Morgunblaðið - 02.04.1916, Síða 2
2
MORGTJNBLAÐIÐ
Hvitt og mislitt Gardiautaii.
Möbeltau,
Divanteppi, Morgunkjólaefni, Flónel,
Tvisttau,
Regnhlífar, Pífur, Slæður,
Skiifasilki.
H. P. Duus, A-deild,
Hafnarstræti.
Flugvélar.
Kappið um það, að ná yfirráð-
um í loftinu.
Það eru alveg furðulegar framfarir,
sem hafa orðið í smiði flugvéla síð-
an ófriðurinn hófst. Aður höfðu
herirnir að eins léttar og litiar flug-
vélar, en nú eru þær orðnar griðar-
stórar, brynvarðar, hafa stórar fali-
byssur og sterkar bifvélar.
Frakkar lögðu fyrst alt kapp á
það, að smiða flugvél, sem hefði þá
þrjá kosti, að vera vel brynvarin,
hafa stóra fallbyssu og vera hrað-
fleyg. Smiðuðu þeir þá flugvél þá,
er þeir nefna »Avion-canon«. Hún
hefir 200 hestafla bifvél, flýgur 80
mílur á klukkustund og hefir 37
mm. hríðskotabyssu i framstafni.
Fyrstu flugvélarnar af þessari gerð
voru smíðaðar í fyrra og þeim ætlað
að verja Paris. Síðan voru nokkrar
sendar til vigvallanna og hafðar til
þess að verja þær flugvélar, sem
sendar voru til árása inn í lönd ó-
vinanna. Reyndust þær svo vel, að
þýzkir flugmenn fengu ekki rönd
við reist.
Litlu siðar komu Þjóðverjar þó
með nýja gerð orustu-flugvéla. Vorn
þær knúðar tveimur 165 hestafla
Mercedes-bifvélum og flugu 90 mil-
ur á klukkustund. Þær höfðu tvær
fallbyssur, aðra að framan og hina
að aftan og sat stýrimaður milli skot-
mannanna. Þær gátu flogið hvild-
arlaust í 8 klukkustundir, en væri
þeim eigi ætlað að vera nema 6,5
stundir á flugi, þá gátu þær flutt
með sér 12 sprengikúlur 20 punda.
Seinna voru bifvélarnar stækkaðar og
höfðn þá samtals 450 hestöfl. Jafn-
framt var búkur þeirra brynvarinn
og þriðju fallbyssunni bætt við. Þessi
flugvél gerði fyrst i stað meiri en
lítinn usla á flugvélum bandamanna.
Þeir áttu að vísu nógar flugvélar
jafn hraðfleygar, en engar sem höfðu
fleiri en eina fallbyssu. Frakkar
nefndu vágest þennan »Arminiusv.
Franska flugvélin »Avion-canon« var
ekki nógu hraðfleyg til þess að geta
átt i höggi við hina þýzku, og »Ar-
minius« gætti þess jafnan, að hætta
sér ekki undir stórskeyti hennar.
Þá smiðuðu Frakkar nýja flugvél,
sem þeir nefndu »Avion de chasse*.
Til þess að stýra henni þurfti vel
æfðan og góðan flugmann, og var
það hinn frægi franski flugmaður
H. P.DDHS, A-deild,
Hafnarstræti.
Regnkápur, Gólftreyjur, Silki, svart og mislitt, Kjólatau, Kápuefni.
Gilbert, sem fékk þann heiður að
stýra fyrstu flugvélinni. Hann háði
orustu við eina »Arminius«-tlugvél
og endaði orustan þannig, að eldur
kviknaði í þýzku flugvélinni og varð
hún að lenda bak við herstöðvar
Þjóðverja. Viðureign þessi sýndi
það, að flugvél, sem hefir að eins
eina fallbyssu og sami maðurinn er
bæði stýrimaður og skotmaður, get-
ur unnið sigur á flugvél, sem hefir
þrjár fallbyssur og flytur 3—4 flug-
menn. En yfirburðir »Avion de
chasse« lágu í því, að hún var 10
mílum hraðfleygari á klukkustund.
