Morgunblaðið - 01.08.1916, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.08.1916, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ búna land, er nú sjálfsagt líka landið þitt. Sólin skin á jöklana. Frjó- sötnu beitilöndin í dölunum með fjárhópana eru farin að grænka. Bláu fjöllin eru hjúpuð í móðu, en árnar fossa eftir dölunum og öræfunum með ofsafengnum hávaða leysing- anna. En við Breiðafjörð, þar sem þú ert fæddur, skella bylgjurnar frá sjónum, uppljómuðum af sólskini, á klettunum og upp til þeirra staða, þar sem þú áttir heima i bernsku i Aldrei hefir nokkur maður átt feg- urri mynd af landi sínu í hjarta sér heldur en íslenzka skáldið, sem nú er lagt til hvíldar í erlendri mold! ísland, fjarlæga eyja, aldrei hefir þú verið elskuð heitar af nokkrum sona þinna en honum. Hjarta hans var ávalt gagntekið af fegurð þinni, mik- illeik þínum og hagsmunum þinum! Hversu hljótum vér ekki, vér öll, sem vorum honum nákomin, að minnast gleði hans, þegar hann var að segja oss frá landinu sínu! Og það er vegna þessarar miklu ástar, að lífsstarf Jónasar Guðlaugs- scnar muu verða heiðrað og þess minst af framtíðinni! Sú harpa, sem nú er lögð til hvíldar, þeir strengir, sem hafa ómað frá sálu þessa skálds, eru nú brostnir, göfugt, þreyjandi skáldhjarta hefir gert enda á draumum sinum, en frá hverju erindi í ljóðum hans hljóma til oss ómar frá hörpunni miklu, sem kveður. um ísland og hið óþrot- lega líf ibúa þess. Þetta hefir verið vilji örlaganna, Jónas, að þú ættir að lifa öll full- orðinsár þinnar stuttu æfi fjarlægur landi þinu! En i dag kemur land feðra þinni á móti þér með opna arma og tekur á móti gjöf þinni! í íslenzkum hjörtum lifa ljóð þin. Og fegurri laun veit eg að þú hefðir aldrei getað fengið! Síðasta þrá þín var að komast heim og setjast þar að. Og þá hlakkaðir þú til að sjá íslenzka fán- ann blakta á bæjum og húsum. Þú varst meðal fyrstu frumkvöðla fána- málsins þar, eins og þú tókst þátt í þeirri nýju þjóðlegu hreyfingu, sem nú vill láta ísland fá aftur sín gömlu ríkisréttindi! Einnig hérna hefir þú reynt að auka þekkingu og útbreiða skilning á landi þínu! En þú komst aldrei heim til draumlandsins þínsl Skaginn, þessi fátæklegi, jóski útkjálki, gestrisni og viðkunnanlegi staður, tók á móti þessum heimilislausa mannil Sem veðurhrakinn fugl kom hann til stranda þinna. Veit þú dufti hans hvild og geym nafn hans meðal þeirra, er þér þykir vænt um! Brúna heiði, ungu furur og greni, sem vaxið hér; þegar sólin læturnú greinar ykkar anga af harpiks og sumarblíðu, sendið þá ilm ykkar hingað! Sísyngjandi lævirki, nem staðar við gröf þessa söngbróður þíns! Heimavani vindur frá hafinu, þegar þú andar yfir blómin á gröf hans, flyt þá með þér kveðju frá fjarlægu ættlandi hans! Sem einmana vinur geng eg frá gröf þinni! ..... ■ ■ ' Enn um ættarnöfnin. í Morgunblaðinu 24. júní síðastl. er grein sem öldrnð kona er skrif- uð undir. Það á að vera svar við grein er »Brynhildur« skrifaði i ísa- fold fyrir skömmu. Eg er ekki Brynhildur, en mig langar til að leggja orð í belg. Aldraða konan segir fyrst að flest- ar konur í Reykjavík skrifi sig