Morgunblaðið - 10.11.1916, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.11.1916, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Uppboi á fiski úr botnvörpungnum ,Snorri Goði‘ verður haldið á laugardag p. 11. p. m. kl. 1 e. h. hjá húsum okkar. H.f. Kveldúlfur. reyndur læknir. Laun hans ættu að vera eins og læknar hafa hér mest. Dugandi aðstoðarmenn mundi hann geta fengið meðal þeirra ungu viðreisnarmanna, sem eru forkólfar íþróttahreyfingarinnar hér. 8. nóv. Helqi Pjetursi Flug ylir Atlanzhaf. Fimm menn ætla að vinna verðlaunin. Þess hefir áður verið getið hér í blaðinu, að heitið hefir verið 100.000 dollara verðlaunum, þeim er fyrstur yrði til þess að fljúga yfir Atlanzhaf, milli Ameríku og Evrópu. Á næsta surari ætla fimm menn að reyna að vinna til verðlaunanna. Fyrst skal telja ameríkska flug- manninn, Porten liðsforingja. Flug- vél hans er þegar smiðuð, því að hann ætlaði að fljúga yfir hafið í sumar, en hætti við á síðustu stundu, þvi að þá datt honum í hug, að hafa þrjá mótora í stað- inn fyrir tvo. Vél hans er kend við Curtiss — flugbátur, sem ber þrjá menn. Mótorarnir hafasam- tals 600 hestöfl og á flugvélin að geta farið 200 kílómetra á klukku- stund. Það er enn óráðið, hvaða leið Porten velur yfir hafið. Þá er að nefna hinn alkunna brezka flugmann, Graham White. Hann ætlar að fara í flugbáti, sem kendur er við Barell, en er mjög svipaður flugvélum Curtiss. í honum verður klefi fyrir þrjá menn og mótorarnir hafa samtals 400 hestöfl. Á flugbáturinn að geta farið 230—250 kílómetra á klukkustund. White leggur lík- lega af stað frá Falmouth og stefnir til St. Johns á Nýfundna- landi. Þá er sænskur flugmaður, sem Sundstedt heitir. Ilann er nú að undirbúa Atlanzhafsflug sitt ásamt hinum nafnkunna franska flug- vélasmið, Henry Farmann. Ætla þeir að nota Curtiss-flugbát af nýjustu gerð. Ber khann' fjóra menn og eru mótorarnir eigi færri en sex og hefir hver þeirra 150 hestöfl. Flughraðinn verður 200 kílómetrar á klukkustund ogbát- urinn ber nóg benzín handa öll- um mótorunum í 30 stundir. Sundstedt leggur líklega af stað frá St. Johns og stefnir til ír- lands. Þá er að nefna danska flug- manninn, Polner ^ liðsforingja. Hann ætlar’ að’ fljúgja rflugbáti af franskri gerð, en hann verð- ur smíðaður í Kaupmannahöfn. Verða í honum 2 mótorar og hafa þeir 200 hestöfl. Flughraðinn verður 130 kilómetrar á klukku- stund og getur hann flogið hvíld- arlaust í 24 klukkustundir. Síðast, en ekki sízt, er að nefna norska flugmanninn G. A. Kul- bech. Hann ætlar að fljúga frá Kristiania til New York í flug- vél, sem hann hefir fundið upp sjálfur. Hann hefir lært að fljúga í Frakklandi. í viðtali við fréttaritara »Tidens Tegnt, sagði hann þetta um för sína: — Sú leið, er eg hygg að fara, er 1500 mílur. Flugvélin er að mestu leyti uppgötvun mín og er smíðuð með sérstöku titliti til þessarar farar. Ef alt fer, eins og'ráð"mrfyriPgert, legg eg af stað í ágústmánuði. — Með mér verður ungur íslenzkur verkfrœð- ingur, sem Þórarinn Jónsson, heitir. Hefir hann unnið í flug- vélaverksmiðju Wright-bræðra í Ohio síðan árið 1906. Við ætlum að leggja af stað frá Kristiania um hádegi og fara fyrst til Sta- vanger. Þar tefjum við nokkra stund og lítum eftir