Eftir að Gilbert hafði leikið þetta
oftar en einu sinni, hurfu »Armini-
us«-flugvélarnar frá vestur vígstöðv-
unum og voru fluttar til eystri víg-
stöðvanna1).
Þjóðverjar komu nú enn með nýja
flugvél til sögunnar og hafa Bretar
kallað hana »Fritz«. Sú flugvél gat
flogið rúmlega 90 mílur á klukku-
stund og haldið sér á flugi 10 stundir
samfleytt. Hún hafði 10 sprengikúl-
ur tiu punda og á henni voru tvær
Maxim-byssur og mátti skjóta með
þeim bæði til hliðar og aftur fyrir
flugvélina. Hún var miklu skjótari
í öllum hreyfingum heldur en »Ar-
minius«, en þó tæplega jafnoki
»Avion de chasse«. En Frakkar áttu
fáar flugvélar af þeirri gerð, þvi að
það var ekki nema einstaka maður,
sem gat stýrt þeim. En áður en
»Fritz« gat gert bandamönnutn mik-
ið tjón, höfðu þeir fengið sér nýja
flugvél, sem kend er við Nieuport.
Hún er mjög hraðfleyg, fljót að kom-
ast hátt í loft upp og auðvelt að
stýra henni. Hún hefir eina fall-
byssu og henni er þannig komið
fyrir, að flugmaðurinn getur skotið
upp fyrir sig. Varð hún Þjóðverj-
um ákaflega skeinuhætt fyrst i stað
og sáu þeir þann kost vænstan, að
smíða sér flugvé'ar af sömu gerð,
en létu þær jafnframt hafa hríðskota-
byssu, til þess að skjóta aftur fyrir
sig.
Litlu síðar komu og nýjár þýzk-
ar flugvélar til sögunnar. Eru þær
kendar við Fokker, mánninn, sem
fyrstur smiðaði þær. Það er vanda-
samt að stýra þeim, en þær hafa
reynst ágætar til árásar.
Eftir því sem næst verður komist,
er árásaraðferð Fokker-flugvélanna sú,
að vera hærra í lofti en óvinaflug-
vélin og steypa sér svo yfir hana
eins og valur yfir rjúpu. Jafnframt
láta Þær skothríðiua dynja á þeim,
en stjh'a eigi alveg beint, heldur í
stná-hlykkjum. Við það dreifast kúl-
urnar og eru þá meiri líkur til þess,
að þær hitti markið. En takist
»Fokker« ekki með þessu móti að
skjóta niður flugvél óvinanna, þá
grípur hún það til ráðs, að stýra i
kjölfar hennar og skjóta á hana,
þannig að alt beri saman: stýrimann,
skotmann, bifvél og benzínforðann.
Fer þá tæplega hjá því, að hún hitti
eitthvað af þessu fernu, og er þá
hinni flugvélinni hætt. A einum
mánuði skutu Fokker-flugvélarnar 16
óvinaflugvélar niður. Sló þá óhug
miklum á bandamenn. En Bretar
urðu ekki seinni til svara og í jan-
úarmánuði voru þeir komnir með
nýja flugvél til vigstöðvanna og bar
hún sigur úr býtum í orustu, er
hún háði við þrjár Fokker-flugvélar.
Aðalókostur Fokker-flugvélanna
er sá, að þær geta ekki verið nema
tvær klukkustundir á flugi í senn.
En nú er sagt að Þjóðverjar séu að
smíða nýja gerð flugvéla, svipaða
þeim og »Ar.ninius«. Bifvélar þeirra
eiga að hafa 700 hestöfl, og flug-
hraðinn er 110 milur á klukkustund.
Þær eru brynvarðar og hafa fjórar
Maxim-byssur, og auk þess loft-
skeytatæki og varpljós. Á þeim er
átta manna áhöfn. Frakkar eru líka
að smíða fjögramanna flugvélar af
Hkri gerð og hafa bifvélar þeirra
6—800 hestöfl.
