Morgunblaðið - 02.04.1916, Síða 7

Morgunblaðið - 02.04.1916, Síða 7
MORGUNBLAÐI9 7 Chivers fruit salad (blandaðir ávextir, niðursoðnir) er óviðjafnanlegt 1 Biðjið nm það hjá kanpmanni yðar! llr öllum áttum. Fóiksfjöidi á Færeyjum. x. febrúar fór fram manntal á Færeyjum. Voru íbiiar eyjanna þá samtals 19,713. »Amiral Charner*. Einn einasti maður komst lífs af þegar kafbáturinn sökti franska beiti- skipinu Amiral Charner. Degi eftir að skipinn hafði verið sökt, fann brezkt kaupfar fleka. Á honum voru 15 menn, en 14 þeirra voru dauðir. Nikita konungur. Fæstir munu vita það, að Nikita Svartfellingakonungur er skáld tölu- vert, bæðið á bundið og óbundið máli. Hefir“bann orkt mörg kvæði og marga sálma. Þá hefir hann og ritað tvær bækur, sögulegs efnis, en hvoruga þeirra kvað hann samt hafa lokið við að fullu. Hvers vegna Grikkir eru ekki í bandalagi við fjórveldin. Franska blaðið »Le Temps* hefir eigi alls fyrir löngu birt bréf frá grískum prinsi, sem Nikulás heitir. Hefir prinsinn skrifað blaðrnu sjálfu það bréf, tjl þess að útrýma þéim miskilningi, sem er á um framkomu Grikkja. Prinsinn segir, að það sé að visu satt, að Grikkland sé hlutlaust enn þá, en það'sé ekki hið sama og að landið ætlig sér að vera hlutlaust hvernig sem alt veltur. Hefir það þráfaldlega komið í ljós í viðskiftum Grikkja og fjórveldanna, að Grikkir eru þess albúnir að berj- ast, ef gengiðjer á rétt þeirra eða heiður þeirra er í hættu. Hann segir, að Grikkjum hafi verið gert rangt til, er laun þau, sem þeir kröfðust að ,fá fyrir lið- veizlu, þóttu"of mikil. Gunaris, sem bá var forsætisráðherra, hafði þó eigi farið fram á annað en það, að eigi yrði gengið á Grikki meðan á sttíðinu stæði,|svo sem með þvi að ‘itlendur her^færi inn í landið. Lof- uðu þeir þá að berjast með banda- ^önnum, en hinir£vildu ekki ganga a^ þessu, því þeir óttuðust að þeir ^undu þá fá Búlgara í móti sér. Það getur því enginn sagt það ^cð sanni, að Grikkjum hafi verið að kenna, að bandalag við fjór- Skrifstofustftrf. Stúlka, sem i mörg ár hefir haft skrifstofustörf á hendi, óskar eftir stöðu 1. mai eða síðar. — Góð meðmæli. Byrjunarlaun 85 krónur. Tilboð merkt »200« sendist Morgunblaðinu. veldin fór út um þúfur. En Grikk- land hefir tekið þann kostinn, að sitja hlutlaust hjá, þrátt fyrir alt sarg ófriðarþjóðanna. Lahdsmenn skift- ast í tvo flokka. Annar flokkurinn vill það, að Grikkir gangi inn i ófriðinn með bandamönnum, en hinn vill að þeir sitji hlutlausir áfram. Én enginn einasti maður hefir minst á það, að Grikkir gengju i lið með Miðríkjunum. Um bandalag Grikkja og Serba farast honum svo orð, að liðveizla hafi verið bundin því skilyrði, að eigi ættu aðrar þjóðir í ófriði en Balkanþjóðirnar. Grikki rak engin skylda til þess að hjálpa Serbum í alheimsófriði. Og Serbar hefðu eigi heldur getað fyrir sitt leyti staðið við það, sem þeir höfðu lof- að, að senda 150 þús. manna móti Búlgurum. Ef Grikkir hefðu geng- ið i ófriðinn, mundi afleiðingin hafa orðið sú, að þeir hefðu sætt sömu forlögum sem Serbia og Montenegro og jafnvægið á Balkan raskast enn meira en ella. Prinsinn kvartar undan því tjóni, sem Grikkir hafi beðið af ófriðnum, og þykir það hart hvernig þ^ir hafa orðið að lítillækka sig. Hann mót- mælir og harðlega þeim umsögnum brezkra og franskra blaða, að kon- ungur og stjórn í Grikklandi sé bandamönnum andvíg og sitji jafn- vel á svikráðum við þá. Þessar ranglátu getsakir segir hann að hljóti að særa tilfinningar allra góðra Grikkja og gætu þær orðið til þess, að spilla vinfengi konungs og þjóð- ar við bandamenn. C33 DAGBÖBjlN. B Afmæli í dag. Astrid B. Kaaber, húsfrú. Ámalia SigurSardóttir, húsfrú. Elín Ingimundardóttir ,71 árs. Elín Jónsdóttir, húsfrú. Ingibjörg Steingrímsdóttir, húsfrú. Sigriður Guðmundsdóttir, húsfrú. Guðm. Eiríksson, trésmiður. Haraldur Sigurðsson, verzlstj. f. Karl