Morgunblaðið - 06.05.1916, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.05.1916, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ J Tlgæt TTlorgunkjóíatau. nawCdmjfknaMm DAðBöíflN. ezzzi Afruæli í dag. Vilborg Jónsdóttir, verzlunark. Sig. Jónsson, barnakennari. Sólarupprás kl. 3.47 S ó 1 a r 1 a g — 9.3. Háflóð í.dag kl. 7.49 f. b. og kl. 8.10 e. h. Veðrið í gær. Föstudaginn 5. maí. ’Vm. n. andvari, frost 0.4. Rv. n. stinnings kaldi, frost 0.6. Íf. na. hvassviðri, frost 3.0. Ak. nnv. kul, frost 3.0. Gr. logn, frost 2.5. Sf. na. gola, frost 2.0. Þh. F. n. gola, frost 1.2. Obenhanpt ætlar að reisa verzlun arhús úr steinsteypu á horni Grundar- stígs og Bjargarstígs. Verður það hús nr. 12 við Grundarstíg. Messað á morgun í Fríkirkjunni í Reykjavík kl. 12 á hád. (Ól. Ól.) alt arisganga. Kl. 5 síðd. (Har. N.). Endurskoðendur Ellistyrktarsjóðs- reikningsins fyrir 1915 hafa verið kosnir þeir Magnús Helgason og Sigurður Jónsson. Sveinn Jónsson trósmiður hefir boðið bænum forkaupsrétt að erfða- estulandi ásamt húsi nr. 108 við Lauga- veg. Vill Jensen-Bjerg í Vöruhúsinu kaupa, og á verðið að vera 13.000 kr. — Fasteignauefnd hefir nú málið til athugunar. Fjárveitingar úr bæjarsjóði. Samþ. hefir verið í bæjarstjórn við aðra um- ræðu, að veita 1000 krónur til vegar meðfram sjónum frá Ingólfsstræti að Klapparstíg, og kaupa erfðafestuland það, er Hannes Thorsteinsson eand. jur. bauð bænum forkaupsrótt á fyrir 15 þús. krónur. — Fjárveitingar þær, sem samþyktar voru á síðasta bæjar- stjórnarfundi — fram yfir þessa árs áætlun — nema þvf 1800 krónum — 1000 kr. afborgun af erfðafestulandinu, 500 kr. til vegarins og 300 kr. til Sj úkrasam lagsins. Sandtakan. Bæjarstjórn hefir sam- þykt, eftir tillögu fasteignanefndar, að banna alla sandtöku á Eiðsgranda, þeg- ar i stað. Er þetta gert vegna þess, að skemdir eru þegar orðnar talsverð- ar af sandtöku þar. Elliðaárnar. Þrjú tilboð komu í veiðina í Elliðaánum í sumar: Frá Einari Erlendssyni . kr. 3500.00 — Pótri Ingimundarsyni — 4000.00 — Sturlu Jónssyni . . — 4100.00 Samþykt að taka tilboði Sturla kaup- manns, og hefir hann nú árnar á leigu. Nýtt íshús. Hér í bænum er nj- stofnað hlutafélag, sem hefir í hyggju að reisa íshús á lóð hjá Frikirkjuvegi, sunnan við kirkjuna. Hefir fólagið keypt þa lóð. Það sendi bygginga- nefnd bráðabirgðauppdrátt að þessu husi, og hefir þeim Jóni Þorlákssyni og Sveini Jónssyni trósmið verið falið að athuga málið. Botníu-póstnrínn. Mikil vonbrigði voru það, sem menn urðu fyrir í gær- morgun, þegar menn ætluðu að sækja Botníu-bréfin í pósthólfin. Það kom upp úr kafinu, að Bretar höfðu að eins sent böglapóstinn, en haldið öllum brófapóstinum eftir. Er þetta alveg óskiljanlegt tómlæti hjá B>etum. Það er lítið hægt að segja við því, þó þeir taki póstinn, rannsaki hann og taki úr honum allar þýzkar vörur og jafn- vel öll þyzk bróf, þó það í raun og veru sé gagnstætt lögum og rótti. Maður er orðinn svo vanur því, að sjá ófriðarþjóðirnar brjóta alheimslög á þessum tímum. En maður virðist geta krafist þess, að Bretar skili undir eins aftur þvf, sem þeir á annað borð ætla að skila aftur, í stað þess að halda því í margar vikur. Geta stjóinarvöldin og brezku ræð- ismennirnir ekkert geit til þess að hindra slíkt? Eða hefir engin tilraun verið gerð til þess? Island fer frá Kaupmannahöfn á morgun áleiðis hingað. Seglskip er nýkomið frá Spáni með saltfarm til Mr. Hobbs. Mjölnir. Honum var loks slept á miðvikudaginn úr haldinu í Lerwick. Síðdegismessa í Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði kl. 5 á morgun (sr. Á. B.). Fermingarbörn spurð í messunni. í gær var farið að rífa niður skúr- inn á Godthaabs-lóðinni, sem Gunnar Gunnarsson fókk leyfi til að reisa þar eftir brunann í fyrra. Nathan & Olsen ætla að fara að byggja undir eins, og er ráðgert, að húsið verði fullsmíðað um nýár. Carmen, kolaskip, kom hingað síð- degis í gær, með kol til »Kol og Salt«. Þykir líklegt að það skip hafi að færa póstinn eldgamla úr Botníu. Gifting. í fyrradag voru gefin sam- an í hjónaband Guðrún Jónsdóttir og Kristjón Jónsson kaupm. og fóru þau samdægurs norður á Blönduós með Goðafossi. Færeysk þilskip eru hór alt af öðru hvoru. Selja sum þeirra aflann hér að einhverju leyti. Nýtrúlofnð eru Þórður Guðmunds- son frá Kvígindisfirði og yngismær Indriðína Indriðadóttir frá Patreksfirði. Fyrirlestur. Húsfrú Þórunn Sievertsen frá Höfn í Borgarfirði heldur fyrirlestur i kvöld k!. 9 í Goodtemplarhúsiuu um norks skáld. Hún er gáfuð kona og prýðisvel mentuð, og það hygg eg að hún muni bezt máli farin allra íslenskra kvennn, þeirra sem nú eru uppi. En Reykvíkingar hafa ekki áður átt kost á því að heyra til hennar. Fyrir því vek eg athygli manna á þessum fyrirlestri hennar. Mér er kunnugt að ágóðinn á að renna í Landsspítalasjóðinn. 