Morgunblaðið - 02.04.1916, Síða 5

Morgunblaðið - 02.04.1916, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ S Afreksmenn. Oscar Mathisen, norski skauts- ffiaðurinn heimsfrægi, hefir nú enn þá einu sinni vakið á sér athygli, tneð að setja nýtt met á 5 rasta hraðhlaupi á skautum. Tíminn var 8 mínútur 36.3 sek., og er það 0.3 sek. skemra en fyrra heimsmet hans á þessari vegalengd (5 röstum). Oscar Mathisen, hefir verið 5 sinn- um heimsmeistari á skautahraðhlaupi, þrisvar sinnum Evropu-meistari, og sex sinnum Noregs-meistari. Hefir enginn maður áður leikið slíkt eftir, og mun víst bíða lengi að slikt hendi, eftir því sem kunnugir segja frá. O. M. hefir alla tíð verið »áhugamaður,« en nú kemur frétt um að hann ætli að verða atvinnu- maður í skautahlaupi. Þykir Norð- mönnum sejri von er sárt að missa hann — þetta átrúnaðargoð sitt (áhugamanna), þvi honum ber mest að þakka, þanD orðróm og orðstír er fer af Norðmönnum, sem skauta- mönnum. O. M. var aðeins 16 ára að aldri, er hann i fyrsta sinni gaf þær góðu vonir, að þar mundi verða bezti skautamaður Norðm., voniinar urðu að vissu, eins og nú allir vita. Þessi eru heimsmet hans: á V^röst 43a/5 sek. á 1 röst 2 min. 17a/5 sek. á 5 röstum 8 min 368/5 sek. og á 10 röstum 17 min. 228/B sek. O. M. er nú 28 ára að aldri, svo ætla má að hann eigi ennþá eftir að fullkomast meir i þessari ágætu íþrótt. En nú er hann að kveðja áhugamenn Noregs, og yfir því er grátur og gnístran tanna, en ekki dugir um að tala, hann fer til Am- eriku, þar sem aðalathvarf atvinnu- manna er um þessar mundir. Eftir maður O. M. er talinn vera Fristhist Paulsen, ungur efnilegur íþróttamað- or, hefir hann nýlega farið 5 rastir (á skautum) á 8 minútum 51.3 sek. Er hér nú auður bás, eins og Qienn sjá. Mundi enginn íslending- ur vilja skipa hið veglega sæti er O. M. gætti? Hvað segja nú Mý- vetningar ? Hannes Kolehtnainen finski hlaup- arinn, sem vann svo frækinn sigur ^ síðustu »Ólympisku-leikum«, á nú Þvi sjaldæfa láni að fagna, að hafa Sett öll met Ameríkumanna á hlaup- frá 2*/2 enskri milu til 10 CQskra mílna, og er þetta talið meira etl meðalröskleiki, þar sem og mað- örinn (H. K.) hefir að eins dvalið í ^öieríku rúmt ár. Heimsmet hans ( S röstum (vegalengdin frá Reykja- vik og jnn ag Elliða-ám) er 14 mín. sek. (1912). 5 enskar mílur enr hann hlaupið á 24 mín. sek. ^ú er H. K. trúlofaður, en hann ^eýmir ekki þess vegna að temja Sl8* Ekki er það þröskuldurinn, Set11 íþróttamenn stranda oftast á. .Prank Stoman, ameríkskur stúdent, '^P Va énska á mílu 48V5 sek undan vindi og því ekki viðurkent heimsmet. Meridits heimsmetið frá 1912 er því enn þá i sínu fulla gildi, en það var 48V5 sek. Litlu má nú muna. Wriqht, heitir sá að œttarnajni og er Ameríkumaður, er hæst hefir stokkið stangarhlaup til þessa og mældist stökkið að vera rúmar fjór- ar stikur (401,95 s.). í Aþenuborg 1896 (Olympisku-leikunum) stökk sá fræknasti stangarstökk 3.30. En 1912 í Stokkhólmi (Olympisku- leikunum) mæidist bezta stökkið 3,95 stikur á hæð. Svona er keppnin mikil á þess- um