Morgunblaðið - 23.06.1916, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
því að breyta þessu i rétt horf með
því að setja matmálahléð kl. 12
næsta vetur í staðinn fyrir kl. u
— færa það aftur um klukkutíma.
Eimskipafélagið.
Hækkun flutningsgjalda.
Svo sem fyr hefir verið getið
ber Gísli yfirdómslögmaður Sveins-
son fram tillögu um það á fundi
Eimskipafélagsins í dag, að stjórnin
hækki flutningsgjöld og hafi þau
sem svipuðust því, sem nú er hjá
gufuskipafélögum erlendis. Búast
má við því að þessi tillaga sæti
mótspyruu, en að vorum dómi á
hún að ná að ganga fram. Og það
er eigi nema sjálfsagt að samþykkja
hana.
Vitum vér, að þeir sem tillögunni
eru andvigir, munu færa fram þær
ástæður að nóg sé nú dýrtíðin hér
i landi og eigi leikur gerandi til
þess að bæta þar á. Hafi landið nú
stórgrætt á hinum lágu farmgjöld-
um, sem hér hafa verið hjá Eim-
skipafélaginu og skipum hins Sam-
einaða, sem ekki hefir hækkað farm-
gjöld hingað vegna þess að það er
samningum bundið fram til 1. jan.
1920. Það sé lika athugavert fyrir
Eimskipafélagið að hækka farmgjöld
sin, meðan hættulegasti keppinaut-
ur þess, hið Sameinaða hafi farm-
gjöldin lág, og geti orðið hættulegt
vegna þess að kaupmenn taki þá
hið Sameinaða fram yfir Eimskipa-
félagið. Þessum mótbárum höfum
vér heyrt hreyft gegn hækkun flutn-
ingsgjaldanna, og skulum vér nú at-
huga þær nánar.
Enginn efi er á þvi, að menn hér
á landi hafa grætt mikið á þvi hvað
flutningsgjöldin hafa verið lág, en
það er hrapallegur misskilningur ef
menn halda að sá gróði hafi lent
jafnt hjá öllum. Alþýða manna, sem
dýrtiðin verður einna tilfinnanlegust,
hefir lítið af þeim gróða að segja.
Hann hefir lent mest allur í vasa
kaupmanna og stórkaupmanna. Það
eru þeir, sem aðallega hafa grætt á
hinum lágu farmgjöldum. En setj-
um nú svo, að kaupmenn selji vör-
ur sinar við eitthvað lægra verði
en ella mundi, ef farmgjöldin væru
hærri, þá græðir alþýða á því. En
allur gróðinn, sem stafar af lágum
flutningsgjöldum héðan til útlanda,
lendir í vasa kaupmanna. Er það nú
rétt af Eimskipafélaginu að grípa
ekki það tækifæri sem því gefst til
þess að græða, en láta gróðann
lenda aðallega hjá einni stétt manna
hér í landi og erlendis? Því að
erlendir kaupmenn græða Hka á hin-
um lágu flutningsgjöldum héðan.
Um hina mótbáruna, samkepnina
milli hins Sameinaða og Eimskipa-
félagsins, er það að segja, að hún
er gripin úr lausu lofti. Það er grýla,
sem hugsandi menn ættu ekki að
láta hræða sig. Það er nú á allra
vitorði, að skipastóll heimsins er of
lítill, eins og stendur. Hann getur
ekki fullnægt eftirspurninni. Þess
vegna hafa farmgjöld hækkað svo
fram úr öllu hófi að enginn hefði
trúað því fyrir nokkrum árum að
slíkt gæti átt sér stað. Og þess
vegna eru nú allar fleytur, nýtar og
ónýtar, hafðar í siglingum landa
milli — og raka saman fé.
Hér hefir skipaeklan gert vart við
sig eigi síður en annars staðar og
það er alveg hverfandi lítill hluti af
öllum flutningum hingað til lands
og héðan, sem skip Eimskipafélags-
ins geta annast. Fjöldi flutninga-
skipa, sem leigð eru hingað og
þangað í Noregi og Danmörku, er
stöðugt í förum milli íslands og út-
landa, kolaskip, saltskip, oliuskip,
timburskip, sementsskip o. s. frv.
