Morgunblaðið - 30.08.1915, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.08.1915, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Fyrir kaupmenn: „Fána“ smjörlíkið viðurkenda ávalt íyrirliggjandi, hjá G. Eiríkss, Reykjavík. Einkasali fyrir ísland. ,Sanifas‘ er eina Gosdrj-kkjaverksmiðjan á íslandi sem gerir gerilsneydda Gosdrykki og aldina- safa (saft) úr nýjum aldinum. Slml 190. Ellistyrkur. Umsóknir um styrk úr ellistyrktarsjóði Reykjavikur skal senda borgarstjóra fyrir lok septembermánaðar. Rita skal umsóknirnar á eyðu- blöð, sem til þess eru gerð og fást á skrifstofu borgarstjóra, hjá fátækra- fulltrúunum og prestunum. Styrknum verður úthlutað í októbermánuði og koma 6300 krónur til úthlutunar. Borgarstjórinn í Reykjavík, 14. ágúst 1915. K. Zimsen. Skrifborð með skápum óskast keypt nú þegar. R. v. á. ítráð tvö til þrjú herbergi og eldhús óska barnlaus hjón að fá x. október. R. v. á. Likkistur fást vanalega tilbúnar á Hverfisgðtu 40. Sími 93. Helgi Helgason. Alt sem að greftrun lýtur : Líkkistur og Líkklæði bezt hjá Matthíasi Matthiassyni. Þeir, sem kailpa hjá honum kistuna, fá skrautábreiðu lánaða ókeypis. Sími 497. Lesið Morgunblaðið. Gufífoss smjörlikið er langbezt og drýgst. Fæst að eins i Yerzlunin ,Svanur‘ Laugavegi 37. Retjnið það! VÁTP.YíWINGAÍ* Vátryggið tafarlaust gegn eldi, , vörur og húsmuni hjá The Brithish Dominion General Insurance Co. Ltd. Aðalumboðsm. G. GísIasoH* _ Vátryggið hjá: Magdeborgar brnnabócafélagi Den Kjöbenhavnske Söassurance Forening limit ^ðalumboðsmenn: O. Johnson & Kaaber. _ A. V. Tulinius Miðstræti 6. Talsími 254. Brunatrygging — Sæábyrgð. Stríðsvatrygging. Skrifstofutími 11—12.______ Det tyl octr, Brandassurance Co. Kaupmannahöfn vátryggir: hus, húsgðgn, alls- konar vöruforða o. s. frv. gegn eldsvoða fyrir lægsta iðgjald. Heimakl. 8—12 f. h. og 2—8 e. h. í Austurstr. 1 (Búð L. Nielsen) N. B. Nielson. Oarl Finsen Laugaveg 37, (uppi) Brunatryggingar. Heima 61/,—7 */4. Talsími 331. DOGMENN Sveinn Björnssou yfird.lögm. Fríklrkjuveg E9 (Staðastað). Slmi 202. Skrifstofutími kl. 10—2 og 4—6. Sjálfur við kl. ix—12 og 4—6 Eggert Claessen, yfirréttarmála- fiutningsmaður Pósthússtr. 17. Vanjulaga heima 10—11 oq 4—5. Siml >8. Olafur Lárusson yfird.lögm, Pósthússtr. 19. Sími 215. Venjnlega heima n—12 og 4—; Jón Asbjörnsson yfid.lögm. Austurstr. 5. Sími 435. Venjulega heima kl. 4—s1/,. Guðm. Olafsson yfirdómslögm. Miðstr. 8. Sími 488. Heima kl. 6—8. Grfman. 21 Skáldsaga eftir Katherine Cecil Thurston. Framh. Hinn þagnaði við. Þessi orð bitu hann óþægilega — en svo harkaði hann af sér og hóf glas sitt. — Jæja, skál Johns Chilcote, mælti hann. VII. Tæpum þremur vikum siðar sat Loder við skrifborð sitt og reit sundurlaust mál í sífellu. Hann hafði hngann svo bundinn við þetta að hann heyrði ekki fótatak í stig- anum og vissi ekki fyrri til en hurðin var opnuð. Hann leit þó ekki upp frá skriftinni, en kallaði: — Kom innl Chilcote lokaði hurðinni á eftir sér og gekk hratt yfir gólfið. Hann var aumingjalegur mjög. Þegar hann kom þangað er Loder sat hreyfði hann léttilega við hand- egg hans. Loder leit upp. — Hvað er nú á seiði? mælti hann. Hefir það versnað? Chilcote reyndi að brosa. — Já, tautaði hann. Nú er bað komið I — Hvað er komið? Er heimur- genginn af göflunum? — Nei, en það er eg sem er genginn af göflunum. Hann talaði hratt og þó var eins og hann neyddi hvert orð af vörum sér með valdi. Loder lét sem hann skildi eigi. Þá greip Chilcote aftur í handlegg hans og það snögglega. — Skiljið þér ekki?----------Sjáið þér ekki? — — — Neil Chilcote slepti takinu og strauk á sér ennið. — Það er komið, mælti hann enn. Skiljið þér það ekki? Nú kemur til yðar kasta. Hann gekk fáein skref aftur á bak, svo mælti hann enn: — Eg veit að það er eins og eg svíkist að yðurl En það er ekki mér að kenna. Eg sver yðnr þaðl Eg fullvissa yður um að það kom yfir mig eins og reiðarslag. Hann þagnaði og hneig niður á stól. Loder stóð á fætur og snéri sér að Chilcote. — Þér ætlist þá þess að eg komi fram fyrir yðar hönd þegar í kveld, alveg óviðbúinn? Rödd hans var hrein og ákveðin og að þessu sinni laus við alla fyrir- litningn. — Já, já — einmitt! Chilcote leit eigi upp þótt hann svaraði. — Til þess að þér getið legið í morfínsmóki í nótt og næstu nætur? Þá leit Chilcote upp, en augnaráð- ið var flóttalegt. — Þér hafið engan rétt til þess að tala þannig. Þér hafið fallist á uppástungu mínal Loder hnykti við. — Þér hafið rétt að mæla, mælti hann kuldalega, og þér skuluð ekki fá tækifæri til þess að ásaka mig frekar. Við skulum snúa okkur að efninu. Hvað á eg að gera? Chilcote stóð á fætur. — Já, auðvitað! Snúa okkur að efninul Eg veit að það er enginn hægðarleikur fyrst eg kem þannig að yður óvörum. En, — en þetta hefir verið hræðilegur dagur — svo hræðilegur að eg þori ekki að eiga neitt undir nóttinni. — Hafið þér lesið bókina hans Quincey læknis? spurði hann í öðrum tón. - J*. — Jæja, lesið hana aftur og þá munuð þér skilja mig. Og svo hló hann kuldalega. — En hví í fjandanum----------— mælti Loder og þagnaði svo. Aum- ingjasvipurinn á Chilcote fekk hann til að þegja. — Hvað er það þá sem þér viljið mér? mælti hann rólega. Chilcote varð þá hughægra. Hann brosti, en varir hans skulfu eigi lengur. — Það — það er alveg rétt af yður að tala í mig kjark. Nú ef hver seinastur. Klukkan er senni- lega orðin eitt. Hann tók úrið upp úr vasa sín- um, gekk fram að glugganum og leit út. — En hvað hér er rólegt, mælti hann. Svo kom honum skyndilega eitthvað til hugar, Loder! hrópaói hann. Mér kemur nýtt í hugl Eg get verið þér — meðan þér eruð eg! Hversvegna ætti eg ekki að geta verið Loder í stað — vinalauss og nafulauss manns? Það er bezta lausnin I En hvað það er einkenni' legt að okkur skyldi ekki koma þa^ fyr i hugl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.