Morgunblaðið - 01.08.1916, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.08.1916, Blaðsíða 1
fci-ið iudag 1. á8úst 1910 H0B6UNBLABID 3. árgangr 267. töfeMaö fc J^itstjórnarsími nr. 500 swr:, i X'Z& ' N ÍGAMLÁ BIO Hljómleikar. ^ Asta Einarson leikur í kvöld a Mð nýja ~~ Hörpu-Piano — Seiri Gamla Bio hefir fengið. Það er alveg ný uppfynding “íano, sem innifelur hörpu- hlvf’ er Þetta ^ið fyrsta , loðfasri af þeirri tegund, sem °®ið hefir til Norðurlanda hléinu verða sýndar lifandi myndir. TöluSett sæti kosta i kr. og eiða aðg.m. seldir í Gamla Bio ^■2—4 og frá kl. 8. fcað tilkynnist að jarðarför okkar sku litlu dóttur, Aðalheiðar Guð- I u_ndsdóttur, fer fram þriðjudaginn R agúst frá heimili okkar, Laugavegi n kL 11 f Jj- uðrún Árnadóttir, Guðm. Elisson. ÍF. U. M. ^iblíulestur i kvöld kl. 81/* ^Uir ungir menn velkomnir. ^alur (yngri deild). Æf- tng í kvöld kl. 8^/a á Melunum. óö stnlka ^Slingur, óskast tveggja mán- Ití5a í gott hús, nú þegar. vísar á. Keyktur ^yðmagi Öí til V s0ln með lágu verði. R. v. á. °rgunblaðið bezt. Ritstjóri: Vilhjálmur Finsen. Ferðalag Flóru til Leith, Frásögn landlæknis. Seyðisfirði 31. júlí. Landlæknir Guðm. Björnson hélt hér fyrirlestur i gærkvöldi um ferð Flóru til Leith. Troðfult hús áheyr- enda, sem hlustuðu með mikilli at- hygli á ræðumann. Það var vopnaður botnvörpungur, sem stöðvaði Flóru hér fyrir sunnan land, Símaði hann með loftskeyt- um til stærra varðskips, sem var nokkru sunnar í Atlantshafinu, en það skip sendi þegar loftskeyti til yfirvaldanna í London um tökuna. Var skipstjóra á Flóru fyrst skipað að halda beint til Lerwick. Kvað skipstjóri sig vanta bæði kol og mat- væli til þeirrar ferðar, þar sem hann hefði meðferðis nokkuð yfir 100 far- þega. Yfirmaður varðskipsins gaf þá samþykki sitt til þess að Flóra héldi fyrst til Seyðisfjarðar og skilaði far- þegnm á land þar. En skömmu síð- ar kom ný skipun — líklega frá brezku yfirvöldunum — um að rann- saka skyldi kola- og matvælabirgðir, sem í skipinu væru. Leiddi rann- sóknin í ljós að birgðirnar væru nægar til ferðarinnar suðnr til Ler- wick, þá skyldi þegar í stað vera haldið þangað. Rannsóknin stóð yfir í 12 klukku- stundir og skipstjóra var skipað að halda til Lerwick.-------- Tveim dögum eftir að Flórakom til Lerwick, leyfðu yfirvöldir brezku skipstjóra að halda aftur til íslands. Til þeirrar farar áleit skipstjóri sig vanta leyfi gufuskipafélagsins. Var símað eftir því, en það drógst að fá svar, og á meðan var löghaldi lýst á farmi skipsins, og það flutt til Leith til affermingar. — Landlæknir kvaðst hafa fengið ótakmarkað landgönguleyfi hjá yfir- völdunum, frá kl. 9 að morgni til kl. 9 að kvöldi á hverjum degi. Kvaðst hann hafa átt tal við marga um tökuna og allir hafi þeir talið hana vera af misgáningi, enda hefði brezka stjórnin og viðurkent það með því að greiða fargjöld og fæði fyrir alla farþegana á Goðafossi til Seyðisfjarðar. Áleit hann mjög senn- legt, að Bretastjórn mundi og greiða verkafólkinu fullar skaðabætur á sín- um tíma. Landlæknir rómar lítt framkvæmd- ir dönsku ræðismannanna í Bret- landi og dönsku stjórnarvaldanna. Farþegum leið vel bæði á Flóru og Goðafossi. Til flægrastyttingar var stofnað »dagbiað« um borð. ísafoldarprentsmiðjg j Afgreiðsinsfmi nr. 500 Var það nefnt »Ferðalangur« og komu út 16 tölublöð. Þá var söng- ur og dans um borð og yfir höfuð gleðskapur mikill. Goðafoss fékk lánuð björgunar- tæki hjá flotamálastjórninni brezku og undanþágu yfirvaldanna frá far- þegatölu, sem skipinu er leyfilegt að flytja. Það