Olympisku-leikum. Aður var það einróma álit manna, að stangar- stökkvari yrði að vera stór vexti, til þess að fá nokkru áorkað, en nú er það margsannað, að þeir sem litlir eru vexti, standa sig engu síður. Mr. Wright er lítill vexti. E^ er hissa á hve fáir Islendingar leggja stund á stangarstökk, sem er þó með fegurstu úti-iþróttunum. Th. Elleqaard, heitir bezti hjól- reiðamaður Dana. Hefir hann orðið fimm sinnum heimsmeistari í hjól- reiðum. En galli er á, hann er nefnilega atvinnumaður, svo danskir áhugamenn njóta lítils góðs af hon- um. Hann er 38 ára að aldri, og cr enn þá talinn i röð þeirra frægustu atvinnumanna. Jean Bouin, franskmaðurinn frægi og snjalli, sem lengsta vegalengd hefir hlaupið á einni Uukkustund, nefnilega 19 rastir, 021,9 stikur (ár- ið 1913), er fallinu í stríðinu, eins og áður hefir frézt. Hafa Frakkar mist þar einn sinna beztu og glæsi- legustu íþróttamanna er sögur fara af. Enginn hefir enn þá yfirstigið þetta afrek I. Bouin, og eru þó margir búnir að þreyta slíkt, og ekki minni maður en Finninn H. Kolehmaninen. /. P. Mnller, sem nú er talinn vera frægasti og þektasti í)rótta- maður Dana, verður 50 ára að aldri 7. okt. næstk., og er enn þá hinn kátasti og duglegasti við íþrótta- tamningar, bæði að temja sjálfan sig og aðra. Þekkjum við íslendingar hann dálítið af æfinga-kerfinu »Mín aðferð*. Dvelur hann nú i London og æfir Englendinga (að sögn) áður en þeir leggja saður á vígvöllinn, á móti Þjóðverjum Er hann einnig framkvæmdastjóri hlutafélags nokk- urs, er lætur hann kenna æfinga- kerfi sín, og gefur það einnig út bækur þær er hann semur. Nýlega er kominn á markaðinn ný bók eftir hann, um nýtt öndunar- kerfi. Skal aðeins bent á það (íþrótta- mönnum), því oft vill á bresta með andadráttinn, við kappraunirnar. Höggunum er þeim hættast við, sem hæðst á ber, má J. P. Muller segja, landar hans sitja sjaldan á sátts höfði við hann. Vilja sumir ekki láta kalla hann áhugamann lengur, þar sem hann fái borgun fyrir starfa sinn i bágir iþrótta. En aðrir telja hann meiri uppeldisfræðing, og því sjálf fyrir hann að vera við þann eldinn er bezt brennur. Eru bækur J. P. Mullers fróðlegar og mjög skemti- legar aflestrar. Hvernig skyldi annars standa á því, að i bæ eins og Reykjavik. skuli ekki vera fjörugra iþróttalíf en er? Því erö engir hér til að taka við, er þeir fremstu verða að hætta um stund? Það er fjöldinn, sem á að æfa íþróttir, en ekki fáar hræður úr þjóðfélaginu. Kanske þetta lagist með árunum, eða þegar afreksmerk- ið ísl. kemur til sögunnar. »íslend- ingar viljum vér allir vera,« er oft sagt, en ætti ekki að bæta við, »og lifa á forni frægð*? Ahuqamaður, Falskir peningar. Frá Rotterdam er simað til danskra blaða nýlega, að mikið af brezkum sterlingspunda-seðlum séu nú i um- ferð í Þýzkalandi. Kvað þeim vera víxlað þar fyrir 25.40 mörk. »Times« ritar og um þetta nýlega og segir að seðlarnir hljóti að vera falskir. Það sé með öllu ómögulegt að brezkir seðlar -komist til Þýzka- lands svo nokkru nemi. Aðvarar blaöið hlutlatisar þjóðir, einkum Hollendinga