Morgunblaðið - 22.11.1915, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 22.11.1915, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ 3 Kjötbúðin í Ingólfshvoli. Nýkomið með Islandi: Gulrætur, Rauðkál, Hvítkál, Blómkál, Ptirrur, Selleri, Citrónur, Epli, Vínber og allskonar niðursoðnir ávextir. Ennfremur fæst: Reyktur Lax, reyktur Áll, reykt Bornliolmersíld og Kryddsíld, Ostar o. fl. o. fl. M. Frederiksen. Bann. Hérmeð auglýsist, að öllum er bannað að taka sand í Skólavörðuholtinu. Bæjarstjórnin mun sjálí láta taka þar upp steypusand og verður hann seldur að svo miklu leyti, sem bærinn þarf ekki sjálfur á honum að halda. Borgarstjórinn i Reykjavík 20. nóvember 1915. K. Zimsen. Carr’s enska kex og kökur er ljómandi;'fyrirtak I Fæst hjá kaupmönnum. Hvert brjú, sem getur gengið i Sjúkrasamlag Reykjavikur, ætti, sjálfs sin vegna, að ganga i það sem allra fyrst. og nautakjöt, saxað kjðt og kjðtfars fæst í Kjötbúðinni í Ingólfshvoli. M. Frederiksen. Saumur. Eins og undanfarió tek eg að mér allskonar saum svo sem peysuföt, morgunkjóla barnaföt o. fl. Ragnhildur Magnúsdóttir, Bergstaðastræti 52. Hestur óskast til fóðurs. Snú- ið yður sem fyrst til undirritaðs. Guðjón Jónsson, Frakkastig 19, uppi. Nokkrir morgunkjólar fást i Grjótagötu 14 (uppi). Til sýuis og söln kl. 2—4. Morgunkjólar beztir, ódýrastir og smekklegastir fást á Vesturgötu 38 (niðri). Flaueliskjóll til sölu. R. v. á. ^ dFfméié ^ S v i p a fundin. Vitjist á Vitastig 8. ^ cTapaé B u d d a töpuð frá Söluturninum að Confectbúðinni. Skiliss á afgr. .,Dannebrog“ í Belgin. í her Belga berjast nokkrir Danir sem sjálfboðaliSar. Einum þeirra var n/lega sent danskt flagg heiman aS. ÞaS batt hann á byssustinginn sinn og veifaSi meS því til óvinanna, sem lágu í skotgröfum rótt þar hjá. Undr- un hans var mikil, er hann heyrSi kallaS til sín á dönsku: »Hver ert þú, sem veifar dönsku flaggi?« MaSurinn sem kallaSi var danskur sjálfboSaliSi í her ÞjóSverja og má þaS undarlegt heita aS þeir skyldu hittast þannig. Og enn undarlegra aS hugsa til þess, aS þeir, samlandarnir, skuli berjast hvor á móti öSrum — og þaS fyrlr ahrar þjóSir. £3» DAÖBÓÞfíN. -CZZZt Afmæli f dag: María Ásmundsson húsfrú. Einar Kr. AuSunsson prentari 50 ára. O. Forberg ritsímastj. FriSrik Bjarnason 50 ára. Þorv. Magnússon póstur. Friðfinnur Guðjónsson L a u g a v e g 4 3 B, selur fjölbreytt og smekk- leg a f m æ 1 i s k o r t. Sólarupprás kl. 9.18 f. h. S ó 1 a r 1 a g — 3.7 e. h. Háflóð i dag kl. 5.39 og í nótt kl. 5.57 Veðrið í gær. Sunnudaginn 21. nóv. Vm. v. stinnings gola, hiti 7.3. Rv. s.a. stinnings gola, hiti 8.5. íf. 8. snarpur vindur, hiti 7.1. Ak. s. stinnings gola, hiti 10.5. Gr. s. stinnings gola, hiti 6.0. Sf. logn, hiti 4.1. Þh. F. s.v. snarpur vindur, hiti 7.7. Ingólfnr fer til GarSs og kemur þaSan aftur. Silfnrbrúðkaup eiga í dag þau heiS- urshjónin Sæmundur Halldórsson kaup- maSur í Stykkishólmi og frú hans Magdalena f. Hjaltalín. 