mikli 742. f. Leon Gambetta 1838. f. Emile Zola 1840. Nýtt tungl (Páskatungl) kl. 3,21 e. h. Sólarupprás kl. 5.46 f. h. Sólarlag — 7.19 e. h. Háflóð í dag kl. 5.21 e. hád. og í nótt kl. 5.38 Guðsþjónustur ( dag, sunnudag í mlðföstu (Guðsþj. Jesus mettar 5000 manna, Jóh. 6,35 — 65) í dómkirkjunni kl. 12 síra Bjarni Jónsson, kl. 5 síra Jóhann Þorkelsson (altarisganga). I fríkirkjunni í Hafnarfirði kl. 12 síra Ól. Ól. og í fríkirkjunni í Rvík kl. 5 síra ÓI. Ól. Veðrið í gær: Laugardaginn 1. apríl. Vm. a. kaldi, hiti 1,4 Rv. a. st. gola, frost 1,0 íf. n. hvassviðri, frost 4,5 Ak. logn, frost 3,0 Gr. n.a. kul, frost 6,5 Sf. logn, frost 4,5 Þh. F. logn, hiti 2,5 Þjóðmenjasafnið opið kl. 12—2. (Myndasafnið er í Alþingishúsinu opið á sama tíma). Náttúrugripasafnið opið kl. l1/^— 2Vr Botnvorpungarnir Marz, Eggert Ólafsson og íslendingurinn komu af fiskveiðum með ágætan afla. Þorsteinn Ingólfsson kom hingað inn í fyrradag með bilaða vól. Er nú verið að gera við hana. Fyrirlestnr. í dag kl. 5 flytur prófessor Haraldur Nielsson erindi í Bárunni um kirkjuna og ódauðleika- sannanirnar. Má vænta mikils fróðleiks i erindi þessu og líklegt, að þar verði fult hús. Heilsuhælið. Jón Guðmundsson hafir látið af ráðsmannsstöðunni þar, en við hefir tekið Þorleifur Guðmundsson frá Viðvík í Skagafirði. Hafir Jón verið ráðsmaður hælisins síðan það var opnað í september 1910, og rækt það starf með miklum dugn- aði og samvizkusemi. Skákþing hefir staðið yfir hór í bænnum þessa dagana. Var kept um forláta taflborð. Varð Pótur Zophoni- asson hlutskarpastur, og hlaut því verðlaunin. Kanpliöll. Kaupmannastótt bæjar- ins hefir í hyggju að koma hór upp kauphöll, þar sem kaupmenn koma saman á ákveðnum tíma dagsins og kaupa og selja vörur í heildsölu. Seinnstu samkomur sínar heldur Hjálpræðisherinn í dag i gamla kastal- anum. ^ £aiga Námspiltur óskar eftir herbergi með húsgögnum og ofni, nú þegar. R.v.a. Jarðarför ekkjufrúar Sigriðar Eiriks- dðttur frá Auðkúlu, fer fram mánu- daginn 3. april næstkomandi og hefst með húskveðju á heimili hinnar látnu, Skildingarnesi, kl. 12 á hádegi. Aðstandendur. \ngri deild Hvitabandsins heldutr fund í dag á venjulegutn stað og tíma — Fjolmennið I t Stjórn félagsins. Danskur iðnaður. Dðnsk blöð herma það, að innan skams muni komast meiii en lítill skriður á mótor-skipasmíð þar í landi. En svo sem kunnugt er, réðust Danir í það fyrstir manna, að smiða mótorskip (Diesel-skip). Skip þau, sem nú á að smiða verða mörg mikið stærri en þau Diesel-skip, sem áður hafa verið smiðuð. Fyrsta skipið, Selandia, er 375 feta langt, ber 7000 smálestir og vélar þess hafa 2500 hestöfl. Nú á að smíða skip, sem verður 500 feta langt, ber 12000 smálestir og hafa vélar þess 6000 hestöfl. Það er og mælt, að eitt skipasmíða- félag í Danmörku hafi verið beðið að str.íða 50 Diesel-skip, og muni ekki hafa lokið þvi fyr en árið 1921. Diesel-skipin hafa marga kosti fram yfir gufuskip, en aðalkostirnir eru þó i því fólgnir að reksturs- kostnaður þeirra er minni, minna rúm þarf fyrir olíu- en kola-forða, og þar er hvorki sót né kolareykur til óþæginda. Styrktar- og sjúkra-sjóður Félags íslenzkra símamanna var stofnaður i októbermánuði síð- astliðnum. Sjóðurinn er stofnaður og aukinn með tillögum frá félags- mönnum, sem eru mishá, eftir launahæð hvers einstaks, og svo er hann styrktur af félaginu. Sjóðinn á að ávaxta unz hann er orðinn 5000 krónur; þá má verja alt að */4 af ársvöxtunum til úthlutunar, en */* leggist við höfuðstólinn. Tilefni til stofnunar sjóðs þessa var m. a. það, að ungfrúnnar Ásta Sighvatsdóttir og Sólveig Björnsson gifu félaginu dýr- tiðaruppbót þá, er þeim var úthlntað, með þvi að par þurftu hennar ekki með, en höfðn »venð með* eingðngn af tilliti til meðstarfsfólks þeirra. >Elektrons.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.