Morgunblaðið - 06.05.1916, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.05.1916, Blaðsíða 1
Ijaugard. 3. árgrangr 6. maí. 1916 MORGDNBLADIÐ 182. tðlublað Ritstjórnarsími nr. 500 Ritstjóri: Viihjálmor Finsen. ísafoidarprentsmiðja Afgreifeslusimi nr. 500 BIQ Reykjavlkur |B!0 Biograph-Theater Talsími 475. Heimsskautslandaför capt. Kleinschmidts í 7 þáttum. sýnd í siðasta sinn i kvðid. Tölus. sæti kosta 0.75, nlm. sæti 0.40 og barnasaeti 0.15. Morg'unblaöiö bezt. K. F. U. ffl. Knattspyrnufél. Valur. Æf- ing í kvöld kl. 8. Mætið stundvíslega! A morgun kl. 10: Sunmidagaskólinn. Foreldrar! Hvetjið börnin til að mæta stundvislega. Arni Bwitsn umboðs & heildsala Hotel Island. Reykjavík. Talsími 585. Heildsölubirgðir af Manufakturvörum Hessians Cigarettum Tóbaki Kartöflum o. fl. koma með næstu skipum. Mannborg orgel-harmóníum eru búin til af elstu verksmiðju Þýzkalands í sinni grein. Stofnuð 1889. Dassel forte-piano og flygel hafa hlot- ið einróma lof heimsfrægra snillinga. Meðmæli fjölda hér- lendra kaupenda að hljóðfær- unum til sýnis. Odeon grammofóna og plötur á þ. útvegar ■Umboðsm. fyrir ísland, G. Eiríkss, Reykjavík. Uttgur maður, 16—20 ára, getur fengið fasta atviunu við að keyravörur í bæinn. Tilboð merkt Ársæll, þar sem tekin er fram kaupkrafa, sendist á skrifstofu blaðsins. Tilki)tming. Jón Vilhjálmsson skósmiður hefir flutt vinnustofu sína á Vaínssííg 4 Erl. simfregnir Opinber tilkynning frá brezku utan- ríkisstjórninni í London. London 5. mai Flotadeild léttra beitiskipa brezkra kom Zeppelinloftfari fyrir kattarnef í gær hjá ströndum Slésvíkur. Frá fundi bæjarstjörnar 4. maí. Sjúkrasamlagið hafði farið fram á aukinn styrk úr bæjarsjóði. A fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir að veita félaginu 2 króua styrk á hvern hluttækan samlags- mann, eða alt að 900 krónum. En sjúkrasamlagið fór fram á að fá 1300 krónur. Þetta erindi hafði áður legið fyrir fjároagsnefnd, en hún hafði ekki viljað gera' neinar ákveðnar tillögur fyr en hún hafði fengið upplýsing- ar um ýmsa liði í reikningi sam- lagsins. Meðal annars þóttu henui ótrúlega há útgjöldin fyrir læknis- hjálp (2856,35 kr.) og lyf (2000 kr.). Stytktir sjúklingar voru 68, þar af 9 börn, og legudagar 1533. Var því læknishjálp nær 2 kr. til jafnað- ar á hvern legudag. — Það hafði vitnast í málinu að fleiri samlags- menn höfðu þegið lækníshjálp, en þeir einir, sem rúmfastir lágu. Fjár- hagsnefnd komst einnig að því, að samlagið hefir gert samning við flestalla lækna bæjarins um hjálp þeirra, þannig, að hún sé reiknuð með héraðslæknis taxta -7-25 °/0. Nefndinni fanst nú sem spara mætti eitthvað með því að skifta að eins við færri lækna og lagði því til, að bætt yrði 300 krónum við styrkinn úr bæjarstjóði, »en vænti þess þá jafnframt að sem mestrar hagsýni sé gætt af stjórn samlagsins um greiðslu fyrir læknishjálp og lyfc. Var dllaga nefndarintiar samþykt. — Þess má geta að samlagsmenn eru 638, og ætti bærinn að greiða 2 kr. styrk á hvern mann, þá yrðu það 1276 kr. En það er eigi til- ætlunin að halda þannig áfram, hve mjög sem samlagsmönnum fjölgar. HoIræsag)ald. Jónas Jónasson lögregluþjónn fór fram á það, að fá eftir gefið holræsi- gjaíd af