Morgunblaðið - 06.08.1916, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 06.08.1916, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ 7 Regnkápur Svartar og mislitar H. P. Duus A-deild Hafnarstrœti gerc talsvert til að ala ýmigust á eftirlaunum er, að einatt hefir komið fyrir, að menn hafa, sem kallað er, komist á eftirlaun sakir heilsubrests, eftir fárra ára þjónustu í almennings þarfir, og lifað eftir það langan ald- ur — á eftirlaunum — án þess sjá- aniegt sé, að heilsa þeirra sé lakari en margra annara, sem verða að vinna fyrir sér. En meðal annars er þetta eitt af því, sem gerir það að verkum, hve misjafnt eftirlaunin koma niður á embættismönnum. Þótt embættismenn því litu svo á, sem eftirlaunin væru viðbótarborgun fyrir unnið starf, þá þyrfti þeim ekki að vera mikil eítirsjá í þeirri við- bótarborgun, sem svo ójafnt kemur niður og ýmsir njóta annaðhvort lítils eða einkis góðs af, Og ólíku jafnar kemur alt það niður, sem greitt er með ákveðnum hunum fyrir starfið meðan það er unnið. A hinum fyrri þingum var þvi nokkuð hreyft, að afnema eftirlauna- réttinn alment, en veita einstökum uppgjafa embættismönnum eftirlaun með sérstökum lögum eða á fjár- lögum. Nefndin lítur svo á, að andmæli þau, er fram komu gegn þessu (sjá t. d. bls. 56) hafi við mikið að styðj- ast. Það er hætt við því, að örð- ugt reyndist, að gæta ávalt rétts jafnvægis og fulls réttlætis í slíkum einstökum eftirlaunaveitingum, og það af ýmsum ástæðum, sem örð- ugt myndi verða við að fást. Þetta fékk og aldrei byr á Alþingi, og á síðari árum er alveg frá þeirri stefnu horfið, svo að óþarfi er um hana að ræða, eins og eftirlaunamálið mi liggur fynr. Nú er svo, að á hinum siðari ár- um hefir fjölgað mjög föstum starfs- mönnum landsins. Stafar þetta af aukinni fjölbreytni i þjóðlifinu og framförum þjóðarinnar á ýmsum sviðum. Nýir skólar hafa verið sett- ir á stofn, ný sjúkrahús bygð og verklegar framkvæmdir auknar mjög svo mikið. Alt þetta hefir þurft nýja starfsmenn, sem vinna verða mikilvæg og vandasöm störf fyrir Þjóðina. Fæstir þessara nýju starfs- ^anna hafa eftirlaunarétt og kemur VIð það íram mismunur á réttindum þeirra og hinna eldri starfsmanna landsins. En eins og áður er vikið að (sjá bls. 139) verður nefndin að lita svo á, að ekki sé réttlátt að gera þannig upp á milli fastra starfsmanna landssjóðs, að sumir fái regluleg eft- irlaun, en aðrir ekki í neinni mynd. Annað tveggja virðist eiga að vera, að allir fastir starfsmenn landsins fái nægileg laun fyrir starf sitt, meðan þeir vinna eða geta aðstaðið, og svo ekki meira, eða að öllum sé trygð- ur á einhvern hátt lifeyrir svo mik- ill, að þeir geti komist af hjálpar- laust, þótt þeir séu hættir að geta unnið fyrir sér. Ef eftirlaun haldast, telur nefndin því líklegt, að ekki yrði hjá því komist til lengdar, að veita þeim föstúm starfsmönnum landsins eftir- launarétt, sem ekki hafa hann nú. Þetta væri og í fyista samræmi við jafnaðarstefnu þá um eftirlaun, sem borið hefir svo mikið á hjá þjóð og þingi. En eftir undanfarinni reynslu að dæma, myndi það þó lsklega verða örðugt, að fá þjóð og þing til að fallast á það, — í staðim fyrir að afnema eftirlaunin, — að fjölga svo feikilega eftirlaunaembættunum, að eftirlaunabyrðin ykist stórkostlega, og yrði, ef til vill, enn óútreiknan- legri en nú. Að vísu mætti fara þá leið, sem sumstaðar hefir farin verið annar- staðar, að skifta föstum starfsmönn- um landsins i tvo flokka, embættis- menn og sýslunarmenn, og láta em- bættismenn fá eftirlaun úr landssjóði, en sýslunarmennina tryggja sér líf- eyri með mánaðarlegu eða árlegu til- lagi frá sjálfum sér. Þótt nú þessi leið væri farin, þá myndi samt — ef eftirlaunum úr landssjóði annars væri haldið — ekki verða hjá því komist, að bæta við eigi allfáum embættum með eft- irlaunarétti, og skal rétt til dæmis nefna læknaembættin við geðveikra- hælið og heilsuhælið, sem eigi verð- ur séð, hvers vegna ekki njóta sama réttar og fylgir læknisembættinu við holdsveikraspítalann og embættum héraðslæknanna. Það getur verið ástæða til þess ýmsra hluta vegna, að láta launa- kjör starfsmanna landsins vera mis- jöfn. Mennirnir, sem störfunum gegna, þurfa mismiklu að kosta til undirbúnings undir starfið, sumir þeirra miklu, en aðrir mjög litlu, og svo eru sumar stöðurnar miklu ábyrgðarmeiri og vandasamari en aðrar. En að því leyti, er eftirlaun eða ellistyrk snertir, er ekki rétt að gera þannig upp á milli manna, að sum- ir njóti eftirlauna úr landssjóði, en aðrir ekki neins annars styrks en þess. er þeir sjálfir hefðu keypt sér nauðugir eða viljugir. Hér virðist eini sanngjarni vegurinn vera: annað hvort allir eða