Morgunblaðið - 06.01.1916, Page 2

Morgunblaðið - 06.01.1916, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Frá Svíum. Ræöa Hammarskjðid8 forsætisráöh. Svo sem fyr er getið hafa Sviar nýlega keypt sér stórt gufnskip, sem þeir ætla að hafa til Ameríkuferða. Er það hið stærsta gufuskip á Norð- urlöndum. Skipinu var gefið nýtt nafn í Gautaborg, og var þá haldin veizla, og sat hana margt stórmenni, þar á meðal Hammarskjöld forsætis- ráðherra. Hélt hann þar all-langa ræðu, sem valdið hefir miklu um- taii á Norðurlöndum, og er þetta sá kaflinn úr henni er mest hefir verið um þráttað: Utanrikispólitik einstaklinga og 8tjórnarinnar. Sumum mönnum kann að þykja fremd í því að láta ákalia sig sem mikilmenni, sem eigi þurfi annað en samþykkja alt, til þess að hilma yfir þekkingarskort sinn, og sé það trygging fyrir þvi, að ráðstafanir séu réttar og þarfsamlegar. En hver skyn- samur maður mun þakka fyrir, eða hitt þó heldur, er hann sér nafn sitt notað til verndunar einhverjum áformum og aðferðum sem honum eru þvert um geð. Slík rangnotkun á nöfnum embættismanna og yfir- valda er þvi miður til. í tviræðu máli og að ástæðulausu er það gefið í skyn, að menn hafi samþykki stjórnarinnar til hins og þessa, og eigi skortir það heldur að menn noti nöfn ráðherranna sitt á hvað i þessu skyni. Stundum getur stjórnin sýnt fram á það með verkum sinum að slikt er rangt. En stundum getur hún ekki mótmælt á þann hátt, og þá er alt undir þvi komið að hana skorti ekki vald til þess að giipa fram fyrir hendur manna á annan hátt. Samt sem áður ætti það að vera hverjum manni ljóst, hver stefna stjórnarinnar er í raun og veru. — Oft heyrist þó minst á tilraunir, er ganga i þveröfuga átt við stefnuskrá stjórnarinnar, og jafnvel um til- raunir, sem mundu draga þann dilk með sér, ef þær næðu fram að ganga, að stofnað væri sérstakt ríki innan ríkisins og ef til vill, svo sem margir óttast, undir erlendri stjóru. Vér vonum að vér höfum nóg vopn í höndum, til þess að ganga i ber- högg við slikar tilraunir, og þá sem á bak við þær standa. Og að þvi leyti stcndum vér betur að vigi en flestar aðrar hiutlausar þjóðir. Og gagnvart þeim ætti það og að vera drengskaparskylda vor að láta ekki vald vort ónotað. Til vonar og vara hafa þvi verið gerðar ráðstafanir til þess að fullkomna það vald, er vér getum haft. Nýjar yfirsjónir, sem miða til þjóðaróheilla, krefjast nýrra laga. En ef stjórnin væri nú skammsýn og hleypidæm ? Getur ekki skeð að einstaklingarnir þurfi að vera upp- hafsmenn að ýmsu, til þess að gæta hagsmuna þjóðfélagsins, bæði i stjórn- málum sem efnahagslega ? Er það þá ekki rétt að þeir hafi sitt fram, enda þótt það komi í bág við stefnu- skrá stjórnarinnar ? Eg gerist svo djarfur að svara þessu neitandi, og er það þó ekki sökum þess að eg þykist vera skarp- sýnni en aðrir. Aðeins er það von min og vissa, að sú stefna, sem eg hefi fylgt i stjórnmálum og mun fylgja, sé sænsk og alsænsk. En um einstök atriði er það að segja, að eg er þess fullviss, og hefi áður látið það i ljós, að menn hafa mis- stígið sig oftar en