Morgunblaðið - 31.10.1915, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 31.10.1915, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Fyrir kaupmenn: "Westminster heimsfrægu Cigarettur ávalt fyrirliggjandi, hjá G. Eiríkss, Reykjavík. Einkasali fyrir ísland. þegar þeir reykja Special Sunripe Cpetlur. Menn gleyma öllum sorgum Síld Vel saltaða síld í tunnum kaupir H. Th. A. Thomsen. Sími 513. Sími 513. T. Bjarnason umboðsverzlun -■ Templarasundi 3. hefir fyrirliggjandi: (3igareftur Suéucfíocoíaée ýmsar teg. ýmsar teg. ^ímBúéapappír ýmsar teg. cPappírspofía, 'ffinéla, cJtaíffííéBafí o. JT. TJðeins fijrir kaupmenn og kaupfélög. Nokkrir menn geta fengið atvinnn við að rista ofan af. Upplýsingar hjá Rokstad á Bjarmalandi. Sjóndeildarhringur íslenzkra iþróttamanna. Já, satt er það, mjög er það erfið- leikum bundið að æfa íþróttir hér; áþreifanlegt dæmi þess eru »Nýjárs- sundmennirnir». Hvar eiga þeir nú að æfa sig á vetrum hér í höfuð- staðnum ? Ekki er hægt að nota Sundskálann við Skerjafjörð, vegna þess að þar í nánd er nú »heilt {rrútarporp*. Góðir menn töluðu um að æskilegt væri að Sundskálinn yrði fluttur þaðan, og út í Örfiris- ey, og voru víst flestir ásáttir um það, og mega það stórtíðindi heita i því landi, þar, sem að hver hönd- in er upp á móti annari. En þá fréttir maður síðasta afrek »bæjar- stjórnarinnar* hér, um það að Geir Z. eigi að fá að hafa grútarstöð sína út í Örfirisey eitt ár ettnpá. Hvað heilbrigt þetta er, sjá allir, sem athuga þetta nokkuð. Og með þessu er Reykjavík umgirt grútar- stöðum, enda er alt af mökkurinn yfir bænum, sama á hvaða átt hann er. Þá eru það sundlaugarnar við Rvík — þrautalendingin — eini staðurinn sem notandi er, — fyrir nýjárssundmennina, og er þó ekki vistlegt þar í snjó og krapi, þegar ekki er meira hirt um sundlaugarnar en gert er. Ef vel ætti að vera þá ætti að byggja yfir þær t. d. að norðanverðu, þar sem fataklefarnir eru. Þá yrði þar skjólgott á vetrum fyrir nýjárssundmennina, og þá er æfa þar sund á vetrum. Sundlaug- arnar eru svo litlar að þetta yrði kostnaðarlítið, en spá mín er, að fjölga mundi nýjárssundmönnunum að mun, ef þetta kæmistí framkvæmd. Ekki er það að mínu áliti nóg að hækka styrk sundkennaranna' (sem og sjálfsagt er) ef ekki er um leið eitthvað hirt um sundstaðinn. í ill- um og slæmum húsakynnum er ekki hægt að kenna sund alt árið — sem þó er nauðsyn þeirri þjóð, sem mest lifir af sjónum (fiskiveiðum) — og ekki fyrir aðra en þaulæfða menn að nota sundlaugarnar hér á vetrum. fá, margt er það sem af- laga fer hjá okkur, og létt er flest- um að benda á gallana? En er þetta líka ekki meingallað? Á meðan þessi ljóður er á ráði okkar íslendinga ferðuðust nú í sum- ar 20 beztu sundmenn Svía um Norðurlönd og sýndu listir sínar — og er stutt frá því að segja, að allir sem sáu, urðu stórhrifnir af frækleik þeirra Svíanna. Sérstaklega voru dýfingarnar, sem allir undruðust; önnur eins loftstökk höfðu þeir ekki séð áður. Knattleik á sundi (Water Polo) þreyttu þeir Svíarnir bæði við Norð- menn og Dani — og sigruðu þá leikandi létt. Var sagt um flokkipn Svíanna, að hann mundi áefað vera sá bezti, sem völ væri á nú — og eru þó Englendingar engir skussar í þessum leik. Leikur þessi (Water Polo) er svo gagnlegur og skemti- Niðursoðið kjöt frá Beauvais þykir bezt á íerðalagi. Dll samkepni útilokuð Hentugasta nýtízku ritvélin nefnist „Meteora. VerB: einar 185 kr. Upplýsingar og verðlisti með mynd- um í Lækjargötu 6 B. Jóh. Ólalsson. Sími 520. Beauvais Leverpostej er bezt. Tennur eru tilbúnar og settar inn, bæði heilir tanngarðar og einstakar tennur á Laugavegi 31, uppi. Tennur dregnar út af lækni dag- lega kl. 11—12 með eða án deyf- ingar. Viðtalstími 10—5. Sophy Bjarnason. Líkkistur fást vanalega tilbúnar á Hverflsgötu 40. Sími 93. Heigi Helgason. Sírænar Baunir trá Beauvais eru ljúffeng'astar. legur, að mynda ætti slíkan flokk hér, en til þess þarf aðeins — sam- heldna fjórtán menn (sjá leikreglur í. S. 1). Barnaskóli Reeykjavíkur hefir nú starfað hér í 53 ár, en er þó ekki lengra á veg kominn — ennþá — en það, að ekki eru nein baðtæki við fimleikakenslu skólans. Áður hefi eg tekið það fram, hversu nauðsynlegt það væri, að þau félög, sem iðka hinar svokölluðu »hættulegri íþróttirc stofni slysa- og tryggingasjóði. Eg veit aðeins um' tvö félög hér í borginni, sem trygg- ingarsjóði hafa gegn slysum og meiðslum. En í hverju íþróttafélagi eiga slíkir sjóðir að vera. Munið það. — Því leitt er að heyra dýr- tíðarvæl þeirra manna, sem mest ógagn vilja vinna iþróttum voruml

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.