Morgunblaðið - 18.08.1916, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.08.1916, Blaðsíða 2
2 VfORGUNRLAÐIÐ orustu í Moglen-héraði á Karadjosa- hálsi. Var þar barist í þrjá daga samfleytt og höfðu Serbar sigur. Náðu þeir þar nokkurum hæðum á sex milna svæði, innan landamæra Grikklands. Höfðu Búlgarar búist þar við all-ramlega. — Varð mikill fögnuður i Saloniki er fréttin barst þangað og margir örkumlaðir Serbar, er þar voru, þoldu ekki við lengur, en héldu til vígvallarins hvað sem læknarnir sögðu. A fjórða degi gerðu Búlgarar áhlaup á stöðvar Serba norðan við Strupino-þorpið, sem er svo sem 30 milur fyrir austan Monastir. En Serbar hröktu þá með gagnáhlaupi og brast flótti i lið Búlgara. Enn vestar, hjá Pojar, urðu Búlgarar líka að hörfa fyrir áhlaupum Serba. Nálgast Serbar nú óðum landamærin. Gjaldkeramálið. V. Frh. Úrskurður stjórnarráðsins. Samkvæmt greindum ummælum bankastjórnarinnar í bréfinu 24. des. f. á. hefir gjaldkeri verið þeim tveim- ur aðalannmörkum, sem hún nú telur tvímælalausar frávikningarsakir, bundinn, þá er hún mælti með hon- um til starfans. »Geðstirðleikinn« segir bankastjórnin reyndar, að *virðist«- fara vaxandi, en hinn ann- markinn, að honum sé ósýnt um verkin, hefir, að áliti bankastjórnar- innar, þó heldur lagast, og er það eigi ólíklegt, að lengri reynsla og æfing hefði getað bætt þar um. Bankastjórninni hlutu eigi síður að vera kunnir þeir annmarkar 4. maí 1914, er hún telur nú vera á féhirði og hafa verið, er hún mælti með honum til starfans og hún vill láta frávikningu varða, en 24. des. 1915;, er hún kærir hann fil afsetn- inga fyrir þá. Ef það er rétt hermt í bréfinu 24. des. f. á., að gjaldkeri hafi verið áðurgreindum annmörkum háður og öðrum þeirra í fyllra mæli en nú, þá hefði það verið alveg tví- mælalaus skylda bankastjórnarinnar að leitast við að fyrirgirða skipun hans í stöðuna. Hún hafði þá átt að leggja til, að honum yrði eigi veitt staðan og greina fyrir því ástæður ef þess hefði verið krafist. Ef rétt er hermt í kærubréfinu 24. des. f. á. um það, að gjaldkeri hafi áður verið téðum tveim aðalókostum bundinn, þá er lika ranghermt í meðmælabréfinu 7. maí 1914, að gjaldkeii hafi »staðið vel í stöðunni« meðan hann var settur. En ef það er rétt hermt i með- mælabréfinu 7. maí 1914, að gjald- keri hafi staðið vel i stöðunni meðan hann var settur, þá hlýtur það að vera ranghermt i kæruskjalinu 24. des. f. á., að hann hafi þegar, með- an hann var settur, haft sömu ann- markana, -sem nú er krafist afsetn- ingar fyrir. Jíroðaíeg sprenging. A litilli eyju skamt frá New York borg, að eins nokkur hundruð metra frá höfninni, voru geymdar afskaplega miklar skotfæra- og sprengi- efnabirgðir, sem sendnst áttu til Norðurálfu — til bandamanna —. Þar varð fyrsta dag þessa mánaðar hin hroðalígasta sprenging, sem sögur fara af. Þykir blöðunum líklegast að Þjóðverjar standi að einhverju leyti á bak við ódæði þetta, því oft höfðu þeir hótað því að þarna skyldi verða sprenging fyr eða siðar. Við sprenginguna fórust að eins 30 manns, en það var tilviljun ein því engir voru á eynni nema næturverðirnir, en hver einasti þeirra fórst. Mörg þúsund smálestir af sprengiefnum sprakk, hundrað járnbrautarvagn- ar fóru í þúsund mola, mörg skip gerónýttust, en byggingar margar í New York, Hoboken og fersey City skemdust mikið. Ótti greip ibúana, sem hugðu þetta vera jarðskjálfta og nokkrir urðu vitskettir af hræðslu. Tjónið er áætlað margar miljónir dollara. Við brunann, sem varð á eftir sprengingur.ni, ónýttust m. a. 40 þús. smálestir af sykri, miklar salt- birgðir, kjötbirgðir og annar varningur, 13 stór vörugeymsluhús og 6 hafskipabryggjur með öllum húsum og skipum, sem þar lágu, brann til ösku. Og það sem Amerikumönnum þykir allra verst, að hin heims- fræga frelsisstytta, sem stendur á Liberty-eynni, skemdist mikið af hiist- ingnum. Vér birtum hér mynd af bryggjunum á Ellis Island við New York — eða innfljtjenda-skrifstofunum, sem þær og eru nefndar. Aðalbygg- ingin skemdist mikið og segja biöðin að það muni líða margar vikur þangað til viðgerðinni verði lokið. Bankastjórnin hefir því gefið tvær skýrslur, þá frá 7. maí 1914 og þá frá 24. des. 1915, ósamhljóða um sama efni, sama mikilsvarðandi mál bankans, og önnurhvor skýrslan' hlýtur því að vera röng, hvort sem orsökin til þess er sú, að banka- stjórnin, sem 7. maí 1914 var að öllu skipuð