Morgunblaðið - 12.04.1916, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.04.1916, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Ráðherraskifti í Rússlandi. (Hamilton Fyfe, fréttaritari »Daily Mail* sendi blaði sínu grein þessa um mánaðamótin síðustu). Blöðin hérna (í Petrograd) harma það mjög að Polivanoff hermálaráð- herra skuli hafa sagt af sér. En þeim ber þó saman um það, að hermálunum muni vel borgið í hönd- um liins nýja ráðherra, Chouvaieff hershöfðingja. Hann hefir áður verið yfirumsjónarmaður matvæla og klæðn- aðar handa hernum og fórst það mjög vel úr hendi. Hermennirnir hafa verið vel fataðir og fæddir. Nýi ráðherrann er 62 ára að aldri. Hann hefir'jafnan unnið að útbún- aði hersins, en aidrei stýrt liði í orustum. Honum hafa því aldrei hlotnast nein heiðursmerki. En það er samt sem áður enginn óhagur fyrir hann í hinni nýju stöðu. Það ætti meira að segja fremur að bera vott um hæfileika hans til þessa starfa, því að það er betra að hermála- ráðherra sé góður tilfangamaður heldur en hermaður. Herstjórnin hvilir öll á herðum herstjórnarráðu- neytisins. Polivanoff hershöfðingi lét af embætti sökum þess, að nokkru leyti, hvað það er erfitt. Galliene hermála- ráðherra Frakka varð þess lika var að embætti þetta er of erfitt fyrir aldraðan mann, nema um stundar- sakir. Starf Polivanoffs í þágu Rússa og bandamanna er mjög lofsvert. Hann tók við embættinu þegar her- inn var á undanhaldi, vegna þess að hann skorti skotfæri. Nú þegar hann fer frá, hafa Rússar eigi einungis tekið sér óvinnandi stöðvar, heldur sækja þeir nú einnig fram. Þeir hafa nú slíka gnægð skotfæra, að á spréngi- kúlnakassana er letrað stórum stöf- um: »Sparið okkur ekki«. Af rifl- um eru til nægar birgðir, eigi ein- ungis handa hernum á vígvellinum heldur einnig handa hinum nýju herjum, sem verið er að mynda um þvert og endilangt landið. Sprenging. Fyrst í þessum mánuði varð sprenging allmikil í verksmiðju í Wilhelmshafen. Vann sú verksmiðja eitthvað úr heiðarlyngi, sem Þjóð- verjar hafa keypt dýrum dómum af Dönum og Norðmönnum. Þykj- ast menn vita með vissu, að þeir hafi fundið eitthvert ráð til þess að vinna sprengiefni úr lynginu. Við sprenginguna særðust margir franskir fangar, en tveir biðu bana. Kemur þá í ljós að Þjóðverjar nota hertekna menn til þess að vinna að skotfæragerð, en það er með öllu gagnstætt alþjóðareglum Haag-sam- þyktarinnar. S3Ð DAG BÓB)IN. Afinæli í dag. Elisabeth Þórðard., húsfr. Júl, ísaf. Jónsd., húsfr. ValgerSur Jónsd., húsfr. Guðm. H. Þorvarðss., verzlm. Jón Bertelsen, bakari. Þórarinn Bjarnason, skipstj. Sólarupprás kl. 5.10 f. b. S ó 1 a r I a g — 7.49 e. h. Háflóð í dag kl. 1.10 f. hád. og kl. 1.46 e. hád. Veðrið í gær: Þriðjudaginn 11. apríl. Vm. n. sn. vindur, frost 1.5 Rv. n. kaldi, frost 2.5 Íf. n.a. hvassviðri, frost 5.7 Ak. n. kaldi, frost 4.5 Gr. Sf. n.v. hvassviðri, frost 2.7 Þh. F. v.s.v. st. kaldi, hiti 5.0 Augnlækning ókeypis kl. 2—3 í Lækjargötu 2 (uppi). Óvarkárni. Þegar Gullfoss var að leggjast upp að bryggjunni hórna í fyrrakvöld, þyrptist þangað múgur og margmenni og mest þó krakkar um fermingaraldur og yngri. Voru þau að hlaupa á hlá-bryggjubrúninni og þvælast fyrir þeim, sem voru þar að vinna til þess að taka í móti skipinu. Það hefði nú ekki þurft að muna miklu, að krakkarnir hefðu hrokkið fram af bryggjunni og slasast — en það var eins og engum kæmi til hugar að banna þeim að vera þarna. Vér vit- um nú ekki, hvort það er beldur hafnarvarðarins eða lögreglunnar að banna krökkum að vera þarna, þegar skip eru að fara eða koma, en einhver á að banna þeim það með harðri hendi. Þilskipið »Sigurfarinn« kom hingað í gær með um 8000 af þorski og mann, sem slasast hafði um borð. Fermingin fer í hönd. Eru prest- arnir nú að »spyrja« börnin, sem svo er kallað. Föstuguðsþjónusta í Dómkirkjunni í kvöld kl. 6. Síra Bjarni Jónsson pródikar. Ymir kom inn til Hafnarfjarðar í gær með um 60 smálestur af fiski. Hafði verið úti í 11 daga. Ingólfur kom að sunnan í gær og sagði alveg aflalaust i verunum hór suður á nesinu. í Sandgerði reri bát- ur á mánudag og hafði ágæta beitu, en fókk sama sem engan afla. Ekki verður fiskvart í lagnet. Einn bátur, sexæringur, form. Sveinn Jónsson Brekkustíg 14, lagði fiskinet í fyrradag norðarlega á Sviðinu, en gat ekki vitjað um í gær vegna hvassviðris. Tveir enskir botnvörpungar