Morgunblaðið - 18.08.1916, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.08.1916, Blaðsíða 1
Föstudag 18 ágúst Í Ö16 3. hrr'&ngr 284 Ritstjómar&lmi nr, 500| Ritstjóri: Vilhjálmnr Finsen. |ísafoldarprentsmiðja j AígretðsÍHSimt nr. 500 I 0. 0. F. 988189. Igamla r Her Breta Verður sýnd í síðasta sinn i kvöld. Aíg.m.* kosta fffjTölusett sæti 6o, alm. sæti 50, barna 10 au. Bifreið fer til Þingvalla í kvöld. 2 menn geta fengið far. Upplýsingar í Litlu búðinni Þing- holtsstræti 1. K, F. U. II. Valur (yngri deild). Æf- ing í kvöld kl. S1/^ á Melunum. Arásir á akra. Yfirherstjórn 7. þýzku höfuð- deildarinnar hefir gefið út svolát- andi tilkynningu: — Eftir áreiðanlegum heimildum höfum vér komist að því, að nú er verið að koma á fót fransk-enskri flugmanna-sveit, sem á að senda inD yfir Þýzkaland þegar akrarnir eru fullsprottnir og varpa niður á þá ikveikjukúlum. Eftir því sem sagt er, hafa franskir og brezkir flug- menn fyrir nokkru kastað ikveikju- kúlum niður á akrana að baki vig- stöðvanna hjá Saloniki, til þess að reyna að ónýta uppskeruna þar. — Um mánaðamótin siðustu komu nokkur Zeppelin-loftför til Englands og flugu þau miklu hærra, en þau höfðu gert áður, eða svo hátt, að fiugmönnunum hefði verið óhægt að ákveða með vissu hvar sprengikúlur þeirra mundu lenda. Sum brezku blöðin töldu þetta ljósan vott þess, hvað brezka landvarnarliðinu hefði farið fram i því að skjóta á loftförin, en önnur blöð geta þess til að Þjóðverjar muni hafa ætlað sér að kveikja i ökrum og ónýta upp- skeru. Þetta er alveg ný hernaðar- aðferð, en getur orðið all-hættleg. Þegar þurkar hafa gengið og akrar „Tlvance moforinn" tilbúinn af A/B. B. A. Hjorth & Co. Stockholm, stærstu mótorverksmiðju á Norðurlöndum sem veitir 500 manns árlega vinnu, hefir neðantalda kosti: Einföld gerð. Auðvelt að setja á stað. Auðvelt að passa. Auðvelt að setja niður. Engir ventilar í sprengiholinu. Þarf ekki að nota lampa eftir að vélin er sett á stað. Engin eldhætta. Urvals efni og vönduð vinna. Léttur. Tekur litið pláss. Abyggilegur og hefir vissan og j.fnan gang. Varahlutir fyrirliggjandi hjá umboðsmanni. Er allra mótorvéia oliusparastur. Eins árs ábyrgð. Af mótorverksmiBjum er verksmiðjan 8Ú einasta sem nú getur afgreitt með mánaðar fyrirvara. Umboðsmenn um alt iand — Allar frekari upplýsingar gefur umboðsmaðurinn hér: Herra skipasmiður Eyólfur Gísiason, Vesturgöiu 34, og eru menn beðnir að snúa sér til hans með pantanir sinar. Aðalumboðsm. fyrir Island: 8. Jóhannesson, Laugavegi 11. Bátakeðjur 5/s”-3/4” Blakkir með járnspöngum eru eudingarbeztar. Ljósker, Carbide, Bamburstangir ódýrast hjá Sigurjóni. fíér með tilkynnist heiðruðum viðskiftavinum, að eg hefi opnað rafiarasfofu mína á JStaugavagi 22 c3. ÓsAar t>orsíeinssoti. eru nær eða alveg fullsprottnir, eru þeir eldfimir mjög og geta brunnið á svipstundu ef í þeim kviknar. í vetur sem leið kom brezkur maður, sem verið hafði herfangi i Þýzkalandi, heim til Englands aftur og skýrði þá frá því, að Þjóðverjar hefðu verið dauðhræddir um það i fyrrasumsr að óvinaflugmenn mundu reyna að kveikja í ökrum sínum. En það var eins og bandamönnum hefði ekki