Morgunblaðið - 23.06.1916, Side 1

Morgunblaðið - 23.06.1916, Side 1
^8stu<iag 23. ltiní 1916 MOEGDNBLADID 3. árgangr 228, töliíblað ^stjórnarsími nr. 500 Rustjöri: Vilhiimmr Finsen. Isaíoldarprentsmiðja 0. F. 986239. Reykjavíkiir Ipin Biograph-Theater ID > U Talalmi 475. | laganna nafni. ^yoilögregluleikur í 3 þáttum 72 atriðum. Af arspennandi og vel leikinn af «.*. flokks leikurum. ^Udór Hansen læknir 10. Heima kl. 1—2. Ra' -^pið Morgnnblaðið. Tobler’s át-chokolade er eingöngn búið !168& 8t& cacao’ sykri °£ mjálk. Sér- ,|ll skal mælt með tegnndnnnm °c*€i ‘Berna., >Amanda«, >Milk«. Tobler’s °k°ko]ade er ódýrt en ljúffengt. «. Tobler’s 'Vst. *anpa allir sem einu sinni hafa ^kntt er nærandi og bragðhetra en aa®að cacao. J. Qsólu fyrir kaupmenn, hjá G. Eirikss, Reykjavik. ,HrJ* símfregnir é,taritara ísaf. og Morgunbl.). j> ^aupm.höfn, 21. ]úní. tu ^afa sent herlið ti^land8 um Arkan- VeV6rjar hafa dregið v.^ llö frá vígvellin- Kð ^ ^erdun og sent UtíSís St,lr gegn Ttússum. haia farið yflr Wav.í,ltit i Búkovinu. ^eventl°w greifl Síangaveiði. Þeir sem ekki hafa ennþá ráðstafað sér í sumarfríinu geta nú fengið ágætt tækifæri til sumardvalar, með því að leigja stangaveiði í Þverá í Borgarfirði. Áin er leigð um styttri og lengri tíma milli Ingólfsferða í júlí og ágúst. Verðið mjög sanngjarnt. Allar upplýsingar gefur. Lárus Tjeldsíed, yfirdómslögmaður. Enn um verkíöll. Meðan síðasta þing sat hér á rökstólum fóru símamenn fram á það að fá kauphækkun (dýrtíðar- uppbót), en hótuðu ella að leggja niður vinnu. Málið var jafnað án þess að til verkfalls kæmi. En þing- ið rauk upp til handa og fóta og samdi lög, sem banna opinberum starfsmönnum að hefja verkföll. Þetta var nú auðvitað gott og blessað, en lögin hefðu átt að ná lengra. Þau hefðu átt að banna öll verkföll hér á landi og eitt af því sem næsta þing verður að gera er það að breyta lögunum þannig og láta gerðardóm skera úr um ágrein- ingsatriði verkveitenda og verka- manna. Til þessa er ærin ástæða, eftir tíðindi þau, sem gerðust hér í í vor, þá er hásetar lögðu niður vinnu. Og til þess hefði verið ærin ástæða áður, því að allir vita — eða ættu að vita — hvílík þjóðarmein verkföll eru erlendis. Það sem ýtir undir mig að minn- ast á þetta, er smágrein, sem eg sá i Morgunblaðinu í gær, um það að. verkamenn væru nú að koma á fót verkfallssjóði. Þetta sýnir það, að þeir ætla ekki að láta sér segjast, þótt svo færi um Hásetaverfallið sem raun varð á. Þeir ætla sér að eins að hafa nú meiri fyrirhyggju en áður, vera sterkari á svellinu þegar þeir hefja verkfall næst. Og að þeir ætli sér að hefja verkfall þegar þeim lízt, sézt á þessari sjóð- stofnum. Vonandi er það að þingið veiti þessu alvarlega máli athygli og reyni að greiða fram úr því eins og bezt það getur. Gerðardómar verða beztir í slíkum deilumálum. Ættu hvorir tveggja verkamenn og vinnuveit- endur að láta sér vel líka, að hlíta hlutlausum gerðardómi, enda er það sanngjarnast hvernig sem á málið er litið. Vík. ■ 1.1.