Morgunblaðið - 24.03.1917, Side 2

Morgunblaðið - 24.03.1917, Side 2
2 MOKGU NBLAÐÍT) S a m s ö n g heldur Karlakör K. F. U. M. næstkomandi scnnudag kl. óUj síödegis í Bárunni. Söngstjóri: Jón Halldórsson baukaritari. Aðgöngumiðar seldir í bókverzlunum Isafoldar og Sigf. Eymunds- sonar í dag á i krónu. Sjá götuauglýsingar. Jóhann Ólafsson úr firmanu Jóhann Olafsson & Co., er nú staddur í New-Yotk og annast öll inn- kaup fyrir kaupmenn og kaupfélög. Pantanir verða símaðar vestur. Finnið Jóh. Úlafsson & Co., Lcekjargötu 6 B. Símar 520 og ji. tXSZS D AðSOf^íN. ŒB3* Aímæli f dag: Guðlaug DaSadóttir, verzlst. Ólafía Arnadóttir, húsfrú Björn Ólafsson, gullsm. Einar Jónsson skósm. GuSm. Þorsteinsson bóndi K. P. Aspelund, verksmiðjuastj. Jóu Norðmann, píanóleikari. 23. vika vetrar hefst. Sóiarupprás kl. 7.10 Sólarlag kl. 7.51 Háf lóS í dag kl. 7.2 f. h. og kl. 7,32 e. h. Fyrirlestrar Háskólans: Próf. Björn M. Ólsen, dr. phil.: Bókmentasaga íslendinga kl. 5—6. Eddukvæði 6—7. Dócent Jón Aðils: Saga íslenzku kirkjunnar kl. 7—8. Messað á morgun í fríkirkjunni í Beykjavík kl. 5 sfðd. síra Ól. Ól. Hafnarfjarðarvegnrinn er ófær rétt einu siuni, — og það sem verst er — verstu ófærurnar eru í Reykjavíkur- landi, sunnan í Öskjuhlíð. Ef það væri gert við veginn þar, mundi hægt að halda uppi vagna og bifreiðaferðum milli Hafnarfjarðar og Keykjavíkur, en nú komast bifreiðarnar' hvergi, en versta meðferð á hestum að beita þeim fyrir vagna á þeim vegi. — Sem bet- ur fer á nú að gera við veginn á þessum tiitekna kafla. Yerður líklega byrjað á því í dag eða á mánudaginn. Dansleik hefir Nýi dansskólinn fyrir nemendur sína í Bárubúð i kvöid. Hámarksverð hefir verið sett á rjúpur. 35 aura mega þær nú kosta. Hingað og ekki lengra! Að undanförnu hafa rjúpur verið seldar á 30 aura í búðum. Á uppboðinu fóru þær á 18— 30 aura hver, en flestar á 20 aura. Það voru seinustn rjúpurnar, sem til voru í bænum, fyrir utan þær, sem Nordal geymir fyrir heldra fólkið, sem hafði efni á því að kaupa þær fyrir 40—60 aura í haust. Nú mega þeir sitja uppi með sínar d/ru rjúpur. Það er þó stundum gott að vera fátæk- lingur og bíða þangað til seinast. 35 aura rjúpan! Beifaraverð. Nú verða sjálfsagt allir uppi til handa og fóta. En hvar fást rjúpur núna? spyrjið þið. Ja — ekki skuluð þið spyrja mig að því. Snúið ykkur heldur til þeirra sem settu hámarksverðið á rjúpurnar. Þar stendur sjálfsagt ekki á svörunum. E 1 e n d i n u s. Mokafli er nú á Suðurnesjum. Fisk- ur fluttur hingað til bæjarins daglega. Nýársnóttin verður leikin annað kvöld. Kol & Salt kvað eiga von á flutn- ingaskipi með saitfarm í byrjun næsta mánaðar. Ingólfur fór fyrst í gærmorgun til Borgarness með norðan- og vestan- póst. Skipið tafðist vegna þoku. Svanurinn mun bráðum halda vest- ur til Breiðafjarðar. Hefir skipið legið við Batteríisgarðinn til viðgerða. Hana hefir skipasmíðastöð Reykjavikur ann- ast. Dansleikur fyrir börn, sem lært hafa hjá frú Stefaníu Guðmundsdóttur í vetur, verður haldinn í »Iðnó« í kvöld. Má geta nærri aö þar verður glatt á hjalla, því mörg hundruð börn hafa lært hjá frúnui. Guðjón Jónsson kaupm. í Vík er staddur hér í bænum þessa dagana. Leikfélagið er nú að æfa nytt ieik- rit eftir enskau höfund, Jerome K. Jerome. Verður líklega sýnt um páska- leytið. Fálkinn. Ekkert hefir um það heyrst nákvæmlega, hvenær Fálkans er von hingað. En af sírnskeytum sem hingað hafa borist frá íslendingum í K.höfn má búast við því að hann fari 6Ín- hvern næstu daga þaðan. Geir Zoéga kaupm. hefir verið mjög þungt haldinn tvo síðustu daga. Var hressari um tíma eftir uppskurðinn en verri aftur í gær. Rænulaus að heita má, þekkir engann, og nytur lítils svefns án meðala. Biskupinn verður vígður í dóm- kirkjunni sunnudaginn 22. apríl. Sr, Valdemar