Morgunblaðið - 31.10.1915, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 31.10.1915, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ S ef til vill heitið bústaður Nepps, þó að ekki sé þðss getið. Baldur er svo miklu vitrari Asun- um öðrum, að þeim fór gagnvart honum líkt og hinum óæðri verum, mönnunum, hefir vanalega farið gagnvart þeim sem meira vissu en aðrir. Æsir tóku stundum ekki mark á því sem Bafdur sagði. Að því mun það lúta, er Snorri segir, að engi mátti haldast dómur hans. Og mun þar að vísu vera nokkur mis skilningur, og allmjög orðum aukið. Lifið stefoir að því að verða sterk- ara en svo, að nokkuð getigrandað. Bald ur var lengst kominnáþeirrileið,liföfl- ugasturallraÁsa. HannervitrasturÁsa ok fegurst talaður ok líknsamastur segir Snorri. Sýnir það, hversu vel var stefnt með Ásum, að sá, sem ástúðlegastur var og friðsamastur, skyldi vera sterkastur. Á stöðum, þar sem illa er stefnt, magnast þeir fremur, sem grimmir eru og ófrið- samir. Og ef til vill var Múgspells- heimur slfkur staður. Og væri þá rétt að rita þannig, en ekki Múspells- heimur. Æðri verur, sem þá ekki mætti nefna guði, mögnuðu sig á ■ því að sr:úa lífsafli múgans, mann- kynsins og annars hins óæðra dýra- lífs þar í heimi, sér í hag, ef til vill með kvölum fyrir þennan múga, sem varð að lifa öðrum, en ekki sér. Talsverður vísir til slíks er það á jörðu hér, þegar einhverjir efla sig á þann hátt að fé og frama, að þús- undir deyja fyrir það illum dauða. Slíkt eru múgspell. En eina leiðin til þess sigurs, er ekki snúist að lokum til ósigurs, er samstilling lifs- kraftanna, að hver leitist við að efla sig þannig, að það miði einnig til eflingar fyrir aðra. IX. Hversu fróðlegt það væri, að geta litast um á hinum mikla frændhnetti jarðar vorrar, þar sem Hfið gat vax- ið svo miklu hærra upp en hér, og Æsirnir eiga svo himinfagra bústaði. Þeir gátu það nokkuð, sjáaldarnir, frændur Swedenborgs, sem kveðið hafa Eddukviðurnar; og ekki mun Snorra Sturlusyni hafa verið þess með öllu varnað, að litast um í Hava höll, þar sem Gangleri sá svo marga hlnti, er honum þóttu ótrú- legir. Niflheimur er annar hnöttur en sá sem goðin bygðu; hann er fjær sól en heimur Ásanna; ytri hnett- irnir í sólkerfunum eru eldri. Eins og lika stendur i hinni helgu bók: »Fyrr var þat mörgum öldum, en jörð (það er Ásaheimur) var sköpuð, er Niflheimr var görr«. En nær sól en heimur Ásanna, hygg eg sé Múspellsheimur. Sá heimur er í suðrhálfu segir Snorri. Suðrhálfa þýðir þar: áttin til sólar- innar. »Sú átt er logandi ok brenn- andic. Á þeim hnetti er Surtur. Þykir mér ekki óliklegt, að það nafn eigi skylt við suður. Vopn Surts er sverð logandi, skin af því bjartara en af sólu. Surtur er til landvarnar i Múspellsheimi, likt og Þórr, sem hefir hið bjarta vopn Mjöllni, er til landvarnar í Ásgarði. X. í Múspellsheimi, nær hinni miklu sól þess sólkerfis, höfðu hinar æðstu verur þar, náð lengra að lífsafli en Æsir. Ef til vill með slíkri aðferð, sem ekki liggur til eilífis, eins og áður er á vikið. En of ókunnugt er oss um þá megi Múspells. Surtr var svo magnaður, að hann gekk fram einsog í loga. Þannig skil eg orðin: »ok fyrir honum ok eptir bæði eldr brennandi«. Merkileg er sagan um þennan dómsdag, sem gengur yfir Asnheim, ragnarökr. Má geta þess til, að aldrei mundu goðin svo fara, hefðu dómar Baldurs »mátt haldask«, meira verið lært af orðum hans, og hans ráðum fram f'arið. Ef til vill er í sögunni um ragna- rökr nokkurskonar spádómur um forlög mannkynsins á jörðu hér. Manntegund sú, eða mannætt, sem líkust var Ásunum, og bezt stefndi til sambands við Goðheima, er nú mun þróttminni en áður var, og aðr- ar mannættir og manntegundir magn- ast fremur. En þá er ekki rétt stefnt á jörðu hér, þegar þeir mega meira, sem fjarskyldari eiu Baldri, en meir í ætt við Úlfinn og Orminn. 29. okt. Helgi Pjeturss. Saxar og fslendingar. í grein minni um það efni síðastl. sunnud. hafði eg skrifað Wittener f. Wettiner. H. P. Capt, C. Troite Skólastræti 4. Talsími 235. Brunavátryggingar—Sjóvátryggingar Stríðsvátryggingar. Vátryggið í »General* fyrir eldsvoða Umboðsm. SIG. THORODDSEN Frikirkjuv. 3. Talsimi 227. Heima 3—S Vindlar, Tóbak, Cigarettur í mjög stóru úrvali í Liverpool. Vasaljós með tilheyrandi eru nýkomin í verzl- unina »Kolbrún« Laugaveg 5, — enn fremur ýmsar kopar- og látúns- vörur, svo sem: katlar, könnur, vasar, öskubikarar, blómsturpottar, ampl- ar, etc. Hver er 'Heracie? Heimtið það! — o - Aðalumboð fyrir ísland: Nathan & Olsen. Hvað er Danolit-málning? Það er nýjasta, bezta en samt ódýrasta málningin til allrar útimálningar. Jafogóð á stein, tré og járn. Danolit er búinn til af Sadolin & Holmblad & Co’s Eftf., Kaupmannahöfn. Aðalumooðsmenn: Nathan & Olsen. Beauvais niðursuðuvörur eru viðurkendar að vera langbeztar í heimi.. Otal heiðurspeninga á sýningum víðsvegar um heiminn. Biðjið ætíð um Beauvais-niðursuðu. Þá fáið þér verulega góða vöru.. Aðalumboðsmenn á íslandi: O. Johnson & Kaaber. ---------- \ SunlightSápa v% Peir sem nota blaut- asápu til pvotta kvíða einlægt fyrir þvotta- deginum. Notið Sunlight sápu og hún mun flýta þvottinum um helming. Preföid hagsýni— tími, vinna og penin- gar. Fasið eftlr fynrsv)gní..nl, i'ztn er á tilium 5nniight sápu umbúöum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.