Morgunblaðið - 25.03.1917, Side 3
2J. ir.arz 141 tbl.
MORGUNBLAÐIÐ
3
m
bvotturinn, sem þið sjáiÖ þarna,
þa6 er nú enginn Ijettingur, en
samt var furÖu liti! fyrirhöfn
v!6 að þvo hann hvítan sem snjó.
Það var þessi hreina sápa, sent
átti mestan og bestan þátt í þvi.
MIKiU- Þvottur
ME-Ð
LITLU ERVIÐI
Göturnar í Reykjavsk.
Reykjavík er stór um sig að til-
tölu við fólksfjölda. Smáu húsin
með óbygðn svæðunum á milíi teygia
sig innan frá Rauðará upp að Skóla-
vörðu og vestur fyrir Granda. Þar
af -leiðir að allur kostnaður við götur,
SÍma og veitur, verður mikill á hv.ern
bæjarbiia.
Oft verður manni það á, þegar
rigningar ganga eða leysingar eru,
að bölva forinni á götunum. Hún
er hreinasta plága og höfuðstaðnum
til mikilla leiðinda. Menn sjá það
af þeim gatnaköflum, sem þegar hafa
verið bikpúkkaðir (makademiseraðir)
hvernig götur geta verið og er þó
mikil leðja á þeim, sem berst sífelt
að frá forargötunum. Þegar dimrna
tekur á kvöldin tekur þó út yfir,
því að þá sjá menn ekkert til að rekja
sig og forðast dýpstu forarpollana.
Það er venja manna að skella
skuldinni á stjórn þessa bæjar þegar
eitthvað er að, og svo er einnig um
þetta mál. En engin bæjarstjórn í
heiminum er almáttug, og ekki er
hægt að gera meira en efnin leyfa.
Miklu fé er árlega varið til bikpúkk-
unar og er þar líklegast farið í rétta
átt. Göturnar sem fyrir nokkru hafa
verið lagaðar, svo sem Hverfisgata
(akbrautin), Þingholtsstræti, Lækjar-
gata og Tjarnargata eru orðnar að
svaðpolli hvenær sem dropi kemur
úr lofti. En vonandi endast púkk-
uðu göturnar betur.
Omögulegt er að hraða götugerð-
inni meira en gert er, nema með
meiri fjárframlögum. Það segir sig
sjálft. Og flestum finst útsvarshæðin
i bænum nógu mikil.
Hagsýni er viðhöfð á notkun götu-
gerðarfjárins svo mikil sem unt er.
Atvinnuleysingjum útveguð vinna að
vetrarlagi, við að mylja grjót, sem
notast skal næsta sumar. Margir
þessara manna myndu að öðrum
Eosti verða bænum til byrði.
Það telur sig enginn meiri mann
eo hann er. Og ekki er hægt að
Þæta úr vandræðunum þegar efn
eru engin til þess. Hinsvegar er
Þörfin svo knýjandi, að maður verður
að reyna að finna einhver úrræði.
Og þessvegna leyfi eg mér að koma
fram með eftirfarandi uppástungu:
Inn við Gasstöð hefir mikið safn-
ast fyrir af gjalli, sem til einkis er
notað. Eg þykist vita, að mikið
mætti bæta úr forar-meininu með
því að bera gjallið ofan í verstu göt-
urnar á mjórri ræmu, svo fólk geti
komist áfram nokkurnveginn k'ak-
laust. Eg hefi séð hjá nokkrum
húsum gjali borið ofan á forina og
hefir : að gefist ágætlega. Einkan-
h;ga er brýn þörf á þessa þar sem
engar gangstéttir eru, því á gang-
stéttunum er steinbrún sem feta má
eftir, og svo yfir þvergötur. Það
er enginn vafi á því að þetta yrði
til stórbóta frá þvi sem nú er. Hitt
er ekki vist, hvort bærinn hefir nokk-
urt fé til þessa. En ef mögulegt er,
ætti að reyna þetta, að minsta kosti
á fjöiförnustu svaðgötunum.
E.
Frá Landssfmanum
Blaðið »Austri< á Seyðisfirði skrif-
ar þannig nýlega um ráðstafanir
Iandsímasstjórans.
Stoðvarscndillinn.