enginn. Með útreikningum þeim um eftir- launafúlguna, sem gerðir eru hér að framan, er tilraun gerð til að gera sér nokkra grein fyrir, hve mikil útgjöld landssjóðs til eftirlauna myndu verða í framtlðinni, að þeim lögum óbreyttum, sem nú gilda. Upphæðir þær, sem þar koma fram, eru tals- vert háar, jafnvel þar, sem reikning- urinn er bygður á núverandi tölu embættis- og starfsmanna landsins, þeirra er eftirlaunarétt hafa, og óbreyttum launakjörum þeirra, svo að því nær engar líkur eru tii þess, að eftirlaunafúlgan gæti orðið svo lág, sem útreikningarnir sýna. Ef breytingar verða til hækkunar á laun- um eða tölu starfsmanna landsins, þá leiðir það til hækkunar á eftir- launafúlgunni. Og ekki verður ann- að séð, en að meiii líkur séu til þess, að breytingar verði i þessa átt, en að alt standi i stað. Að nema eftirlaunin burtu, myndi því verða til sparnaðar íyrir land sjóð. Því hefir verið haldið fram, og það með réttu, að óhentugt væri fyrir landssjóð, að gjöidum, sem hann verður að greiða, sé svo fyrir kom- ið, að þau verði af ófyrirsjáanlegum ástæðum allmismunandi á ýmsum timum. Þetta var haft sem and- mæla-ástæða gegn hækkandi launum, þegar Alþingi 1875 hafði launamál- ið til meðferðar. Og þar sem laun embættismanna þá voru mikill hluti af útgjöldum landsins, en embættis- menn fáir, svo að vel gat svo viljað til, að tiltölulega mikill hluti þeirra hefði setið á hæstu launum eða lægstu launum um nokkurt árabil, þá gat þetta gjört útgjöld landssjóðs óviss og mismunandi. — Um eftir- laun má segja, að þau séu þessum annmarka háð, að ekki verði gert ráð fyrir, hvernig þau muni koma niður á ýmsum tímum, og það í alt öðrum og stærra mæli en laun, þó tilbreytileg væru og ástæður líkar og þær, er áttu sér stað 1875. Það er hvorttveggja um eftirlaunin, að tala uppggjafaembættismanna, er á eftirlaunum eru, getur á ýmsum ár- um orðið all misjöfn tiltölulega við embættafjöldann, og að eftirlauna- fúlgan, með líkri eftirlaunamanna- tölu, getur orðið talsvert mismikil. Þetta veldur þvi, að fé það, er geng- ur til embættismanna árlega í laun og eftirlaun, verður ekki áætlað fyr- irfram, nema fremur lauslega. Slik áætlun myndi því verða óbrotnari, ábyggilegri og minni breýtingum háð, ef alt kæmi fram í laununum sjálfum og eftirlaunin væru horfin. Nefndin lítur svo á: að það sé eindreginn vilji alls þorra þjóðatinnar, að nema eftirlauna- rétt úr lögum, að það verði eigi séð, að starfsmenn þjóðarinnar eigi sanngirnis- eða réttlætiskröfu til eftirlauna, eða það sé nein þjóðarnauðsyn, að þeir fái eftirlaun, að eftirlaunarétturinn komi misjafnt niður að því leyti, að hann nær að eins til nokkurra, en eigi allra embætta, að afnám eftirlauna verði til sparn- aðar fyrir landsssjóð. Þvi verði eftirlaunaréttinum haldið, þá muni ekki verða hjá því komist, að veita þennan rétt fleirum en nú hafa hann, og verði þá eftirlaun- in allþung útgjaldabyrði fyrir landssjóð, Litla búðin. Maravilla Nasto Naseman Sonetta Doddi Louisiana Waverley Glasgow Gold Rose Navy Cut »Badminton«, »Latakiac reyktóbak, í dósum. að afnám eftirlauna mundi draga úr kala þeim til embættismannastétt- arinnar, sem brytt hefir á, og telja verður óeðlilegan og óholl- an þjóðfélaginu, en ætla má, að sé að meira eða minna leyti sprott- inn af eftirlaunaréttinum. að það hljóti jafnan að valda nokkr- um örðugleikum fyrir fjárveiting- arvaldið, að geta ekki átt að vísu að ganga um kostnaðinn við rekstur embættanna, vegna þess, að aldrei er unt að vita með vissu fyrirfram, hve mikil útgjöld landssjóðs til eftirlaunanna kunna að verða. / í þessum ástæðum leggur nefnd- in íví til: að eýíirlauti verði ajnumin. Þang og þari. í Noregi var stofnað hlutafélag fyrir nokkrum árum til þess að vinna ýms efni úr þangi og þara. Hefir sá iðnaður gengið mæta vel siðan, og er það einkum joð, sem unnið hefir verið. Nýlega hefir norskur efnafræðingur fundið upp aðferð til þess að vinna »Tanginc, úr þanginu, og hefir það reynst ágætlega við gigtsjúkdómum. Hefir félagið látið reisa nýja verk- smiðju í þessum tilgangi. Hér var einu sinni verksmiðja á Álftanesinu til þess að brenna joð úr þangi og þara. Munu Englend- ingar hafa átt þá hugmynd, en verk- smiðjan lagðist niður, er forstjóri hennar, Jón heitinn Vestdal, and- aðist. Ef til vill gæti það orðið arðvæn- legt fyrir einhvern að hefja á ný iðnað þennan. Það er leitt þegar ný fyrirtæki leggjast niður, áður en nægileg reynsla er fengin um gildi þeirra. Landskosningunni var lokið um kl. 7 í gærkvöld. Höfðu þá rúmlega 800 kjósendur greitt atkv. Mun það vera rúmur einn fimtt hluti þeirra sem á kjörskrá eru.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.