Morgunblaðið - 27.08.1915, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ
5
Reykið einungis
„G. K“
VINDLA.
Aðeins ekta frá G. Klingemann
& Co., Khöfn.
Fást hja kaupmönnnm.
Skal þingmönnum i hvorri deild
skift í þessar nefndir, og má enginn
vera í fleiri nefndum en tveimur, og
eigi fleiri en 5 í neinni nefndinni.
Hver fastanefnd kýs sér formann
og fundarskrifara.
Formenn fastanefnda, forseti og
fyrri varaforseti skulu skipa eina
Defnd. Skal hún ráða vinnubrögð-
um allra nefnda i deildinni; heitir
sú vinnunefnd; er forseti formaður
hennar.
Vinnunefndin skal skipa fyrir um
fundatima nefndanna og sjá um að
þeir rekist ekki á.
Hún tekur til í hvaða röð hver
fastanefnd skuli vinna að þeim mál-
um sem til hennar er visað.
Nú þykir nauðsyn til bera, vegna
vinnubragða, að hafa mannabýtti í
nefndum, lengur eða skemur, og
skal vinnunefndin þá hlutast til um,
að mannabýttin komist á, þó svo
að viðkomandi fastanefndir samþykki.
Náist ekki samkomulag, má vinnu-
nefnd skjóta ágreiningnum undir
úrskurð deildarinnar.
Til fastanefndanna getur hvor
þingdeild visað þeim þingmálum,
sem fyrir þingið eru lögð og þörf
þykir að nefnd ihugi, og skal þá
vísa hverju máli til sömu fastanefnd-
ar í báðum deildum. Það er sam-
vinnunefnd, ef samkynja fastanefndir
leggja deilda vinnu saman.
Heimilt er þó hvorri deild að
kjósa lausanefndir til að íhuga ein-
stök mál. Hver lausanefnd kýs sér
formann og ritara, og skal ritarinn
vera framsögumaður...........
Nú er borið upp frumvarp eða
þingsályktun, sem fer fram á aukin
útgjöld úr landssjóði, og er þvi máli
vísað í nefnd, og skal þá sú nefnd,
ef hún ætlar að mæla með frum-
varpinu eða tillögunni, leita álits
f]árveitinganefndarinnar um fjárhags-
atriðið i málinu; skal fjárveitinga-
nefnd í stuttu máli láta uppi álit
sitt með eða móti, og skal það álit
fylgja nefndarálitinu*.
Annað nýmæli er um leynilega
atkvæðagreiðslu þingmanna, ef óskað
er. — Mun betur vjkið að þessu
frv. síðar.
Kolera allskæð er nú sagt að
^eysi i efra og neðra Austurríki,
^heimi og sérstaklega i Ungverja-
landi.
Bókasafn háskólans i Warschau
Rússar eigi flutt á burtu með
r‘ Og það var lika nær hið eina
Setn þeir sþjidu eftir óskemt.
Slys.
Drengur verður undir
hjólum og bíður bana.
Það sorglega slys vildi til hér í
bænum í fyrrakvöld, að lítifl drengur,
Guðmundur Ólafsson að nafni, varð
undir hjólum og beið bana af.
Sagan til þessa er þannig:
í fyrrakveld var unglingspiltur,
sem er í búð hjá R. P. Leví kaup-
manni, að hjóla um göturnar. Kom
hann fyrir hornið hjá Nýja Bíó, en
þar voru þá tveir dreugir eitthvað
að tuskast. Annar þeirra var Guð-
mundur þessi, en hitt var drengur
sem er í Smjörhúsinu. í sama bili
sem hjólreiðapilturinn kemur fyrir
hornið, hlaupa hinir út á götuna og
varð þá alt í einni svipan, að hjólin
runnu á minni drenginn og féll
hann við.
Eigi var svo að sjá í fyrstu sem
hann hefði meiðst mjög mikið. Var
farið með hann inn i búð til Leví
og hrestist hann þar talsvert, en
kvartaði um að sér væri ilt í höfð-
inu. Síðan lagði hann af stað heim-
leiðis og fór einn. En eitthvað
versnaði honum á leiðinni og er
heim kom, var hann mjög máttfar-
inn og fékk þá uppköst.
Sæmundur Bjarnhéðinsson læknir
var sóttur til hans og athugaði hann
sjúklinginn. Virtist honum sem hér
mundi engin hætta á ferðum.
Þetta var klukkan átta.
Klukkan ellefu var drengurinn
látinn og bar andlát hans furðulega
skjótt að.
Meira verður ekki um þetta sagt
að svo stöddu. Próf voru haldin í
málinu i gærdag, en ekkert vitnað-
ist um það að hér ætti einn frekar
sök að máli en annar. Þetta er
slys sem alla getur hent, en ætti að
vera alvarleg áminning til unglinga
um það, að haga sér gætilega á göt-
unum.
