Morgunblaðið - 14.11.1915, Page 8
MORGUNBLAÐIÐ
8
allir karlmenn farnir til vigvallar-
ins.
Verð á allri nauðsynjavöru hefir
hækkað afskaplega. Smjörpundið
kostar nti mrk. 2.55, kjöt 2 mörk
pundið og alt er eftir eftir þvi.
Fólkið heimtar mat af yfirvöldunum,
sem orðin eru ráðalaus. Víða hafa
orðið uppþot i borgunum t. d. í
Berlín og Chemnitz. Lögreglan varð
að skerast í leikinn og taka fjöida
kvenna höndum fyrir spellverk.
Stærsta hættan biður Þjóðverja
— ekki á vígvöllu.ium, heldur í þeirra
eigin landi, þar sem ef til vill aldrei
verður barist með fallbyssum. Þýzka-
land er dauða dæmt. Þannig farast
amerikska blaðamanninu orð um á-
standið í Þýzkalandi.
Með Botniu til NewYork
Feröa8aga farþega.
Við lögðum af stað frá Rvik 30.
sept. siðastl. kl. 7V2 árd. með e. s.
»Botnia« frá Bergen, vestur um land
til Akureyrar í ágætu veðri. Þeir,
sem höfðu tekið sjer far með skip-
inu vestur um haf, voru: Ólafur
Johnson frá firmanu O. Johnson &
Kaaber í Rvik, er hefir skipið á leigu
i ferð þessa, Guðmundur Thorsteins-
son og Björgólfur Stefánsson. Auk
þess voru með skipinu til Akureyrar
Matthias Jochumsson skáld með frú
og tveir aðrir farþegar.
Botnia er vöruflutningaskip, ein-
göngu, ber 1600 smál. og gengur
8 mílur á vöku, bygð 1901, er eign
útgerðarfélags William Hansen i
Bergen. Skipstjórinn, Chr. Christen-
sen, á að gizka miðaldra maður, er
einkar kurteis í framgöngu, en fá-
látur, og hefir ailan hugann á skip-
stjórninni. Fyrsti stýrimaður heitir
á okkar máli Pjetur Níelsson; kátur
og skikkanlegur náungi. Alls eru
skipverjar 15, Norðmenn að einum
undanteknum, hann er portúgalskur
og skilur að eins bendingár.
A leiðinni til Akureyrar bar ekki
annað til tíðinda en að við sigldum
framhjá borgarísjaka á Húnaflóa að
morgni 1. okt., stóð hann þar við
botn á 60 faðma dýpi, og var sem
stór eyja til að sjá er hann bár við
land. Sama dag að kvöldi lögðumst
við framundan Hanastöðum skamt
fyrir utan Akureyri. Var þar tekin
sild í skipið næsta dag, síðan farið
inn í kaupstaðinn og þar haldið
áfram að ferma.
Frá Akureyri fórum við 6. okt.
að morgni. Höfðu þá alls verið
teknar í skipið 3100 tunnuf af síld,
er íara átti til New York. Þar bætt-
ist við til ferðarinnar Jón Bergsveins-
son síldarmatsmaður. Hjer þarf að
geta þess, að skip, sem sigla til eða
fr4 Bandarikjn Norður-Ameríku, mega
ekki flytja farþega nema með ákveðn-
um skilyrðum, sem ekki voru fyrir
hendi á Botnin. Varð því að skrá-
setja okkur alla til ákveðins starfa,
var því þannig hagað, að O. fohnson
var kaupvörður (supercargo) og G.
Thorsteinsson aðstoðarmaðut hans.
Jón Bergsveinsson og B. Stefánsson
síldarmatsmenn.
Eins og allir kannast við sem
ferðast hafa á sjó i fámenni, er það
heldur tilbreytingalítið líf. — Aðal
dægrastytting okkar fjórmenninganna
á leiðinni var því að reikna út hve
lengi við mundum verða, og fylgd-
umst við trúlega með hve mikið
okkur skilaði áfram á hverri vöku.
A þriðja degi eftir að við fórum
fiá Akureyri tók að hvessa, á móti,
og því meir sem lengra dró vestur
á bóginn; gekk þi lítið með köfl-
um og loks kom svo að við sáum
að svo búið mátti ekki lengur standa.
