Morgunblaðið - 20.08.1916, Síða 7

Morgunblaðið - 20.08.1916, Síða 7
MORGUNBl.AÐIÐ 7 cTií SíuítfJaíía^QífJar. Koin, hjartans ljúfasta lifið mitt, f>ig leiði’ eg við hðnd að Kyrra- hafs-strönd. Þar vaggar gnoðinni víðis-blær, og veðrið indælt og seglin þönd. Lengst út við kvöldroðans himneskt haf hillir evju með fjöllin — gull, er kóngur sævarins kyssir æ og kneifar ástfanginn hennar ful!. Halt þú í skautið, hjartað mitt! hinsvegar eg við stýrið sezt. — Elyseum er eyja sú: þitt ættland og mitt, er þarna sést. Og ekkert gerir þótt gangi út gullúrið mitt; því þau bak við fjöll við njótumst, og leiðumst í æsku æ um ódáins-blómfrjóvan sólskinsvöll. Jón Rtinólfsson. cTýnái sonurinn. Stúlkurnar kátar og kvikar komu með dýrlegt vin; hann hellir því ei, en — hikar, þvi hugsi tekur hann bikar hið fyrsta sinn til sín. »Þú hikar — sem böls þér baki, ef bikar tæmir þann. Við hyggjum sizt þig saki«. — Og sveinnin kneif, — en að baki svíns-stíu fúla fann. Jón Runóljsson. Rá ðherraskifti í Russlandi. Sassonoff utanríkis ráðherra Rússa, hefir nýlega sagt af sér em'bætti sínu og er borið við heilsulasleika. Hann Sassonoff hefir verið talinn með stórmennum þessara tíma, enda hefir hann ekki legið á liði sinu síðan ófriðurinn hófst. Bifreið fer til Þingvalla i dag. Tveir til þrír menn geta fengið far. Upp- lýsingar í Litlu búðinni, Þingholts- stræti x frá kl. 9—12. vFunóié Kvenúr fundið. Vitjist til lögregl- nnnar. Peningabudda fundin. R. v. á. Sturmer forsætisráðherra og innan- rikisráðherra, hefir bætt við sig utan- riki.ráðherraembættinu, en einhver annar hefir verið gerður að innan- ríkisráðherra, þótt enn sé eigi kunn- ugt hver það er. Þjóðverjar taka brezkt skip. Það er sjaldgæft á þessum timum, að Þjóðverjar nái nokkru brezku skipi heilu, þó Bretar sigli nú um öll höf heimsins. En það ber þó stöku sinnum við. Nú siðast náði vopnaður botnvörpungur þýzkur brezka farþegaskipinu »Eskimo«, einu stærsta og fegursta skipi Wilsons- linunnar, og flutti það til þýzkrar hafnar. »Eskimo« var á leið frá Noregi til Englands og var komið um 15 sjómilur frá Arendai, þegar botnvörpungurinn skyndilega skaut á það, svo annar reykháfurinn brotn- aði. Eskimo reyndi að komast nndan með þvi að sigla með full- um hraða til lands, en þá skutu Þjóðverjar úr mörgum fallbyssum í einu, svo Eskimo varð að gefast upp. Var skipið nú flutt suður Eyrarsund til Þýzkalands. í sund- inu varpaði einn kolamokaranna sér fyrir borð og synti að landi. Vildi hann heldur freista sundsins en lenda í fangabúðum Þjóðverja. Bretar eru vitanlega sárgramir yfir því, að Þjóðverjum skuli hafa tekist að ná í Eskimo. Alpjóðafriðarstejnu ætluðu jafnað- armenn úr ýmsum hlutlausum lönd- um að halda í Amsterdam i önd- verðum þessum mánuði. i> a (•» nOglN. czzy Afmaili í dag : GuSrún Skaftadóttir, húsfrú. Sigríður Jónsdóttir, húsfrú. Þórey Halldórsdóttir, húsfrú. Ágúst tí. Bjarnason, prófessor. Tnngl, síð. kv. kl. 11.53 f. h. Sólarupprás kl. 4.35 S ó 1 a r 1 a g — 8.23 Háflóð í dag k!. 9.51 f. h. og kl. 10.31 e. h. (eftir íslenzkum meðaltíma.j Veðrið í gær: Laugardaginn 19. ágúst. Vm. a. stinnings kaldi, biti 9.5 Rv. a. kul, hiti 10.5 ísafj. logn, hiti 10.4 Ak. logn, þoka, hiti 9.0 Gr. logn, þoka. hiti 6.5 Sf. logn, þoka, hiti 8.5 Þórsh., F. a.n.a. gola, hiti 8.8 Guðsþjonustur i dag, 9. sunnudag eftir trinitatis. (Guðspj.: Hinn rang- láti ráðsmaður, Lúk. 16, 10,—17. Lúk. 12, 32.