Setja Þjóðverjar lið á
i Finnlandi?
> ___
Sú fregn hefir komið frá Finn-
landi til »Aftonbladet« sænska, að
Rússar búist við því að Þjóðverjar
muni setja lið á land i Finnlandi
til þess, að hefja þaðan sókn á
Petrograd.
Rússneska stjórnin hefir þvi sent
fyrirskipanir um það til Finnlands
að undireins og vart verði við það
að óvinahersveitir ætli þar i land,
skuli ibúarnir flytja sig austur á
bóginn, austur fyrir linuna Kaiana-
Willmanstrand. íbúunum er skipað
að flytja með sér eins mikið og
þeir geta með komist af búshlutum
og öðrum eignum sínum, en það sem
þeir komast ekki með á að brenna.
Ungmetmaféíagar!
Samfundur í Bárubúð í kvöld klukkan 9.
Dagskrá:
Fyrirlestur — Berjaförin — Orðakast — Félagsmál — Skinfaxi o. m. ft.
Mætið ekki síðar en kl. Sl/t.
Kolakörfur
og Ofnskermar
nýkomnir til
Laura Nielsen,
(Joh. Hansens Enke) Austurstræti 1.
Sömuleiðis á að brerna hvert ein-
asta hús, sem yfirgefið er.
Það er ennfremur sagt að Steyn,
finski landstjórinn verði sviftur
embætti og Morlow, sem nú er
aðalstjórnarskrifari, verði settur land-
stjóri 1 hans stað. En þau stjórnar-
skifti breyta i engu þeim fyrirskip-
unum, sem gefnar hafa verið um
hitt atriðið.
Guíffoss
smjörlíkið er langbezt og drýgst.
Fæst að eins i
Yerzlunin ,Svanur‘
Laugavegi 37.
Heynið þadf
Friðarumleitanir.
Osannur fréttaburður.
Eigi alls fyrir löngu barst hingað
sú fregn, að Þjóðverjar hefðu boðið
Rússum frið með því skilyrði, að
Danakonungur gerði upp i milli. —
Fregn þessi er komin alla leið frá
Petrograd til Giornale d’Italia í Bo-
logne, þaðan til »Petit JournaU í
Paris og þaðan um alla álfuna.
»Berlingske Tidende« segja að
enginn flugufótur sé fyrir þessari
fregn.
Þá hefir og sú fregn verið borin
út, að það sé tengdafaðir Rússakeis-
ara, stórhertoginn af Hessen, sem
eigi að vera milligöngumaður Þjóð-
verja og Rússa. Og ýmsar fleiri
líkar fregnir hafa komið. Sennileg-
ast af öllu er það, að enn hafi Þjóð-
verjar og Rússar eigi minst það,
sin á milli, að semja frið.
Manntjón Ástraliumanna. Það er
opinberlega tilkynt að i miðjum
þessum mánuði hafi Astralíuherinn
mist alls 2782 fallna og x 1.027
særða menn.
Til leigu
trá 1. október n. k.
búðin að norðanverðu i Hafnarstræti
20 og allur kjallarinn undir sama
húsi.
G. Eiríkss.
íbúðarhús
eða göð íbúð
óskast á leigu 1. október. R. v. á.
fXaupsRapur ^
H æ z t verð á ull og prjónatuskum i
»Hlff«. Hringið i sima 503.
R e i ð h j ó 1 ódýrust og vöndnðast hjá
Jóh. Norðfjörð, Bankastrseti 12.
Ullartnsknr, prjónaðar og ofnar,
keyptar hæzta verði 1 Aðalstræti 18.
Björn Huðmnndsson.
Ullar-prjónatuskur keyptar
hæsta verði gegn peningum eða vörum í
Yöruhúsiuu.
SjálfboðaliBar frá SuBur-Ameriku.
Alls staðar að streyma sjálfboðaliðar
heim til Bretlands, en sérstaklega
hafa komið margir frá Suður-Ame-
riku. Segja brezk blöð að ef þessu
haldi þannig áfram, muni innan
skams enginn fullþroska Breti finn-
ast þar syðra.
^ cTapaó
Tóbakspoki týndur milli Hafnarfj.
og Reykjavikur. Skilist til Morgunbl.
L i t i 1, brúkuð e 1 d a v é 1 óskast keypt.
Upplýsingar á Bergstaðastræti 27.
Hjólhesta-slöngnr og »dekk«
ódýrast á Vitastig 14.
Miðsvetrarbær kýr fæst i Kópa-
vogi.
*ffinna
S t ú 1 k a óskast i vist nú þegar til 1.
okt., hjá frú Aall-Hansen.
Lesið Morgunblaðið.