Briem vígslubiskup fram- kvæmir þá athöfn. Bisp. Ekki er gott að segja um, hvenær hans getur verið von hingað með olíufarminn. Það kemur mikið undir þv/, hvort hann þarfnast mik- illa viðgerða í New York. Olíubirgðir eru mjög á þrotum í bæn- um, og munu menn verða að fara mjög sparlega með þær, ef ekki á að verða skortur. Annars á Steinolíufélagið von á olíu- farmi einhverntímann í næsta mánuði — um 7000 tunnum að sögn. MjóJkurframieiðendur eru í þann veginn að hækka mjóikurverðið enn á ný. Bera þeir við að framleiðslukostn- aður hafi aukist ákaflega mikið síðan verðið var síðast hækkað. Eigi vitum vér hvort Petta er gert í samráði við verðlagsnefndina eða ekki. Bifreiðafélag Reykjavíkur er nú í þann veginn að hætta að starfa. Hefir það boðið skúrinn við Vonar- stræti til kaups, ásamt bifreiðum og öðrum áhöldum. Karlakór. K. F. U. M. ætlar að efna til söngskemtunar annað kvöld í Bárunni. í flokknum eru um 20~manns. Jón Halidórsson bankaritari er söng- stjóri. Nýja Bíó. Svo rnikil aðsókn hefir verið að myndinni, sem þar er sýnd dú, að öll sæti hafa jafnan verið pönt- uð fyrirfram og margir orðið frá að hverfa í hvert skifti. Myndin verður sýnd í kvöld og líklega fram yfir helg- ina, en um það verður nánar auglýst hér í blaðinu á morgun. Erfðaskrá frú Solveigar Eymunds- son. í erfðaskrá sinni hafði frú Solveig Eymundsson m. a. ákveðið, að 5000 kr. skyldi varið í barnahælíssjóð í sam- bandi við Heilsuhælið. Skal sjóðurinn bera nafn þeirra hjóna og ávaxtast í 20 ár áður en úthlutað só úr honum. En eftir það skal verja 4/6 af vöxtun- um til lækninga fátækum, berklaveik- um börnum. Þetta var höfðinglega gert. Talaat Bay. Hann er nýiega orðinn stjórnar- forseti í Tyrklandi eða stórvqzir. í ræðu sem hann hélt, til þc-ss að skýra frá stefnuskrá stjórnarinnar, kemst hann meðal annars þannig að orði: Land vort, sem jafnan hefir átt í innbyrðisdeilum, hefir nú neyðst til þess að standa í meiri stórræðum en dæœi eru til áður. Óvinir vorir hafa lýst yfir þeirri ætlan sinni, að hrekja qss burtu frá Miklagarði og sundunum. Þessum gorgeir óvin- anna, sem urðu að flýja frá Hellu- sundi fyrir hiuum ágæta her vorum, svörum vér þvi, að vér munum aldrei yfirgefa Miklagarð meðan nokkur Tyrki má sverði valda. Vér munum halda uppi ófriðnum í fúst- bræðraiagi við hina hraustu og sig- ursælu bandamenn vora, þangað til vér höfum neytt óvinina til þess að kannast við tilverurétt vorn. Það er tilgangur vor. Siðan mintist hann á það, hver nauðsyn bæri til þess að koma á betra skipulagi innanríkis, en kvað það ekki hægt meðan þjóðin yrði að leggja fram alla krafta sína ó- skifta til hernaðarius. Kyrseftir óvinir. Fyrsta verk ófriðarþjóðanna þegar ófriðurinn hófst, var að handtaka alla óvinaþegna, sem í löndunum dvöidu og láta kyrsetja þá. Voru sérstakif skálar eða fangabúðir búnar til handa- þessum »friðsömu« föngum, með öllu aðskildir frá herteknum hermönnum- Þjóðverjar hafa geymt »friðsama« fanga sína í litlum bæ, sem Ruhleben heitir. Um 4000 brezkir þegnar voru í Þýzkalandi þegar ófriðurinn hófst og voru þeir allir fluttir þangar, Nokkr- um þeirra, mönnum á gamals aldrif var síðan slept aftur og voru þeir send' ir heim til Bretlands. Þetta fólk, sem sent var heim, hefir nú ritað brezku stjórninni skjal, Þat sem farið er fram á að stjórnin reyn> að koma því til leiðar, að Þjóðverjar og Bretar hafa skifti á »friðsömurl0<< I föngum, þó með því skiiyrði, að stjorn i irnar hvor um BÍg lofi því, að ta*^ ekki í herinn þá menn, sem þann>o eru sendir heim. Nú eru 4000 Bretar í Þýzkalandi, eti 26 þús. Þjóðverjar Bretlandi, en það er talið að tilgang urinn só að allir verði látnir Líklega verður árangurinn sa>^. þllum þesstim »friðsömu« föngum v gefið frelsi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.