einusinni. Það sem mestu varðar, og allrahelzt á vandræðatímum, er það, að stjórnin sé samhuga og samtaka. En hafi stjórnin ákveðna stefnu í einhverju máli, en önnur stefna ráði fyrir frumhlaup annara manna eða félaga, þá getur slikt eigi gengið. Þá verða aðrirhvorir að víkja. — — — Sænsku blööin. Nú kemst alt i uppnám meðal blaðanna i Svíþjóð. ÖIl gerðu þau ræðu forsætisráðherrans að umtals- efni. Og skoðanirnar um hana eru nokkuð skiftar, þvi að forsætisráð- herrann hefir talað svo dult, að það er eigi á allra færi að skilja við hvað hann á. Og svo geta blöðin i eyðurnar, eftir því sem þau hafa dómgreind til. Um eitt eru 'þau þó sammála, að þar sem minst er á tilraunir til þess að stofna líki innan rikisins, og það ef til vill undir erlendri stjórn, þá muni þeim oiðum beint til nýstofnaðs hlutafé- lags, sem nefnir sig »Transito«, og muni hann ætla að einhverjir úr stjórninni séu eitthvað við það riðnir. Þá er og talið líklegt, að hann muni hafa gefið utanrikisráðherran- um Wallenberg sneið með þvi, er hann mintist á að stjórnin yrði að auka vald sitt sem mest og vera samheldin sem einn maður. »Aften- bladet* segir: Sú áherzla, sem for- sætisráðherrann lagði á það, að nauð- syn bæri til samheldni meðal stjórn- arinnar, getur tæpast skilist á annan veg en áminning um það, að ein- hver ráðherranna hafi ekki gætt þess- arar nauðsynar nógu rækilega. Og það er vist eigi tekið of djúpt í ár- inni þótt þess sé tilgetið, að þessi ræða muni draga einhvern dilk á eftir sér. Og sum blöðin vilja, að séu til- gátur þessar réttar, þá sjáist það bráðlega, með því að þeir menn, er sekir eru, fari úr stjórninni. Bernhard Shaw. Um þetta leyti í fyrra réðst brezki rithöfundurinn frægi, Bernhard Shaw, ákaft á brezku stjórnina, í riti, sem hann þá gaf út, og lét þar fyllilega í ljós þá skoðun sína, að hún ein bæri alla ábyrgð á þeim hroðalega ófriði, sem geisaði nm álfuna. Rit hans vakti mikla eftirtekt, einkum vegna þess, að það var ritað af hatri til brezku stjórnarinnar og var lítt sannfærandi fyrir þá, sem komast vildu eftir því sanna og rétta í mál- inu. — Hafi Shaw haft þá skoðun í fyrra, að brezka stjórnin bæri á- byrgðina og að Bretar ættu að semja frið sem fyrst, þá hefir skoðunin breyzt síðan. Á fjölmennum fundi, sem haldinn var í London fyrir skömmu, hélt Shaw ræðu og hvatti menn mjög til þess að ganga í her- inn. »Vér skulum berjast unz vér stöndum í Berlín«, sagði hann, »og þar skulum vér setja Þjóðverjum friðarkostina. Þó keisarinn nú vildi leggja niður vopn og láta útkljá málið fyrir friðardómstólnum í Haag, þá getum vér ekki gengið inn á það. Vér verðum að kúga Þjóðverja hvað sem það kostar«. C3» O AfvHÓfilN. C=3 Afmæli f dag: Efemia Waage húsfrú. Guðrún Magnúsdóttir húsfrú. Jóhanna Greipsdóttir húsfrú. Bergst. Jóhannesson múrari. Sigríður Hjálmarsdóttir húsfr. 