Og þau skip, sem halda hér uppi
föstum siglingum, svo sem skip
Eimskipafélagsins, Sameinaða og
Bergensfélagsins eru svo upptekin
að menn verða að panta farmrúm
i þeim mörgum mánuðum fyrirfram,
ef þeir eiga að fá vörur fluttar hing-
að (eða héðan). Orsök þessa er auð-
vitað skipaeklan, sem alls staðar gerir
vart við sig.
Dettur nú nokkrum lifandi manni
í hug, að Simeinaðafélagið muni
vinna það til að taka skip úr siglingum
þar sem það fær hin háu flutnings-
gjöld og senda þau hingað til þess
að bola íslenzku skipunum frá ís-
lenzku siglingunum ? Það gæti Sam-
einaða eigi með öðru moti en því
að hafa farmgjöld hingað lægri —•
með öðrum orðum, með því að
baka sér stórtjón. Og þó þyrfti það
að fjölga skipunum nokkuð til þess,
að ná undir sig öllum flutningum
héðan og hingað. Það þyrfti að
fjölga þeim svo mikið, að kaup-
menn þyrftu eigi að bíða eftir því
að fá vörur sinar fluttar hingað og
héðan, og svo að öll leiguskip hættu
hingað siglingum. Því að það er að eins
neyðarúrræði fyrir kaupmenn að fá
hingað leiguskip, og farmgjöldin
með þeim eru mörgum sinnum
hærri heldur en með hinum skipun-
um. Eða hefir nokkur orðið þess
var að Flóru skorti flutning? Farm-
gjöld hennar eru þó hærri en farm-
gjöld Eimskipafélagsins og Samein-
aða.
Nei, það er engin hætta á því,
að islenzku skipin fái eigi nógan
flntning þótt flutingsgjöldin yrðu
hækkuð. En þótt svo færi — sem
rldrei verður — að Sameinaða taki
upp samkepui i siglingum hingað
á þessum tímum, þá er samt eng-
inn vandi að fá nóg starf fyrir ís-
lenzku skipin.--------—
B. H. Bjarnason ritar grein í Vísi
í gær í móti hækkun flutningsgjald-
anna. Talar hann þar frá sjónarmiði
kaupmannsins eins og hans er von
og vísa, enda er það viðbúið að
kaupmenn verði tillögu Gisla and-
vígastir og er það af þeim örsökum
sem fyr eru taldar hér í greininni.
Vér fáum þó eigi séð að röksemda-
færsla B. H. B. haggi í nokkru
þeim ástæðum, sem mæla með því
að farmgjöldin séu hækkuð og get-
um vér því látið grein hans afskifta-
lausa. —---------
En hér getur komið enn eitt til
greina og valdið skoðanamun hjá
félagsmönnum. Það er, hvort Eim-
skipafélagið skuli heldur starfa sem
þjóð þrifafyrirtæki (Nationaiforetagen-
de) eða gróðafyrirtæki. Um það verð-
ur eigi deilt, að það var stofnað sem
þjóðþrifafyrirtæki og hefir starfað til
þessa sem slíkt. En þeim tilgangi sín-
um nær það ekki til fulls fyr en það á
svo mörg skip að það getur annast
allar siglingar fyrir íslendinga, svo
að þar komi ekki útlendar þjóðir
nærri. Mönnum kann nú að virðast
langur vegur að því takmarki. Og
það getur orðið langur róður að
að því takmarki, ef félagið má aldrei
hugsa um það að græða.
Nú höfum við blásandi byr að
þessu takmarki. Nú gefst Eimskipa-
félaginu tækifæri til þess að græða
— og það tækifæri gefst aldrei aft-
ur. Og það væri hörmulegur mis-
skilningur, ef menn héldu, að Eim-
skipafélagið væri horfið frá þeirri
ætlan sinni, að vera þjóðþrifafyrir-
tæki, þótt það hækkaði nú flutnings-
gjöldin. Oll viðskiftamál horfa nú
öðruvisi við, en á friðartímum. Hvers
vegna vilja menn, að Eimskipafélag-
ið loki augunum fyrir því og troði
skóinn niður af sjálfu sér? Menn
geta verið jafnvissir um það eins og
hitt, að fimm fingur eru á hvorri
hendi, að þegar stríðinu er lokið, þá
fyrst hefst stríð Eimskipafélagsins.