Nýjasta uppgötvunin er hin ósýni-
lega flugvél. Grind hennar er úr
aluminium, en yfir hana er strengt
gagnsætt efni, sem nefnist »cellon«.
Er það uppgötvað alveg nýlega. Það
er gagnsætt sem gler, en þanholið
eins og togleður og jafnframt er það
óuppleysanlegt og getur ekki brunnið.
Hvað kosta fallbyssuskotin?
*) Þess má geta, að það var »Ar-
minius*, sem varð hinum fræga flug-
manni Pegoud að bana.
Nærföt fyrir konur, karla og böru.
Treflar — Sokkar.
Skinnhúfur, Matrósahúfur, UllarteppV
Lök,
Peysur fyrir fullorðna og börn.
H. P. Duus A-deild,
Hafnarstræti.
Endurgreiðsla
á gjaldi fyrir glötuð skeyti.
Eins og menn mun reka minuí
til, tilkynti brezka stjórnin í byrjuO
ófriðarins árið 1914 m. a., að fyrst
um sinn yrðu öll skeyti, sem send
væru yfir Bretland hið mikla og
lönd þess að vera samin á mæltu
máli, ensku eða frönsku, með fulló
utanáskrift og undirskrift og send &
ábyrgð sendanda, og að glötuð skeyö
fengjust ekki bætt. Þó hefir uá
brezka stjórnin slakað dálítíð til 1
þessu þannig, að hún endurgreiðU
simskeyti, sem stöðvuð eru af skeytS’
skoðendunum, eftir þeim reglum ef
hér greinir:
1. Engin endurgreiðsla getur farið
fram ef gjaldið nemur ekki 601®
frönkum.
2. Endurgreiðsla fer ekki frau1
nema eftir beiðni sendanda, seU1
hann sendir símastjórn afhendinguf'
landsins, og skal hverri slíkfí
beiðni fylgja vottorð viðtakaná1
skeytisins um að hann hafi aldrel
fengið skeytið.
• 3. Engin skýring verður gefin við'
vikjandi endurgreiðslunni eða ákvörð'
un um hana, og engin fyrirspufI1
þar að lútandi verður tekin til greiu3'
4. Endurgreiðsla getur að eins fafl'
fram til þeirra landa, sem hafa saU1'
þykt að láta skeyti frá Bretave^1
sæta sömu meðferð.
5. Endurgreiðsla fæst ekki á skef1
íí
um, sem ekki eru í samræmi **'
reglur þær, sem brezka stjórnin
út 3. ágúst 1914. (Reglur þessíí
Þýzkt blað birtir nýlega skýrslu
yfir það, hvað hvert fallbyssuskot
kostar.
En það er þannig:
7.6 cm. fallbyssuskot 37 kr.
12 —- 109 —
IS —- 234 —
30 —-1164 —
30.5 —-1931 —
33.6 —-----------------3122 —
40.6 —-----------------4680 —
Hér er aðeins talinn kostnaðurinn
við kúluna og tundrið, en ekkert
tillit tekið til slits á fallbyssunni og
m. fl. Á þessu verður séð hvern
óhemju kostnað margra daga stór-
skotahríð hefir i för með sér.
voru á sinum tima birtar hér á l&'
Aðalinntak þeirra er það sem getl
er í byrjun greinar þessarar.) }
6. Ákvarðanir þessar ná til skeyf
sem afgreidd hafa verið síðao 11
júní 1915.
»Elektrott*'
Liðsöta 1 IslendingabygðnH1'
Tveir íslenzkir undirliðsforiu^
iáss'
S. Árnason og H. E. Maguu ^
hafa ferðast I vetur um Nýja Is ^
til þess, að safna liði meðal 1^,,
handa 108. herdeildinni. Segif
berg það i ráði, að hafa G\ro^ *.
aðalstöð liðsafnaðar í þessurU
um, og fáist nógu margir sju11 ^ejí
liðar muni einn liðsforingi g tfl
undirliðsforingjar sendir f’a0^pUs'
þess að kenna nýliðunuru
burð. Liðsforinginn, sern
verður þá sendur þangað, ef
ur og heitir Haraldur Jónss^1'