Það var 11. okt. Var þá slegið á
ráðstefnu um hvað gera skyldi, og
samþykt að senda einhvern sömu
leið og Jónas spámann forðum, ef
ske kynni að veðrið batnaði, Var
síðan varpað hlutkesti um og dæmd-
ist annar síldarmaðurinn til ferðar-
innar. Nú stóð svo á að hann hafði
meðferðis whisky-flösku og vildi
gjainan tæma hana í félagi við þá
sem eftir ætluðu að verða. Var því
ekkert til fyrirstöðu. Lögðu síðan
fleiri til samskonar vöru og dróst
timinn, en er farið var að líta til
veðurs, var komið logn og sjór að
siéttast, svo þarflaust var að halda
lengra með Jónasar hugmynditia.
Eftir það fengum við sæmilegt veð-
ur, og sáum New Foundland eftir 9
daga ferð frá Akureyri.
Að eins eitt skip urðum við
við var'r við á þeirri leið, en úr
því fór að sjást meira til skipaferða.
Einnig sáum við fjölda af fiskibát-
um með ströndinni viðsvegar. Það
sem eftir var leiðarinnar fengum við
ágætt veður, en oftast dimma þoku.
Tafði hún okkur að mun og var
stundum skamt til að hún bindi enda
á ferðalagið, því tvisvar er mælt var,
vorum við, í annað skiftið á 10, en
hitt á 3 faðma dýpi. Samt gekk
alt slysalaust og komum við til New-
York 20. okt. að kveldi. Höfðum
við þá farið rúmar 2640 mílur á 14
og hálfum sólarhring. Lögðumst
fyrir akkeri utan við hafnarmynnið,
og næsta morgun héldum við inn
og tók það fulla 2 tíma að komast
gegn um skipastólinn á höfninni
með því að ekki sá spönn frá borði
fyrir þoku, en fjcldi mikill af alls-
konar fargögnum alt umhverfis, og
þurfti mikla varkárni til að komast
hjá árekstri. Bæði kvöldið áður og
á leiðinni inn um morguninn feng-
um við heimsóknir af ýmiskonar
eftirlitsmönnum, svo sem hafnar-
verði, lækni, tollgæzlumanni o. fl.
Voru þeir allir hinir kurteisustu,
gáfu okkur ný blöð og fóru svo
leiðar sinnai.
Er við höfðum lagst á innri höín-
inni, fóru þeir í land O. Johnson
og skipstjórir.n. Skömmu síðar kom
heilmikill skemtibátur út til okkar.
Var þar á maður sá, sem keypt
hafði síldina, er við höfðum meó-
ferðis, og með honum um 20 aðrir
Ameríkanar, blaðamenn og járnbraut-
arfélagsformenn frá félagi því, er
ætlaði að flytja tunnurnar til Chica-
go, (því þangað áttu þær að fara).
Þeir skoðuðu í nokkrar sildartunn-
ur, fengu sér bita, og létu vel yfir.
Síðan settu þeir Jón til að gæta
farmsins, en tóku okkur tvo (G. Th.
og B. S.) í land með sér, en ekki
var haldið beinustu leið, heldur siglt
fram og aftur i fulla 3 klt. Var þá
þokunni létt, svo við fengum ágætt
yfirlit yfir höfnina og nokkurn hluta
borgarinnar. Veittu þeir óspart all-
an tímann, bæði mat og drykk, og
voru kátir mjög. Fanst okkur lönd-
unum í fyrstu nóg um háreysti
þeirra og gleðiurag, en svo fór, að
við sáum að bezt mundi að taka
upp sömu siði, enda gerðu þeir alt
til að þóknast okkur og voru hinir
vingjarnlegustu í hvívetna. Við
kendum þeim að segja skál! já, nei,
og eitthvað fleira, og sögðum þeim
sitt af hverju, er þá langaði að vita
um ísland.
Þegar í land var komið fylgdist
einn þeirra með okkur til Hotel
Astor, þar tókum við okkur aðset-
ur. Hinir tvístruðust víðsvegar,
nokkrir þeirra heimsóttu okkur svo
síðar um kvöldið og endurnýjuðu
kunningsskapinn.
