Morgunblaðið - 26.09.1915, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.09.1915, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ H. P. Duus, A-deild Hafnarstræti. Afarmikið ðrval af vefnaðarvöru nýkomið: Silki, svart og mislitt 1 svuntur og slifsi. Kjólaefui, Kápuefni, Gheviot, Klæöi, Flónel í morgunkjóla, margar teg. Bepstau, Léreft, Tvisttau, Dreglar, Pique, Bomsie. Saumavélar með eða án kassa. Lájjt verí. Kvennærföt, Millipils, Líistykki, Sokkar, Slæður, Hanzkar, Begnhiífar, Smávörur, <&rjónavörur. Overland-biíreið fer til Eyrarbakka á morgun- Nokkrir menn geta fengið far. Gunnar Gunnarsson. Sími 434. Stofa, helzt með húsgögnum, fyrir einhleypan karlmann, óskast til leigu frá r. okt. n. k. Verður að vera með sérinngangi, og ræsting að fylgja. Há leigaj í boði. R. v. á. Austan við Oginski-skurðinn, suð- vestur af Kremenets og i héraðinu norðan við Zaleszczyki tókum vér fjölda manns höndum. Riddaraliðið sækir djarflega og hraustlega fram suðvestur af Zluts. Annarstaðar hafa engin tíðindi gerst. Skýrsla French. Lundúnum 25. sept. Sir John French skýrir frá þvi 24. september að stórskotalið óvin- anna hafi haft sig allmjög í frammi gegn liði Breta, síðustu þrjá dagana. Galt brezka liðið því í sömu mynt með góðum árangri. Nokkuð var gert að sprengingum, en af þeim varð enginn verulegur árangur. í gær fóru flugmenn vorir herför til vega Þjóðverja umhverfis Valen- ciennes og tókst vel. Hittu þeir járnbrautarlestina og ónýttu járn- brautina á ýmsum stöðum. C3S3 DAGBÓ^IN. C= Afuiæli í dag: Sigríður Stefánsdóttir jungfrú. Stefán Gunnarsson kaupmaður. Stefán Ólafsson verzlunarm. f. Kristján X konungur 1870. Sólarupprás kl. 6.21 f. h. Sólarlag — 6.16 e. h. Háflóo í dag ki. 6.44 f. hád. og — 7.2 e. hád. Cuðsþjónustur í dag, 17. sunnud. e. trin. (Guðspj. Hinn vatnssjúki, Lúk. 14. Mark 11, 14—28. Lúk. 13, 10 —17) í dómkirkjunni ki. 12 síra Bj. Jónsson, kl. 5 síra Jóh. Þorkelsson. í fríkirkjunni í Hafnarfirði kl. 12 síra Ól. Ól., og í fríkirkjunni í Reykjavík kl. 5 síðd. síra Ól. Ól. Veðrið í gær: Vm. a. st. kaldi, hiti 7.3. Rv. logn, hiti 3.1. Íf. logn, hiti 4.1. Ak. logn, hiti 7.5. Sf. a. kul, hiti 4.1. Þh. F. st. gola, hiti 8.5. Gullfoss var í Vestmannaeyjum í gær og er væntanlegur hingað í dag. Að öllum líkiudum mun skipið leggj- ast við hafnarbryggjuna á Batteríinu til þess að farþegar geti gengið á land. ÓI. Johnson konsúll, Guðm. Thor- steinsson listmálari og Jón Betgsveins- son síldarmatsm. taka sér fari á flutn- ingaskipinu Botnia til Ameríku. Þeir koma alllr aftur hingað með skipinu. Flögg voru dregin á hálfa stöng víðast hvar í bænum í gær í tilefni af jarðarför Kr. Þorgrímssonar. Brunarústirnar. Nú er loks farið að girða kringum brunarústirnar við Austurstræti og Vallarstræti. Þegar því er lokið, er ekkert eftir nema að ausa kjallarana og múra í sorppípu- götin, svo ekki renni sjór inn aftur. Þá loks hefir lögreglunni tekist að ganga frá rústunum á viðunanlegan hátt — sem hún auðvitað hefði átt að gera þegar í vor. En betra er seint en aldrei. Maður lærir þolinmæði í þessum bæ! Þinglesin afsöl. 2 3. septbr.: 1. Helgi Guðmundsson, málari, selur 18. þ. m. Friðrik K. Magnússyni og Sveini Magnússyni húseignina nr. 66 við Bergstaðastræti. 2. Ólafía G. Þórðardóttir selur 18. þ. m. Sæmundi Tómassyni hús- eignina nr. 30 B við Njálsgötu. 3. Sigurður Thoroddsen selur 25. júní þ. á. 0. Forberg 945 □ álna ÍÓS úr túninu milli Fríkirkjuveg- ar og Laufásvegar. 4. Bæjarstjórnin makaskiftir lóðar- ræmu við Laufásveg við 0. For- berg, sem lætur í staðinn jafn- stóra rönd við stíg þann, er ligg- ur milli Laufásvegar ogFríkirkju- vegar. Jarðarför Kristjáns Þorgrímssonar konsúls fór fram í gær að viðstöddu óvenjumiklu fjölmenni. Sr. Jóhann Þorkelssou flutti húskveðjuna en sr. Bjarni Jónsson hélt líkræöuna í dóm- kirkjunni. Úr heimahúsum í kirkjuna var kistan, sem þakin var fögrum blómsveigum, borin af meðlimum Leik- fólags Reykjavíkur, en við kirkjudyrn- ar tóku 6 af ræðismönnum bæjarins við kistunni og bátu hana inn. A und- an ræöu sr. Bjarna lók hljóðfærasveit Bernburgs »Sorgarmarch« Chopins sór- staklega smekklega. Að