og það var baDD g& 0* veitti ríkiserfingjanum þý2ka ^ örðugt viðnám, að framsók11 ^ verja var lokið. lfðiof Sa heitir Humbert heisb0 • af “ er tekur við liðstjórninnt * rail.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.