Morgunblaðið - 05.11.1915, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.11.1915, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Mikið úrval af Skinn- hönskum, af ýmsum litum, bæði svört- um og hvítum, komu með síðasta skipi. Kr. 2.00 parið. Cgill *3aco6sQn. Bá, sem fengið hefir hjá mér að láni íslenzk-enska orðabók Geirs Zoéga, er vinsamlega beðinn að skila henni sem fyrst. Herbert M. Sigmundsson. nefnd þessa bæjar starf sitt, og það er vandasamt starf sem bíður hennar, ef til vill vandasamara en nokkru sinni áður. Vér ætlum ekki að gera fyr- irkomulag nefndarinnar að umtalsefni að þessu sinni. Þar mætti segja bæði margt og mikið misjafnt. Það er enginn efi á því, að menn þeir, sem nefndina skipa, vilja af fremsta megni leysa verkið samviskusamlega af hendi. Vér trúum þeim öllum til þess. En jafnframt viljum vér benda á, að varkárni í því verki verður um fram alt að gæta að þessu sinni. Og gera það mest sög- urnar, sem fjöllunum hærri ganga um bæinn um hinn mikla aukagróða útgerðarmanna þetta ár. Fyrir nokkru lásum vér grein í norsku blaði. Hún var um mann, sem fyrir nokkrum árum hafði keypt hlutabréf í hvalveiðafélagi og notaði til þess nokkur þúsund krónur, sem hann hafði safnað sér með stakri sparsemi. Hlutabréfin gáfu góðan arð, manninum safnaðist fé allmikið, fólk fór að tala um »hvað hann væri orðinn auðugur* og niðurjöfnunar- nefnd bæjarins settist á rökstóla og lagði á hann feikilegt útsvar, miklu c7Cié viðf rœga Kaupið ekki í Skoðið öbleikjaða Léreftið kjá Egill Jacobsen. I 25 aura Léreff IBrMff- er komið aftur Egiíí JacoÞsenM ISlgð hærra en maðurinn i raun og veru átti að gjalda. Maðurinn varð að gjaldá útsvarið, en litlu siðar fluttist hann burtu úr bænum inn fyrir landamæri næsta heraðs. Arinu á eftir gat niðurjöfnunarnefndin ekki lagt á þennan mann, en þeir sem mest höfðu skrafað um auð manns- ins og stungið saman nefjum um það, að »það ætti að leggja duglega á þann fugl«, urðu sjálfir að gjalda hærra útsvar. Hér i þessum bæ eru farnar að heyrast raddir um það, að »það ætti að leggja duglega á útgerðar- mennina«. Vér teljum vist að þeir, sem sæti eiga í niðuijöfnunarnefnd, fari lítið eftir slíkum sögusögnum og leggi ekki um of á nokkurn mann. Það verður vitanlega ekki komist hjá því að hækka útsvör á einhverj- um og þá líklega helzt á útgerðar- mönnum. En það verður að voru áliti að fara ákaflega varlega í þeim efnum. Reykjavikurbær getur ekki verið án útgerðarmannanna. A þeim hvílir öll framtíð þessa bæjar. Þeir eru aðalvinnuveitendur bæjarins, þeir eru máttarstytta hafnarinnar nýju, þeir greiða mestu óbeinu skattana, og til þess ber að taka tillit, er jafnað verður niður. Það mundi verða til- finnanlegt tjón fyrir bæjarfélagið ef einhver þeirra yrði að flýja höfuð- staðinn og setjast að á Seltjarnarnesi eða einhversstaðar hér í grend, vegna þess að lagt hefir verið á hann um of. Erl. simfregnir, Opinber tilkynning frá brezku utan- ríkisstjórninni í London. London, 4. nóv. Veikindi Bretakonungs. Konungur var dálítið veikari í nótt, en í moigun var Hans Hátign betri aftur og kendi minni sársauka, þótt hann hreyfði sig. Læknablaðið »Lancet« segir, að það sé auðséð af skýrslum læknanna, að fallið hefir verið mikið, konung- ur flumbrast mikið og marist, en eigi orðið fyrir neinum alvarlegri meiðslum. Konungur hefir ekki meiðst neitt innvortis og ekki bein- brotnað. Þó verður hann að liggja í rúminu og er það aðallega að kenna stirðleika, sem orsakast i vöðvunum vegna marsins. Erl. símfregnir frá fréttarit. ísafoldar og Morgunbl. Kaupmannahöfn, 4. nóv. Enskum tundurbáti heíir verið sökt hjá Gibraltar. Rússar hafa unnið sigur hjá Styr. Rússar halda áfram að setja lið í land hjá Varna. , Síra Haraldur Níelsson ætlar að flytja fyrirlestur í Bárubúð á sunnudaginn kl. 5 e. h. um sálar- rannsóknir 0% trúarhugmyndir. Gerir hann þar grein fyrir, hvernig sálar- rannsóknir síðustu tíma séu þegar farnar að hafa áhrif á skilning manna á ýmsum helztu trúarhugmyndunum, og að þær muni gera það enn meir 1 náinni framtíð. DAGBÓFflN. CS3 Afmæli í gær: Hólmfríður Valdemarsdóttir, verzl.mær. Afmæli f dag: Guðrún Egilsdótttir, húsfrú. Guðríður M. Bergmann, húsfrú. Ingibjörg Ólafsdóttir, húsfrú. Sigríður Sighvatsdóttir, húsfrú. Arreboe Clausen, kaupm. Hafliði Hjartarson, trósmiður. Hans Petersen. kaupm. Magnús Bl. Jóneson, prestur, Vallanesi. f. Jón rektor Þorkelsson, 1822. Eriðfinnur Guðjónsson L a u g a- v e g 4 3 B, selur fjölbreytt og smekk- leg a f m æ 1 i s k o r t. Sólarupprás kl. 8.24 f. h. S ó 1 a r I a g — 3.58 e. h. Háflóð í dag kl. 3.52 e. h. og kl. 4.13 fyr en þér hafið skoðað þær hjá Cgiíí *3aco6scn. Veðrið í gær: Fimtudaginn 4. nóv. Vm. n. andvari, hiti 5.2. Rv. logn. hiti 6.2. ísafj. s.v. stingingskaldi, hiti 7.4. Ak. s. kul, hiti 5.0. Gr. s. kul, frost 1.5. Sf. logn, hiti 4.6. Þórsh., F. v. gola, hiti 5.2. E y r n a-, nef- og hálslækning ókeyp- is kl. 2—3 i Kirkjustræti 12. Póstar. Ingóifur fer til Borgarness á morgun. með norðan- og vestan póst. Gestir í bænum. Guðbrandur Magnússon bóndi í Holti undir Eyja- fjöllum. Eggert Ólafsson kom frá Fleet- wood í gær. Hafði fengið gott veður' á leiðinni. Nýja Bió sýnir í síðasta skifti i kveld fyrri hluta myndar þeirrar er heitir >Hrakmenni«. Er það ágætis- mynd, skáldleg og blátt áfram. Hún er litskreytt og litirnir svo eðlilegir og skýrir að vór höfum eigi séð • betra. — Það hefir kostað of fjár að taka þessa mynd, og svo er að vísu um fleiri, en engin af hinum dýrari myndum, er hér hafa sézt, hafa verið sýndar eins sjaldan áður og er hún því óvenjulega skýr og blæfögur og mun ekkert vanta í hana. Þeir, sem hafa gaman af kvikmyndum ættu að að fara að sjá hana. Lækning ókeypis kl. 12—1, Kirkju- stræti 12.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.