sömu mönnum sem nú, lagði þá (7. mai 1914) gerólikan mælikvarða á kosti og ókosti til sama starfans því, sem hún gerði 24. des. f. á., eða orsakirnar til þess eru aðrar. Stjórnarráðið getur eðlilega eigi vitað með fullri vissu, hvor af áður- nefndum tveimur ósamrýmanlegum skýrslum bankastjórnarinnar, gefnum i sýslan hennar, er rétt eða röng, þó að það hins vegar geti eigi séð, hvaða ástæður hefðu getað verið til þess, að bankastjórnin hefði farið að mæla með gjaldkeranum 7. maí 1914 til starfans, ef henni hefði likað illa við hann þá 26 mánuði, sem hann hafði verið settur og þau 2 ár, er hann hann hafði þar áður starfað í bankanum. En nú, er bankastjórnin vill að gjaldkera verði vikið frá sýsl- aninni, má að minsta kosti eins vel gera ráð fyrir þvi, að hún — eða einstakir menn úr henni — hafi viljáð færa það fram, er henni sýnd- ist með nokkru móti gerlegt gegn honum, og eigi gætt þess sem skyldi að forðast mótsagnir. Þar sem bankastjórnin hefir sam- kvæmt framanskráðu gefið ósamrým- anlegar skýrslur til stjórnarráðsins um mikilsvarðandi mál bankans, hlýtur stjórnarráðið að gjalda miklu meiri varhuga við staðhæfingum hennar, sérstaklega i því máli, en ella mundi, einkum þar sem fram er komið i skjölum þessa máls ýmis- legt, sem gefur bendingar um mis- munandi afstöðu einstakra manna úr bankastjórninni til þessa máls og gjaldkerans, er.da þótt svo sé látið lita út sem þeir séu allir jafn óánægðir með hann og jafn áfram um það, að honum verði vikið frá sýslan sinni. Skal þá vikið að einstökum kæru- atriðum og þá fyrst talin þau, er teljast mega undir það, að pjaldkera sé eiqi nagihqa sýnt ttm storj sín. x. Bankastjórnin segir, að gjald- keri hafi »ekki enn þann dag i dag lært að færa á eigin hönd (að »po- stera* rétt)« sjóðbók sína, og að hann þurfi »að fá til þess leiðbein- ingar annara starfsmanna bankans, þegar um nokkuð það er að ræða, sem ekki kemur iðulega fynrt. — Stjórnarráðið hlýtur að álíta, að um- mæli bankastjórnarinnar hér um hljóti að vera að minsta kosti mjög ýkt. Ber það til þess, að stjórnar- ráðið vill eigi fortakslaust gera ráð fyrir því, að bankastjórnin hefði mælt með manninum til starfans eftir meira en 2 ára reynslu á hon- um, hefði biikfærslukunnáttu hans veiið stórlega áfátt. En ef svo hefði þá verið, er óhugsandi, að banka- stjórninni hefði það verið ókunnugt. Hinsvegar er einnig óhugsandi, að gjaldkeranum hafi farið aftur í þessu efni síðan hann var skipaður í starf- ann, enda benda orð bankastjórnar- innar í kærubréfinu fremur í gagn- stæða átt. En hitt játar gjaldkerinn, að þar sem vafi sé á hvernig á hiuu eða þessu standi, eða eitthvað óvenju- legt komi fyrir, þá beri hann sig saman við starfsbræður sína í bank- anum, er betur kunnu að vita. Og getur slíkt með engu móti talist last- vert. 2. Þá segir bankastjórnin að aðal- sjóðbók gjaldkera sé eigi »svo ná- kvæm, að hún sé ábyggileg«. Við þetta atriði gilda auðvitað sömu at- hugasemdir, sem fyrsta atriðið. Að skekkjur geti komið fyrir, er ekkert tiltökumál, þar sem jafnmikið er að gera og gjaldkerinn hefir í Lands- bankanum. — En í máli þessu er ekkert það fram komið, er með nokkru móti bendi til þess, að slíkar skekkjur séu altíðar eða tíðari en hver maður, sem skyn ber á þá hluti, jafnan getur búist við. 3. Þá kærir bankastjórnin gjald- kera fyrir »seinvirkni«. — Hér um gildir einnig það, að óhugsandi er, að sá ágalli hafi svo aukist síðan bankastjórnin taldi hann fullhæfan til starfans, að hann geti nú verið afsetningarsök. Með vaxandi æfingu hefði sá ókostur einm'tt átt að lag- ast, þótt verið hefði í upphafi. Svo er á það að líta, að aígreiðslur munu fara fjölgandi í bankanum, og stund- um fullerfitt, ef eigi ókleift, einum manni að anna þeim allan starfstím- ann. Hafi gjaldkerinn verið starfan- um vaxinn af þessari ástæðu, þegar hann var skipaður, — og það verður stjórnarráðið að ætla, — þá getur seinvirkni nú eigi verið afsetningar- sök, enda kveðst bankastjórnin í bréfi sínu 29. jan. þ. á. enga aðal- áherslu nafa lagt á þetta atriði. Frh. Ullarskortar í Svíþjóð. Hinar miklu tóvinnuverksmiðjur Svía í Borás og yfileitt allar tóvinnu- verksmiðjur í landinu, eru komnar á heljarþröm vegna ullarskorts. Bretar leyfa ekki neinu ullarhári að fara inn í landið, og hvergi eru þar fyrir neinar birgðir svo svo teljandi sé. —

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.