Morgunblaðið - 05.11.1915, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.11.1915, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ ágætu orgel-harmóníum ávalt fyrirliggjandi hér á staðnum. Seljast með verkstniðjuverði að viðbættum flutningskostnaði. . G. Eiríkss, Reykjavík. Einkasali fyrir ísland. Þar eð skiptaréttunnn hefir kosið yfirréttarmála- fiutningsmann Odd Gislason, curator í ddnarbúi Krist- jáns konsúls Þorgrimssonar, eru peir, sem skulda bú- inu, beðnir að greiða skuldir sínar til hans. Bœjarfóqetinn í Reykjavík 4. nóv, 1915. Jón Magnússon. Brjósfsijkursverksmiðjati í Sfykkisfjófmi býr til allskonar brjóstsykur úr bezta efni. Pantanir afgreiddar 'um hæi VÁfTHYGGINGAÍj; -<«81 Vátryggið tafarlaust gegn eldi, vörur og húsmuni hjá The Brithish Dominion General Insurance Co. Ltd. Aðalumboðsm. G. Gíslason. Geysir Export-kaffi er bezt. Brunatryggingar, sjó- og stríðsvátryggingar. Ö. JÖhnson & Káaber. Aðalumboðsmenn: 0 Johnson & Kaaber • • » A. V. Tulinius Miðstræti 6. Talsími 254. Brunatryggíng — Sæábyrgð. Stríðsvatryggin g. Skrifstofutími 10—n og 12—3. Det kgl octr. Brandassurance Go. Kaupmannahöfn vátryggir: lius, húsgðgn, alls- konar vðruforða o. s. frv. gegc eldsvoða fyrir lægsta iðgjald. Heimakl. 8—12 f. h. og 2—8 e. h. í Austurstr. 1 (Búð L. Nielsen) N. B. Niehen. Oarl Finsen Laugaveg 37, (uppi) Brunatryggíngar. Heima 6 x/«—7XU Talsimi 331. Þeir utanbæjarpiltar sem hafa í hyggju að fá ókeypis fimleika- kenslu hjá mér í vetur, samkvæmt fjárlögum síðasta þings, gefi sig fram sem fyrst. Björn Jakobsson Bólstaðahlíð, Þingholtsstræti. Heima 4—5 siðd. AÍt sem að greftrun lýtur: Líkkistur og Líkklæði bezt hjá Matthíasi Matthiassyni. Þeir, sem kaupa hjá honum kistuná, fá skrautábreiðu lánaða ókeypis. Sími 497. IíOGMENN Sveinn Bjðrnsson yfirdJögm. Frfklrkjuyeg 19 (Staöasta'ð). Sfmi 202, Skrifstofutími kl. 10—2 og 4—6. Sjálfur við kl. 11—12 og 4—6. Eggert Claessen, yfirréttarmála- flutningsmaður Pósthússtr. 17. Venjulega heima 10—11 og 4—5. Sími IB. Jón Asbjörnsson yfird.lögm. Hverfisgötu 45 (hús Matth. Einars- sonar læknis, uppi). Sími 435. Heima kl. 1—2 og 5—6 síðd. Guðm. Olafsson yfirdómslögm. Miðstr. 8. Sími 488. Heima kl. 6—8. um alt land. Styðjið innlendan iðnað, Reynið Stykkishólmssætindin — og þér kaupið aldrei annarstaðarl Eitiar Uigfússon. Neðanmalssögur Morgunblaðsins eru beztar. selur fataefni í smásölu og heilsölu, kaupir vorull, haustull og gærur, vinnur allskonar vinnu úr ull. Skúli Thoroddsen alþm. og Skúli S. Thoroddseu yfirréttarmálaflutningsmaður, Vonarstræti 12. Viðtalstími kl. 10 —11 f. h. og 5—6 e. h. Hittastá helgidögum kl. 6—8 e. h. Sími 278. Bezt að auglýsa í Morgunbl. Griman. 68 Skáldsaga eftir Katherine Cecil Thurston. Framh. Og svo fullyrðið þér það, að undir þessum hringum sé falið ör á öðr- um manni, en það hafið þér ein séð. Nei, þegar málið er betur at- hugað hygg eg áð þér græðið ekki mikið á því máli. Hann þagnaði nokkra stund og þóttist hafa komist laglega að orði. — Nei, mælti hann ennfremur. Þegar þér hafið betri sannanir í höndum þá getum við talast við, en þangað til----------- — Þangað til? — Hún leit hvat- lega á hann og orðin dóu á vörum hennar, því í sama bili opnuðust dyrnar og þjónninn