Morgunblaðið - 26.09.1915, Síða 1

Morgunblaðið - 26.09.1915, Síða 1
Sunmidag 26. sept. 1915 2. árgangr 323. tölublað Ritstjórnariími nr. 500 Ritstjóri: Vilhjálmur Finsen. ísafoldarprentsmiðja Afgreiðslnsím' nr. 499 í. S. 1 Knattspyrnukappleikur kl. 4 i dag á Iþróttavellinum. Tram og Valur Keppa. Nýja Bfé sýnír: Frá ófriinm mikla verður haldin í Iðnaðarmannahúsinu sunnudaginn 26. og miðvikudaginn 29. sept. kl. 9 siðdegis. Hugsanalestur — Fimleikar — Handæfingar Missýningar — Hringæfingar. Aðgöngumiðar kosta: Beztu sæti 0.75, almenn sæti 0.50, barnasæti 0.50. Hernaðarmyndir frá Frökkum, Rússum og Þjóðverjum. Rin Reykjavtkur Id | fí D1UJ Biograpk-Tlieater |U IU Talsími 475. Morgan & Glarks Feikna spennandi og áhrifamikil mynd i 3 þáttum. Góð og skemtileg mynd jafnt fyrir yngri sem eldri. cFœéi og Rúsnœéi fæst í Kaffi- og Matsöluhúsinu Fjall- konan, Laugavegi 23. K. Dahlstedt. Tryggvi Hjörleifsson Vonarstræti 2 (niðri) kennir ensku og dönsku. Hittist heima kl. 7—S e. m. K. F. U. M. Kl. 8»/«: Almenn samkoma. Allir velkomnir. Hestar, bæði vagn- og reiðhestar, verða teknir á fóður i Holti undir Eyjafjöllum. Nánari upplýsingar gefa Lárns Pálsson og Jón þórðarson, Spitalastíg 6. Notið eingöngu: »Nigrinc og »Fuchs< ágætu skósvertu og skóáburð í öllum litum, Bauer feitisvertu, Pascha fægiefni, Kosak ofnsvertu, Sápuduftið »Goldperle<, »Schneekönig< »A« »B« og »BS<. I heildsölu fyrir kaupmenn, hjá G., Eiríkss, Reykjavik. Erl. símfregnir. Opinber tilkynning frá brezkn ntanríkisstjórninni i London. London 24. sept. Útdráttur úr opinberum skýrslum Frakka til 23. sept. Stórskotahríð er haldið áfram lát- laust og skotgrafir Þjóðverja, skot- færabirgðir, matvælabirgðir, hergagna- flutningur og bjálkahús lagt í auðn og ónýtt á endilöngu orustusvæð- inu. Óvinirnir skutu stórum gaskúlum á Arras 20. og 23. sept., en stór- skotalið vort svaraði þeirri skothrið og olli miklu tjóni á stöðvum Þjóð- verja. 20. sept. náðum vér stöðvum á hægri bakka skurðarins mtlli Aisne og Marne. Óvinirnir gerðu gagn- áhlaup frá Sapigneul, en voru neydd- ir til að hörfa undan og skildu eftir margt fallinna manna og mikið af sprengjum. Norðan við Aisne neyddum vér óvinina til þess að yfirgefa viggirtar stöðvar. Eftir ákafa stórskotahríð með smá- um og stórum sprengikúlum, tund- urskeytum og sprengjum, af hálfu Þjóðverja f Champagnehéraði, tók stórskotalið vort til óspiltra málanna og framsóknarliði Þjóðverja, sem ætlaði að komast í gegn um varn- arlínu vora, var tvístrað. I Argonnehéraði stóð stórskota- liðsviðureign og hlutu bjáikahús Þjóðverja og járnbrautarlestir stór- skemdir. Vér skutum á stöðvar Þjóðverja, þar sem vér höfðum njósnir af að þeir höfðu viðbúnað, og svaraði stórskotalið þeirra af litl- um dug. 20. sept. skemdum vér víggirðing-| ar Þjóðverja í Lothringen og tvístr- uðum verkaliði þeirra og flutningsliði. 21. sept. beindum vér stórskota- hrið vorri á vissar stöðvar og hitt- um mannvit-ki Þjóðverja, þar sem þeir voru að koma fyrir stórum fall- byssum, sem þeir ætluðu að hafa til þess að skjóta á Nancy og Lune- ville. í Ban de Sapt-héraði skutum vér á bjálkahús Þjóðverja og varð af stórskotaliðsviðureign. Vér bárum hærra hlut og ollum þeim miklu tjóni. Á Meuse-hæðum hitti stórskotalið vort víggirðingar Þjóðverja og kveikti í þeim. í Vogesafjöllum miðar oss tals- vert áfram í skotgröfunum hjá Hart- mannsweilerkopf með handsprengju- hríð og sprengingum. 20. sept. voru flugmeun vorir á ferli og köstuðu hutidrað sprengi- kúlum á byggingar Þjóðverja og skotgrafir hjá járnbrautarmótunum i Bendsdorf. 21. september skutum vér á her- mannaskála Þjóðverja i Middelkirk og á járnbrautarstöðina i Conflanz. í hefndarskyni fyrir skothrið Þjóð- verja á borgara í varnarlausum frönsk- Óvenjulega góðar myndir. Myndasýningin stendur yfir á annan klukkutíma og kosta því aðgöngumiðar 50, 40 og 30 a. um og enskum borgum, kastaði frönsk flugsveit sprengikúlum á kon- ungshöllina i Stuttgart og járnbraut- arstöðvar þar. Þrátt fyrir skothríð Þjóðverja komu allar flugvélarnar heilar á húfi heim aftur. Flugmenn hafa og kastað sprengi- kúlum á járnbrautarstöðvar þar sem Þjóðverjar höfðu hernaðar viðbúnað. London 24. sept. Útdráttur úr opinberum skýrslum Rússa. Orustunni hjá Eckau lauk með því, að vér stöktum Þjóðverjum á flótta og skildu þeir eftir mikið af skotfærum. Norðan og vestan við Friedrichstadt tókum vér nokkra menn höndum og miklu herfangi náðum vér þar. í Kalahéraði hefir staðið þrálát og látlaus orusta ng einnig vestan við Dwinsk og lenti herjunum þar hvað eftir annað saman í höggorustu. Náðum vér þar tveimur Maximbyss- um og handtókum rúmlega 200 manns. Vestan við Melodetcha og skamt frá Vilha unnum vér sigur á Þjóðverjum i byssustingjaorustu og mistu þeir þar þorpið, tíu vélbyssur, stóra fallbyssu og skotfæri. Gerð- um vér siðan hvert áhlaupið á eftir öðru og flýðu Þjóðverjar undan í óreglu. Tóku Rússar þar 4 liðsfor- ingja og 350 hermenn höndum, náðu 9 vélbyssum, fallbyssum, reið- hjólum, hestum og símaáhöldum að herfangi. Hjá Efri-Niemen standa enn fót- gönguliðsorustur og verjast Rússar þar af frábærri hreysti. Austan við Lida hörfuðu Þjóð- verjar í skyndi yflr ána. Norðvestur af Dubno tókum vér þorp á vestri bakka Ikwa-ár þrátt fyrir öflugt viðnám Þjóðverja, hand- tókum þar 28 liðsforingja og 1400 hermenn og náðum þremur Maxim- byssum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.