Morgunblaðið - 13.10.1915, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 13.10.1915, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Fyrir kanpmenn; Bátasaumur og rær, galv. Þaksaumur, galv. Byggingarsaumur. Vegg-pappi, rúllur iV2X24 nieter. Manilla, 4” ummál. Avalt fyrirliggjandi, hjá Gr, Eiríkss, Reykjavík. ATV IN.NA Þeir sem vilja rífa niður barkskipið Standard i Hafnarkrði fyrir vist verð, geri svo vel og sendi tilboð sin til P. Thorsteinsson í Reykjavik fyrir 15. þ. m. 32 kr. steinolian i Liverpool verður seld í dag og á morgun. Olían er ágæt! —k Tunnurnar stórar og vel fullar! pQÍÍa aru áreiéanlecja Bazíu oííuRaupin. . ...... Irl-U—————I ■■■■■■■■ Neðanmálssögur Morgunblaðsins eru beztar. Nýkomnir Karlmanns- 1 f f TbT^- ) oonnar til Jðf). ögm. Oddssonar, Laugavegi 63. 2 háseta vantar d barkskipið Aquila, sem siglir eftir nokkra daga til Ameríku. Menn snúi sér til skipstjórans, Jil söíu er nýlegt hús á góðum stað í Hafnarfirði. í húsinu er vatnsleiðsla og raflýsing. Einnig fylgir stór lóð ræktuð. Semja ber ,við Grím Jir. Tlndrésson, kaupmann i Hafnarfirði. JSauparóaginn 16. þ. m. Rí. 12 á Ráó. verður að Bessastöðum á Alftanesi haldið opinberf uppboð og þar selt 80 hestar af ágætri töðu. Einnig verður þar seld i hryssa, mjög dugleg til allrar brúkunar, og rófur og kartöflur. Lítið fjögramanna-far verður einnig selt; m. m. Gríman. 50 Skáldsaga eftir Katherine Cecil Thurston. Framh. — Þá treystir þú mér. — Hann var svo ákafur að hann gleymdiþvi alveg að stæla rödd Chilcotes, en talaði eins og honum var sjálfum lagðið er hann komst í hita. Hann sá að Evu hnykti við, en hann lét það ekki trufla sig. — Þá leizt þú á mig öðru visi en endranær. En síðan hefir þú breyzt — traust þitt á mér hefir þorrið.-------Annars hefir þú haft ástæðu til þess að vantreysta mér, eg — eg hefi ekki verið eins og eg á að mér, órór i nokkra daga. En það er stundum — daga og vikur að eg er — að-------------- Hann ætlaði að fara að tala um ■taugar sínar* eins og Cilcotes var siður, en gat ekki fengið sig til þess. Eva reis hægt á fætur og stóð teinrétt fyrir framan hann. Hún var náföl og hendin, sem hún studdi á stólbakið, skalf eins og strá í vindi. — John, mælti hún hvatlega, minstu ekki á taugar þínarl Mér finst eg ekki þola það í kveld — einmitt ekki í kveld. Skilurðu mig ? Loder veik tvö skref aftur á bak. Hann gat ekki gert sér grein fyrir þvi sjálfur hvers vegna þetta hafði svo mikil áhrif á hann. Það var eitthvað í augnaráði hennar sem gerði hann hikandi og hissa. Hon- um fanst helzt sem hann hefði óaf- vitandi fært talið í öfuga átt við það sem hann vildi. — Eg get ekki skýrt það fyrir þér, mælti hún og bar ótt á. Ástæður get eg ekki gefið, en þessi leikur er orðinn mér óþolandi. Áður hugs- aði eg ekkert um það, og skifti mér ekki af því — en nú er alt breytt eða þá að eg er sjálf breytt. Hún þagnaði og svipur hennar lýsti sárri sorg. — Hvernig getur á þvi staðið? Hvernig getur þetta skeð? Loder sneri sér undan. Hann varð nú hræddur við það að hafa ætlað sér það að beygja vilja og hug þessairar konu undir vilja sinn og hræddur við þá gleði, sem þessi játning hennar fékk honum. — Hvers vegna —? spurði hún um. — Hann sneri sér að henni. — Þú verður að minnast þess, að eg er ekki útskrifaður úr Svarta- skóla, mælti hann þýðlega. Og eg skil tæplega hvað þú átt við. Hún þagði, en hann gat lesið í augum hennar sorg, örvæntingu og stærilæti. Að lokum hóf hún þó máls: — Tölum við nú í alvöru? Loder vissi að hann gat ekki komist hjá því að svara og hann mælti því: — Já, við tölum saman i fullri alvöru. — Þá ælta eg lika að tala eins og mér býr í brjósti. — — Rödd hennar titraði og hún skifti litum ------í rúm fjögur ár hefi eg nú vitað það að þú notaðir — tneðul, í rúm fjögur ár hefi eg vorkent þér undanfærslur þinar og lítilmensku þina. ---------— Það varð augnabliks þögn. Þá gekk Loder einu skrefi nær henni. — Þú hefir vitað um það i fjög- ur ár? mælti hann hægt. í fyrsta skifti á þessu kveldi mundi hann nú eftir Chilcote og gleymdi sjálf- um sér. Eva hóf höfuðið eins og henni létti fyrir brjósti að mega kasta frá sér allri hræsni og yfirdrepskap. — Já, eg hefi vitað það. Ef til vill hefði eg þegar átt að segja þér frá því er eg komst að því, en það er nú svo langt síðan, að allar á- sakanir eru þýðingarlausar. Og þannig hefir það eflaust átt að vera. Eg var ung og það erfitt að ná tökum á þér — og ekki var ástin til þess að leiða'mig á rétta braut. Hún leit undan. — Vonsvik ungrar stúlku eru svo sorgleg, að það fer jafnan bezt á því að aðrir hafi ekki hugmynd um þau. — Hún brosti biturt. — Eg vissi um allar undanfærslur þin- ar og — lygar. Hún mælti síðustu orðin hægt og með áherzlu og horfði beint í augu hans um leið. Loder varð aftur hugsað til Chil- cote og hann náfölnaði. — Eg vissi um þetta alt saman og þagði við því þangað til það fékk mér engrar geðshræringar lengur — þangað til eg gat sætt mig við það að heyra þig tala um »taugar<c þín- ar, eins og allir aðrir sem ekkert vissu. Hún hló vandræðalega.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.