Morgunblaðið - 24.10.1915, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.10.1915, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Selur ágætar vörur lágu verði. I Birgðir af flonelum og sirtsum Nýjar vörur koma með hverri ferð. verða seldar frá 0.40 metr. — al. 0.25. Stærst úrval í bænum af allskonar Svart klæði metr. 3.60 — al. 2.25. vefnaðarvörum. Allsk. leifar seldar með niðursettu — Lítið í gluggana. — verði Liverpool selur sína ágætu Steinoííu enn í nokkra daga, íyrir 32 kr. tunnuna, en 16 V* eyrir lítiriun í smásðlu. Úgnir strfiðsins. Þessi mynd sýnir austurríska gaddavirsgirðingu. — í áhlaupi, sem Rússar gerðu þar, mistu þeir margt manna og sjást nokkrir þeirra á myndinni. Nú er barist á alt öðrum slóðum, langt í burtu, en enginn hefir haft tíma til þess að taka líkin úr gaddavírnum og greftra þau. Hanga þau þar líkt og| flugur í kóngurlóarneti. Eitt iíkið stendur upp- rétt. Maðurinn hefir stirðnað í dauðanum og fingurnir hafa krepst utan um byssuskeftið. Slíkt ber oft við í ófriðnum. Fyrst þótti mönnum það furðulegt að sjá dauða menn standa þannig, en nú eru menn orðnir svo vanir þeirri sjón að hætt er að tala um það. Heiðursgjöf. Símfregnir. Goðafoss liggur nú á Hólmavík. í gær þegar skipið kom þangað var Júlíusi skipstjóra færður fagur og mikill silfurbikar að gjöf frá íbúum Borðeyrar og Hólmavíkur í þakk- lætis- og viðurkenningarskyni fyrir dugnað hans, er hann i vor sigldi gegnum ísinn og komst alla ieið til Hólmavíkur. ísafirði í gær. Það bar til tíðinda hér í dag, er vera mun eins dæmi í sögu lands- ins, að kennarar barnaskólans og börnin öll héldu vetrardaginn fyrsta hátíðlegan með því að fara á berja- mó. Veðrið er afbragðs gott, alveg eins og nú væri vor. Engin frost hafa verið í haust, og ber því tæp- lega orðin kröm ennþá. Frá Vilna. Hér á myndinni sézt musterið og klukkuturninn í Vilna, höf- uðborg í Lithauen. Þeirrar borgar er frekar getið í annari grein hér í blaðinu. Skip strandar. hlskipið ,Haraldur‘ á grunni í Hvammsfirði. I gærmorgun snemma strand- aði þilskipið »Haraldur«, eign Tangs verzlunar á Hvammsfirði. Skipið hafði verið tekið á leigu til þess að flytja gærur og kjöt frá Búðardal til Stykkishólms, en þar áttu vörurnar að fara í »Ster- ling« til útflutnings til Danmerk- ur. — »Haraldur hafði lokið erindi sínu í Búðardal og var á leið til Stykkishólms, er slysið bar að. Þegar komið var í röstina, varð skyndilega logn, en straumur er þar mikill og bar hann skipið upp á kletta. Stendur það þar sem fastast, en kvað vera óbrot- ið með öllu. Farminn, ullina og gærurnar, áttu þeir Bogi Sigurðsson og Páll Ólafsson kaupmenn í Búðardal, og kaupfélag Hvammsfjarðar. Var farmurinn vátrygður og skipið eflaust líka C=3 DA0BÓRIN. GSSa Afmæli í dag: Guðrún Bjarnadóttir, húsfrú. Margrét Egilsdóttir, húsfrú. Gunnar Halldórssoti, stúd. Friðfinnur Gnðjónsson Lauga- v e g 4 3 B, selur fjölbreytt og smekk- leg a f m æ 1 i s k 0 r t. Sólarupprás kl. 7.44 f. h. S ó 1 a r 1 a g — 4.38 e. h. HáflóS í dag kl. 5.40 e. h. og kl. 6 síðdegis. Veðrið í gær: (Laugardag 23. október). Vm. a. gola, hiti 8.0 Rv. s.a. gola, hiti G.O ísaf. s.a. stormur, hiti 10.8 Ak. 8.s.a. st.gola, hiti 11.0 Gr. s. st.gola, hiti 7.0 Sf. s.v. kul, regn, hiti 10.1 Þh., F. s.s.a. st.kaldi, hiti 8.5 Guðsþjónnstur í dag 21. sunnud- ettir trin. (Guðspj.: Konungsmaður- inn, Jóh. 4, 34.-42. Lúk. 18, 1.—8.)' í dómkirkjunni í Reykjavík kl. 12 síra Bj. Jónsson (ferming og altarisganga), kl. 5. síra Jóh. Þorkelsson. í þjóðkirkjunni í Hafnarfirði kl. 12 (altarÍBganga). í fríkirkjunni í Reykjavík kl. 12 síra Har. Níelsson, kl. 5 síra Ól. Ól. í fríkirkjunni í Hafnarfirði kl. 12 síra Ól. ÓI. Þjóömenjasafnið opið kl. 12—2. Náttúrugripasafnið opið kl. I1/,—' 2 Vr ísafold fór hóðan í nótt vestur og norður um land. Meðal farþega var Carl Proppe kaupm. snögga ferð tií Vestfjarða. Sterling kemur ekki hingað frá Breiðafirði fyr en á morgun. Ferming. í dag verða nokkur börn fermd í dómklrkjunui. Hús Póturs A. Ólafssonar konsúls við Skothúsveg, það sem sumir hafa viljað kalla »kastalann« er nú komið undir þak og var flöggum skeytt l gær f því tilefni. Flóra kom ekki fyr en í fyrrakvöld til Bergen. Hafði verið stöðvuð af brezkum herskipum í hafi og skipað að halda til Kirkwall. Með Floru var Einar Arnórsson ráðherra. Ceres fór frá Færeyjum í gær og er því væntanleg hingað annað kvöld eða þriðjudagsmorgun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.