A því herrans ári 1906 borgaði
hin mikla landsimastofnun hér
sendlinutn kr. 50.00 mánaðarlega
fyrir útburð á skeytum og aðrar
sendiferðir i stofnunarinnar þarfir.
En nú kr. 40.00 (fallið um 20 %)
og hafa þó störfin mjög aukist og
allar lifsnauðsynjar tvöfaldast að
verði. 15—14 scunda vinnu dag-
lega (virka daga) er sendlinum
ætlað að inna af hendi, 6—7 stunda
sunnudaga- og helgidagavinnu. Alla
daga þrælbundinn í stöðvarinnar
þarfir nema yfir blánóttina (að
líkindum). Og fyrir þenna bundna
og óbilgjarna langa vinnutíma
fær hann kr. 40.00 (fjörutiu krón-
ur), rúma 1 kr. 38 anra á da%,
rúma 10—11 aura um klukkustund
hverja! Úti hvernig sem viðrar, oft
hrakinn og rennandi og mun mörg-
um finnast sem þarna kenni fúl-
mensku frá »stofnunarinnar hálfu<
í meðferð sendilsins.
En hún hálfkvelur kanske fleiri
af sínum starfsmönum, sem ekki
að einhverju leyti eru venslaðir
Austmannakyni »Fyrirtækisins< ? En
það hefir áður skilist á »Mörland-
anum< að þar hefir honum ekki
þótt um auðugan garð mannkostanna
að gresja.
»Tanks*. Hollendingar eru nú
farnir að stníða sér brynvarðat bif-
reiðar eftir fyrirmynd brezku »tank-
anna«. Hafa þeir keypt vélarnar i
þær frá Ameriku.
Efoarannsóknastofan.
Síðan Ásgeir heitinn Torfason lézt,
hefir Efnarannsóknastofa landsins
verið forstöðulaus. Danskur maður
með apótekaraprófi hefir haft á hendi
kenslu læknaefna í efnafræði og Gísli
Guðmundsson gerlafræðingur fram-
kværnt ýmsar rannsóknir. — Fjarri
sé það oss að áiita ekki menn þess3,
hvorn þeirra sem er, þessum störf-
um vaxna. Teljum það fullvíst um
þá báða, að þeir taki ekki að sér
þau verk,sem þeir eru ekki færir um að
framkvæma. En þess ber að gæta,
að þessir menn eru báðir sérfræð-
ingar, án þess að hafa lagt stund
á éfnafræðisnám sem aðalfag, en
engum mun dyljast, að þar sem
efnarannsókuastofa er, þar á líka að
vera efnafræðingur. Þess utan hafa
báðir þessir menn svo mikinn aðal-
starfa, að þeir skiljanlega geta ekki
eytt nema litlum tíma í þágu rann-
sóknarstofunnar.
Þvi fer ver að eins og uú standa
sakir er ekki völ á neinum manni
hériendum, setn tekið hefir kennara-
próf í efnafræði við háskólann i
Kaupmannahöfn eða verkfræðipróf
i efnafræði (Fabriksingeníör). Og því
miður er enginn íslendingur af þeim
sem nú stunda nám í Kauptnanna-
höfn svo langt kominn með nám,
að tiltækilegt sé að biða eftir að
hann taki próf.
Og biðin er skaðleg. Úr því að
rannsóknastofan er til, verður líka
að vera til maður til að veita henni
forstöðu, maður sem getur gefið sig
allan og óskertan við störfum þeim,
sem stofnuninni er ætlað að vinna.
Það er skiijanlegur bagi ölium þeim,
sem þurfa að fá gerðar iannsóknir
á ýmsum efnum, að þurfa að senda
efnin til annara landa til rannsókn-
ar og óviðfeldið, fyrst stofan á ann-
að borð er til.
Það er því ekki annað fyrir hendi
en að fá útiendan efnafræðing hing-
að. Duglegan mann sem er fær um
að gera allar þær rannsóknir er
áhöld og efni rannsóknarstofunnar
leyfa. Mann, sem ekki hefir starfið
fyrir aukastarf, heldur fyrir aðalstarf.
— Stjórnin ætti sem fyrst að leita
fyrir sér um mann, sem víst væri
um að væri starfanum vaxinn.