komið það fyr til hugar að þetta væri hægt. Nú virðist þó svo, sem þeir ætli að taka upp þessa hernaðaraðferð. Hvað skyldi koma næst? Okur skipaeigenda Svo sem kunnugt er hefir brezka stjórnin ákveðið hámarks-farmtaxta á kolum frá Bretlandi til Frakklands. Bar til þessa brýn nauðsyn, vegna þess að skipaeigendur höfðu notað sér ástandið, sem nú er, til þess að hafa fé af Frökkum á mjög ósæmi- legan hátt. Að jafnaði flytja Frakkar inn um 20 miljónir smálesta af kolum á ári og í fyrra var innflutningurinn eítthvað svipaður, þrátt fyrir það þótt þeir hafi mist beztu kolanámur sínar. En það er aðallega okri skipaeig- enda að kenna, að þá urðu þeir að greiða hverja smálest 85 frönkum dýrari en venjulega. Með öðrum orðum: af frönsku þjóðinni hefir verið haft stóríé, eða eigi minna en 1710 miljónir franka. Að vísu taka kolanámueigendur nokkru hærra verð fyrir kolin held- ur en áður, en mönnum telst þó svo til, að 1240 miljónir franka hafi lent í vösum skipaeiganda og þeirra manna. Brezka stjórnin hefir nú ákveðið hámarks-farmtaxta 20—30 shillings á smálest. Með því má gera ráð fyrir að Frakkar verði að greiða 700 miljónir franka á ári i kola- farmgjöld. Séu nú hin venjulegu farmgjöld dregin frá, þá fá skipa- eigendur þó hér um bil 550 miljón- um franka meira í farmgjöld en venjulega, en franska þjóðin græðir óbeinlinis 1000 miljónir franka á þessu. Það er þó alveg óvíst enn hvern- ig fer. Skipaeigendur hafa við orð að þeim sé engin þægð því, að flytja kolin. Þeir geti látið skip sín hafa NÝJA BÍÓ Heiðursins vegna Sjónleikur í þrem þáttum leik- inn af Nordisk Films Co. Aðalhlutverkin leika: Cajus Bruun, Robert Dinesen, Ebba Thomsen. nóg ánnað að starfa, þvi að enn geti þau fengið nógan farm án þess að takmarkað sé flutningsgjaldið. Árás á Suezskurð. í febrúarmánuði árið 1915 gerðu Tyrkir árás á Suezskurðinn, en fóru hrakfarir miklar, enda höfðu þeir lítið lið, að eins 12—15 þúsundir manna og stórskotalið sama sem ekkert, því að það er eigi hlaupið að þvi, að komast með fallbyssur yfir eyðimörkina þar fyrir austan. Nú hafa þeir hafið aðra árás á Suezskurðinn og veizt að herliði Breta skamt frá Port Said. Hafa þeir nú 40 þúsundir manna og nokkuð af fallbyssum, sem þeir hafa haft mikið fyrir að koma þangað. En svo virðist sem þeim ætli ekki að verða meira ágengt nú en áður. Bretar hafa gert sér ramgerðar vigstöðvar austan við skurðinn og hafa öll áhlaup Tyrkja strandað á þeim. Auk þess hefir verið batist svo nærri ströndinni, að brezkir fallbyssubátar hafa getað veitt landhernum lið. Hafa Tyrkir þegar beðið allmikið manntjón og Bretar hafa handtekið rúmlega 3000 ósærða hermenn, þar á meðal nokkra Þjóðverja. Sir Archibald Murray hefir yfir- stjórn Bretahers i Egyptalandi. Hafði hann búist við þvi, að Tyrkir mundu reyna að ná Suezskurðinum og gert allar nauðsynlegar ráðstafanir til þess að veita þeim varmar viðtökur, enda virðist svo sem honum hafi tekist það. Serbar komnir á kreik. Serbaher hefir nú fengið þá ósk sina uppfylta að eiga aftur vopna- skifti við erkifjendur sína .Búlgara. Hinn 24. júli lenti þeim saman i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.