komu hingað inn í gær. Hafði vír flakzt í skrúfunni á öðrum, og varð hinn þá að draga hann hingað til viðgerðar. Geir var fenginn til þess að ná vírnum úr skrúfunni. Þrekraun. Þessi saga er sögð af tveimur flugmönnum frönskum og á að vera dagsönn. Liðsforingi nokkur hafði fengið skipun um það að fljúga ásamt und- irliðsforingja einum, og komast að raun um hvar Þjóðverjar hefðu falið eitthvert skotvígi, sem gerði Frökk- um mikið tjón. Undirliðsforinginn hefir síðar sagt svo frá: Þegar við komum yfir stöðvar Þjóðverja sáum við eigi einungis eitt skotvígi heldur þrjú, og um leið var beint að okkur hræðiiegri skothríð. »Þarna eru þau«, hrópaði liðsfor- inginn og steytti hnefann i áttina til skotvígjanna. »Nú er starfi okkar lokið. Snúum við sem hraðast.« Eg snéri flugvélinni skjótt, en tæp- lega höfðum við flogið 500 metra þegar skothríðin varð helmingi ákaf- ari en fyr. Við reyndum að komast út úr þessu helvíti, en kúlurnar brustu jafnt og þétt alt í kringum okkur. Drunurnar voru svo ægi- legar að mér fanst sem höfuð mitt mundi springa og mér sortnaði fyrir augum. Þrátt fyrir það hélt eg flugvélinni í sömu hæð. »Eruð þér ósærður?* hrópaði eg til liðsforingjans, en fékk ekkert svar. Mér fanst skapadægur mitt vera komið og fól Guði önd mína. Alt í einu heyrði eg liðsfor- ingjann hrópa: »Hærral« Eg hlýddi undir eins, og það mátti ekki muna hársbreidd því að annars hefðum við rekist á kirkjuturn og vélin farið í smámola. »Þakka yður fyrir liðs- foringi,* mælti eg, »en þér verðið að afsaka því að nú er eg ekki fær um að stýra lengur. Eruð þér sár?« — Já, hættulega held eg,« mælti hann. »Eg er ákaflega máttlaus.* Litlu seinna sagði hann: »Stýrið nú til vinstri, lengra til vinstri. Nú er það gott. Beint áfram.c Skothríð Þjóðverja óx enn og vissi eg þá að við mundum vera yfir fremstu varnarstöðvum þeirra. Og rétt á eftir hrópaði liðsforinginn: »Nú erum við komnir heim aftur. Eg sé félaga okkar, sem biða eftir skýrslu okkar. Lendið I Eg heyrði ekkert meira, en rétt á eftir kom flugvélin niður á jörðina. Menn þyrftust utan um flugvél- ina en sáu þar sorglega sjón. Und- irliðsforinginn var blindur á báðum augum — og fær aldrei sjónina framar — en liðsforinginn lá í hnipri — dauður. Morg'unblaðið bezt. Forsetakosning- arnar í Bandaríkjunum. »Daily Mail* flytur þá fregn þann 3. þ. m. að þeir Roosevelt og Elihu Root hafi ákveðið að vinna saman við næstu kosningar, þannig, að hvor þeirra sem fær meira fylgi við undir- búningskosningar og líklegri til þess að ná sigri, verður einn í kjöri af hálfu stuðningsmanna beggja. Þykja þetta stórtíðindi þar vestra og sam- einast nú allir þeír, sem andyígir eru Wilson, um einn og sama mann. Og fyrst svo er, þá eru taldar litlar likur til þess að Wilson muni verða endurkosinn. Hingað hefir nú borist fregn síðar um það að Roosevelt verði í kjöri af hálfu »Republikana«-flokksins. Er það þá ljóst að hann hefir haft meira fylgi en Elíhu Root við undirbún- ings-kosningarnar og að Elihu Root verður ekki i kjöri að þessu sinni. .. 1 ......... Algert hafnbannP Bretar hafa ákveðið að fella úr gildi 19. grein Lundúna-samþyktar- innar og hafa þeir með því tekið sér rétt til þess að stöðva hlutlaus skip, sem eru á leið til opinna hafna. Hefir þetta valdið miklu umtali á Norðurlöndum og þykir sýnt að fetta muni hafa mikil áhrif á sigl- ingar hlautlausra þjóða. Tilgangur- inn er auðvitað sá, að einangra Þýzkaland sem mest. Sum hlöðin á Norðurlöndum l^ta það álit sitt í ljós að þetta muni undanfari þess, að algert hafnbann verði tilkynt (á Norðurlöndum) og muni þetta nafa ráðist á ráðstefnu bandamanna í París. Ófriðar-orsakir. Síðan á 16. öld hefir 44 sinnum verið hafinn ófriður til landa í Ev- rópu, 22 sinnum til þessað skattskylda lönd og heimta skatt, 24 sinnum hef- ir ófriður verið hafinn í hefndarskyni, 8 sinnum til þess að fá viðurkend ein- hver réttindi, 6 sinnum vegna sund- urþykkju landsbúa, 41 sinni hefií verið barist um konungdóm, 3 0 sinnum hefir stríð verið hafið undil því yfirskyni að hjálpa bandaþjóð. 23 sinnum vegna valdagræði, 5 sinú' um vegna þrætu í verzlunarmáluúb 35 sinnum hefir verið hafin bofg' arastyrjöld og 28 sinnum trúbragð*' bragðastyrjöld. Samtals hafa nú ?er‘ ið háðar 286 styrjaldir á 300 árur° — eða nær ein styrjöld til jafnaðai1 á ári.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.