erðafestulandi sinu við Fram- nesveg og urðu talsverðar umræður um það mál og vitnað til holræsa- laganna. Benedikt Sveinssyni þótti það sýnt á lögunum og bar enn- fremur fyrir sig orð framsögumanns þeirra á þingi (M. Tb. Blöndahls), að holræsagjalds yrði eigi krafist af erfðafestulöndum. Vildi hann að heldur yrði tekinn upp sá siður, að taka holræsagjald af löndunum jafn- harðan sem þeim rði breytt í bygg- ingarlóðir. Fjárbagsnefnd vildi synja beiðni Jónasar og láta þá dómstólana gefa úrskurð, ef Jónasi sýndist að leita réttar sins hjá þeim. Borgarstjóri gat þess að fleiri samskonar beiðnir hefðu komið fram frá búendum við Njálsgötu og Grettisgötu og mundi fjárhagsnefnd líta svo á, sem þeim væri öllum svarað með því hvernig yrðu undirtektir bæjarstjórnar við beiðni Jónasar. Eftir nokkurt þjark var samþykt tillaga frá borgarstjóra um það, að feia fjárhagsnefnd að leita samninga við Jónas um greiðslu holræsagjaldsins, jafnharðan sem land- inu yrði breytt í byggingarlóð. Leikvellir. Leikvallanefndin kom fram með beiðni, um það að meiga veita 250 krónur af því fé, sem leikvöllunum er ætlað, til eftirlits með þeim í sumar. Skýrði Bríet málið og sagði, að þá er nefndin hefði farið að skoða leikvöllinn hjá Grettisgötu um daginn, þá hefði þar verið svo ófagra sjón að sjá, að því yrði eigi með orðum lýst. Um áhöldin væri það að segja, að margt væri brotið og sumu stolið. Læstur skúr brotinn NYJA BI O Carmen Allir, sem einhvers meta kven- lega fegurð og sanna leiklist komi í Nýja Bíó í kvöld, því þar verður sýnd i síöasta sinn þessi ágæta mynd, sem hin heimsfræga Ieikkona Fr. Robinne leikur i. III 1 LeMag Reykjavíkar ■ Enginn | getur gizkað á. B B Sjónleíkur í fjórum þáttum eftir Berh. Shaw. Sunnud. 7. maí kl. 8. i Iðnaðarmannahúsinu. Tekið d móti pöntunum i Bókverel. Ita- foldar nema þd daga tem leikið er, Pd eru aðg.midar teldir i IOnó. — Pantana té vitjað fyrir kl. 8 þann dag tem leikib er. upp, borð og bekkir tekið þaðan út, bekkirnir þrir brotnir, borðið brotið og komið upp á skúrinn, snúran úr flaggstönginni, slitin rólukengurinn brotinn og grasbletturinn sundnrtraðk- aður. Eftir þessa ófögru lýsingu sam- þykti bæjarstjórnin að gefa nefndinn heimild til þess að eyða 250 krón- um til umsjónar með vellinum i sumar. Kol og olía. Jðrundur Brynjólfsson bar fram tillögu um það, að kosnir yrðu 3 menn i nefnd til þess að athuga hvort eigi mundi fært að kaupa handa bænum skipsfarma af kolum og olíu, sem síðar yrðu seldir al- menningi með sem vægustu verði. Þótti honum bera til þess brýna nauðsyn að einhverjar ráðstafanir yrðu gerðar um þetta sem fyrst. Kol væru nú komin í geypiverð og verð á steinolíu hefði nú nýlega hækkað um nær 16 krónur tunnan og það væru þess vegna litlar likur til þess að fátækiingar gætu aflað sér þeirra í haust og vetur. Það mundi ehg- inn félagsskapur hér i bænum um það að reyna ná i þessar vörur, enda væri það eigi á færi annara en þeirr.1, sem annaðhvort hefðu mikið lánstraust eða nokkurt fé með hönd- um. — Bæjarstjórnin samþykti þeg- ar tillöguna og voru í nefndina kosnir þessir menn: Borgarstjörí, Hannes Hafliðason og Jörundur Brynjúlfsson. *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.