son en ekki dóttir. Já, það gera þær margar, þólt bannað sé með lögum að nokkur megi bera ættanafn nema að sækja um leyfi til stjórnarráðsins og greiða fyrir leyfið. Undanskyld- ir.frá þessu eru þó allir þeir sem ættarnöfn höfðu áður haft ekki skemmri tíma en 5 ár, áður en lög- in öðluðust gildi. Af þessu er auð- sætt, að margt kvenfólk í Reykja- vík sem, kallar sig »son« en ekki »dóttur«, brýtur lögin og siglir undir fölsku flaggi, og gegnir furðu að þær skuli fella sig við slikt. En benda má konum þessum á það, að ekki má taka neinn á kjörskrá, nema með löglegu heiti, svo þá ætti þeim að lærast að heppilegra sé að fylgja lögunum, og með vaxandi sálar- þroska kvenna lagast það vafalaust, enda var það að eins ein stúlka er útskrifaðist af mentaskólanum í vor, sem ritaði sig son. Tvö ættarnöfn segist aldraða kon- an hafa heyrt, sem hún kunni ekki illa við, þau eru »Viðar« og »Har- alzc. Bráðum segir hún að þriðja nafnið muni koma í ljós, og það er Sveins. Hvernig getur »Haralz« og »Sveins« verið viðfeldnara en önnur ættarnöfn, sem hafa eignar- fallsendinguna s, t. d. Brands, Ei- ríks og Eggerz? Þau eru öll hala- klipt og hafa öll sama blæ, og eru þvi öll jafn réttmót. En fallegra þykir mér son eða dóttir en þessi halakliptu nöfn. Aldraða konan segir enn fremur að sér sé ekki illa við ættarnöfn, séu þau vel valin og með íslenzk- um blæ, og nóg segir hún að að sé til af góðu efni í þau. En að hún skuli ekki benda fólkina, sem þjáist af ættarnafnasýki, á þessi nöfn. Ekki hefir ættarnafnanefndinni tekist að finna þau. Svo er fyrir þakkandi, að ættar- nafnasýkin er ekki enn orðin veiki, sem gengur um land alt, þótt hún hafi helzt til víða stungið sér niður. En verði hún að landplágu, þá hlýt- ur svo að fara, að fólk hér á landi fer að kalla sig öllum þeim nöfnum, sem heimskum mönnum geta til hugar komið, eins og tíðkast í út- löndum, t. d. Uxi, Málari, Smiður, Fiskimaður, Meri, Mús, Skel, Svíns- haus, Brúnn, Grænn, Grár, Langur, Ungur, Óviðfeldinn. Þetta er ákaf- elga hentugt. Þá heita menn »Fuglabjörg*, »Fjörugrjót«, Kuðung- ur og Krabbi. Svo er hægt að taka sér nöfn eftir hestunum og kúnum, t. d. Biakkur og Jarpur, Búkolla og Blcsi. Hér er um auðugan garð að grisja. Menn geta kallað sig: Mær- ingur, Páfi, Jarl eða þess kyns nöfn- um; einhverjir bræður hér hafa rið- ið á það hefðarvað, og tekið sér nafnið »Hersir«. Vel felli eg mig við að stöku menn taki sér auknefni, að eins handa sjálfum sér, eins og dr. Finnur Jóns- son mintist á í ágætri grein, mig minnir hún væri í Isafold. Til þess geta legið margar orsakir, t, d. samnefni og ekki sízt sú, að menn séu skakt feðraðir. En eg vona að íslenzk alþýða gái vel að sér, áður en hún sleppir þeirn gamla, fagra og þjóðlega sið, að að kalla sig syni og dætur feðra sinna, og fari að kalla sig alls konar skrípanöfnum. Götnul kona. Frá Þýzkalandi. »Times« hefir náð í bréf frá dönsk- um manni, sem dvelur í Þýzkalandi, og kemst hann svo að orði: Frönsk og brezk blöð eru seld hér hvarvetna og tala þau mjög fá- kunnuglega um matvælamálið. Banda- menn ættu að gera sér það Ijóst, að Þjóðverjar svelta