6. maí 1916. G. Björnson. Fyrirspurn. Er það satt, sem mælt er, að Jónas htnnari frá Hrijlu, ungmenna- >leiðtoginn« (ritstjóri »Skinfaxa«, málgagns Ungmennafélaganna m. m.), standi á bak við ýms af síðustu daga tiltækjum verkamanna og háseta? Og þar á meðal þau tiltækin, sem gegndarlausust eru? — Tilheyrir hann þessari stétt, eða er hann að sýna það með þessu, að hann finni sérstaklega til »ábyrgðar« hennar? Hví kemur hann ekki sjálfur fram á sjónarsviðið, en otar fyrir sig Ólafi Friðrikssyni ? Spurull. Svar: Það er altalað í bænum, að Jónas þessi standi á bak við háseta-verk- fallið, en ekki getum vér fullyrt að svo sé. Það vitum vér þó, að Jónas mætti að minsta kosti á einum fundi með hásetum og talaði þar »nokkur vel valin orð«, eins og einn hásetanna komsl að orði við oss. Jonas frá Hiiflu er »fastur« auka- kennari við kennaraskólann og er því opinber sýslunarmaður. Þá kennir hann og eitthvað í Barnaskóla Reykja- víkur og er því einnig í bæjarins þjónustu að nokkru leyti. Sé það satt, að hann eigi nokkurn þátt í því að hvetja háseta til þess að yfir- gefa skipin, þá virðist það atferli ekki geta samrýmst stöðu hans sem »uppeldisföður« og læriföður ung- dómsins. Eigi hann nokkurn þátt í verk- fallinu, þá mun þetta vera ástæðan til þess, að hann ekki kemur opin- berlega fram, en otar öðrum fyrir sig. — Annars væntum vér þess, að Jónas gen sjálfur hreint fyrir sínum dyrum.. Goltz hershöfðingi látinn. Von der Goltz hershöfðingi lézt seint í fyrra mánuði suður i aðal-- herbúðum Tyrkja hjá Tigris. Bana- mein hans var heilablóðfall og lá hann að eins skamma hríð. Hann var með kunnustu hers- höfðingjum Þjóðverja, en nú á gamalsaldri, rúmlega sjötugur. Eftir að Þjóðverjar höfðu náð Belgíu á sitt vald, var hann skipaður þar landstjóri, en leystur frá því starfi seint i fyrravetur og sendur til Miklagarðs til þess að vera önnur hönd Envers Pasha um hernaðar- mál öll. Þegar þótti sýnt að banda- menn mundu aldrei fá unnið Hellu- sund og Gallipoliskaga, var Goltz sendur suður til Mesopotamiu til þess að hafa yfirstjórn Tyrkjahers þar. Bretar sótlu þá fram þar sem ákafast og stóð Tyrkjum ógn af þeim. En Goltz tókst að stöðva framsókn þeirra, svo sem kunnugt er orðið. Hann andaðist nokkrum dögum áður en Kut-el-Amara gafst upp. Verkfallið. Svo sem búast mátti við, eins og sakir standa, komst ekkert samkomu- lag á í gær. Og það sem verra er, [>að munu vera litil líkindi til þess, að sætt komist á fyrst um sinn. Út- gerðarmenn hafa ákveðið, að leggja skipum sinum upp um óákveðinn tima. Munu þá samningatilraunir af hálfu þeirra falla niður af sjálfu sér, enda óhugsandi, að þær tilraunir geti borið nokkurn árangur fyrsta kastið. Þá er svo komið, sem almenning- ur óttaðist mest: botnvörpuútgerðin hefir verið stöðvuð. Allir heilvita menn sjá, hvílíkt voðatjón það er fyrir þetta land og þenna bæ. Það mun ekki vera ofhátt reiknað, að tjónið nemi um 40 þús. kr. á degi hverjum. Á einum mánuði bíða ís- lendingar því 1200 þús. kr. tjón — og alt þetta fyrir ofstæki nokkurra einstakra manna, sem málinu eru óviðkomandi. Þær eru ekki glæsilegar horfurnar fyrir fátæka fjölskyldumenn, sem verið hafa hásetar á botnvörpungum, en sem nú er bannað að stunda heiðarlega atvinnu sína. Það er óliklegt, að þeir hafi margir sparað sér saman svo mikið fé, að þeir geti framfleytt lífinu 1 sér og fjölskyld- unum um margra vikna skeið. Sjálfir geta þeir ef til vill komist af, en þunga byrðarinnar bera konurnar og smábörnin, sem sitja soltin heima, Þær og börnin hafa ekkert unnið til saka og eins og oft vill verða margir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.