-1 --- Kalknámurnar í Esjunni. Hér er i undirbúningi stofnun félagsskapar í þeim tilgangi að rann- saka grandgæflega, hvort tiltækilegt muni vera að vinna kalk úr Esjunni. Eru það þeir Daaíel Daníelsson og Guðmundur Breiðfjörð blikksmiður, sem gangast fyrir þessu. Hafa þeir snúið sér til eiganda námunnar, Björns Kristjánssonar bankastjóra, og er hann fús til þess að semja um námuréttindin, þó ekki fyr en nægilegt fé er fengið til þess að náman verði rannsökuð til hlítar. Er gert ráð fyrir að það muni ekki kosta minna en 5 þús. kr., liklega þó heldur meira. Hefir nú verið sendur út listi meðal ýmsra máls- metandi framfaramanna í bænum og þeir beðnir um að skrifa sig fyrir einhverri upphæð til styrktar fyrir- tækinu. Ef það skyli þykja tiltæki- legt að hefja þarna kalkbrenslu, þá verður myndað hlutafélag í þeim tilgangi, og þeir auðvitað látnir ganga fyrir, sem styrkt hafa rann- sóknina með fé. Þannið er þá þetta mál komið á dálítinn rekspöl. Það er óneitanlega ' mjög mikilsvert að fá vissu fyrir þvl, hvort unt sé að reka kalkbrenslu í Esjunni, og þeir dugnaðarmenn, sem beita sér fyrir þvi, eiga sannar þakkir skilið. Það má ekki byggja eingöngu á fyrri reynslu með þessa kalkbrenslu. Vissulega voru það sannir dugnaðar og framfaramenn, sem þá stóðu fyrir þvi, og engum kemur til hugar að ætla að þeir hafi ekki gert alt sem í þeirra valdi stóð, til þess að koma á námugreftri í Esjunni. En tímarnir eru mikið breyttir síðan. Þeir höfðu éngar vélar. Verkamenn urðu að flytja kalkið á hestum eða bera það i pokum á bakinu niður mjög bratta brekku, sem bæði var ákaflega sein- legt, dýrt og slæm vinna. Síðan var það flutt á skipi til Reykjavíkur og brent í ofni hér á Batteríinu. Það voru ekki föng á betri tækjum í þann tið. En ef það skyldi koma i ljós, að mikið kalk væri þarna, þá yrðu auðvitað notaðar vélar að svo miklu leyti sem það er unt. Það er vonandi að margir verði til þess að styrkja þetta fyrirtæki, svo það fáist sem fyrst vissa fyrir því, hvort kalkbrensla mundi svara kostnaði eða ekkL Afgreiðsiusimi nr. 500 Matmálstímar. Það er sá galli á matmálstímunum hér i bænum, að þeir bera ekki upp á sama tíma alsstaðar. Vegna alls opinbérs bæjarlífs væri það heppi- legra, að allir borðuðu á sama tíma ;eða því sem næst. Gamli siðnrinn er sá að borða þrisvar, þ. e. þrjár aðalmáltiðir á dag, þá fyrstu kl. iq—11, aðra 3—4 og kvöldverð kl. 8. Margir eru farnir að bregða út af þessu. , , •„ , Einkum er það algengt að borða tvimælt á sunöudögum, kl. 1 i og kl. 7. Ryðnr þessi siður sér til rúms meira og meira og það með réttu. En þetta rekur sig á kirkju- tímann. Nú er fjöldi fólks sem ekki getur farið í kirkju á sunnudögum, þ. er um hádegismessu nema að verða af mat sínum. Utanlánds í borgum er algengt að borða á hádegi. Þess vegna er kirkju- tíminn á sunnudögum viða hafður kl. 10. Þannig ætti líka að hafa það hér. Það yrði þá lika til þess, að siðurinn yrði almennur að borða tvímælt, á sunnudögum að minsta kosti. Það leiðir af sjálfn sér, að í borg- um og bæjum, hjá því fólki sem ekki gengur að líkamlegri stritvinnu, þar er meiningarlaust að hafa þrjár aðalmáltíðir. Þeir, sem ganga að útivinnu, þurfa þess sjálfsagt, en fyrir fólk, sem er mest megnis inni við í hlýjum húsakynnum, þá hlýtur það til lengdar að hafa slæmar af- leiðingar að haga matmálum að erf- iðismanna sið. Það á ekki að hafa nema tvær aðalmáltíðir og svo að eins léttari hressingar á morgna og um nónbilið. Þetta fyrirkomulag gefst vel öllum sem reynt hafa, og ættu þvi allir sem geta að taka það upp. Skólarnir gætu átt mikinn þátt í

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.