þurfti eiginlega einnig undanþáguleyfi frá danska farþega- skírteini skipsins, sem gefið er út af lögreglustjóra Kaupmannahafnar. En það var ekki tími til þess að bíða eftir því, svo skipstjóri sigldi á eig- in ábyrgð. Erindi landlæknis var mjög skemti- legt og gerðu áheyrendur hinn bezta róm að því. Fólkið bíð- ur hér alt þangað til Goðafoss kem- ur frá suðurhöfnunum og heldur þá áfram með skipinu til Akureyrar og Siglufjarðar. Landar eriendis. Jóhann Sigurjónsson. (Kafli úr bréfi.) Eg veit ekki hvort þú hefir heyrt um »Stövlaagetc, sem fóhann Sigur- jónsson er nýbúinn að finna upp. Það er lok til að setja yfir bolla og glös fyrir menn sem drekka úti, t. d. á gangstéttum fyrir utan kaffi- húsin eða i görðum heima hjá sér. Þetta er ósköp einföld þunn málm- plata með þremur tökkum að neðan, svo hægt sé að leggja hana á borð- ið án þess að hún verði rykug og ofan á plötunni eru 2 myndir af Friðrik Jensen leikara, drekkandi úr glasi bæði með og án loksins. Lok- ið er búið til hjá Carl Lund. fó- hann er búinn að fá »patent« á lok- inu bæði í Noregi og Þýzkalandi og hefir sótt um það í Frakkl., Ame- riku og Danmörku. Bæði »Bristol« og fernbanepavillionen i Charlotten- lund eru þegar farin að nota sér þessa uppfindingu, svo gestirnir þurfi ekki að drekka ofan í sig ryk eða flugur þó þeir sitji úti. — fóhann hefir sagt »Berl. Tid.c frá ýmsum af sínum eldri uppfindingum t. d. einskonar hattprjónum (eða réttara sagt kambi) til að halda kvenhöttunum á hausnum á stúlkunum, en sem svo reyndust of dýrir. Einu sinni var hann eitthvað að hugsa um að nota steypujárn til að hlifa venjulegu járni fyrir sliti. En hvorugt hefir orðið að neinu liði. En á þessu græði eg, segir Jóhann vongóður við »Berling« og »Nationaltid.« segjast hlakka til að sjá Jóhann sem miljónamæring. Annars vinnur fóhann nú af krafti N ÝJ A BÍÓ Konaogdóftir Átakanlegur sorgarleikur í þrem þáttum, eftir skáldsögu Carl’s Muusmann’s Fáir eða engir rithöfundar hafa verið jafn gagnkunnugir lífi leikara eins og Carl Muus- mann, og engum tekst að lýsa því jafn vel. Vegna þess, hvað myndin er löng, kosta aðgöngumiðar 50, 40 og 30 aura. að nýju leikriti, sem er vist langt komið. Og eitthvað af eldri leik- ritum hans verður bráðum gefið út af amerikönsku forlagi ásamt ritum úrvals danskra »klassikara«. Jónas Guðlaugsson skáld. Eftirfarandi minningarorð eru þýdd úr timariti Gyldendals: »Bogvennen«. Þau eru skrifuð af vini fónasar heit- ins, Harry Söiberg, er hafði ætlað sér að flytja þau við gröf vinar sins, en var hindraður vegna veikinda.— Það er þungbær stund, þegar maður á að tala yfir gröf bezta vinar sins. Bara að þú hefðir verið helmingi eldri. Það urðu nú örlög þin, fónas, að eiga að deyja svona ungur, í byrjun oeztu æfiára þÍDnal En svo þungbær sem þessi stund þó er oss, sem vorum þér nákomn- ir, þá gefur hún oss ástæðu til að vera mikillátir og þakklátir fyrir alt hið fagra, sem þú áttir og sem þú gafstl Sem sigrandi ungmenni ert þú borinn til grafar þinnar. Það er ekki komið með þig hingað frá blóðugum vígvöllunum. En í þeirri baráttu, sem þú áttir í og sem þú félst i, hefir þú barist af allri orku og þori lifs þins. Og sá sigur, sem þú hefir unnið, er sá fegursti, sem þú gazt unnið: sigur ljóða þinna! Þessi vordagur skín bjartur og fagur við gröf þína. Meðfram veg- arskurðunum eru gullnu fíflarnir sprungnir út. Rúgurinn sprettur á hverjum ’akri. Úti yfir hafinu skín sólin og loftið og heiðin uppljómuð af birtu. Þannig, eins og þetta vor«

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.