kom í gættina. — Maturinn er framreiddur, mælti hann kurteislega. XXIII. Loder snæddi miðdegisverð með Lillian Astrupp, en það var hvorki af þrá eða hugleysi að hann gerði það; honum fanst aðeins að það mundi réttast gert. Þau átu ekki mikið, en töluðu margt um ýmislegt sem hvorugt þeirra hafði gaman af. En Loder fór þegar, er borð höfðu ver- ið upptekin og hann varp öndinni léttilega er hann var kominn út úr húsinu. Hann hélt rakleitt heim til Chil- cotes og inn í skrifstofu hans. Sett- ist hann þar í hægindastól, en sendi Greening á burt, því hann vildi vera i næði. En rétt eftir að Green- ing var farinn kemur Renwich inn, venju fremur hátíðlegur á svip og færir honum bréf. — Þjónninn hans hr. Fraide kom með þetta, mælti hann. Hann sagði að það væri áríðandi og að herrann yrði að koma þegar i stað. Hann biður niðri í anddyrinu. Loder reis á fætur og tók bréfið og það hýrnaði yfir honum. Meðan hann var í útlegðinni hafðí hann sífelt verið óttasleginn um þáð hvernig Chilcote mundi rækja þá skyldu er hann hafði lagt honum á herðar. Hann vissi þó að ekkert markvert hafði borið við meðan hann var burtu, en hann vissi það einnig að Fraide og flokkur hans voru alt af á nálum um það að þær fregnir mundu koma frá Rússum, að þeim væri nauðugur einn kostur að láta skríða til skarar. Og er Loder hafði tekið við þessu bréfi foringjans fékk hann ákafan hjartslátt. Loder gekk að því ljósinu sem næst var, opnaði bréfið og las það. Á því var rithönd Fraides og það byrjaði með því að ávíta Chilcote fyrir það, að hann hefði horfið svo skyndilega eftir að hann hafði hald- ið hina miklu ræðu sína. Síðan skýrði hann frá því, með sinni venjulegu skarpskygni, hvernig mál- um var nú komið. Loder las bréfið aftur. Svo gekk hann að skrifborðinu og ritaði Fraide nokkrar linur. Afhenti hann síðan Renwick bréfið, en er þjónninn bjóst til þess að fara, kallaði Loder á hann og mælti: — Renwick! Þegar þér hafið af- hent þjóni Fraides þetta bréf, þá farið á fund frúarinnar og spyrjið hana hvort hún megi vera að því að tala við mig í nokkrar minútur. Þegar þjónninn var fariun, tók Loder að ganga hratt um gólf. A einu augnabliki hafði alt gerbreyzt enn einu sinni. Fyrir tía mínútum hafði hann verið hróðugur út af því að hafa bjargað sér úr slæmri klípu — nú fanst honum ekkert til þess koma. Hann gekk að arninum og stóð þar og sneri baki að dyrunum er þær opnuðust. Hann sneri sér hvatlega við til þess að fá sem fyrst að vita hver skilaboð hann mundi fá frá Evu, en hann varð fegnari en frá verði sagt er Eva var þar sjálf komin. — Eva, mælti hann hispurslaust, eg hefi fengið mikilsverð tíðindil Rússar eru farnir að ygla sigl Kó- sakkar hafa ráðist á tvær farangurs- lestir, sem brezkur kaupmaður átti — svo sem mílu vegar frá Meshed. Tveir Englendingar hafa særst, og annar þeirra látist af sárinu. Fraide fékk rétt áðan símskeyti um þetta. Þetta eru ákaflega mikilvægar fréttir. Við verðum þegar að hefjast handa á næsta þingfundi. Hann var ákaflega alvarlegur og talaði óvenju hratt. Hann gekk feti nær henni. — En hér er eigi öllu lokið, bætti hann við. Fraide vill þegar taka til starfa og hann biður mig um það að vera málshefjanda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.