í New York vorum við aðeins 7
daga og höfðum ærið að starfa við
vörukaup og því um líkt. Var því
ekki annar tími til að líta í kring
um sig og kynnast borgarlífinu en
einn sunnudagur og kvöldin, eftir
vinnutíma. Fórum við þá i ýms
leikhús og skemtistaði, eftir því sem
verkast vildi. Fimm borgir, sem
voru sameinaðar laust fyrir síðustu
aldamót, mynda New York eins og
hún er nú, og er fólksfjöldi alls
um sjö miljónir. Amerikanar
kalla hana stærstu borg heims-
ins; má vel vera að svo sé, að
minsla kosti eru þar stærstar bygg-
ingar i heimi. Woolworth bygging-
in er hæzt 792 fet frá jafnsléttu
913 fet frá neðsta gólfi, 60 hæðir,
vinna þar daglega um 10 þús-
und manns; þangað er mikill
straumur ferðamanna og þeirra er
vilja fá gott útsýni yflr borgina
Getnr maður farið þar upp á þak i
lyftivél fyrir hálfan dollar og litast það-
an um eftir vild. Við vorum þar
27. okt, og sáum i bók sem heim-
sækjendur rita nöfn sín i, að þar
höfðu komið yfir 72 þús. manns
frá siðasta nýári, má af því sjá að
húseigandi hefir allgóðar aukatekjur
af að selja útsýni. Fjöldi mikill er
þar annara stórhýsa, ýmiskonar
mannvirkja má t. d. nefna aðal-járn-
brautarstöðina »The Grand Central
Terminak tekur yfir margar götur
uppi á jafnsléttu en er þó meiri
partur neðanjarðar og nær 45 fet
í jörð niður. Þar koma og fara alt
að 200 lestir með um 70 þús. far-
þega á klst.
---------«»-5» -------
Epli,
Appelsínur,
Vinber,
Bananar,
nýkomið til
Jes Zimsen.
Morg'unblaðiö
er bezt.
$ Æaupsíiapur |
Matvara flest er seld i Berg-
staðastræti 2 7, svo sem: Kaffi, syk-
nr, kex, kókó, hveiti, haframjöl, grjón,
rnsinnr, svesbjur og snkkulade (6 tegnndi).
Vikingmjólk, margarine, sætsaft, gosdrykk-
ir. Ennfremnr ern bakariisbranð b e z t
og ódýrust
i Bergstaðastræti 27.
5 »Emdeu«-gæsir (1 steggnr) af
verðlannnðn kyni, ern til söln nú þegar.
R. v. á.
Piðnr til söln á Skólavörðustig 41,
hjá Páli Bergssyni.
Morgnnkjólar, mikið úrval, fæst á
Vestnrgötn 38 niðri.
Lítið, vaudað hús, með
stórri lóð, i Anstnrbænnm, fæst keypt.
Ritstj. v. á.
B a 11 k j ó 11, úr silki, er til söln með
tækifærisverði. R. v. á.
Stórt úrval af
yflrfrökkum
mjög ódýrnm, í Bergstaðastræti 33 B, og
margt fleira.
L i t i 11 0 f n, brúkaður, óskast til kaups
strax. R. v. á.
^ j&iga
P 0 r t fæst til leigu við Hafnarstræti
R. v. á.
Einhleypur maður óskar eftir her-
bergi, helzt litlu. R. v. á.
G-ott herbergi með húsgögnnm er
ódýrt til l=ign fyrir 2 karlmenn, sem
vilja búa saman. Bergstaðastræti 1.
^ ^finna
Barngóð s t ú 1 k a óskast i vist nú þegar.
Uppl. Bræðraborgarstig lð.
cKapaó
B u d d a týndist i gær á leiðinni frá
KjötbúO Sláturfélagsins i Hafnarstræti að
PÓ8thúsinn. Skilist gegn fnndarlannnm í
Túngötn 2, nppi.
Tapart hefir keðja með tönnnm
innan i. R. v. á.
Bezt að auglýsa í Morgunbl.