—48). — í dómkirkjunni kl. 12 síra Bj. J. — Engiu síðdegis- messa. — í fríkirkjunni í Reykjavík kl. 12 á hád. síra H. N. og kl. 5 síðd. síra Ól. Ól. Messað í þjóðkirkjunni í Hafnar- firði kl. 5 síðdegis. Rúnigóða þjóðkirkjan heitir dá- lítill pósi, sem nýkominn er út, eftir síra Sigurð Stefánsson. Segir höfundur- inn að þjóðkirkjan só að verða »lif- andi lík« í höndum kirkjustjórnar og klerkdóms ríkisins. Skilnaður só æski- legasta leiðin. Er höf. mjög andvígur nýju-guðfræðingunum. Jarðarför Björns Þórhallsonar bú- fræðings fór fram í gær að viðstöddu fjölmenni. 2 jarðskjálftakippir urðu hér í gærmorgun, hinn fyrri allsnarpur kl. 4.40, hinn síðari um kl, 6. Var sá miklu vægari. Vélbátur kom hingað í gær frá Eyrarbakka. Nýgift eru Jóhanna Rriðriksdóttir og Daníel Kr. Oddsson símritari. Þinglesin afsöl. 10. á g ú s t: 1. Lárus Fjeldsted o. fl. selja 20. maí sfðastl. Sveini Jónssynl frá Vatnsenda »Doktorshúsið« við Vesturgötu. 2. L. K. Tverbergvik o. fl. selja 17. maí síðastl. firmanu G. J. Breiðfjörð & Co. vólbátinn »Jack- son« (= Reginn). 3. Karl Olgeirsson selur 18. f. m. Pótri Gunnarssyni vólbátinn »Hurry«. 4. Ólafur Þórðarson selur 31. f. m. Kristínu J. Hagbarð húsið nr. 24 C við Laugaveg. G|7 { Vindlar. **■■**■ lingemann & Co. Kaupmanuahöfa er eina veiksmið au í heimi sem býr til egta »G. K.« vindla, »E1 Diplomats (litla) og »E1 Sol« (stóra) svo og margar aðrar ágætar* tegundir, svo sem: »Peter Cornelius«, »Dan«, »Julius« o.fl.o.fl. Varið yður á lélegum stælingum af »G. K.« vindlum. Einkaumboðsmenn fyiir ísland Clausensbræður Sími 563. Gólfmottur stórt úrval Dýkomið til Jónat Þorsteinssonar. 17. á g ú s t: 1. Jón Jónsson beykir selur 26. f. m. Jóni Jónssyni frá Vaðnesl lóðarsneið við Klapparstíg. 2. Jón Björnsson selur 24. febr. síðastl. Ásmundi Gestssyni J/2 húsið nr. 2 við Laugaveg. 3. Guðmundur Kr. Guðmundsson sel- ur 14. þ. m. Páli Ólafssyni hús- eignina nr. 22 við Vesturgötu. 4. Rakel Ólafsdóttir selur 31. maí s.l. Gísla Björnssyni húsið »Norð- urpóllinn«. 5. Magnús Árnason o. fl. selja 23. júní s.l. Kristjáni Berndsen % húsið nr. 15 B við Skólavörðustíg. 6. Sturla Jónsson selur 15. þ. m. Ágúst Pálmasyni húsið nr. 1 við Rauðarárstíg. 7. A. J. Johnson selur 15. þ. m. Sveini Teitssyni húsið nr. 97 við Laugaveg. 8. J. G. Mikkelsen o. fl. sólja 11. þ, m. h.f. »Kveldúlfi« skipið »Jane & Wi)liam«. Arfnr Morgans. Eftir þriggja ára starf hefir nú tek- ist að telja saman eignir hins al- kunna miljónamærings Pierpont Morgans. Eignir hans nema sam- tals 3r2,580,000 krónum. Listasöfn hans eru metin á 145,480,000 kr. handritasafn hans á 16,380,000 kr. og safn hans af kínversku postu- lini á 8,700,000 krónur. Hann átti einn son og erfir hann 220 miljónir króna. Dætur Morg- ans þrjár fá sinar 12 miljónirnar hver og tengdasynir hans tveir sín- ar 4 miljónirnar hvor. Slysför Hinn 10. f. mán. hvarf stúlka frá Hrauni i Grindavik. Þórunn Jóns- dóttir, ættuð af Mýrum. Var henn- ar viða leitað, en hún fanst loks þann 12. ágúst rekin af sjó, ekki langt frá Hrauni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.