Þá hefst samkepnin, sem margir
hafa verið hræddir við að vonum.
Og þá á Eimskipafélagið að hafa
slept því bezta tækifæri, sem því
gafst til þess, að græða og tryggja
tilveru sina — en taka upp sam-
kepni við útlend skipafélög, sem
hafa rakað miljónum og tugum milj-
óna í sjóð sinn á þessum ófriðar-
tímum. Hvernig halda menn að þá
fari? Vilja kaupmenn ábyrgjast okk-
ur, að þeir setjist ekki við þann eld-
:nn, sem bezt brennur? Vill B. H.
B. — eða einhver annar —
okkur tryggingu fyrir því, að El®
skipafélagið verði þá látið sitja fyr'r|
enda þótt það verði að taka b*rtl
flutningsgjöld heldur en t. d. SaD3)
einaða, vegna þess, að það þolir
neinn halla ? Ætli það verði hik
svarinu? Og hvað er þá orðið &
þjóðþrifafyrirtækinu, ef það á 8
kollvarpast á fyrsta árinu, sem reynlí
á þolrifin?
CSSS DA0BÓÍJIN.
Afmæli í dag:
Þórey Þorleifsdóttir, jungfrú
Agúst Sigurðsson, prentari
E. W. Sandholt, hótelstj.
Oddur Hermannsson, fulltrúi.
HáflóS í dag kl. 11.17 f. h.
og kl. 11.57 e. h.
Seinlæti. Ekki gátu hluthaf*r *
Eimskipafólaginu trygt sór aðgöng0'
miða að aðalfundiuum í réttan tím* ^
varð þrí að framlengja frestinn, se^
gefinn var til þess að sækja aðgöng11'
miða, þangað til kl. 2 í gærkvöldi. ®
það er nokkurt þjóðareinkenni öSr*
ríkara hjá íslendingum, þá er þ**
seinlætið. Þeir eru altaf of seinir-
Goðafoss er látinn bíða hór þang*®
til í kvöld kl. 10 vegna aðalfuná*r
Eimskipafólagsins. Munu nokkrir blut'
hafar að norðan ætla að taka sór f*r
með skipinu aftur.
Matvörneklan. Tveir stórkaupn';
hór í bænum tjáðu oss í gær, að Þ9*
hlyti að vera misskilningur hjá kaup'
manninum, sem kvartaði yfir þvl
blaðinu f gær, að ekla væri á in*t'
vörubirgðum hjá heildsölunum. K*^’!
haframjöl og hveiti er til hjá suniun1
heildsölum, svo það er engin bein ekl9
á þeim.
Grasspretta kvað vera mjög lele*
enn sem komið er hór austur í 8veit"
inni- Vantar tilfinnanlega rigning*'
segja menn, sem að austan hafa kom1'
UlglUlUUl 1
ísland fór á miðvikudagsmorgun11’8
áleiðis til Vestmannany1
frá Leith
beina leið.
■0'
Skálholt er væntanlegt hingað brl
lega með olíu til steinolíufólagsins-
í gær var farið að steypa uná*^
stöðu undir stórhýsi Nathan & t)l9Í
við Austurstræti.
Ingólfnr kom frá Borgarnesi 1
Meðal farþega voru Jónaruir b
Björnssynir, kaupmenn frá Borg»r“e
Helgi magri er farinn til
ar. Hefir hann stundað síldveið»r
í Flóanum upp á síðkastið.
----- , et
Æfisaga trúboðans. Mynd 8 ’
Nýja Bio sýnir nú, er bæði líer<t .st
rík og fögur. Ættu þeir, seca
hafa í móti Bíóunum og ætl* * .||«
sýni aldrei annað en ljótar og 81
andi myndir, að koma í Nýj* 1?I°, viS
og sjá þessa mynd. Hún er
beztu pródikun — hlýtur að ha »
áhrif á alla.
vel leikin.
Auk þess et hún »^
Jarðarför frú Guðrúnar
fram í gær frá dómkirkjunni
stöddu miklu fjölmenni.