55 ára. Guðm. Guðnason gullsm. Johs. Mortensen rakari. Samúel 0. Johnson trúboði. Skúli Thoroddsen ritstj. Sólarupprás kl. 10.19 f. h. S ó I a r I a g — 2.47 e. h. Háflóð i dag kl. 6.14 e. h. og kl. 6.36 f. h. Þjóðmenjasafnið opið kl. 12—2. (Myndasafnið er í Alþingishúsinu opið á sama tíma). Veðrið í gær. Miðvikudaginn 5. jan. Vm. n. andvari, hiti 2.1. Rv. logn, frost 2.5. íf. logn, hiti 1.0. Ak. n.n.v. kul, hiti 0.0. Gr. n.a. kaldi, frost 2.0. Sf. a. hvassviðri, hiti 0.9. Þh. F. v. st. gola, hiti 5.7. Gengi erlendrar mynta er nú þetta í bönkunum hór: Pund sterling 17-50. Mark 0.71. Franki 0.64. Gyllini (holl.) 1.60. Dollar 3.90. Skallagrímur kom hingað frá Eng- landi í gærmorgun. Flutti hingað enskan póst. Verzlunarmannafélagið efnir til dansskemtunar fyrir börn fólagsmanna í Bárubúð á laugardaginn. A sunnudaginn hefir fólagið inni boð fyrir um 300 fátæk börn bæjarins, svo sem venja er á hverju ári. Verður þar jólatró. matur, dans og leikir fyrir börnin; auk þess gefur fólagið hverju barni aðgöngumiða að kvikmyndasýn- ingu í Gamla Bió, þar sem skemtileg- ar barnamyndir verða sýndar. Hefir eigandi kvikmyndahússins góðfúslega lofað að sýna myndirnar ókeypis, svo sem undanfarin ár. Til skemtunarinnar fyrir fátæk börn, er venja að samskota só leitað meon fólagsmanna og annara kaupsýslunianI,a hór í bæ. Svo er og gert í þetta sinn og hafa kaupmenn yfirleitt látið tölu- vert af hendi rakna til þessarar jóla' gleði fátækra. Dagskrá á fundi bæjarstjórnar fimtu." dag 6. janúar kl. 5 síðdegis. 1. Kosinn forseti bæjarstjórnar. 2. Kosinn varaforseti bæjarstjórnar. 3. Fundargerð fátækranefndar 23- desember 1915. 4. Fundargerð brunamálamánefndar 4. janúar. 5. Fundargerð hafnarnefndar 3. j®0, 6. Brunabótavirðingar. Gulifoss kom til Vestmannaeyja 1 gærmorgun og mun væntanlegur hiug' að í dag. Með skipinu kemur Nielsen framkvæmdastjóri. Jóiatrésskemtun hefir Iðnaðaf' mannafélagið hinn 11. þessa mánað»r í Iðnó. Ogurlegt blóðbað. Eitt hið mesta blóðbað, sem oíð' ið hefir í ófriði þessum, varð í miði' um desembermánuði hjá Demir Kapm Attust þar við Búlgarar og Frakka^ sem voru á undanhaldi fyrir ofurefl1 liðs Búlgara. Búlgarskt tvifylki sótti fast á eför Frökkum, en fór ógætilega og vaf' aði sig ekki á þvi, að báðir fylking' ararmar Frakkanna sóttu fram með' an miðfylkingar hörfuðu undan- Snemma morguns nokkurs gerðu Frakkar gagnáhlaup. Búlgarar vofu umkringdir á þrjá vegu og hin hroða' legasta skothrið var hafin. Stund° síðar lágu mörg þúsund Búlgar*r dauðir á vígvellinum, en þeir, seoa ekki féllu, gáfust upp. Voru það að eins 300 manns. Erlendu blöðin telja orustu þessa hafa verið hina skæðustu, sem orðið hafi í ófriðnum — og var hún ekki löng. Björn Björnson. Svo sem áður hefir verið getið, aði Björn Björnson að halda fyrirlest ur í Kaupmannahöfn fyrir nokkru, 611 urðu þá svo mikil óp og læti 1 s^° um, að hann varð að gefast upp- Þór* ust áheyrendur þess fullvisslr, að bann mundi ætla að »agitera« fyrir verjum, en það vildu menn ekki hlnS^ á.------ Björnson hólt þá til Svíþjóð»r hefir ferðast þar um síðan og hvern fyrirlesturinn á fætur Hafa Svíar gert góðan róm »5 ® ^ hans, en það er aðgætandi, að r ^ Svíþjóð fylgir mjög ÞjóðverjnD° málum. ' ^ Fyrirlesturinn var ein heljarstór ræða á Þjóðverja.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.