Morgunblaðið - 20.08.1916, Page 3
2o. ágúst 286. tbl.
MORGUNBLAÐIÐ
3
Krone Lager öl|
~Í4 , • *.
f,
ó
<í
mrr-rr-------------
.
• ;•.■'.- '. .v • x ■
• -• .-"V; ■ ■ . ■• -.■ '■■■ v
:■ ■ . . ' '■ .■
: '.. ■•.. ■■•■ ••••: ■ ;
■ •' ' ■•■
'"'■'■■' ' •■ . ■' :■ .J§|| •'■'. •*J
^ v ^ •*• • '
:j ^ Kg ...
'
“Wíl’i
. .
^ Vv^
s
saa
. v
i -.. • ’ ;, 4 - '
I V . * ,<v': á
3 >
3 o*
M,fD **
w D c
^ cr
1 'C c
“I. Of
-t w
Hinar heimsfrægu
UNDERWOOD
ritvélar ættu allir að nota.
Þær eru sterkastar, endingarbeztar,
hávaðaminstar og að öllu leyti hinar
fullkomnustu á heimsmarkaðinum. I
í undanfarin 7 ár i röð hefir vmn-
ist á þær heimsverðlaun fyrir flýti.
Leytið ýtarlegra uppl. hjá umboðs-
manni:
Kr. 0. Skagfjörð, Patreksfirði.
Beauvais
■nlðursuðuvörur eru viðurkendar að vera langbeztar í heimi.
Otal heiðurspeninga á sýningum viðsvegar um heiminn.
Biðjið ætíð um Beauvais-niðursuðu. Þá fáið þér veruiega góða vörur
Aðalumboðsmenn á íslandi:
O. Johnson & Kaabsr.
Bezt að auglýsa i Morgunblaðiim.
Bezta ðlið
Heimtið það!
— 0
Aðalumboð fyrir Island:
Nathan & Olsen.
Limfargötu 41. Slmi 244.
Verzlunin Kaupangur selur eins og að undanförnu
alt ódýrast — alt bezt.
Hefir birgðir af öllum matvörum, svo sem: Rúgmjöli, Hveiti,
Haframjöli, Ris og m. fl.
Sirœn&r Baunir
trá BoauvaÍH
eru ljúttengastar.
Niðursoðið kjöt
trá Beauvais
þykir bezt á ferðalagi.
woréasögur 6.
Karlmenni og frændur.
(Brot úr ferðasögu 1907).
Það var Ijómandi miðsumars-morg-
ttn. Eg beið með óþreyju eftir
samferðastúlku minni, — ungri og
kátri Reykjavíkurmey, — sem hafði
stungið upp á því, að við skyldum
hrista af okkur kaupstaðarrykið, með
þvf að fara upp í sveit, og nota til
þess tvo unga, jarpa góðhesta, sem
einhver frændi hennar hafði sent
henni.
Þessi frændi hennar — hugsaði
eg — er líklega einhver gamall grá-
skeggur austur í Holtum.
Við erum »frændræknar«, ungu
stúlkurnar, segja illmálgar kerlingar.
— jæja, þarna kom hún þá, bless-
uð dúfan, með blóm á hattinum og
í brúnum reiðfötum. Við settumst
á bak þeim jörpu, og til þess nú
að vera ekki eins og >aðrar«, höfð-
mm við engan fylgdarsvein. Mér
þótti það nú raunar eitthvað »bragð-
Iaust«, og lét undrun mina í ljós
yfir »frænda«, að koma ekki sjálfur,
en hún sagði, að sjálfur væri hann hnig-
inn að aldri, og hefði ekki þau manna-
ráð, núna um hásláttinn. Og eg
lét það gott heita.
Við héldum sem leið liggur aust-
ur á bóginn. Ferðinni var heitið
að Lækjarbotnum.
Hressandi var blessað sveitaloftið,
og »þeir jörpu« voru ágætir og við
i bezta skapi. Elliðaárnar lágu nú
langt að baki okkur, við vorum bún-
ar að taka okkur marga góða spretti,
þegar við loks fórum af baki, létum
hestana bíta, og settumst sjálfar að
snæðingi. Margt gott höfðum við
í mal okkar, en þó vantaði eitt:
góða nýmjólk. Eg fór að óska
mér, en ekki kom mjólkin. Klár-
arnir rásuðu langt frá okkur, svo
samferðamærin hljóp af stað. Eg
sat eftir undir holtinu. Alt i einu
kallar hún:
»Hér er mjólk!«
»Hvað^er þetta? Hefirðu fundið
mjólkurlind uppi i holtinu ?«
»Nei, en eg sé bæ, og þangað
skuluin við fara. Þar er mjólkin*.
Eg kingdi með mestu fyrirhöfn
hálftugnum keksbita og þaut af stað.
Svo fórum við á bak og héldum
heim að bænum.
A hlaðinu stóðu þrír yflrklæddir
ferðavagnar, og giskuðum við á að
þar mundu austanmenn vera með
smjör.
»Þú hittir ef til vill einhvern
frænda«, sagði og glettnislega, um
leið og eg batt hestana á streng.
»Það getur vel skeð«, sagði hún
glaðlega.
I þvi kom ung stúlka út á hlaðið.
Sá eg strax þær þektust, því þær
gleymdu mér og mjólkinni, og
gengu vestur á túnið. Eg gekk inn
í bæjardyrnar og heyrði hávært
mannamál á hægri hönd mér, sá
þar dyr, barði, en enginn anzaði.
Eg réð þó af að opna hægt hurðina
og líta inn. Þar situ fimm ferða-
menn. Heyrði eg á tali þeirra, að
tveir af þeim voru á austurleið, en
þrír á leið til Reykjavíkur. Þegar
eg hafði staðið litla stund við hurð-
ina, stóð einn þeirra upp, gekk til
min og ávarpaði mig:
»Ertu úr Reykjavik, stúlka mín?«
»Mig vantar kaupakonu, sem
kann að slác, sagði annar, stór
raumur með rautt skegg, i mórauð-
um vaðmálsfötum, gráan trefil í kapp-
mellu, og hnéháum skinnsokkum.
»Er það svo sem ekki auðséð?*
sagði sá sem fyrst talaði. »Gáðu að
því, sem hún hefir á höndunum,
Pétur«, sagði hann við þann rauð-
skeggjaða, um leið og hann rétti úr
sér og tylti sér á tá.
Pétur fór að gá að »þvi sem eg
hafði á höndunum*.
»Kallarðu þetta vetlinga, stúlka
mín?« sagði hann, og benti fyrir-
litlega á skÍDnhanzkana mina. »Held-
urðu ekki þeir fari fljótt und-
an hrífunni. Á eg ekki að gefa þér
vetlinga?* mælti hann og dró helj-
armikla sjóvetlÍDga upp úr vasa sín-
um. »Eg skal bæta þeim við kaup-
ið þitt, ef þú kant að slá«. Svo
hló hann.
»Eg ætla ekki í kaupavinnu, hvorki
til yðar né annara* sagði eg reig-
ingslega, »eg er að skemta mér«.