og Dani, að taka seðla þessa sem góða og gilda, því það sé áreiðanlegt að þeir verði ekki innleystir, þegar þeir komi til London. Skotfæri Rússa. »Times« flytur nýlega viðtal við hermálaráðherra Rúss>, Polivanov hersnöfðingja. Með.d annars segir þar: Þegar eg tókst á hendur stjórn hermálanna, setti eg mér það mark að koma skotfæragerð nni í betra horf. Nú er gert þrisvar sinnum meira af skotfærum í Rússlandi en í ófriðarbyijun. Vér höfum töluvert meiri birgðir, en herinn þarfnast. Af riflum og fallbyssum höfum vér nóg, því þrátt fyrir ísinn við norður- strendur landsins, hefir aldrei með öllu tekið fyrir aðflutninga til okkar. Vér erum nú færir um að mæta Þjóðverjum hvenær sem er og hvar sem er. Hinn nýi her vor er ágæt- lega útbúinn. Zeppelin-lofiförin. Samkvæmt skýrslum, sem birtast í frönskum blöðum, hafa Þjóðverjar alls mist 24 Zeppelin-loftför siðan ófriðurinn hófst. Er þetta talið af- skaplegt tjón fyrir Þjóðverja, því auk Zeppelin-loftfaranna hafa þeir og mist fjölda flugvéla. t Jarðþrúðor Rósa Jónsdóttír dáin 26. desember 1916. Nú ertu sæl og hólpin komin heim þó hold þitt yrði dauðans píslarfórn og ert nú laus frá öllum þrautum þeim, er þrifust bezt af kærleikslausri stjórn. Og guðleg náð þig hrekur sízt frá sór, á sjúkrahúsi ei þarftu að hneppast nú og hefir betri bústað valið þór, hve blíð hún mælir föðurröddin sú. En hvortþeir munu hælastlengi umþað, sem hafa lftilsvirt þitt kvak í nauð, það verður ljóst á öðrum æðri stað þars ekki’ er vegið þurfamannsinsbrauð. Þá heimurinn bar böggvopn móti þór þitt hjarta leið oft marga beiska þraut, svo misskiiin af mörgum varstu hór er myrkva sló á þína æfibraut. En nú mun líka aftur orðið bjart og öll af hvörmum þornuð gremjutár og alt það böl, sem hér þig snerti harfc nú horfið, gleymt og gróin hjartasár. Nú meiðir þig ei mannleg tunga nein né megnar framar nokkur illgjörn hönd, að leggja fyrir fót þinn minsta stein þars frjáls og óháð lifir nú þfn önd. Og þeir sem vildu þekkja rótt þín spor með þökk og virðing kveðju senda þór og sá er eflaust margur meðal vor, sem minna hreint og göfugt innra ber. Og guð er sem það getur metið rétt það gildir lfka um þig dómur hans, hann hefir engum öðrum fyrir sett að eiga hinsta dómsvald nokkurs manns. Og vertu sæl þig signi nú hans hönd og sálu þína gleðji’ um eilíf ár. Þar aldrei nein þig binda þrautabönd nó bjarta hvarminn lauga sollin tár. X. Giftar kenslukonur. Til skams tima var kenslukonum i Þýzkalandi bannað að ganga í hjónaband. Alveg eins og kaþólskir prestar urðu þær að lifa ógiftar eða missa stöðu sína ella. Þegar ófriðurinn hófst og mann- fall fór að verða í liði Þjóðverja, fóru að heyrast raddir um það, að það væri nauðsynlegt að leyfa ekkj- um eftir fallna hermenn að komast að kenslukonu-störfum, þótt þær ættu börn og fyrir heimili að sjá. En það var áður ætið álitið, að það tvent gæti ekki sameinast að gegna heimilisstörfum, ala börn og gæta þeirra, og gegna kenslustörfum. Þjóðverjar álitu að annaðhvort hlytt

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.