50 ára er i dag FriSrik Bjarnason verzlunarmaSur hjá Zimsen. Aukafundur verSur haldinn í bæjar- stjórninni í þessari viku til þess aS afkljá fjárhagsáætlun bæjarins. Hún hefir nú veriS til 1. umræSu og fyrri hluta annarar umræSu í bæjarstjórn- inni og engar verulegar athugasemdir komiS fram viS hana ennþá, enda mun hún gætilega samin. Flora fór frá Bíldudal um hádegi í fyrradag. Er væntanleg hingaS í fyrstalagi á þriSjudag. Heyrt höfum vér aS margir menn hafi þegar sótt um þaS aS fá aS hafa lifrarbræSslu í Fossvogi. Hrósar auS- vitaS happi sá er hl/tur — en komast allir þar aS? Fyrirlestur Bjarna Jónssonar frá Vogi í ISnó í gær, var vel sóttur. — GerSu menn yfirleitt góSan róm aS máli hans. Leikhúsið. Kúsfyllir hefir veriS í ISnó bæSi kvöldin, sem »Skipi3 sekk- ur« hefir veriS leikiS. Hefir áheyr- endum þótt mikiS til leikritsins koma og þykir þaS yfirleitt betur leikiS en í fyrra skiftiS þegar þaS var s/nt hór í bæ. Filurius greyiS var allskonar óværS þjáSur í gær vegna greinar sinnar í MorgunblaSinu. Streymdi aS honum allskonar þjóSalíSur meS ó i fyrir fram- an og þóttist eiga hönk upp í bakiS á honum. En sagt er oss aS sættir hafi komist á meS því, aS hann hafi aug- l/st orS sín dauS og ómerk — þó ekki í MorgunblaSinu. »Skipið sekkur«, leikrit IndriSa Einarssonar, þaS er hann sjálfur hefir útbúiS fyrir leiksviS, hefir nú veriS leikiS í tvö kvöld. ÞaS er almanna- rómur, aS IndriSa takist betur aS hafa áhrif á menn meS smekkvísi sinni á því, hvaS vel má fara á leiksviSi, held- ur en efnL leikritanna, þótt ólastaS só. Skautasvell Skautafélagsins hefir löngum þótt hált. Enda fer nú svo um hiS fyrsta á þessu ári, aS þaS fór til------— engis — því lofthitinn, sem nú er, bræddi þaS algerlega. Sumir segja, að Skautafélagið ætli aS ^ díaupsfiapuT \ Frímerki, erlend og islenzk kaupir ætið J. Aall-Hansen. éZrœnar Baunir trá Beauvals erw Ijúffengastar. Nfðnrsoðíð kjöt frá Beauvais þykir bezt á ferðalagi. flytja á land — því trúum vór ekki. Drottinn þekkir sína — SkautafólagiS sem aðra — og gefur því vonandi gott svell »hægra megln« á tjörninni frá herfræSislegu sjónarmiði séS. En hjart- aS er ætíð róttu megin. Vesla kom hingaS í gær meS koi handa iandsstjórninni. Með skipinu kom Sigurjón Pótursson kaupm. Bankabyggingin. Hún hefir veriS í viðgerð undanfarnar vikur og mun eiga að geyma þar iandssjóðsvörur þær, sem frá Ameríku komu. Er það ei lítið gamansamt, að þarna skull eiga að geyma landssjóSshveitið, þar sem allir vita, að kaupmenn hafa aldrel haft meiri matvörubirgðir en nú. Tjörnin. ÞaS er meira en lítil skömm að sjá hvernig farið er með Tjörnina. Nú er ísinn horfinn á henni, og hefir fólk, sem b/r þar í grend, notaS hana til þess að kasta þangað /msu drasli, sem þaS vildi losna við. Þeir, sem nú ganga Tjarnargötu, geta sóS nokkra tóma kassa, sem kastað hefir verið í Tjörnina. Ennfremur úir þar og grúir af tómum dósum, og /msu öðru drasli, sem húsráðendur vilja iosa slg við. En hvílík smán og svívirSing er ekki að kasta þessu í tjörnina — eina fagra staðinn, sem til er í þessum bæ. Hve- nær skilst yfirvöldunum aS bæjarbúar geta ekki þolað, að Tjörnin sé eyði- ögð — af tómri vanrækslu. Oeirðir í Þýzkalandi. Mikið er nú farið að brydda á óánægju meðal Þjóðverja heima fyr- ir. Er einkum mikið ritað um það i erlendum blöðum, að fólk svelti þar í þúsundatali. Verð á allri nauð- synjavöru er afskaplega hátt, svo hátt, að fátækara fólkið getur ekki keypt hana. Víða hafa orðið óeirðir miklar í stórborgunum, einkum Berlin og Köln. Þar gengu nýlega þúsundir manna um strætin og að húsi borg- arstjórans og heimtuðu »mat, mat, ekkert annað en mat<. Varð lög- regluliðið að skerast i leikinn og var fjöldi manna tekinn fastur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.