Og fóiki almeut verður að skilj-
ast til hverra nota rannsóknarstofan
er. Að hún hefir víðtækari þýðingu
heldur en margir hyggja, að hún
er til hagsmuna öllu fólki. Á siðustu
árum er tekið að rannsaka ýmsar
matvörur og komist þannig í veg
fyrir að sviknar vörur séu seldar.
Bóndinn getur fengið að vita hvaða
hey er hentugast eða næringarmest,
hvaða áburður er beztur. Það er
hægt að rannsaka áburðarinnihald
jökulvatnsins, brenslugildi rnósins,
efnasamsetning ýmsra steina- og
málmefna, og fleira sem oflangt
yrði upp að telja.
Efnafræðingurinn þarf að koma,
og það sem fyrst.
Ef Bandaríkin
fara í stríðið.
Fyrir rúmu ári, hinn 24. febrúar
1916, reit Naumann hitin þýzki (sá
sem átti hugmyndina að því að skapa
eitt allsherjarriki frá Eystrasalti að
Petsaflóa) í blaðið »Die FIi!fe< um
það hvernig færi cf Bandaríkin færu
i striðið á móti Þjóðverjum. Hon-
um sagðist svo:
Osk vor um það, að Bandaríkin
séu hlutlaus og jafnvel enh hlutlaus-
ari en þau hafa verið, er ofur skilj-
anleg, þó eigi sé litið á hana nema
frá hernaðarlegu sjónarmiði. Vér eig-
um þegar nógu marga óvini og það
er mjög mikill misskilningur þegar
menn eru að tala um það, að ekkert
geri til þótt þeim fjölgi. Það er
mesti misskilmngur að ætla það, að
Bandaríkin geti eigi unnið oss meira
til óþurftar heldur en þau hafa gert
og þeir sem halda því fram, taka
ekkert tillit til þess hvernig fer, ef
Bandaríkin segja oss strið á hendur.
í fyrsta lagi ber þá þess að gæta,
að floti Bandaríkjanna, sem í voru
33 orustuskip, 10 bryndrekar og 24
beitiskip árið 1913, og er nú lik-
lega stærri, mundi þá þegar samein-
ast brezka flotanum — að svo miklu
Ieyti sem Baudarikin þyrðu það af
ótta við Japan. Það er þó mjög
hæpið að nokkrar viðsjár verði með
þeim ríkjum og vér höfum alt af
reitt oss of mjög á það. En með
þessu móti mundi hægra fyrir Breta
að halda uppi algerðu hafnbanni á
Þýzkalandi.
I öðru lagi ber að nefna herinn.
A friðartimum hafa Bandaríkin 90
þús. hermanna og 5 þús. liðsforingja.
En undir eins og Bandarikin hafa
hafið ófrið má telja það víst, að þau
komi á hjá sér herskyldu og á sex
mánuðum gætu þau því skapað grið-
armikinn her.
I þriðja lagi mundum vér þá missa
algerlega öll þau skip vor, sem liggja
í höfnum Bandarikjanna.
Hinn mik'ii og vaxandi auður
Bandartkjanna mundi eiga sinn þátt
í því að lengja striðið, því að hann
gengur þá þegar til herlána. Og
Bandaríkin geta lagt fram eins mikið
fé og samherjar þeirra þurfa og verða
þeim ótæmandi félind.
Allur útflutningur frá Bandaríkj-
unum, sem nú kemur i krókaleiðum
til Miðrikjanna, mundi stöðvast.
Og í siðasta lagi mundu þá hlut-
lausar þjóðir verða viljalaust verk-
færi í hÖDdum óvina vorra.
Vér Þjóðverjar höfum sýnt það í
þessum ófriði, að vér getum afrekað
það, sem mannlegum mætti hefir
þótt ofvaxið og vér mundum eigi
gugna þótt enn ver blási, heldur
fylgja dæmi Friðriks mikla i sjö ára
stríðinu. En vér göngum þess eigi
duldir hverjar óhemju fórnir vér verð-
um fram að leggja ef Bandaríkin
koma móti oss og lengja þannig
ófriðinn. Vér vitum þó, að Banda-
ríkin taka eigi mikið tillit tii þess