Morgunblaðið - 26.09.1915, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 26.09.1915, Qupperneq 8
8 MORGUNBLAÐIÐ gögnum úr málmi, eins og fyr er frá sagt hér i blaðinu. Var mönn- um gert að skyldu að láta þá af hendi, en fengu þá vel borgaða. Og nú safnast saman í öllum borgum og þorpum landsins þvílík ógrynni af búshlutum úr málmi, að furðu sætir. Eru það katlar, krúsir, pönn- ur, skaftpottar, skeiðar, könnur, kaffl- og tehitunarvélar, reykingatæki, !amp- ar, lugtir, hitamælar, skriftæki, rúm- hitarar o. s. frv. Margir láta þessar eigur sínar af hendi gegn þvi að andvirði þeirra sé greitt til »Rauða krossins« eða annara líknarfélaga. í Hamborg hófst söfnuuin 16. ágúst. Var tekið á móti gripunum viðsvegar í borginni og var þar svo mikil ös fyrstu dagana að menn urðu frá að hverfa. Hlutirnir eru síðan allir fluttir til hinna gríðarstóra vöru- geymsluskála Hamborgar Ameríkulín- unnar. Og þar gefur nú á að lita merkilegt samsafn. Menn, sem safna sjaldgæfum gripum, mundu hafa þar úr miklu að velja. Mest er þar af Ijósahjálmum, gaskrónum, eldhúsá- höldum og baðtækjum. Meðal nikkel- varanna er mest af fiskifötum, og af látúnsvörum er mest um hljómlúðra af glymskröttum (grammofónum). — Þeir munir, sem gerðir eru af iist, eru geymdir sér, ef vera mætti að unt væri að forða þeim frá glötun. Þar á meðal eru æfagamlar eirmyndir, klukkur og hjálmar, fallbyssa, með ártalinu 1704, kínverskir rýtingar og slíður, gamlir peningar, klukkur o. s. frv. Alt það, sem ekki er tekið frá er sent til félags þess i Berlín, er bræð- ir það, og svo fer málmurinn aftur til vopnaverksmiðjanna. Mun eng- inn trúa því hversu mikið þetta er, þótt honum væri sagt það. Óeyrðir í Rússlandi. Nikulás 8tórfur8ti myrtur? í sænsku blaði, sem heitir »Hels- ingborg-Posten«, er nýlega birt eftir- farandi skeyti frá Stokkhólmi: Sú fregn kemur frá Haparanda að í Torneá sé talað.um það að hinn nýi undirkonungur í Kákasus, Niku- lás stórfursti, hafi verið myrtur. Járnbrautarlestin, sem flytja á særða hermenn frá Rússlandi, kom ekki í gær og er mælt að óeyrðir i Rúss- landi valdi því, en »Rauða krossin- um« hefir verið skýrt svo frá að samgöngutafir í Finnlandi séu þess valdandi. Annað skeyti til »Rauða krossins* hermir það að járnbrautarlest hafi farið frá Petrograd fyrir tveim dög- um, með 250 þýzka og austurríkska örkumlamenn, en er lestin hafði farið 6 eða 8 stunda leið þá var henni snúið aftur til Petrograd. Ástæðan til þessa er talin vera sú, að allir sjúkravagnar eru nú teknir til þess að flytja burtu frá Petrograd fólk og fé.----------- Þessi fregn er í samnemi við það, sem áður hefir verið sagt, að Rússar séu farnir að búa sig undir það að yfirgefa höfuðborgina. Og fyrst svo langt er komið, þá er ekki að furða þótt róstusamt gerist i landinu innbyrðis, því aldrei hefir um heilt gróið með lýðuum og þeim, sem völdin hafa. Fíá þiogi Rússa. Enskar fregnir herma það, að í þingi Rússa hafi myndast öfi- ugur flokkur — samsteypa helxtu flokkanna — og hafl hann ráð á 300 atkvæðum af 439. . Flokkur þessi hefir tekið sér stefnuskrá og hafa foringjarnir ritað undir hana. í þessari stefnuskrá er þess