vélinni. — Þaðan fljúgum við beint til Pe- terhead í Skotlandi og erum svo sem þrjár stundir á leiðinni þang- að. Þar hvílum við okkur og lítum enn eftir vélinni, að alt sé í lagi. — Þaðan fljúgum við til Falmouth og búum okkur þar undir aðalflugið. — Þaðan stefnum við til St. Johns á Ný- fundnalandi. Eg gizka á, að eg þurfi 2800 litra af benzíni til ferð- arinnar milli Kristiania og New York, en bvq mikið get eg ekki flutt með mér í einu. Verð því að koma víða við. í flugvélinni er klefi fyrir þrjá menn og mó- torinn hefir 300 hestöfl. Eg býst við, að geta flogið 200 kílómetra á klukkustund og 24 klukkustund- ir á eg að geta flogið samfleytt. Stflrgkh greifi *® og Adler ritstjóri. Morðið í Wien. Sturgkh greifi, forsætisráðherra Austurríkis, var myrtur þann 21. f. mán. Hann sat þá, eins og vandi hans var, í borðstofu veit- ingahússins »Meissl und Schadu*. Með honum var barón Aehren- thal, bróðir utanríkisráðherrans, sem nú er nýlega látinn. Skamt þaðan, sat Adler ritstjóri við ann- að borð. Skyndilega stóð hann á fætur, gekk nokkur skref í áttina til hinna og skaut þremur marg- hleypuskotum á Sturgkh greifa. Hneig hann niður og var þegar örendur, því að ein kúlan hafði komið í höfuð hans. Ódæðismað- urinn var þegar tekinn höndum og sýndi hann engan mótþróa en kvaðst hafa framið morðið að vel yfirveguðu ráði., Þegar fregnin um þetta barst út^vakti hún falþjóðarsorg, " því áð Stúrgktí^ greifi var eitt ' ai mikilmennunUsinnar þjóðar, þótt hann léti lítið bera á sér út á við. »Wiener Abendpost* segir svo um hann: Stúrgkh forsætisráðherra var keisaranum trúr og hlýðinn þegn og með fráfalli hans hefir föður- landið mist hinn drenglyndasta stjórnmálamann. Öll stjórnmála- starfsemi hans ber vott um þrek- lyndi, einurð og hreinskilni. í rúman aldarfjórðung hefir hann nú unnið að stjórnmálum. Frá- fall hans er mikið tjón fyrir föðurland vort og enn þyngra vegna hinna erfiðu tíma. Allir, sem þektu hann nokkuð, munu syrgja hann-------— Um morðingjann er þetta sagt: Dr. Fritz Adler er fæddur í Wien árið 1879. Stundaði nám í Wien og erlendis, t. d. í Sviss. Faðir hans, dr. Victor Adler, er ríkisráðsmaður. Fritz Adler var Stiirgkh greifi. ritstjóri tímaritsins »Das Volk«, en það var gert upptækt þegar stríðið hófst. Þá stofnaði hann mánaðarritið »Der Kampf«, vís- indalegt tímarit, sem heldur fram stefnu jafnaðarmanna. Sjálfur er Adler æstur jafnaðarmaður, svo æstur, að hann hafði eigi getað unnið aðra jafnaðarmenn til fylgis við sig og féll honum það þungt. Faðir hans hafði heldur eigi vilj- að kannast við hann. Á jafnaðarmanna fundi kvöldið áður hafði Adler ávítt stjórnina harðlega fyrir aðgerðaleysi og skoraði á menn að hefjast handa og gera uppþot um landið þvert og endilangt. Mæltu allir í móti því og er þá sagt að Adler hafl barið í borðið og sagt: Þótt þið vitið ekki hvað þið eigið að gera, veit eg hvað eg á að gera! Adler heflr haldið því fram, að hann hafi hér verið einn að verki og að engi maður hafi verið í vitorði með sér. Hefir hann verið hægur alla tíð síðan hann framdi morðið og svarað rólega öllum þeim spurningum, sem fyrír hann hafa verið lagðar, en þó álíta menn að hann muni geðveikur vera.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.