eigi og það eru engar líkur til þess að þar verði svelta fyrst um sinn. Hafnbannið- hefir aðeins valdið mönnum óþægindum. Það er erfitt að skýra þetta svo að menn skilji það. í veitingahús- um og járnbrautarvögnum hefir eng- in breyting orðið svo teljandi sé. En meðal fátæka fólksins er talsverð óánægja — þó ekkert likt hungurs- neyð. Við fórum til dýragarðsins á sunnu- daginn til þess að athuga hvernig dýrin væru alin. Ljónin og tígris- dýrin fá enn fullan skamt af kjöti. Fuglar þeir, sc:.u lifa á fiski, fá nóg að eta og yfiiieitt er enginn skort- ur i dýragarðinum. Smjörskamtur manna hefir nú ver- ið minkaður aftur, en fiskur er svo mikill að eg man aldrei eftir öðru eins. Það hefir verið talað um það að koma á tveggja mánaða kjötföstu, en Þjóðverjum gerir það ekkert til, því að þeir hafa nóg að borða. Þeir voru vanir því að eta of mikið; nú fá þeir hér um bil hæfilegan skamt. Battisti liflátinn. Þess var getið í Morgunbl. skömmu eftir að ítalir komust í ófriðinn, að þingmaður nokkur frá Trient í Aust- urríki hafi flúið yfir landamæri Ítalíu og gerst sjálfboðaliði gegn Austur- ríkismönnum. í orustu einni var hann svo óhepp- inn, að vera handtekinn af Austur- ríkismönnum, sem þegar í stað drógu hann fyrir herrétt og dæmdu hann til lífláts. Síðan hefir Battisti verið i ^a° elsi. í nýjustu erlendum blöðu* sagt frá þvi, að hann hafi v skotinn í miðjum júlímánuði. Bruni Tatoi-hallar. Sumaibústaður grísku konungs hjónanna hefir verið höll ein i Tat0' skógi og stendur við veginn ixiilu Aþenuborgar og Patisia. Var skiu andi fagur aldingarður umhvef höllina og alt um kring voru eikaf skógar miklir. Var þaðan faguft 1 sýni yfir Attíku og ströndina ! Maraþon. Skamt þaðan er hæð, se®1 nefnd er Palaeokastro og eru Þaf vigisrústir, sem ekki geta verið y°8fI heldur en 3000 ára. Um miðjan júlímánuð kom UPP eldur í Tatoi-skógi og er x^aa manna að hann hafi kviknað út sigarettubút, sem betlari hafi þar frá sér. Eldurinn læsti sig skjð^ lega um allan skóginn og bar vin urinn hann beint á höll konungs; Þau konungshjónin dvöldu í þessSfl höll um þessar mundir og fóf kon ungur ekki þaðan fyr en á seinusfU stundu og brendist hann svo á að hann varð að halda kyrru fyrlf nokkra daga á eftir. Eldurinn eyddi einnig mörg Þ°rP^ ónýtti járnbrautina frá Aþenuborg löngum kafla og um hálft hundf3 menn létu lífið í bálinu. Voru Þa^ nær eingöngu hermenn sem voru reyna að stöðva eldinn og slökkva‘ Fjöldi manna hlaut skrámur og bruna^ sár. lókst loks eftir tvo daga slökkva eldinn. að SSSS3 DAÖBÓÍJIN. Afmæli í dag: Herdís Jóhannesdóttir, húsfrú Ólafía Helgadóttir, — Vilborg Jónsdóttir, Andrés Ag. Guðnason, stvrini- Egill Sveinsson, trósm. Geo. Copland, kaupm. Jón Þórðarson, prentari Jón Bjarnason, kaupm. Arni Björnsson pr. Görðum Sólarupprás kl. 3.36 S ó 1 a r 1 a g — 9.29 Háflóð í dag kl. 6.38 f. b- og í nótt kl. 6.53 e. h. Veðrið í gær: Mánudaginn, 31. júlí- Vm. sv. st. gola, biti 8.6 Rv. ssv. kul, regn, — 9.2 íf. v. st. gola, — 9.4 Ak. ssa. gola, — 11.6 Gr. ssv. kul, — 9.0 Sf. s. — — 12.1 Þh. F. v. kaldi, — 11-0'

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.