fyrst getið að Rússar muni aldrei vinna sigur á óvinum sínum, nema því að eins að stjórnin njóti trausts þjóðarinnar 0g geti skapað trausta og einlæga sam- vinnu milli allra borgara lands- ins. En til þess að sú samvinna náist eru nefnd ýms skilyrði og er þetta það helzta: öllum, sem sitja í varðhaldi vegna pólitiskrar- eða trúarbragða- skoðunar, skal gefið frelsi, að flýtt sé sem mest fyrir lögum um sjálfstæði Póllands, Gyðingar gerðir öðrum mönnum jafn rétt- háir, kjör Finna bætt og félags- réttindi aukin og þó sérstaklega gætt hags verkalýðsins. Framsögumaður þessa nýja flokks, Lvoff heitir bann, afhenti forsætisráðherranum þessa stefnu- skrá í þinginu. Loftskeytasamband milli Svíþjóöar og Ameríku — um Þýzkaland. Símastjórnin í Svíþjóð hefir ný- lega gert samning við þýzku stjórn- ina um það, að símskeyti frá Sví- þjóð, sem fara eiga til Ameríku, skuli framvegis send símleiðis til Berlín, en þaðan með loftskeytum frá Nauen til Sayville í New York- fylki. Þýzka stjórnin vill þó ekki taka að sér að senda lengri skeyti en 25 orð, og þau eru öll send á ábyrgð sendandans. — Þetta er mjög þýðingarmikið fyrir Svia. Því bæði verða skeytin mun ódýrari, komast fljótar til móttak- andans, og svo komast Svíar með öllu hjá skeytaskoðun Breta, sem nú ráða yfir öllum sæsímum yfir At- lantshaf og Kyrrahaf. ómerktur fatapoki úr Ceres er í óskilum hjá Jóhannesi Sveinssyni, Bakkastíg 3. Piltur, yfir fermingaraldur, helst vanur búðarstörfum, getur fengið atvinnu við verzlun nú þe£af^ Eiginhandar umsókn, merkt 14, sendist Morgunblaðinu. — &at tiltekið mánaðarkaup og hvar pilturinn hefir verið áður. Námsskeið fyrir stúlkur ætla eg undirrituð að halda næstkomandi vetur eins og ^ undanförnu. Það byrjar 15. október, og verða kendar ýmsar greinar, bæði til munns og handa, sem nemendum er gefinn kostuf að velja um. Kenslan fer fram siðari hluta dags. Hólmfrlður Árnadóttir Hverfisgötu 50. (Heima kl. 11-12 og 5-6). Búsáf)öid allskonar: Balar, Fötur, Pottar, Brúsar, Kolakörfur, Vindingavélar, Þvottabretti, Pönnur, Straujárn. Smíðatól » allskonar, bæði frá Ameríku og annarstaðar, þar á meðal hin ágaetu járalóðbretti. tsíenzkir rokkat og ullarkampar. Bezt og ódýrast hjá Jes Zimsen, járnvoruóeiló. ,$kandia‘-mótorinn. »Skandia« mótorvélin tilbúin í Lysekil, Svíþjóð, af stærstu mátof' vélaverksmiðju á Norðurlöndum, er sú einfaldasta, kraftmesta og endi^' arbezta mótorvél, sem hingað hefir fluzt. Áðurnefnd vél hefir náð langmestri útbreiðslu í öllum heimsálfn®1 ^ þeim mótorvélum, sem tilbúnar eru í Danmörku, Noregi og Svíþjóð, hin stöðugt vaxandi framleiðsla sýnir Ijóst, að »Skandia«-mótorinn ^ reynst betur en aðrar þær vélar, sem útvegsmenn hér hafa átt kost 4 kynnast. »Skandia«-vélin hefir á þessum 2 síðastliðnum árum náð mikilli breiðslu hér sunnanlands, og eru allir þeir útvegsbændur sem keypt ^ hana sammála um að hún sé bæði kraftmeiri og olíusparari en þær máf0^ vélar sem hér hafa áður tíðkast.. H. Gunnlögsson. Reykjavík. — Talsími 213. — Box 477. Ttíjir kaupendttt að JTlorQimbíaðinit fá það óketjpis sem efíir er mánaðarins-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.