lokinni lík- ræðunni báru 6 bæjarfuiltrúar kistuna út í vagninn og honum fylgdi mann- fjöldinn upp í kirkjugarð. — Greftrun konsúlsins var einhver hin hátíðlegasta og viðhafnarmesta, sem hér hefir fram farið síðustu árin, eins og vera bar þar sem jafn mætur mað- ur var borinn til hvíldar. Þjóðmenjasafnið opið kl. 12—2. Náttúrugripasafnið opið kl. V/2— 2 V,. ____ Póstar. Kjósarpóstur kemur í dag Ingólfur fer til Borgarness á morgun. Fisksala. Gísli kaupm. Hjálmarsson, sem nú er í Sandgerði, sendi hingað tvo báta í gær með fisk, smálúðu og smáýsu og lót fylgja strengileg boð um það, að selja ýsuna eigi minna en 12 aura og lúðuna 20 aura. — En er fólk vissi það, datt engum i hug að kaupa, og biðu menn þess heldur að »Mars« kæmi með sinn afla. Embættaveitingar. Annað yflrdómaraembættið er veitt Eggerti Briem skrifstofustjóra, frá 1. október. Aftur er skrifstofustjóraembættið, sem Eggert Briem gegndi, veitt Guð- mundi Sveinbjörnsson aðstoðarm., frá sama degi. Loks er Björn Þórðarson cand. jur. skipaður aðstoðarmaður á 1. skrifstofu í stað G. Svbj. Settur læknir í Miðfjarðarhóraði er Ólafur Gunnarsson cand. med. & chlr. Menn ættu að fjölmenna á knatt- spyrnukappleikinn í dag kl. 4 — hinn síðasta á þessu ári. Þar keppa Valur og Fram. + Prófessor, dr, phil. Anton Thomsen. Með prófessor Anton Thomsen er skyndilega og óvænt fallinn í val- inn sá, sem atkvæðamestur var yngri danskra heimspekinga. Hann var alveg nýorðinn prófess- or i heimspeki við Kaupmannahafn- arháskóla, eftirmaður prófessors Höff- dings. Var allmikið kapp um það sæti, enda þótti það að vonum vand- skipað, og nú kemur fregnin utn, að hinn ungi sigurvegari sé fallinö frá, einmitt þegar hann var að byrjn á því starfi, sem hann hafði leng1 ætlað sér og búið sig undir. Prófessor Anton Thomsen vaf fæddur 1877, sonur hins ágæta mál* ara Carls Thomsens, en bróðurson* ur Vilhelms Thomscns, málfræðings- ins heimsfræga. Var heimili fot' eldra hans eitt hið alúðlegasta og bezta, sem eg hefi þekt. Anton Thomsen varð stúdent 189 ý og lagði þegar stund á heimspeki- Tók hann meistarapróf í þeirri grein 1901, og hafði þaðan í frá og til siðustu ára atvinnu af því að búa stúdenta undir heimspekispróf. Hann varð doktor i heimspeki 190Í fyrir bók sina: Hegel. Udviklingen af hans Filosofi til 1806. Köben' havn 1905. Önnur helztu rit hanS eru: David Hume, hans Liv og hans Filosofi. I. Kbh. 1911, og Religion og Religionsvidenskab. Kbh. 1911. Hafa þau rit bæði komið úf á þýzku. Bera bækur hans með sér. að hann var eljumaður mikill, prýði' lega að sér i sögu heimspekinnarf sérstaklega 17. og 18. aldar, og vel heima i sögu trúarbragðanna, enda hneigðist hugur hans snemma að þeirri grein. Hann var djarfmæltuf í riti, og litu margir klerkar hann illu auga. Prófessor Anton Thomsen var friður sýnum, glaðvær og skemtinn í kunniogjahóp, hreinlyndur og trygg' ur vinur vina sinna. Hann var vin' sæll af þeim, er kenslu hans nutu, og hefði eflaust orðið ötull og af' kastamikill starfsmaður háskólanS' Er að honum mikil eftirsjá. G. F. Steinolia. Fyrirspurn. Hér með beiðist eg þess, að hú1 háttvirta ritstjórn vildi svara rfiér eftirfarandi spurningum, sem einn 1,1 viðskiftamönnum mínum hefir l*fF fyrir mig: 1) Hvert er rúmmál og innihalu lítrum amerískrarsteinolíutunn11, 2) Er seld á hinum opinbera amef< íska markaði tré-steinoliutunO^ sem ekki hefir sama rúmmái tunnur þær, sem steinolíuféBfl ið hefir innflutt, og sem lanu^ stjórnin innflutti árið sem lel með e/s »Hermod<? pr. pr. verzl. »Von« Hallgr. Tómasson. Vér lögðum spurningar þessarfýf Kaupmannaráð Reykjavíkur, til Pe að fá sem áreiðanlegastar upplýslC^ ar. Svar þess var á þessa leið: Steinolíutunnur frá Ameríku fief, York) innihalda vanalega 50 uú1 j íksk gallon og verðið er reikm1^ centum fyrir ameríkskt gallon tunnan reiknuð með. AmernffjJ gallon er 3.785 Htrar eða FAf< danskir pottar, og innihald amefl jg ar steinolíutunnu verður 1891/4 Htrar. t\, Hið islenzka steinoliuhlutaféh*pjlJlj,. ur olíuna eftir vigt 100 kg- 1 0br þar eð tunnurnar eru ekki 2 ^jj, kvæmlega jafn stórar að rúm^

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.