Morgunblaðið - 31.10.1915, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 31.10.1915, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Biblíufyrirfestr í Bergen í Hafnarfirði sunnudag 31. okt kl. 7 síðd. Efni: xAusturlandamálið. lyrkir fara úr Norðurálfunni. Hvaða pýð- invu hefir petta strið, sem nú qeysar í heiminum ? Verður ýriður eða ófriður á eýtir? Allir eru velkomnir. O. J. Olsen. áhlaup sunnan við Vexkull á vestri bakka Dwina í Riga-héraði, en því áhlaupi var hrundið. Orustan hjá þorpinu Soyniuny sunnan við Dwinsk endaði með því að vér tókum þorpið. Norðaustan við Garbounovsk tókst óvinunum að ná nokkrum skotgröf- um vorum, en voru fljótt hraktir þaðan aftur með grimmilegu gagn- áhlaupi. Þjóðverjar biðu hræðilegt manntjón og gerðu áhlaupið ein- göngu vegna þess, að hótað var að skjóta á þá af þeirra eigin mönn- um að baki. Á vestri bakka Styr tóku hersveit- ir vorar þorpið Vulka Galouziskya og náðu þar vélbyssum og hand- tóku þar nokkra menn. í Ezertzy- héraði vestan við Bieloc-vatnið, gerðu óvinirnir áhlaup, en biðu mikið manntjón og urðu að hörfa aftur. Eftir grimmilega orustu norðan við þorpið Kukli, sem ernorðanvið Kolki, komu hersveitir vorar óvin- unum í opna skjöldu og tókst að hrekja þá. Náðum vér þar 7 fall- byssum og handtókum 200 menn. Skamt frá þorpinu Kamienukha, sem er sunnan við Midviezhe gerðu hersveitir vorar gagnáhlaup og hröktu Þjóðverja. Sóttu þær fram austur á bóginn og handtóku fjölda manna. Suðvestur af Olyke tókum vér þorpið Constantinovka og nokkrar skotgrafir óvinanna. í Eystrasalti tók flugmaður vor þýzkt skip herfangi. Svartahafsfloti vor skaut á Varna (borg í Bulgaríu) og flugvélar köst- uðu jafnframt sprengikúlum á borg- ina. Skothríðin skemdi hafnarvirkin og strandarvígin. Vér vorum ákaf- lega skothæfnir. Þýzkir kafbátar réðust á flota vorn meðan hann skaut á borgina, en þeir voru hrakt- ir á flótta. .... Erl. símfregnir frá fréttarit. ísafoldar og Morgunbl. Kzupmannahöfn 30. okt. Búlgarar haf a tekið borg- irnar Yskyfo, Pirot og Zaje- ear. Brezka toeitiskipið Argyll hefir farist í Norðursjó. Jiafbáfaófriður. Pýzkur kafbátur skýtur á enskn borg. Kafbátar hafa eigi einungis tundurskeytabyssur. Þeir eru jafnframt útbúnir með litlum fallbyssum og vélbyssum. Þær byssur koma að góðu haldi þegar skjóta þarf á skip eða borgir og er það alveg ný hernað- araðferð. Hafði hún ekki verið reynd fyr en í sumar, 16. ágúst, þegar þýzkur kafbátur tók alt í einu að skjóta á borgina Whitehaven, þar sem geymdar voru ýmsar birgðir, ætlaðar hernum. Frá Warsehau. Hallartorgið og höll Sigurmundar konungs. Herþjónustuskylda í Englandi. »Fleiri mennU Það hefir verið viðkvæðið í Eng- landi síðan í fyrra. Englendingar hafa í lengstu lög ætlað að þrjósk- ast við, að lögleiða hjá sér herþjón- ustuskyldu, og hafa því slegið á þá strengi hjá þjóðinni, er þeir hafa ætlað að helzt mundi hrífa til þess að nógu mikið málalið gæfi sig fram — strengi ættjarðarástar og þjóðern- isstærilætis. En svo virðist, sem ekkert ætli að duga. Beztu menn þjóðarinnar hafa að visu gengið í herinn og látið lífið fyrir heiður gamla Englands, en hinir sitja kyrrir á skák sinni. Og nú vantar fleiri menn enn einu sinni. Kitchener hefir sagt, að það vanti hvern ein- asta vopnfæran mann í Bretlandi, en það er sama sem það, að ekki veiti af þvi, að herþjónustuskylda yrði lögleidd. En Bretinn er þrár. Ef hann hefir ásett sér eitthvað, þá hættir hann ekki fyr en í fulla hnefana. Og hann hafði ætlað sér það, að lögleiða eigi herþjónustusk'yldu. Hann vænti svo mikils af þjóðinni, að hún mundi þekkja sinn vitjunartíma. Þó hafa nú margir mætustu menn hennar horfið frá þessu ráði og séð það Ijóst, að það hlýtur að koma að þvi fyr eða síðar, að þjóðin sé nauðbeygð til þess að koma á her- þjónustuskyldu hjá sér. En til sam- komulags við þá, sem ekki meiga heyra það nefnt, hafa þeir farið með- alveg um stund og falið Derby lá- varði að safna sjálfboðaliði. Ef vel á að fara, þarf hann að fá 20 þús- undir sjálfboðaliða á viku. Og fari svo, að það fáist ekki, verður þess- ari liðssöfnun hætt í lok nóvember- mánaðar. Það má næstum óhætt fullyrða, að herþjónustuskylda verður leidd í lög á Englandi. Meðal annars má marka það á þvi, að liðssöfnunar- fundur var haldinn þar i landi fyrir skemstu. Höfðu 26 þúsundir manna verið boðaðar á fundinn með bréf- spjöldum, og flestir komu, En eigi gengu fleiri en 40 í herinn. Lord Derby hefir ákveðið, að reyna fyrst að fá þá menn til að ganga i herinn, er einhleypir ern* og mælist það vel fyrir. Annats má geta þess, að hann er sjálfar með því að herþjónustuskylda verði lögleidd, en leggur samt alt kapp * það, að fá sem flesta sjálfboðaliða fyrst honum var falið þetta vanda« sama starf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.