Morgunblaðið - 02.04.1916, Síða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ
20-30 stúlkur
ræð eg til Svalbarðseyrar við Eyja-
fjörð, þegar,
Finnið
Jón Sigurðsson, skipstjóra,
i
Hverfísgötu 75. Heima kl. 4—6 siðd. Sími 461.
Ráðvönd,
verzlunarvön og* lipur stúlka
getur fengið a t v i n n u við innanbúðarstörf við verzlun Konráðs
Hjálmarssonar Norðfirði.
Semjið við
Jönas Andrésson,
til viðtals í Bernhöftsbakaríi daglega kl. 12.
Móforisia
vanan og ábyggilegan, vantar á mótorkutter. Ars-
atvinna. Finnið strax
Sigurð Gíslason,
Bergstaðastræti 11A.
konan að vanrækja heimilið eða
skólastörfin.
Nú hefir þýzka stjórnin ákveðið
að kenslukonur meigi giftast — og
meira að segja að þær meigi eiga
eins mörg börn og þær vilja.
Því fleiri, því betra.
Niðurlagsorð til hr. Linnets
Mér finst satt að segja eins og
eg sé haldinn af einhvers konar »ó-
værð« þessa dagana. Þarna sit eg
á morgnana í friði og spekt og er
að vinna mikið og vandasamt verk;
en svo kemur Morgunblaðið og í
því auðvitað hr. Linnet og vill
stökkva á mig eða þó helzt ofan í
mig! Hann þykist sem sé vita bet-
ur en eg sjálfur, hverrar skoðunar
eg sé. — Mér er nú farið að leið-
ast þetta, enda þarf eg ekki að svara
honum nema rétt í þetta sinn. Mað-
urinn er líka svo fram úr hófi órök-
vís, að eg nenni ekki að stæla við
hann lengur.
Hann er t. d. í erg og gríð að
stagast á »afneitnnc prófessorsins.
En hvenær hefi eg játað eða játast
spiritismanum ? Og hvernig í ósköp-
unum á eg að afneita því, sem eg
aldrei hefi játað ? Eða þekkir hr.
Linnet ekki muninn á jái og neii?
Hann er líka að fetta fingur út í
skýrgreining (definition) mína á spiri-
tismanum. En hún er alveg hárrétt,
og aðfinsla hr. Linnets sýnir ein-
nngis, að hann hefir ekki ljósa hug-
mynd um, hvað rétt skýrgreining er.
Eg tek sem sé fyrst fram flokks-
markið, þetta sem s a m e i g i n -
1 e g t er fyrir spiritista og flesta
annarar trúar menn, nefnilega trúna
i ódauðleikann. Og svo tek eg
fram tegundarmismuninn, það sem
a ð g r e i n i r spiritista frá annarar
trúar mönnum, þetta að þeir þykj-
ast geta sannað og þykjast jafnvel
h a f a sannað, að unt sé að komast
i samband við framliðna menn. En
eg neita, að þeir hafi getað þetta,
og það hefi eg fulla ástæðu til, því
að þegar fer svo fyrir þeirra beztu
mönnum, eins og fer, þá er ekki
von, að aðrir geti betur.
Eg þarf ekki, þessu til stuðnings,
annað en nefna eitt einasta dæmi,
öndun?;a-mótið, Iþegar Myers
sál. fyúr munn Mrs. Piper átti
að vera búinn að lofa því og boða
það löngu fyrir fram, að hann ætl-
aði að segja alt af létta handan að.
Staður og stund var ákveðinn og
Mrs. Piper hnigin f mókleiðsluna.
En hvað skeður? Þegar til á að
taka kemur annað hljóð i strokkinn,
önnur rödd, er segir, að Myers sé
nú farinn til æðri heima og að hann
biðji nú vini sína um að iþyngja
sér ekki framar með bænupa sin-
um (!). — Þessu segir nú sjálft átrún-
aðargoðið, Sir. Oliver Lodge
frá i einum af bókum sínum. Því
tpiðnr hefi eg ekki bókina hand-
bæra, svo að eg geti visað i blað-
síðutal, en eg man, hvað mér fanst
til um þetta. Er nú ekki von til, þótt
dómskygnir menn, sem ekki vilja
gleypa úlfaldana hráa, hiki við að
trúa staðhæfingnm andatrúar-manna;
og er unt að kalla þetta og annað
eins »sannanir« ? —
Þá er hr. Linnet loks að núa mér
því um nasir, að eg hafi eitthvað
linast í sókninni á hendur andatrú-
armönnum, frá því er eg hélt fyrir-
lestur minn »Andatrúin krufinc. —
Þótt svo væri, sæti sízt á hr. Linnet
að lasta það. Og þótt eg viðhafi
nokkuð vægari orð nú en þá, þá er
það alls engin sönnun fyrir því, að
eg sé að færast nær spiritismanum.
Bæði getur manni faiið að leiðast
eitthvað, er til lengdar lætur og tek-
ur þá ekki eins hart á þvi eins
og í fyrstu. Svo getur maður viljað
taka nokkuð tillit til þeirra manna,
sem er þetta alvörumál. Og loks
getur maður viljað læra eitthvað á
því sem um er að ræða, og því látið
það hafa sinn gang, þótt lærdóm-
urinn verði á aðra leið en þá, sem
aðrir ætlast til, x þessu falli anda-
trúarmenn.
En — hefði nú hr. Linnet verið
viðstaddur þennan fyrirlestur, sem
hann vitnar i, þá hefði hann heyrt,
að eg í bonum ætlaði mér að eins
að benda á augljósustu prettina og
svikin, sem upp voru komin þá —
og þá voru þau tíðari en nú, því að
kuklararnir eru farnir að vara sig!
— En i niðurlagi lestursins gat eg
þess, að eg ætlaði að geyma mér
nokkur sálarleg fyrirbrigði, sem
komið hefðu á daginn í þessu sam-
bandi og væri vandfarið með, af því
að þau væru ekki fullrannsökuð enu.
Þessi fyrirbrigði eru svonefnd
»skifting vitundarinnar«, miðlatalið.
fjarhrifin og firðmökin, og um þau
hélt eg fyrirlestra i háskólanum hér
í fyrra. Hefði hr. Linnet látið svo
litið að hlusta á þá, þá hefði hann
að líkindum komist að raun um, að
eg hefði ekki skift um skoðun, að
eg fyndi heldur ekki hér fullnægj-
andi sannanir fyrir sambandi við
framliðna menn.
En eg bíð e n n átekta, bíð rann-
sókna mér færari manna; og á með-
an geta andatrúarmenn hér skrafað
og skrifað eins og þeir vilja. Eg
kem kannske á eftir á gráskjóttum;
og þá þætti mér gaman að, að sjá
aftur framan í hr. Linnet. Því að
hugboð mitt er það, þótt eg vilji
engu spá, að sálarfræðin muni græða
ýmislegt annað en andatrúarmenn
ætlast til á þessum rannsóknum, en
að spirítistarnir á hinn bóginn muni
að lokum sitja eftir með — sárt
ennið.
Svo læt eg úttalað um þetta mál
að sinni, hvað sem svo kann að
syngja í hr. Linnet.
Aqúst H. Bjarnason.
Beauvais
Leverpostej
er bezt.
Hús til sölu
með góðum skilmálum. Upplýsingar
á Bókhlöðustig 6 (niðri), kl. 6—8
siðdegis.
Morgunblaðið
er bezt,
Niðursoðið kjðt
frá Beauvais
þykir bezt á terðalagi.
Geysir
Export-kaffí
er bezt.
Aðalumboðsmenn:
0. Johnson & Kaaber
Kaupið Morganblaðið.
Srœnar Baunir
irá Beauvais
eru ljúiteugastar.
Lesið Morgnnblaðið.
Tennur
eru tilbúnar og settar inn, bæði heilií
tanngarðar og einstakar tennur
á Laugavegi 31, uppi.
Tennur dregnar út af lækni dag'
lega kl. u—12 með eða án deyf'
ingar.
Viðtalstími io—5.
Sophy Bjarnarson.
Umboðsmaðuf
í Hafnarfirði fyrir
LifsábyrgÖarfélagið Carenti®
er
Ásgeir Stefásnson
trésmiður.